Alþýðublaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. febrúar 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Eitt ár er liðið síðan hann hvarf HVAR ER TERRY WAITE? Kannski aö sá möguieiki sé fyrir hendi, aö Waite yrði sleppt úr haldi þegar Ronald Reagan er ekki lengur forseti Bandaríkjanna. Þaö viröist nefnilega að ein skýringin á mannránum sé sjúklegt hatur á vestrænum leiötogum og aö ekkert gleöji mannræn- ingjana meira en aö leiötogar eins og Thatcher og Reagan séu auðmýkt í ráðaleysi sinu. Sorgleg ársminning Þann 20. janúar var ná- • kvæmlega eitt ár, frá hvarfi Terry Waite og ekkert öruggt lífsmark hefur komið frá hon- um. Waite er þekktastur af þeim 30 gíslum sem eru í haldi i Libanon. Hann er sendifulltrúi erki- biskupsins af Canterbury og fórtil Beirut í þeim tilgangi að semja um lausn annarra gísla. Honum hafði tekist það áður og var vongóður um, að honum tækist að ná árangri. Þann 20. janúar 1987 var honum ekið til sjúkrahúss Adnan Mroues læknis, sem átti að vera milligöngumaður í viðræðunum vegna þess að hann var kunnugur trúarleiö- toga Hizballah (flokks guðs). Læknirinn þurfti að sinna beiðni um áriðandi sjúkra- heimsókn og þurfti því að yfirgefa Waite um stund. Þrátt fyrir að hann hefði verið aðvaraður gegn því, yfirgaf Waite sjúkrahúsið. Hvað skeöi eftir það veit enginn með vissu. það eina sem vitað er, er það að þegar Terry Waite kom ekki til baka á hótel Riviera þar sem hann hafði sínar bækistöðvar, var farið að grennslast fyrir um hann. Þegar hann ekki hringdi í konu sina, sem hann gerði á hverjum degi, var farið að óttast um örlög hans. Mönnum fannst ótrú- legt að maðurinn, sem virtist njóta trausts hinna ýmsu öfgahópa í Libanon hefði sjálfur orðið fórnarlamb mannræningjanna. Orðrómur Ekki hefur tekist að fá staðfestan orðróm um að þetta eða hitt hafi komið fyrir hann, t. d. að hann hafi særst þegar honum var rænt, að hann hafi verið sendur með bílalest í áttina að Bekaa- dalnum. Orðrómur hefur gengið um að hann búi við niðurlægjandi fangavist. Enn- fremur er sterkur orðrómur um, að hann hafi verið dreg- inn fyrir dómstól og dæmdur til dauða fyrir njósnir. Ekki vantar heldur orðróm um að Waite hafi það ágætt og að mannræningjarnir fari vel með hann að öllu leyti en að hann sakni mannlegra samskipta. Ekkert af þessu hefur fengist staðfest. Sir David Roberts, sem var sendiherra Bretlands í Hvarf Terry Waiteer rakið til mann- ræningjanna sem hann stóð í samningum við i Beirút. Þeir hafa alltaf meðhöndlað mig með virðingu. Hafi þeir lofað ein- hverju, þá standa þeir við það, sagði Terry Waite skömmu áður en honum var rœnt fyrir ári síðan. — Hvorki Terry Waite eða nokkr- um öðrum gíslum verður sleppt úr haldi meðan Ronald Reagan er forseti Bandaríkjanna. Þetta eru orð Múhammed Fadlallah sheiks, andlegs leiðtoga islamskra strangtrúaðra í Líbanon. Libanon til ársins 1983, gefur þessa, ekki svo ótrúlega skýringu um hvarf Waite: „Terry Waite hefur orðið eins- konar fórnarlamb þeirrar at- hygli sem beindist að honum um allan heim. Takmark allra mannræningja er, að athygli beinist að þeim og þeirra málstað. Augum alheimsins var beint að Beirut vegna Terry Waite og því ekki ótrú- legt að mannræningjarnir hugsuðu sem svo — Nú hvila augu alheimsins á okkur, svo nú skulum við sýna þeim í tvo heimana. — Þekktur og virtur maður eins og Terry Waite er freisting fyrir mann- ræningja." Það er álit margra frétta- skýrenda að ofstækisfullum Shiamuslimum sé það keppi- kefli að vestrænir leiðtogar séu auðmýktirog ráðalausir. Þetta hlýtur að vera mar- tröð fyrir Reagan forseta og kaldhæðni örlaganna, að eitt af því sem kom honum í Hvíta húsið var einmitt ráða- leysi og auðmýking Carter forseta í sambandi við gísla- harmleikinn i Teheran. Það hefur berlega komið í Ijós að forsetarnir tveir stóðuiupp jafn ráðalausir og jafn auðmýktir. Það hlýtur að hlakka í öfga- hópunum i Libanon. Og ekki batnar útlitið fyrir Reagan, þegar Sheikinn Fadlallah segir nú: „Það er ætlun þeirra sem hafa Waite í haldi, að auðmýkja Reagan jafn mikið og Jimmy Carter var auðmýktur.“ Níu líf Meðan áöllu þessu geng- ur, bíður eiginkona Terry Waite og fjögur börn þeirra eftir einhverju lífsmarki frá honum, ekki aðeins þau, heldur allur heimurinn. Það er erfitt að trúa því að þessi 48 ára gamli, skeggjaði hugprúði maður hafi verið drepinn. Þessi góði maður sem hefur „verið rekinn áfram af trú og samúö með meðbræðrum sínum“, eins og sagt hefur verið um hann. Hann er sonur lögreglu- þjóns í sveitaþorpi. Terry Waite byrjaði að starfa sem leikmaður við ensku biskupa- kirkjuna eftir að hafa tekið gráðu i guðfræði. Fyrsta verkefni hans utan Bretlands var sem ráðgjafi erkibiskupsins af Uganda, Ruanda og Burundi, árið 1968. Ráðningatími Waite var á sama tíma og harðræðis- stjórn Idi Amin var við vöid í Uganda. Waite og eiginkona hans, sem var barnshafandi — á áttunda mánuði, var um tíma haldið í gíslingu af her- mönnum Idi Amin. Fljótlega eftir að ríkis- stjórn Khomeini tók við völd- um í Iran, komst Terry Waite fyrst i kynni við gíslatöku- vandamálið. Þá kom hann því til leiðar að þrír Bretar voru látnir lausir, en byltingarverð- ir í Iran höfðu hneppt þá í varðhald. Honum tókst einnig að fá fjóra Breta látna lausa úr gíslingu f Libyu eftir að hafa setið á fundi með Gadd- afi i bedúinatjaldi hans. Bret- arnir voru sendir heim og voru í góðu formi. Þessi stóri maður birtist í Osló árið 1984, hann var þá í fylgd með Tutu biskupi sem fékk friðarverðlaun Nobels árið 1984. Hann kom sem einskonar verndari eða líf- vöröur Tutu. Árið 1986 tókst honum að fá lausa úr gisl- ingu fjóra menn í Beirut. Nú er það hann sjálfur sem heimurinn bíður eftir að verði látinn laus úr gíslingu. (Arbeiderbiadet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.