Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 8
MMBUBUBIfi Miðvikudagur 10. febrúar 1988 Síld hf á Siglufirði: FENGU EKKI FRAMLEIÐSLURETT Rafn Sigurðsson, formaður stjórnar Sölustofnunar Lagmetis segir ekki grundvöll fyrir fleiri framleiðendur að svo stöddu. Stjórn Sölustofnunar Lag- metis tók þá ákvörðun á stjórnarfundi si. föstudag að veita Si Id h.f. á Siglufirði inngöngu í Sölustofnunina. Hins vegar samþykkti stjórn- in ekki að fyrirtækið fengi leyfi til framleiðslu á sildar- lagmeti er selt yrði til Sovét- ríkjanna, og er ástæðan ónógir sölúsamningar. Vegna þessa er talið um að hátt í 20 manns missi atvinnu á Siglu- firði. í samtali við Alþýðublaðið sagði Rafn Sigurðsson, stjórnarformaður Sölu- stofnunar Lagmetis að þeir teldu ekki fyrirliggjandi sölu- samninga til að fjölga fram- leiðendunum. „Það eru nú þegar þrjár verksmiðjur sem framleiða síldarafurðir, K. Jónsson og Co. á Akureyri, Lifrarsamlag Vestmannaeyja og Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar. Á meðan viö höfum ekki stærri samninga teljum við ekki þörf á við- bótarframleiðendum að svo stöddu" sagði Rafn. Á bæjarskrifstofu Siglu- fjarðar fengust þær upp- lýsingar að hlutafélagið Síld Eskifjörður: ALLT A KAFI Snjómokstursvélar bœjarins og Vegagerðarinnar eru í fullri notkun svo til alla daga. Undanfarna daga hefur snjó kyngt niður á Austfjörð- um og að sögn Bjarna Stefánssonar, bæjarstjóra á Eskifirði, hefur ekki snjóað jafn mikið þar i meira en ára- tug. Snjóruðningstæki, bæði frá bænum og Vegagerð rikisins hafa því verið í fullri notkun og sagði Bjarni að þessir dagar hefðu verið bænum afar dýrir. „Hér er allt á kafi í snjó og það segja mér fróðir menn að ekki hafi kyngt niður öðrum eins snjó hér síðan 1974, en þá voru mikil snjó- flóð á Norðfirði" sagði Bjarni í samtali við Alþýðu- blaðið. Ástand þetta er búið að vara í um hálfan mánuð þótt ekki hafi gert vitlaust veður fyrr en um seinustu helgi. Þá var bæði kolófært og kolvitlaust veður, sagði Bjarni, það sást jafnvel ekki á milli húsa. Snjómagnið í bænum er svo mikið að aðalvandamálið er að koma því sem mokað er, einhversstaðar fyrir. Sagði Bjarni að bæði hefði verið farið með snjó niður í fjöru og niður ( árnar. Þó væri það ekki heppileg lausn, þar sem hætta væri á flóðum ef gera skyldi allsherjar hláku. „Þetta kostar okkur gífurlega fjár- muni, áníðslan á tækjunum er mikil og svo þurfum við að borga aukamannskap fyrir vinnu,“ sagði Bjarni. Vegagerð ríkisins sér síðan um að halda aðalsamgöngu- æðinni, Fagradal, færum og að sögn Bjarna er hann mokaður á hverjum degi, ef veður leyfir. í gær var Vega- gerðin að moka Oddskarðið, sem liggur frá Eskifirði til Neskaupstaðar, og sagði Bjarni snjóinn svo gífurlega mikinn að búast mætti við að moksturinn tæki mjög langan tíma. í gegnum árin hafa Siglfirðingar framleitt úrval af síldarvörum fyrir bæöi innlendan og erlendan markað. Meö ákvörðun Sölustofnunar eru hins vegar likur til þess aö framleiðslu veröi aö mestu hætt á Siglufirði. h.f. var stofnað nú nýlega og var stofnféð upp á fimmtíu þúsund krónur. Meirihlutann, eða 60% á K. Jónsson og Co. á Akureyri, Siglufjarðar- bær, Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði og tveir einstak- lingar í bænum eiga svo sinn hlutinn hver. Síðan var ákvæði í stofnsamningi fyrir- tækisins þess efnis að skil- yrði fyrir áframhaldandi til- veru þess væru að Síld h.f. og K. Jónsson, Akureyri fengju einkaleyfi á gaffalbita- framieiðslu fyrir Rússlands- markað. Sigló h.f. hefur haft þennan rétt á móti K. Jóns- syni um nokkurn tíma og ef það hefði gengið eftir, að Síld h.f. yfirtæki samninginn, átti að auka hlutaféð upp ( fimm milljónir. Siðan var ætlunin að gaffalbitarnir yrðu framleiddir á Akureyri en K. Jónsson myndi jafnframt skuldbinda sig á móti um að það yrði framleidd ákveðin afurð úr síldarflökum úr fimm þúsund tunnum, á Siglufirði. Út á það átti að tryggja hátt í 20 manns vinnu. En þar sem stjórn Sölustofnunarinnar hafnaði þessari beiðni sögðust viðmælendur Al- þýðublaðsins á Siglufirði ekki vita hvert framhaldið yrði. Meirihlutaeigandinn K. Jónsson og Co. réði nú öllu. Kristján Jónsson, verk- smiðjustjóri K. Jónsson, vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið við blaðamann í gær- dag. | Norður- og Austurland: HAFÍS NALGAST LANDIÐ Undanfarna daga hafa borist fregnir af hafis Uti fyrir öllu norðanverðu landinu. Ekki er enn vitað hvað hann er mikill, en að sögn Eiriks Sigurðssonar, hjá Veðurstofu íslands er ísinn nokkuð dreifður þannig að þó hann sé á leið til lands er útlitið ekki mjög svart. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands, hefur ekki verið hægt að fljúga yfir svæðið, þar sem ísinn er, vegna óhagstæðra skilyrða, og bíður Landhelgisgæslan því færis. Fregnir hafa hins vegar borist frá skipum og samkvæmt þeim er ís á við og dreif alveg frá Horn- ströndum í vestri til svæðis norður af Langanesi. í gær- morgun bárust fregnir um stakan jakavið höfnina í Grfmsey og um dreifðan ís og (shrafl 40 sjómílur norður af Langanesi og er það, það austasta sem Veðurstofan hefur frétt af. Einnig er ís á svæðinu á milli Grimseyjar og Kolbeinseyjar og norð- vestan af Kolbeinsey og norður af Skaga, á milli Skagafjarðar og Húnaflóa. Þar er isinn reyndar mjög langt í burtu, einar 70 sjó- mílur. „Tölvuspár, sem við höfum fengið gera ráð fyrir norðlægum áttum alveg fram á laugardag, þannig að þetta mun nálgast landið svona hægt og rólega. Það er ekki gert ráð fyrir hvassviðri, heldur aðeins 4-6 vindstigum næstu fjóra til fimm dagana, og það mun taka ísinn þann tíma að koma til lands,“ sagði Eiríkur. Ekki taldi hann þó ástæðu til svartsýni því ísinn væri mjög dreifður. „Þó er að sjálfsögðu allur varinn góður, því hann er á leið til lands," sagði Bjarni. □ 1 2 3 n 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 ú 13 □ □ Krossgátan Lárétt: 1 heiðarlegt, 5 sjúkdóm- ur, 6 hækkar, 7 fljótum, 8 óljósa, 10 eins, 11 afhendi, 12 seöla, 13 víðari. Lóörétt: 1 hress, 2 dugleg, 3 tón, 4 aldin, 5 öngull, 7 þor, 9 mánuð- ur, 12 lengdarmál. Lausn á siöustu krossgátu Lárétt: 1 brúka, 5 álit, 6 SAS, 7 kg, 8 tuskur, 10 æð, 11 æli, 12 otir, 13 aukið. Lóörétt: 1 blauð, 2 riss, 3 út, 4 angrir, 5 ástæða, 7 kulið, 9 kæti, 12 ok. Gengii Gengisskráning 25. — 8. febrúar 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 37,290 37,410 Sterlingspund 65,187 65,396 Kanadadollar 29,427 29,522 Dönsk króna 5,7303 5,7488 Norsk króna 5,7935 5,8122 Sænsk króna 6,1403 6,1601 Finnskt mark 9,0356 9,0352 Franskur franki 6,4827 6,5035 Belgiskur franki 1,0467 1,0501 Svissn. franki 26,7216 26,6076 Holl. gyllini 19,4940 19,5567 Vesturþýskt mark 21,8870 21,9574 itölsk lira 0,02974 0,02984 Austurr. sch. 3,1153 3,1253 Portúg. escudo 0,2684 0,2692 Spanskur peseti 0,3264 0,3274 Japanskt yen 0,28835 0,28928 • Ljósvakapunldar •RUV • Rás 1 20.35 Nýjasta tækni og vís- indi. Sýnd verður myndin „Orka og Norðurlönd". 20.00 Þorkell Sigurbjörns- son heldur áfram að kynna þjóðinni nútímalist. • Stöð 2 • RÓT 22.15 Shaka Zulu. Vinsæll framhaldsþátturum berrass- aða Zulu-menn. 22.30 Ungkratarkynnastarf- semi FUJ-félaganna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.