Tíminn - 10.10.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.10.1967, Blaðsíða 13
MHÐJUDAGUR 10. október 1967. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Evrópu bikar-li5 Vals slegið út af fall-liðinu frá Akranesi Valur lék án Sigurðar Dagssonar, en jafnvel hann hefði ekki getað forðað ósigri Vals á sunnudaginn. Alf-Reykjavík. — Hið unga Skaga-lið, failliðið í 1. deild í sumar, stendur á bak við óvænt usfcu úrslitin og stærstu fréttina í innanlands knattspymunni í ár, þegar það á sunnudaginn sló Evrópubikarlið Vals, sjálfa ís- landsmeistarana út úr Bikar- keppninni. Sigur Skagamanna var engan veginn tilviljanakenndur. Þeir gengu ófeimnir til leiks, full ir sigurvilja. Og þrátt fyrir, að Vahir næði forystu í leiknum á 29. mínútu, létu þeir það ekki á sig fá, heldur jöfnuðu skömmu siðar, og léku allan tímann sem betra liðið. Sigurður Dagson gat ekki ieik- ið í Valsmarlkinu í þessum leik, en jafnvel hann hefði ebki get að forðað tapi. Sannleikurinn var sá, að Vals-liðið virtist eitthvað miður sín, og má e.t.v. rekja það til þess, að nokkrir af leikmönn- um liðsins komu ekki heim irá Luxemburg fyrr en seint á laug ardaginn, daginn fyrir Leikinn. Með þessari skýringu vil ég ekki svipta Skagamenn glansinum af 3:2 sigri þeiira. Þeir léku mjög vel — og auðvitað er aills ekki bægt að ganga framhjá þeirri staðreynd, að enginn er betri en mótherjinn leyfir. Björn Lárusson var vissulega hetja Akraness í þessum leik. Hann var langbezti maður vallar- ins og hefur aldrei leikið betur. Hann var srvinnandi, sem annar miðherji liðs síns, en tók einnig virkan þátt í miðjuspilinu og byggði upp. Hann átti allan heið- ur af undirbúningi fyrsta marks Akraness, en þá lék hann á Hart er barizt um knöttinn í haustveðri á Melavellinum. Þröstur Akranesi, hefur stöðvað Reyni Jónsson, Val, og spyrnir knettinum frá. Ef myndin prentast vel, sést knötturinn speglast í pollinum fremst á myndinni. (Tímamynd Gunnar). skemmtilegan hátt fram miðjuna og gaf knöttinn eldsnöggt út til hægri á Matthías Hallgrímsson sem var á auðum sjó — og skor- aði framhjá Gunnlaugi Hjálmars- syni í Valsmarkinu. Þetta skeði á 3S. mínútu og var staðan 1:1. Hermarxn Gunnarsson, síasaður á fæti, en lét það ekki aftra sér frá þvi að taka þátt í leiknum, hafði sex miínútum áður náð forystu fyrir Vai. Gunnlauigur Hjáimarsson í markinu sneri vörn upp í sóka á einni sekúndu, þegar hann hljóp út úr markinu og spyrnti við stöðulaust fram á völlinn til Alex- anders á hægra kant. Alexander sendi strax á Hermann, sem stóð rétt fyrir utan vítateig Akraness, og hann lék á tvo af varnarmönn um Akraness — og skaut síðan á mark. Tókst Einari Guðleifssyni ekki að verja frekar laust skot hans. Strax á 2. mínútu í síðari hálf- leik náði Akraness forystu með marki Benedikts Valtýssonar. Matthias gaf fyrir á Benedikt, sem skoraði af örstuttu færi. Vel af sér vikið hjá báðum. Benedikt vakti mikla athygli í stöðu mið- herja og gerði mikinn usla í vörn inni hjá Vai. Eftir þetta mark skapaðist mikil hætta við Vals- markið, t.d. á 17. mínútu, þegar Björn Lárusson lék á 4 varnar- menn Vals og skaut á mark, en Gunnlaugi tókst með naumind- um að bjarga í horn. Úr horn- spyrnunni, sem Matthías fram kvæmdi, náði Bjöm knettinum og skaut föstu skoti, sem smaug við slá. Markið, sem réði úrslitum, kom á 40. mínútu úr vítaspyrnu, sem dómarinn, Baldur Þórðarson, dæmdi á Sigurð Jónsson, en Sig- urður snerti knöttinn með hendi. Skoraði Björn Lárusson örugg- leiga úr vításpyrnunni, 3:1. Síðasta mark leiksins skoraði Hermann Gunnarsson, þegar að- eins nokkrar sekúndur voru til leiksloka, með skalla eftir fyrir- gjöf Aiexanders. En þetta mark gat ekki breytt úrslitunum. Úrslitin eru óneitanlega^ nokk- ur vonbrigði fyrir Val, íslands- meistaraliðið og Ervrópubikarliðið, sem nýlega veitti ísl. knattspymu nokkra uppreisn með ágætri Framhald á bls. 6. AUSTIN GIPSY LANDBÚNAÐAR OG ÓBYGGÐABIFREIÐ í SÉRFLOKKI AUSTIN GIPSY ER VIÐURKENNDUR FYRIR GÓÐA AKST- URSHÆFILEIKA OG ÖRYGGI. dieselvélar hljóta einróma lof fyrir góða endingu og mik- . Meðal margra fylgihluta er: • Rafknúin framrúðu- • Stýrishöggdeyfir sprauta. • Öryggisgler • 700x16 hjólbarðar. í framrúðum. • • Kraftmikil miðstöS. • Hlíf á varahjóli. • Dynamór — 30 amper • Hlíf undir millikassa • Tvö sólskyggni. • Öflugar dráttar- krónur. VERÐ: Með benzínvél ca. kr. 179.000,00 Með dieselvél — - 199.000.00 Fáeinir vagnar til afgreiðslu nú þegar. GARÐAR GÍSLASON H.F. BIFREIÐAVERZLUN — SÍMI 11506

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.