Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. febrúar 1988 3 FRÉTTIR HÆTTA A KLOFNINGI í VH Starfsmenn Flugleiða íhuga úrgöngu úr Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, effélagið semur um orlofsferðir við erlent flugfélag. Stjóm Starfsmannaféiags Flugleiöa hefur lýst því yfir aö samningaviðræður þær sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur stendur í viö Lion Air í Luxemborg, séu gróf aðför aö hagsmunum þeirra rúmlega 500 félags- mannai j VR sem vinna hjá Flugleiðum, og þau sjái ekki ástæöu til aö taka þátt í félagsskap sem beinlinis vinni gegn hagsmunum þessara félagsmanna. Verði af þessum samningi sé kominn tími til að VR fólk hjá Flugleiðum stofni sitt eigið stéttarfélag. í samtali við Alþýðublaðið sagði Margrét Hauksdóttir varaformaður starfsmanna- félags Flugleiða að með því að fá hingað leiguflug fyrir 2500 manns eða 5000 sæti væri verið að skerða tekju- möguleika starfsfólks Flug- leiða sem er í VR. Varöandi það hvort VR sé ekki einmitt að vinna fyrir sína félags- menn með því að reyna að fá eins ódýrar ferðir og hægt væri, sagði Margrét að ef það þýddi minni vinnu fyrir VR fólk hjá Flugleiðum, þá væri það ekki þeirra hagur. Að- spurð sagðist hún ekki reikna meö aö Flugleiðir gætu boðið eins lágt fargjald og nefnt hefur verið í sam- bandi við samning við Lion Air. „Maður héldi að 7000 krónur væru langt fyrir neðan kostnaðarverð." — Er ekki rétt af VR að finna ódýrustu ferðirnar fyrir sitt fólk? „Það má kannski segja að það sé skiljanlegt að þeir geri það, en að okkar mati eru þeir að berjast gegn okkar hagsmunum sem erum líka í VR, það virðist ekki vera að okkar hagsmunir fari saman.“ Margrét sagði að ekkert hafi verið ákveðið um fram- haldið et VH semur við Lion Air. Hugmyndir um sérstakt stéttarfélag innan Flugleiða hafi oft komið til tals áður, enda væri starfsfólk þar tölu- vert sérhæft. Hins vegar • hljóti allar svona aðgerðir að hvetja fólk til að athuga þann möguleika. Ekki tókst að ná í Magnús L. Sveinsson formann Verslunarmannafélags Reykjavíkur vegna þessa máls. Aróður hvalavina gegn íslenskum fiski: ÁHRIFA EKKI FARIÐ AÐ GÆTA — segir forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum. Bilar halda áfram aö streyma inn í landið þrátt fyrir gifurlegan innflutning í fyrra og hitteðfyrra. Fjöldi bíla biöur m.a. afgreiðslu á svæði Eimskipafélagsins i Hafnarfirði, þar sem þessi mynd var tekin í gær. A-mynd Róbert. ÍSLENDINGAR MEÐ M BILA-BAKTERIU úá Um 24.000 fólksbílar seldust á Magnús Gústafsson for- stjóri Coldwater i Banda- rikjunum segir að engra áhrifa sé farið að gæta vegna áróðurs Greenpeacesamtak- anna, hvorki hjá stærri við- skiptavinum né hinum al- menna kaupanda. Nóg fram- boð sé af fiski hjá flestum og mikið sé af fiski sem sé lé- legri en sá íslenski, á mun lægra verði. I samtali við Alþýðublaðið sagði Magnús að engin áhrif væri að sjá af áróðrinum enn- þá. „Þeir eru að undirbúa það að hafa áhrif á stærri við- skiptavini að kaupa ekki fslenskan fisk, en það hefur ekki haft nein áhrif ennþá.“ Að sögn Magnúsar hefur megináherslan verið lögð á það af hálfu þeirra hjá Cold- water, að samkomulag sé á milli Islands og Banda- ríkjanna og íslendingar hafi fallist á það að vísinda- áætlanir okkar fari fyrir Al- þjóðahvalveiðiráðið. Varðandi hinn almenna kauþanda, Byggðastofnun hefur ekki tekið til afgreiðslu lánsum- sókn Helga Þórs Jónssonar vegna Hótel Arkar. Hann á eftir að leggja fram ýmsar upplýsingar sem beðið hefur verið um. Það mun hafa áhrif á afstöðu Byggðastofnunar hvort verið sé að greiða öllum kröfuhöfum eða bara þeim sem hafa veðrétt. Hjá Byggðastofnun eru efasemd- ir um endurgreiðslugetu hótelsins á nýju láni. Hjá Byggðastofnun er tekið fram að hún sé ekki vön að greina frá einstökum Iánsumsóknum, en þar sem umsækjandinn hafi sjálfur haft frumkvæðið að því, verði gerð undantekning. Hið rétta sé að Helgi Þór Jónsson hafi sótt um 20 mill- jón króna lán til Byggða- stofnunar, en umsóknin ekki verið afgreidd enn. Til trygg- ingar láninu bjóði Helgi sam- hliða veðrétt með Ferðamála- sjóði og Framkvæmdasjóði sagði Magnús að aðgerðir Greenpeace hafi ekki haft nein áhrif á þá. Hann sagðist vona að um- hverfisverndarfólkið féllist á það að lög og reglur eigi að gilda og þegar samskipti séu í lagi á milli þjóða verði málið leyst á þeim vettvangi. „Við skulum bara vona að það komi aldrei til þess að meta hvaða árangur aðgerðir sem beinast gegn friðsamlegum lausnum hafa.“ Það ætti eftir að koma i Ijós hvað gerist þegar Japanir fara af stað með sína vísindaveiðiáætlun. „Ég býst við að viðbrögðin gegn henni verði sýnilegri en gagnvart okkar.“ Varðandi verð og eftir- spurn, sagði Magnús að nóg væri af fiski hjá flestum, en hjá Coldwater vantaði tölu- vert i ákveðnar pakkningar. „Það er ansi mikiö af fiski af lélegri gæðum en við erum með, á töluvert lægra verði. Það eru víðsjár i þessum málurn." Islands. Vegna beiðninnar hefur Helgi verið beðinn um ýmsar upþlýsingar og að gera grein fyrir þvi til hvers eigi að nota nýtt lán, og þá hvernig það muni duga til að koma kröfum í full skil. Veruleg áhrif hafi á afstöðu Byggðastofnunar hvort verið sé að greiða öllum kröfu- höfum eða aðeins þeim sem þegar hafa tryggt sér veðrétt í hótelinu og lausafé. Stofn- unin hefur áhyggjur af fjár- hagslegu tjóni sem iðnaöar- menn og smærri verktakar í Hveragerði og nágrenni kunna að verða fyrir ef Hótel Örk nær ekki að rétta greiðslustöðu sína. Hjá Byggðastofnun eru efasemdir um endurgreiðslu- getu þessa fyrirtækis á nýju láni og það skipti auövitað meginmáii. Þegar Helgi Þór hefur lagt fyrir þær uþp- lýsingar sem beðið hefur verið um, verður málið lagt fyrir stjórn Byggðastofnunar. íslendingar keyptu ails 2806 Lödur á síöasta ári. Lada hefur síðustu ár verið ein allra vinsælasta bíl- tegundin, en hefur nú slegið öll fyrri met. Af öðrum tegundum var einnig gífurleg sala í Toyota, 2320 bílar seld- ust á árinu og yfir 2000 bilar seldust af gerðinni Mitsu- bishi. Þar af seldust 961 Lancer-bílar. Nokkrar aðrar tegundir seldust einnig mjög vel á þessu mikla bílaári, þó ekki næðu þær 2000-bílamarkinu, eins og áður nefndar tegund- ir. Yfir 1000 bílar seldust t.d. af gerðunum Mazda og Nissan. Þessar uþþlýsingar koma m.a. fram ( skýrslu Hagstofu Islands um bíla tollafgreidda í janúar til desember 1987. Skýrslan er gerð ársfjórð- ungslega og sýnir viðbót þá við bílaeign landsmanna sem verður á hverjum ársfjórð- ungi. A árinu 1987 voru fluttir inn alls 18.081 nýir fólksbílar, samanborið við 13.352 árið 1986. Innflutningur notaðra bílajókst einnig gífurlega, 4.494 fólksbilar voru fluttir inn í fyrra en 1.666 árið á undan. Alls voru flutt inn 24.485 ökutæki samanborið viö 15.851 árið 1986. í árslok 1987 voru 2 ibúar pr. fólksbíl á íslandi en 1,8 ef Siðanefnd Blaðamanna- félags íslands hefur úrskuröað að fréttaflutningur Rikisútvarpsins, í frétta- timum hljóðvarps og þætti dægurmáladeildar á Rás 2, þar sem fjallað var um meint tengsl Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrverandi for- sætisráðherra og bandarisku leyniþjónustunnar CIA, hafi verið alvarlegt brot á siða- reglum blaðamanna. Fréttirnar voru byggðar á síðasta ári allir bílar eru reiknaðir með. Sambærilegar tölur fyrir árs- lok 1986 voru 2,1 og 1,9. Þá voru tölurnar 1,8 og 1,4 í Bandaríkjunum, 2,3 og 1,8 i Kanada og 3,3 og 2,8 í Dan- mörku svo einhver dæmi séu nefnd. upplýsingum norska sagn- fræðingsins Dags Tangens. í úrskurði siðanefndar segir, að I fréttatímum útvarps og þætti dægurmáladeildar Rásar 2 hafi 3. grein siða- reglna verið brotin: „Blaða- maður vandar upplýsingaöfl- un sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum rnálum." Sem fyrr segir telur siða- nefndin brotið alvarlegt. Hótel Örk: EKKERT LÁN ENNÞÁ Tangen-málið í hljóðvarpi RUV: ALVARLEGT BROT segir í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélags íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.