Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 10. febrúar 1988 SMÁFRÉTTIR ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Skóladagheimilið Brekkukot Viltu vinna í notalegu umhverfi á góðum stað í bænum? Okkur vantar aðstoðarmann á Skóladagheimilið Brekkukot. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 19600/260 virka daga. Reykjavík 9.02 1988 REYKJMJÍKURBORG ||| Aautevi Sfádcci Staða safnvarðar við Árbæjarsaf n er laus til umsókn- ar. Staðan verðurveitt frá 1. mars 1988. Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í þjóðfræði eða á sviði norrænnar menningarsögu, auk þess væri iðn- menntun æskileg. Starfsreynsla á minjasöfnum áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Uþplýsingar um starfið veitir borgarminjavörður í síma 84412. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum er þar fást fyrir 25. febrúar 1988. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA hjá póst- og símstöðvunum í Hafnarfirði og Kópa- vogi. Upplýsingar hjá stöðvarstjórum í Hafnarfirði í sím- um 50555 og 50933 I Kópavogi í síma 41225. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða ^ talsímaverði hjá ritsíma Símstöðvarinnar í Reykja- vík. Vélritunarkunnátta áskilin ásamt einhverri tungu- málaþekkingu. Upplýsingar veita Ólafur Eyjólfsson og Óli Gunnars- son í síma 689011. Frá Lichinga í Mósambik. Þessi litla stúlka er á flótta undan striðsógnun- um á svæðinu í kringum Niassa. Sautján milljónir nú þegar í jólasöfnun Hjálparstofn- unar kirkjunnar hafa nú bor- ist tæplega 17 milljónir króna og hefur stjórn stofnunarinn- ar þegar ákveóiö hvernig hluta þess fjár verður varið. í desember sl. voru sendar I, 5 milljónir til heimilis fyrir munaðarlaus börn í Eþiópíu. Nokkru áður hafði verið send jafnhá upphæð þannig að alls eru þetta 3 milljónir. Heimilið mun að öllum lík- indum verða tilbúið í vor eða sumar og mun það hýsa 150 börn. Stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur ákveðið að taka þátt i verkefni í Niassa ( Mósambik, sem áætlað er að kosti alls um 1,9 milljónir dollara. Stofnunin tekur þátt í þessu verkefni ásamt hjálpar- stofnunum hinna Norðurland- anna. í Niassa eru nú um II. 000 manns sem flúið hafa hungursneyð og stríðsátök. Fólk þetta býr gjörsamlega einangrað, án matar og hjálp- argagna. Til fólksins er ekki hægt að komast i flugvélum. Aðstoðin felst í matvæla- flutningum og hjálp til sjálfs- hjálpar. Stjórn Hjálparsveitar kirkj- unnar hefur ákveðið að ræða við Lútherska heimssam- bandið í Genf um aðild að fiskveiðiverkefni i Massawa í Eþíópíu. Þar hafa íslenskir sjómenn m.a. starfað og kennt. Einnig hefur mikið magn íslenskra veiðarfæra og ýmissa tækja verið sent þangað. Hjálparstofnunin vill fylgja starfi sínu í Massawa eftir með því að taka þátt í fiskveiðiverkefninu á nýjan leik en nokkurt hlé hefur orð- ið á starfseminni m.a. vegna skorts á kennurum úr sjó- mannastétt. Kúbanskar bókmenntir Pablo Armando Fernándes skáld frá Kúbu flytur opin- beran fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands sunnudaginn 14. febrúar kl. 14.30 í stofu 101 í Odda. Fyr- irlesturinn fjallar um hlutverk bókmennta ( kúbönsku sam- félagi og verður fluttur á ensku. Pablo Armando Fernándes fæddist á Kúbu 1930, en fluttist til Bandaríkjanna á unglingsárum sinum og átti þar heima til ársins 1959 en þar hófst rithöfundarferill hans. Þegar hann var kominn heim til Kúbu vann hann fyrst við ritstjórn menningar- timarita, slðan gerðist hann starfsmaður utanrlkisþjón- ustunnar og árið 1971 tók hann við starfi hjá Vísinda- akademlunni í Havana. Fernándes hefur gefið út sex Ijóöabækur, auk fleiri rita, og hafa Ijóð hans verið þýdd á mörg tungumál. Fyrir skáldsöguna Los ninos se despiden, Börnin kveðja, hlaut hann bókmenntaverð- laun Casa de las Americas. Fyrirlesturinn á sunnudag er öllum opinn. Eitt andartak í umferðinnl getur kostað' margar andvðkunætur. UMFERDAR RAÐ FLUGMÁLASTJÓRN ÚTBOÐ VEGNA FLUGGAGNAKERFIS Flugmálastjórn hefur leitað tilboóa utanlands í þró- un fluggagnakerfis. í útboðslýsingum er gert ráð fyr- irþátttöku íslensks fyrirtækis sem undirverktakavið gerð hugbúnaðarins. Hér með er auglýst eftir fyrirtækjum, sem hafa áhuga á ofangreindu verkefni. Útboðsgögn ásamt kröfum um hæfni og reynslu þeirra fyrirtækja, sem koma til greina, fást afhent í afgreiðslu flugmála- stjórnar, 1. hæð, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Flugmálastjóri RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISíNS Rafmagnsveitur ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-88001: Nýbygging verkstæðis- og geymslu- húss í Ólafsvík. Opnunardagur: Miðvikudagur 24. febrúar 1988, kl. 14:00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Ramagns- veitna ríkisins við Sandholt 34, Ólafsvík og Lauga- veg 118, Reykjavík frá og með miðvikudeginum 10. febrúar 1988 gegn kr. 5.000 skiltatryggingu. Tilboðum, skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Ólafsvík fyrir opnunartíma og verða þau opnuð ásama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Tilboðin séu i lokuðu umslagi, merktu „RARIK-88001 Húsnæði í Ólafsvík". ÚTBOÐ Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Fundur verður haldinn mánudaginn 15. febrúar n.k. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu Strandgötu. Gestur fundarins verður Árni Gunnarsson alþingis- maður. Umræður um velferðarkerfið og forréttindahópa. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti. Stjórnin Alþýðuflokksfélag Húsavíkur Félagsfundurverðurhaldinn á Hótelinu miðvikudag- inn 10. febrúar n.k. kl. 20.30 Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Fjárhagsáætlun bæjarins 3. Önnur mál. Stjórnin. OPIÐ HUS Miðvikudaginn 10. febrúar n.k. verður opið hús í Félagsmiðstöðinni Hverfis- götu 8—10. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra mætir á fundinn. Komið, spjallið og spáið í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.