Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir ÞEIR LÍTA KHOMEINI VONAR- AUGUM 5300 vestur-þýskir verkamenn í stál- iðnaði og þeirra heimabœr, reyna að koma í veg fyrir að stálver, vinnu- staður þeirra, leggi upp laupana. Aya- tollah Khomeini gœti orðið þeim hjálplegur. Verkamenn stálversins í Duisburg berjast fyrir þvi aö vinnustað þeirra veröi ekki lokað. Við hlið nr. 1 að Krupp stálverinu i Duisburg, bæn- um Rheinhausen er fjöldi manna samankominn. Eng- inn þeirra leggur trúnað á lof- orð stjórnenda Krupp — stál- versins um, að enginn af 5300 starfsmönnum versins muni standa uppi atvinnu- laus, ef til þess kemur, en all- ar líkur benda til þess, að stálverið loki síðar á þessu ári. „Við höfum hlustað á þessi loforð, aftur og aftur en nú er þolinmæði okkar á þroturn," segir einn af hinum hroll- köldu mótmælendum. Vikum saman hafa þeir staðið vörð við hlið nr. 1. allan sólarhring- inn. I Rheinhausen er mælirinn nú fullur hjá starfsmönnun- um og þeir eru ákveðnir í mótmælum sínum gegn lok- un stál-versins. Mótmæli þeirra eru róttækari en áður hefur þekkst i Ruhrhéraðinu þegar staðið hefur til að loka vinnustöðum. í Ruhr-héraði eru meiraen fimm milljónir íbúa og and- staðan gegn lokun stálvers- ins hefur breiðst út um allt héraðið. Þetta gerðist ekki í bænum Hattingen og Ober- hausen, þegar íbúar þeirra mótmæltu lokun vinnustaða sem veittu 6000 þús. manns atvinnu. Þau mótmæli náðu ekki útfyrir bæinn sjálfan. Kol og stál, er það sem efnahagur Ruhr-héraðanna byggist á. Sé einhver hinna stóru vinnustaða i einum af bæjunum I Ruhr lagður niður, eykst atvinnuleysi gífurlega þvl á þessum slóðum eru ekki margir aðrir vinnustaðir. Bæir í Ruhr eru háðir þess- um stóru atvinnufyrirtækjum. Stálverin í Ruhreru þau ný- tískulegustu I Evrópu, en stál frá löndum þriðja heimsins er ódýrara, vegna þess að nokkurlönd í Efnahags- bandalaginu, styrkja úrelt stálver með fjárframlögum, þó ekki Vestur-Þýskaland. Engin jólainnkaup Atvinnuleysi í Duisburg var þegarorðið um 17 prósent, áður en þessi lokun kom til. Þetta er með hæstu atvinnu- leysis prósentum í Vestur- Þýskalandi. Ef stálverinu í Rheinhausen verður lokað, óttast menn að það komi nið- ur á um 8000 manns í Duis- burg, ekki aðeins þeim 5300 sem starfa í stálverinu. Þetta kemur óbeint niður á versl- unarmönnum, kráar og kaffi- húsaeigendum og fleirum. Vegna yfirvofandi atvinnu- missis, var svo til engin jóla- sala í Duisburg. Starfsmenn stálversins og aðrir verkamenn í Ruhr gera skyndiverkföll, loka hrað- brautum, tefja umferð við brýrnar yfir RínarfIjóti og ýmislegt annað til að vekja athygli á sínum málstað. ' Hópur starfsmanna stál- versins ruddust inn í fundar- herbergi stjórnar stálversins, brutu eitthvað at húsgögnum og kalda borðið sem stjórn fyrirtækisins ætlaði að gæða sér á var á bak og burt, þegar starfsmennirnir yfirgáfu fundarsalinn. Ef öll þessi mótmæli og aðgerðir koma ekki að gagni, er þó ein vonarglæta eftir, og hún beinist að klerkunum í Teheran. Það vill nefnilega svo til að rikisstjórn klerk- anna I Iran hafa með höndum 25,1 prósent hlutabréfa í Krupp-samsteypunni. Það var Shainn fyrrverandi keisari í Iran sem keypti þessi hluta- bréf á sinum tíma. Iranir geta þannig stöðvað allar ákvarð- anir teknar af stjórn Krupp- samsteypunnar. í stálverinu I Rheinhausen vinna um 600 Tyrkir. Þeir hafa nú snúið sér til trúbæröra sinna í Theran, og biðja um að þeir sjái til þess að vinnustað Trykjanna verði ekki lokað. Vantrú verkamannanna á loforðum sem Krupp-stjórnin gefur stjórnmálamönnum, skín i gegnum öll samtöl. „Við erum orðnir hálf ringl- aðir yfir þessu öllu saman. í apríl í fyrra kyngdum við því að stjórn fyrirtækisins fækk- aði starfsmönnum um 2000 — til þess, eins og þeir sögðu — aö tryggja það, að fyrirtækið gæti haldið áfram starfsemi. Við vorum rétt búnir að átta okkur á þessari fækkun starfsmanna, þegar þeir koma með þessa frétt um að það eigi að hætta allri starfsemi. Svona látum við þá ekki fara með okkur.“ Brot á trúnaðartrausti Reiöi verkamannanna bein- ist ekki eingöngu að stjórn Krupp samsteypunnar, þeir eru einnig reiðir sjálfum sér fyrir að leggja trúnað á full- yrðingar stjórnarinnar um áframhaldandi reksturef fækkað yrði um 2000 manns. í Duisburg og Rheinhau- sen beinist reiðin einkum gegn Gerhard Cromme ein- um af forstjórunum hjá Krupp. Menn ákæra hann fyr- ir „Morð á Rheinhausen og svik við verkamenn í stál- iðnaðinum“. Kirkjan stendur með þeim Það er samstaða í bænum og húsmæður færa mótmæl- endum heitt kaffi og kökur, þar sem þeir eru i mótmæla- stöðu við hlið nr. 1. Gegnt hliðinu hafa þrír ungir menn úr kristilegu verkamannafélagi komið upp stóru spjaldi sem á er letrað „Solidaritet (samstaða) lífs- kraftur Ruhrhéraðsins. Bæði Lútherskir og Kaþólskir kirkjunnar menn í bænum, standa með stál- iðnaðar verkamönnunum og koma inná yfirvofandi at- vinnuleysi f predikunum sín- um, þeir taka einnig þátt í mótmælagöngum og varð- stöðum. Rheinhausen er dæmi um lok tímabils i Ruhr. Umhverf- is stálverið í Rheinhausen eru margar minjar frá þeim tíma þegar stálverið hóf starfsemi árið189i5. Frá hliði nr. 1 liggur gata þvert í gegnum Rheinhausen. Hún heitir Friedrich — Alfred — Strasse. Hver var Fredrich — Alfred? Auðvitað Krupp og á Krupp torginu er höggmynd af Friedrich — Alfred — Krupp. Það sjást þess engin merki í dag, að fyrir stuttu hafði myndinni verið velt af stalli og nefinu núið ofan í jarðveginn. Frá því starfsemi stálvers- ins hófst fyrir tæpum 100 árum, hafa fastráðnir starfs- menn búið f húsum, sem Krupp-samsteypan lét reisa umhverfis stálverið. Enn f dag bjóða þeir fram húsnæði fyrir þessa 5300 stáliðnaðar- menn. Verkamenn í kola og stál- verum f Ruhr hafa alltaf litið á sig sem rjómann af þýskum verkalýðsstéttum. Það voru þeir sem áttu einn stærsta hlutann i endurreisn efna- hagslífs í Vestur-Þýskalandi eftir heimsstyrjöldina síðari. Þeim þykir óskiljanlegt að heimurinn þurfi ekki á kolum og stáli Ruhrhéraðsins að halda. Konrad Adenauer heitinn, kanslari Vestur-Þýskalands sagði einu sinni: „Þegar eld- ar loga í Ruhrhéraði, er ekki nægilegt vatn í Rín til að slökkva þá.“ (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.