Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 5 KVIKMYNDIR eftir Sigmund Ernir Runarsson ar! ENN SVÍFUR CIMINO SMÁFRÉTTIR Bióborgin, Sikileyingurinn (The Sicilian): Bandarísk, árgerö 1987. Framleiðandi: Michael Cimino. Leikstjórn: Michael Cimino. Handrit: Steve Saghan, sam- kvæmt samnefndri sögu Mario Puzo. Tónlist: John Mansfield. Aóalleikarar: Christopher Lamb- ert, Terence Stampe, Joss Ack- land og Giulia Boschi. Það er makalaus upplifun þeim sem stiga á land i Sik- iley. Undirgefni og örvænt- ing er einkennandi fyrir al- þýðu fólks sem þarna reiknar um í allt að því reiðileysi, ráð villt og vonlaust um ham- ingju. Umfram allt fátækt, máttvana milli steins og sleggju; offari lögreglu og ógnana mafíu. Lega eyjunnar er i rauninni lýsandi fyrir þá eymd sem hún geymir; eins og margþvældur steinn sem stígvélið niðrúr Evrópu er að reyna að sparka frá sér. Marion Puzo veit þetta bet- ur en vió. Itali og skáld. Bók hans um Guðfaðirinn var litli vísirinn að því sem koma skyldi, og vó þungt. Stóri vís- irinn, sem telur hraöar, kom nærfellt áratug seinna og hlutlaus titillinn tældi: Sikil- eyingurinn. Inntakið ætlaði allt vitlaust að gera, einkan- lega heima í héraði, því hér var endurvakinn sjálfur Salva- tore Giuliano, drottnari fjall- anna, sem fyrrum tíð komst upp á milli lögreglu og mafíu í hlíðum Etnu. Og það geng- ur náttúrlega ekki, gekk ekki þá eða síðar. Það er óútreiknanlegur maður sem tók að sér kvik- myndun verksins. Bandaríkja- maðurinn Michael Cimino, sem skipulega hefur lokað hverri hurðinni af annarri á eftir sér hjá vesturheimskum myndiðjujöfrum. Þetta er leikstjóri sem í seinni tíð hef- ur valdið meiri heilabrotum framleiðanda, leikenda og áhorfenda en flestum hefur tekist — og eru þó ólíkinda- tólin áberandi í (áessum geira lista. Michael Cimino er kannski misheppnaður, The Deer Hunter var ef til vill bara „Pað er yfir þessari mynd sami reikuli andblœr og einkennir mörg fyrri verk Ciminos, “ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson m.a. í umfjöllun sinni um Sikileyinginn sem Bíóborgin sýnir. tilviljun, kannski slæm eftir allt saman — og Heavens Gate lýsandi! Hann á að baki fimm myndir sem leikstjóri, og þar áður tvær sem handritshöf- undur. Sikileyingurinn er fyrsta mynd hans sem hann á ekki aðild að handriti — og einblínir þess í stað alveg á leikstjórnina. Fyrri myndir hans eru hver annarri um- deildari: Myndirnar Silent Running og Magnum Force sem hann skrifaði fyrst vissu á framhaldið og frumraunin sem leikstjóri, Thunderbolt og Lightfoot með þeim Jeff Bridges og Clint Eastwood staðfesti höfundareinkenni á borð við reikult handrit og vissan sjarma í óljósri stíg- andi. En Hjartabaninn komst í tísku. Kyrrt yfirbragð hennar, slitrótt samtöl um tilfinninga- lega uppgjöf hitti í mark hjá meyrum Vesturlandabúum á fyrstu árum stríðsáranna I Nam. Menn þóttust greina undiröldu og lifðu sig af stakri prýði inn í misheppn- aða heimkomu, tristar rúllett- ur og angur, yfrið angur í bitr- um leik DeNiro, Savage, Walken og Strepp. Einhverra hluta vegna hefur þessi mynd samt elst jafn illa og maður getur ímyndað sér að persónur hennar hafi gert. Svo kom fíaskó per excel- ance, Heavens Gate með þeim Kristofferson og John Hurt á stappi í dýrustu drullu allra tíma, ef rykmökkurinn er tekinn með. Kannski best lýst með orðunum ofþroskaö- ar Þrúgur reiðinnar, þvi hér var greinilega ort í stíl Johan Ford sem ásamt Fonda gerðu gersemi John Steinbeck ódauðleg skil á breiðtjaldi ár- ið ’40. Að vísu varð Heavens Gate einskonar píslavottur amerískrar eyðslusemi í kvik- myndagerð, dropinn sem fyllti mælinn, i raun ekkert verri en viðleitni margra ann- arra listamanna til að gera stórmyndir allra tima. í The Year of the Dragoon frá miðjum níunda áratugn- um náði Cimino sér loks á strik í nokkuð óhefluðu ógeði a la oriental, en þarna vökn- uðu til lifsins tvær stjörnur sem síðan hafa skotist hátt á himinn, John Lone og Mickey Rourke. í Sikileyingunum frá síðasta ári, sem Bióborgin hefur nú tekiö til sýninga í bláa salnum, heldur Cimino nokkurn veginn því striki sem hann var kominn á í Drekan- um, en betur má ef duga skal. Þetta er all evrópsk mynd, tæknimenn og einkum leikar- ar eru sóttir austur um haf; þarna bregður fyrir ítölsku leikkonunni Giulia Boschi, Frakkanum Christopher Lam- bert, og ensku heiðursmönn- unum Terence Stampe og Joss Ackland sem kunnari er af sjónvarpsleik en biói, lék til dæmis nokkuð eftirminni- lega í Tinker, Tailor, Soldier, Spy, sem rikissjónvarpið hafði til sýninga í all nokkrar vikur fyrir fáum árum. Stampe þekkjum við úr Sup- erman, Lambert til dæmis úr Subway á móti Adjani og Jean-Hugues Anglande. Þetta leikaraval sætir nokkurri furðu, þvi hvaö sem segja má um fegurð Lambert og bjarta ásjónu Ackland er hvorugur þeirra nógu sterkur eða afgerandi til að drífa áfram persónur Guilianos og donsins og lýsa þeirra ástar- haturs sambandi sem er þungamiðja þessa verks. Stampe í rullu Anvandu er auk þess klaufalegur á köfl- um. Það er reyndar yfir þess- ari mynd sami reikuli and- blær og einkennir mörg hver fyrri verka Ciminos. Persónur gefa ekki færi á sér, senur eru ekki endilega byggðar upp hver af annarri, stígandi ómarkviss og vantar mestan- part þann sjarma sem fyrir- gaf óreiðuna í sumum fyrri verkanna. Engu að síður er Skikiley- ingur Ciminos, þrátt fyrir van- mátt sé eðlilega miðað við bókina, á stundum tilþrifa- mikil mynd í næstum lýrísku staðarvali. Kvikmyndatakan er snotur og notkun birtu gjarnan á þann veg sem und- irstrikar stemmningu atrið- anna. Þá er tónlist John Mansfield einkar viðeigandi og áheyrileg, kyrr og seið- andi eins og bestu partar þessarar myndar eru. En bet- ur má ef duga skal, Michael Cimino þarf tilfinnanlega að skerpa Ijósopið, einkum and- lega séð. Maðurinn svífur. Kapellan í Krýsuvíkur- skóla vígð Kapellan i Krýsuvíkurskóla var vígð við hátíðlega athöfn 19. desember s.l. í tilefni þessa áfanga afhentu Jónas Þ. Jónasson og Gissur Krist- insson frá G.G.S. h/f, samtök- unum ávisun með framlagi 125 starfsmanna fyrirtækis- ins, þar sem hver starfsmað- ur hafði lagt til 700 krónur. Krýsuvfkursamtökin sendu út glróseöil fyrir jól og ára- mótin meö yfirskriftinni „Átak til hjálpar gegn vlmu- efnum“ og að sögn Snorra Mynd tekin við afhendingu áheits frá starfsfólki G.G.S. og tekur Ásta Lárusdóttir varaformaóur Krýsuvikur- samtakanna vió ávísun frá fulltrúa starfsfólksins Jónasi Þ. Jónassyni. Talið frá vinstri eru Snorri Welding, Ragnar I. Aðalsteinsson, Ásta Lárusdóttir, Eirikur G. Ragnarsson og Jónas Þ. Jónasson. Welding tramkvæmdastjóra samtakanna varð þó nokkur afrakstur. Einnig sagði Snorri „að lykilorð samtakanna væri meðferö, skóli, vinna,“ en I þessum lykilorðum felast einnig meginmarkmið sam- takanna sem eru að starfa sem meðferðar-, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir unglinga með vímuefnavandamál. Þetta átak Krýsuvíkursamtak- anna til stofnunar meðferðar- heimilis fyrir unglinga hófst 1986 og miðar fram- kvæmdum I rétta átt og eru samtökin bjartsýn um fram- haldið. Framlag starfsfólks G.G.S. h/f sýnir stuðning við mál- efnið og vonandi að framhald verði á og fleiri sjái sér fært að styðja þetta góða málefni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.