Alþýðublaðið - 05.02.1988, Side 8

Alþýðublaðið - 05.02.1988, Side 8
MMBWBIIÐIB Föstudagur 5. febrúar 1988 Fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar HORFT FRAM HJA BRYNUM FÉLAGSLEGUM VERKEFNUM 1500 milljónir í ráðhús og veitingahús í Öskjuhlíð. Fyrir 800 milljónir vœri hœgt að tœma alla biðlista eftir dagvistun barna, segir Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi A Iþýðuflokksins. I gærkvöldi lagði stjórnar- andstaðan i Reykjavik fram sína eigin fjárhagsáætlun. Stjórnarandstaðan setti sig á móti ýmsum atriðum áætl- unar Ihaldsins. Reis þar hæst sú ákvörðun meirihlut- ans að verja 1.500 milljónum i byggingu ráðhúss og veit- ingahúss á Öskuhlíöartönk- unum, á næstu þremur árum. „Fyrir þessa upphæð væri hægt að leysa flest þau vandamáf sem blasa við, s.s. dagvistun barna, sagði Bjarni P. Magnússon fulltrúi Al- þýðuflokks í borgarstjórn, er Alþýðublaðið ræddi við hann í gær. Fjárhagsáætlun þessa árs er sú umfangsmesta í sögu borgarinnar. Velta borgar- sjóös, er 7.700 milljónir og fyrirtæki borgarinnar, raf- magnsveita, hitaveita og vatnsveita velta svo til jafn miklu. Hér er því um að ræða 15 milljarða, eða um 200 þús- und á hvern Reykviking. Langstærsti hlutinn fer í rekstur fyrirtækja en þegar það er frádregið eru um 2000 milljónir eftir. Sú upphæð mun ætluð í rekstur skóla, sjúkrahúsa, dagvistunar- heimila og þess háttar. Borgarstjórn hefur löngum greint á um hvernig nota beri þessa peninga og í gær lagði stjórnarandstaðan farm álykt- unartillögu, þar sem farið var m.a. fram á að á þessu ári yrðu fengnir sérfræðingar í hagræðismálum til þess að gera heildarúttekt á rekstri Reykjavíkurborgar. Stjórnar- andstaðan mótmælti enn fremur lántökum er meirihlut- inn hyggst nota til byggingu bílageymslu í ráðhúsinu. „Við í minnuhlutanum erum ekki á móti lántökum, ef þær á að nota í verkefni sem eru brýn. En við erum á móti því að fara að taka 167 milljón króna lán til byggingu bílageymslu á meðan að tekjur borgarinn- ar hafa aukist um 500 millj- ónir sagði Bjarni P. Magnús- son. Hluti af þeim 2000 milljón- Bjarni P. Magnússon. um sem eftir verða til ráð- stöfunar hyggst meirihlutinn nota til byggingar ráðhúss og veitingastaðar í Öskjuhlíð. Minnihlutinn hefur hins vegar lagt áherslu á að betur færi að nota þessa peninga til að tæma biðlista sem eru eftir ýmissi þjónustu, dagvistun barna, þjónustuíbúðum aldr- aðra og svipaðra verkefna. Fyrirhugað er að 124,5 millj- ónir fari í Öskjuhlíðina á þessu ári og 340—400 millj- ónir í ráðhús. „Hér er um að ræða að minnsta kosti 1.500 milljónir króna. Væri ekki betur að þessu fjármagni yrði varið í eitthvað annað en gæluverk- efni borgarstjóra á næstu þremur árum“ sagði Bjanri. Tók hann m.a. dæmi, að fyrir 800 milljónir væri hægt að tæma alla biðlista eftir dag- vistun barna, fyrir 350 millj- ónir væri hægt að klára Borgarspitalann og fyrir af- ganginn væri síðan hægt að byggja allan fjöldan af þjón- ustuíbúðum og hjúkrunar- heimilum. „Það er einn mað- ur á biðlista eftir þessum tveimur húsum og það er borgarstjórinn. En á biðlist- um eftir þjónustu hjá dagvist- un og þjonustuíbúðum aldr- aðra eru mörg hundruð," sagði Bjarni. ÞÚSUND Félagsstofnun stúdenta: M M I STAÐ MILUONA Borgin hefur alltaf stutt við bakið á stúdentum þar til núna, segir Bjarni P. Magnússon, þetta á auðsjáanlega allt að fara í hringleika- og ráðhús. Undanfarin ár hefur borgar- stjórn Reykjavíkur stutt við bakið á stúdentum, þegar þeir hafa veriö að byggja yfir sig húsnæði. í fjárhagsáætl- un fyrir árið 1988 er hins veg- ar ekki gert ráð fyrir hærri fjárveitingu en 500 þúsund til Félagsstofunar stúdenta vegna byggingar Hjónagarða. Bjarni P. *Magnússon, full- trúi Alþýðuflokks í minni- hluta borgarstjórnar sagði í samtali við Alþýðublaðið i gær að fyrri borgarstjórnir hefðu alltaf stutt við bakið á stúdentum þegar þeir hefðu verið að byggja Gamla garð, Nýja garö og nú Hjónagaröa. Nú hefði Félagsstofnun stúd- enta sent inn beiðni um styrk til að geta lokið byggingu á þeim áfanga Hjónagarða, sem þörf væri á að Ijúka og ekki fengið nema 500 þúsund krónur. Nokkrir fulltrúar minnihlutans lögðu hins veg- ar fram tillögu þar sem upp- hæðin nam fimm milljónum króna. „Reykjavík er háskólaborg og dregur til sín fjölda stúd- enta á hverju ári. Fyrirtæki og borgin sjálf hafa af þessu miklar tekjur og borgin hefur alltaf stutt stúdentana,“ sagði Bjarni. „Það er bara undir forystu Davíðs Odds- sonar sem farið er að sveigja af leið. Þessir peningar eiga auðsjáanlega allir að fara í ráðhús og hringleikahús" sagði Bjarni að lokum. EIN MILLJÓN TIL HVÍTASUNNUMANNA 700 þús. til SÁÁ SÁÁ fær, á þessu ári, 700 þúsund króna styrk úr borgarsjóði en Hvitasunnu- söfnuðurinn fær 1 milljón. SÁÁ sendi upphaflega inn beiðni um fimm milljón króna styrk en aö sögn Bjarna P. Magnússonar, full- trúa Alþýðuflokks í minni- hluta borgarstjórnar sá meiri- hlutinn frekar ástæðu til þess að styrkja Hvítasunnu- söfnuðinn um eina milljón og þá SÁÁ um aðeins 700 þús- und. Bjarni P. Magnússon, full- trúi Alþýðuflokks í minni- hluta borgarstjórnar flutti ályktun, 6. október sl. þess efnis að veita SÁÁ fimm milljón króna styrk, í tilefni af tíu ára afmæli samtakanna. Forsendur tillögurnnar voru m.a. þær að félagið ætti við erfiðleika að stríða vegna byggingarframkvæmda og að brýnt væri að létta þessum skuldum af þeim. „Meirihlut- inn hafnaði þessari tillögu Bjarna og þar með beiðni fé- lagsins og ákveður að það fái 700 þúsund krónur og Hvíta- sunnusöfnuður 1 milljón. □ 1 2 3 r 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 gangur, 5 íþrótt, 6 léreft, 7 hvaö, 8 ella, 10 átt, 11 lausung, 12 hnifa, 13 hrella. Lóörétt: 1 stara, 2 hljóp, 3 klafi, 4 krota, 5 fljót, 7 hrina, 9 sýll, 12 þyngdareining. Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 menja, 5 keim, 6 úir, 7 og, 8 þratti, 10 ei, 11 árs, 12 hrat, 13 nægir. Lóðrétt: 1 meiri, 2 eira, 3 nm, 4 angist, 5 kúbein, 7otrar, 8 tári, 12 hg. • 6engið Gengisskráning 23. — 4. febrúar 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 37,170 37,290 Sterlingspund 65,389 65,601 Kanadadollar 29,246 29,340 Dónsk króna 5,7383 5,7569 Norsk króna 5,8019 5,8207 Sænsk Króna 6,1286 6,1484 Finnskt mark 9,0460 9,0752 Franskur franki 6,4954 6,5164 Belgiskur franki 1,0448 1,0482 Svissn. franki 26,82779 26,9145 Holl. gyllini 19,5133 19,5763 Vesturþýskt mark 21,9195 21,9903 ítölsk líra 0,02977 0,02987 Austurr. sch. 3,1183 3,1284 Portúg. escudo 0,2683 0,2691 Spanskur peseti 0,3257 0,3268 Japanskt yen 0,28842 0,28935 • Ljósvakapunktar • RUV 20.35 Helgi E. Helgason • Rás 1 13.35 „Fyrsta ballið hennar", smásaga eftir Kathrine stjórnar Þingsjá. Mansf ield. Anna Maria Þóris- • sm 2 dóttir þýddi. Sigríður Péturs- dóttir les. 22.10 Englaryk. Kvikmynd • Rás 2 sem segir frá eiturlyfja- 22.07 Snorri Már Skúlason vandamálinu. fær sér snúning.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.