Alþýðublaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. febrúar 1988
3
FRETTIR
Friðrik Ólafsson segir aö bjart-
sýni ríki hjá íslendingunum i St.
• John.
Friðrik Olafsson:
KORTSNOJ BEITIR BRÖGÐUM
DUGI SKÁKGETAN EKKI
Friörik Ólafsson segir aö
íslendingarnir i St. John séu
bjartsýnir fyrir siðustu skák-
ina í einvigi þeirra Jóhanns
Hjartarsonar og Viktors
Kortsnojs og að Gligoric yfir-
dómari hafi verið hræddur
við að taka á kærunni vegna
framkomu Kortsnojs. Lífs-
skoðun Kortsnoja virðist vera
sú að ef skákgetan dugar
ekki, eigi að beita öðrum
brögðum.
Sagði Friðrik að þeir væru
bjartsýnir og andinn góður
fyrir síðustu skákina. „Það
þýðir ekkert að leggjast í sút,
það er engin ástæða til þess.
Þetta er allt að vakna eftir
áföllin í 5. og 6. skákinni. Þau
voru fyrst og fremst út af
truflunum sem Jóhann varð
fyrir og ekki var hægt að
stöðva f tæka tíð.“
— Var Gligoric yfirdómari
tregur til að taka á málinu
þegar þið kærðuð framkomu
Kortsnojs?
„Já, hann var dálitið
hræddur við að taka á hon-
um, það er líka svolítið erfitt
að takmarka göngufrelsi
manna.“ Sagði Friðrik að eftir
að bannað hafði verið að
ganga um á sviðinu, hafi
aðeins borið á gönguferðum
Kortsnojs beint fyrir framan
sviðið, en hann vissi ekki til
að það hafi verið truflandi.
„Það er sennilega hans
lífsskoðun að ef skákgeta
dugar ekki, þá verður að
finna einhver önnur ráð, þv(
miður. Það er leiðinlegt og
ódrengilegt." Sagði Friðrik
að skipulagning á þessum
einvígum hafi verið ágæt frá
mótshaldaranna hálfu.
í skákinni í kvöld hefur
Kortsnoj hvítt og aö sögn
Friðriks má búast við að
Kortsnoj tefli af miklum krafti
og þó Jóhann stýri svörtu
mönnunum, „er þetta allt
spurning um hvernig hlutirnir
ganga upp“.
HALLDOR RÆÐIR
ENN UIH HVALI
Halldór Asgrímsson sjavar-
útvegsráðherra þarf enn að
beina kröftum sínum i við-
ræður um hvali eða ekki
hvali. Ráðherrann hefur þegið
boð bandariskra stjórnvalda
um viðræður í Washington
dagana 8.-9. febrúar n. k.
um starfshætti visindanefnd-
ar Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Hann mun hitta C. William
Verity jr. viðskiptaráöherra
Bandaríkjanna að máli 8.
febrúar.
HAFNFIRDINGAR
Á BEINNI BRAUT
Hafnfirðingar mega glaðir
nú við una, bæjarfélag þeirra
virðist ætla að koma út með
hagstæða fjárhagsáætlun,
þannig að fyrirhugaðar fram-
kvæmdir leggjast ekki niður
eins og í sumum öðrum
sveitarfélögum. Einnig er
bærinn sivaxandi og að sögn
Tryggva Harðarssonar, bæjar-
fulltrúa í Hafnarfirði, með
einna mestu ibúaaukningu
var Hafnafjörður á höfuð-
borgarsvæðinu, í fyrra.
Um þessar mundir er unn-
ið aö fjárhagsáætlun í
Hafnarfirði og að sögn
Tryggva Harðarsonar. bæjar-
fulltrúa er hún nokkuð hag-
stæð. „Menn hafa reynt aö
hrópa (sað upp að við séum
með háar álögur, en þegar
dæmið er skoðað kemur í
Ijós að við erum þriðji lægsti
bær í landinu hvað þetta
varðar. Reyndar hækka nokk-
uð vatnsskattur, holræsa- og
fasteignagjöld en útsvarspró-
sentan er miklu lægri en
áður,“ sagði Tryggvi. Sagði
hann ennfremur að hlutfall á
milli reksturs og fram-
kvæmda yrði mun hagstæð-
ara þetta ár en búsit væri við
í öðrum sveitarfélögum.
Bærinn sagði Tryggvi vera
vaxandi, og að mikil ásókn
væri I lóöir, bæði undir fisk-
verkunar- og íbúðahús. „Ég
held að það hafi fjölgað mest
í Hafnarfirði á síóasta ári, hér
á höfuðborgarsvæðinu, enda
er af nógu að taka, við eigum
nóg land."
Ráðhúsið:
KOSTNAÐARAÆTLUN Á HULDU
Frá þvi i október á síðasta
ári hefur Bjarni P. Magnús-
son, fulltrúi Alþýðuflokks í
minnihluta borgarstjórnar,
óskaö eftir því við meirihlut-
ann aö lögð verði fram kostn-
aðaráætlun vegna fyrirhug-
aðrar byggingar ráðhúss.
Meirihlutinn gaf loforð um að
áætlunin yrði lögð fram um
mánaðamótin janúar — febr-
úar en stóð, þegar til þess
kom, ekki við það. Bjarni P.
Magnússon telur áætlaðan
kostnað mun lægri en hann
yrði i raun og segir það á
ábyrgö meirihlutans að
minnihlutinn skuli ekki hafa
séð kostnaðaráætlunina þeg-
ar atkvæði um fjárhagsáætl-
un borgarinnar verða greidd.
Bjarni P. Magnússon hefur
nú í þrígang óskað eftir þvi, í
bókun, að fá ítarlega kostn-
aðaráætlun vegna ráöhúss-
ins, sundurliðaða eftir verk-
þáttum. „Okkur var lofað að
hún kæmi í síðasta lagi nú
um mánaðamótin, en hún
hefur ekki sést enn“ sagði
Bjarni í samtali við Alþýðu-
FERDASKRIFSTOFA RÍKISINS SELD STARFSFÓLKI
Frumvarp um sölu á Ferða-
skrifstofu ríkisins er nú til
meðferðar hjá þingflokkum
stjórnarflokkanna. í þvi er
gert ráð fyrir að starfsfólki
fyrirtækisins verði boðinn
forkaupsréttur. Kjartan Lárus-
son forstjóri Ferðaskrifstof-
unnar telur að of snemmt sé
að ræða þetta áður en Ijóst
sé hvort af sölu verður, en sé
þetta það sem koma skal beri
að lita jákvæðum augum á
það. Starfsfólk hafi ekki rætt
þetta formlega, en hann hélt
að áhugi væri hjá því að
kanna þá möguleika sem
byðust.
Kveðið er á um i starfs-
áætlun rikisstjórnarinnar, að
rikisfyrirtæki og hlutafé rikis-
ins í fyrirtækjum sem stunda
atvinnurekstur verði boðin
almenningi til kaups, þar
sem henta þykir. Matthías Á.
Matthíesen samgöngumála-
ráðherra skipaði nefnd I sept.
sl. til að gera tillögur og ann-
ast framkvæmd tiltekinna
þátta varðandi þau fyrirtæki
og stofnanir sem heyra undir
samgönguráðuneytið.
Samdi nefndin frumvarp
um breytingar á lögum um
skipulag ferðamála. Er gert
ráð fyrir að frumvarpið verði
lagt fram fljótlega. I greinar-
gerð sem fylgir frumvarpinu
segir m.a. „að veigamikill
hluti af upphaflegu hlutverk
Ferðaskrifstofu ríkisins hafi
verið faliö öörum aðila, auk
þess sem flugfélögin og
ferðaskrifstofur ástunda um-
fangsmikla landkynningu.
Ekki er heldur nein sjáanleg
þröf á því, að ríkið haldi uppi
rekstri, þar sem blómlegur
atvinnurekstur hefur risið
upp, sem er einfær um að
veita þjónustu á þessu
sviði.“
Þá er þess getið að áður
en af sölu verði skuli fram-
kvæmt mat á eignum, þ.m.t.
viöskiptaviId, geti hún talist
erlent heiti fyrirtækisins, en
hinu íslenska verði breytt.
Gert er ráð fyrir að starfs-
fólk Ferðaskrifstofu ríkisins
eigi forkaupsrétt að fyrirtæk-
inu i 6 mánuði frá gildistöku
laganna.
„Það er langt frá því að
Alþingi sé búið að samþykkja
söluna, þannig að það er ekki
tímabært að ræða þetta,“
sagði Kjartan Lárusson for-
stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins
i samtali við Alþýðublaðið.
Engin launung væri á að eðli-
legt væri að bæði rikisfyrir-
tæki og einkafyrirtæki færu í
gegnum einhverja þróun með
vissu millibili, og ef þetta
væri það sem koma skal væri
ekki ástæða til annars en að
lita á það jákvæðum augum.
Sagði Kjartan að sér þætti
það vel til fundið að starfs-
fólki væri gefinn forkaups-
réttur, hins vegar væri ekki
hægt að segja neitt á þessari
stundu um það á hvaða nót-
um yrði samið, en hann von-
aðist til að samkomulag
næðist. Starfsfólkið hafi ekki
séö ástæöu til að koma sam-
an og ræða þetta á meðan
Alþingi hafi ekki samþykkt
frumvarpið og ekki sé vitað
til að verð liggi fyrir.
„Það yrði okkar fyrsta verk
eftir að við förum að ræða
saman i okkar hópi að ræða
við húsráðendur Eddu-hótel-
anna.“
Taldi Kjartan að áhugi væri
meðal starfsfólks að athuga
þá möguleika sem bjóðast.
Það væri flest búið að vinna
hjá fyrirtækinu í allmörg ár
og hafi sannað getu sína.
blaðið í gær. „Ég hef það á
tilfinningunni að kostnaður-
inn eigi eftir að hækka veru-
lega frá því sem áætlunin
segir til um og fra því sem
ætlað er í fjárhagsáætlun.
Fjárhagsáætlunartölurnar eru
að því leytinu ómarktækar og
ég tel það á ábyrgð meirihlut-
ans að gefa okkur ekki upp
hina réttu tölu.“ Sagði Bjarni
ennfremur að vitað hefði ver-
ið hver tilkostnaðarupphæðin
var í fyrsta áfanga byggingar-
innar en að minnihlutinn hafi
ekki fengið þá vitneskju i té.
Sagði Bjarni ábyrgðina vera
hjá meirihlutanum ef minni-
hluti borgarstjórnar sér ekki
þessa áætlun áður en um-
ræður vegna fjárhagsáætlun-
ar hefjast.
Þær tölur sem hafa verið
sýndar er að ráðhúsbygging-
in muni kosta 500 milljónir
og bílageymslur, þrír kjallarar
niður, 250 milljónir. Nú hefur
Kjonurunum verið fækkað um
einn þannig að heildarkostn-
aöur er áaetlaður 600—650
milljónir. Á þessu ári hyggst
meirihluti borgarstjórnar
verja 340—400 milljónum í
bygginguna. „Það er vitað
mál að þetta er einungis byrj-
unin,“ sagöi Bjarni. „Þegar
hafa komið fram yfirlýsingar
um að haldið verði áfram á
fullum hraða, enda er svæðið
umhverfis tjörnina það við-
kvæmt. En ég hef það á til-
finningunni að kostnaður
þessi sé á hraðri uppleið og
að þegar allt verður búið, á
þeim ógnarhraða sem fram-
kvæmdir eiga að taka, sitjum
við eftir í skuldasúpu."