Tíminn - 19.10.1967, Blaðsíða 5
FJMMTUDAGUR 19. október 1967
TEMINN
BRÉF TEL VINKONU
Kæra vinkona!
>ú kivartar í síðasta bréfi
þínu og segir, að allt sé orðið
óguðlega dýrt. Ég vil helzt ekki
heyra slíkt tal. Allir eríiðleik-
ar eru hollir og þroskandi, enda
deyja hér miklu fleiri af ofáti
en hungri. Það er þetta, sem
vakir fyrir stjórninni. Þeir eru
góðir menn, Gylfi og Bjarni
Mienn með svo fagran sjónvarps
s-vip gera aðeins það, sem gott
er og rétt.
Mamstu Mka, kelli mín, að
þú kaust einn viðreisnarmann-
inn síðast? Hivernig geturðu þá
búizt við öðru en viðreisn?
Mannkynssagan sýnir okkur,
að viðreisnarstjórnir og þegnar
lenda oft í ýmsum mannriun-
um að lokum. Ég er vel að mér
í þessum fræðum og skal nu
segja þér frá:
Um miðja 18: öld átti lítil
þjóð, Bommarabommar, heima
á bökkum Mgerfljóts í Afríku.
Þar hafði lengi. ríkt einvaldtir
höfðingi, Bukarokko að nafni
en þarna um miðja öldina
steyptu þegnarnir honum af
stóli og tóku yfir sig viðreisn-
arstjórn. Var nú lengi tíðinda-
lítið á þeim vígstöðvum og allir
sæmilega ánægðir — eða þar
til aukning uppskerunnar
minnkaði, en þá tók þessi sex-
manna viðreisnarstjórn 5 menn
daglega og át þá. Er um það
bil fimmtungur þegnanna hafði
verið soðinn, gerðu sex valda-
menn samsæri, átu gömlu
stjórnina og mynduðu aðra sjálf
ir. Þessi viðréisnarstjórn var
að því leyti frábrugðin hinni
fyrri, að hún sauð ekki. Hún
át að vísu 5 menn daglega, en
hún steikti þá á teini.
Er komið var fram á 19. öld
og margar viðreisnarstjórnir
höfðu ríkt hver af annarri, var
ástand viðreisnarinnar orðið
slíkt, að enginn þegn var efíir
óétinn, og þá tók hú að vami-
ast málið. Enginn sjólfboða’vði
gaf sig fram, svo að viðskipta
málaráðherrann var tekirtn með
valdi í miðri ræðu og grillaðtir,
en þá tókst svo hörmulega til,
að fjórir ráðherranna fengu ó-
stöðvandi klígju og uppköst.
Þeir létust allir, en forsæris-
ráðherrann, sem einn Mfði, reik
aði einn og yfirgefinn inn í
frumskóginn og er úr sögun.ri.
Þessi þjóð er nú ekki lengur
til. Þannig getur viðreisn verið.
' Já, vinkona, þú kaust þér við-
reisn, og viðreisn áttu að fá og
ekkert annað. Okkar viðreisn-
arstjórn étur ekki menn, en
hún étur peninga af góðri ]yst.
Auðvitað þurfa ráðherrar pen-
inga til að fljúga fyrir.
Góð spretta í sumar og ali-
góð nýting heyja. Kartöfluupp-
skera sæmileg og dilkar þyngri
en í meðallagi. Kindin þín skil-
aði sér af fj.alli með bæði
lömibin. Snati drapst úr pest í
fyrrada.g Við höfum fengið nýj-
an prest.
Blessuð frænka,
þinn Örn.
Efnahagsumræður
á Alþingi í gær
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, var fyrstur á mælendaskrá
á fundi neðri deildar í gær, er
fram var haldið 1. umræðu um
efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinn
ar.
Sagði ráðherrann, að ríkis-
stjórnin hefði ekki gert neina til-
raun' til að blekkja þjóðina í kosn
imigunum og þau áföll sem orðið
hefðu hafi ekki verið nokkur leið
að sjá fyrir. Sagðist hann vera
óhræddur um að ganga til kosn-
inga núna miðað við þau úrslit,
sem urðu í síðustu kosningum!
Skýrði hann frá því að
rikisstjórnin hefði n ýlega beitt
sér fyrir því að tryggja Samein-
uðu bílasmiðjunni nægt lánsfé
eða um 60 milljónir króna, til að
hún geti tekið að 9ér að yfir-
byggja bifreiðir fyrir hægri akst-
ur og væri þetta og stuðningur
við stálskipasmí'ðar sönnun áhuga
ríkisstjórnarinnar á að styðja við
samkeppnishaéfan innlendan iðn-
að. Kvaðst hann því vísa fullyrð-
ingum Eysteins Jónssonar um slæ
lega frammistöðu ríkisstjórnarinn
ar á þessu sviði algerlega á bug.
Lúðvík Jósefsson sagði furðu-
Legt, að ríkisstjómin rökstyddi
þessar tillögur sínar eingöngu með
verðfalli og aflabresti þar sem
hér er aðeins um að ræða að ná
saroan endum í fjárlögum en
ekki einn einasti eyrir á að renna
til útflutningsatvinnuveganna og
er því út í hött að rökstyðja
þetta með áföllum útflutniingsat-
vinnuveganna. Ríkisstjórnin gerir
engar tillögur um hvernig eigi að
leysa vanda atvinnuveganna, held
ur aðeins hvernig rétta eigi halla
ríkisisjóðs. Hefur ríkissjóðurinn
þá orðið fyrir áfalli? Nei ekki
er það, því innflutningur hefur
verið í hámarki og tekjur hans
hafa aldrei verið meiri en á þessu
ári. Þessar ráðstafanir, sem hér er
lagt til að gera, er því ekki
unnt að rökstyðja með áföllum
útflutningsatvinúuveganna, en
hins vegar gerir fjárlagafmmverp
ið ráð fyrir að ekkert verði dreg-
ið úr útgjöldum og eyðslu ríkis-
sjóðs, heldur er sagt við laun-
þega: Þið skuluð spara.
SkúM Guðmundsson sagði, að
húsmæðrum hefði brugðið i brún
þeg.ar þær komu í mjólkurbúðir
eftir að ríkisstjórnin hafði fellt
niður niðurgreiðslurnar á mjólk.
En það eru fleiri búðir til en
mjólkurbúðir og m.a. rekur ríkið
sjálfí vínbúðir. Áfengi er einnig
niðugrreitt, en það er aðeins fyr-
ir örfáa útvalda, sem það er gert,
ráðherra og aðra fyrirmenn. Hefði
ekki verið skynsamlegra að fella
niður niðurgreiðslurnar á áfeng-
inu til fyrirmannanna áður en
mjólkin var hækkuð. í stað þess
voru ni'ðurgreiðslurnar á áfeng-
inu tii f>TÍrmannanna hækkaðar.
Þetta er mynd af ástandinu. Ég
veit að ráðherrar eiga erfitt starf
jog nú hefur lýsi fallið i verði
og þess vegna ætti það ekki að
verða tilfinnanlegra fyr;ir ríkis-
sjóð að fella niður áfengisniður-
greiðslurnar og gefa í stað þess
ráðherrum og alþingisforsetum
lýsissopa á morgnanna og jafn-
vel kvöldin líka.
Magnús Kjartansson sagði, að
ríkisstjórniin hefði einhliða brotið
júnísamkomulagið frá 1964 með
þessu frumvarpi. Allir stjórnmála-
flokkar á íslandi hafa unnið sam
an og ég tel að íslenzkt þjóðfé-
lag sé með þeim hætti, að þeir
verði að geta unnið saman. En til
þess verða menn að geta treyst
bátíðlegum yfirlýsingum stjórn-
málaleiðtoga. Nú mun reyna á
það, hvort hugur fylgir máli um
það, hvort hann vill eiga sam-
starf við stjórnarandstöðuna og
verkalýðshreyfinguna um þetta
mól. \
Eysteinn Jónsson, sagði að
dómsmálaráðherra heföi haft ým-
islegt eftir sér sem væri alrangt
og síðan svarað því sem voru
staðlausir stafir. Ennfremur sagði
hann það, sem lesið he.^ði verið
úr Iðnaðarmálum væri márklaust
fleipur. M.a. það, sem sagt hefði
veriö þar um Bílasmiöjuna. Sagðí
ráðherranm svo, að Bílasmiðjan
hefði orðið að leita sérstaklega til
ríkisstjórnarinnar til að geta hald
ið áfram rekstri sínum. En þetta
fyrirtæki er ekkert einsdæmi.
Sannleikurinn er sá, að fyrirtæk-
in verða nú að fá sérstaka með-
ferð og forgangsfyrirgreiðslu hjá
ríkisstjórninni til að komast eitt-
hvað áléiðis með sinn rekstur. En
þau fyrirtæki eru æði mörg, sem
enga slíka fyrirgreiðslu hafa feng
ið. Þetta er einmitt frekari sönn
un þess, að það verður að endur-
skoða allt efnahags- og atvinnu-
Mfið niður í rótina og koma þess-
um málum á viöunandi grundvöll.
Um „stöðlunarmálin", sem dreg
ist hafa óhæfilega, sagði ráðherr-
ainn, að það gerði nú vist ekki
mikið til þótt eitthvað hefði dreg-
izt að staðla prófarkir og um-
slög, en staðlar um það voru
birtir fyrir nokkru. Þannig talaði
ráöherrann þvert ofan í yfirlýs-
ingu forstjóra Iðnaðarmálastofn-
unarinnar um það að það gæti
valdið allt að 40% lækkun bygg-
ingarkostnaðar að staðla bygging-
ariðnaðimn. Þetta mál hefur dreg-
izt síðan 1961 vegna þess að þaö
hefur engin sérfræðingur fengizt
fyrir þau launakjör, sem í boði
eru. Byggingarkostnaður óbóf-
lega hár, er eitt af stærstu vanda-
rnólum íslenzks þjóðarbúskapar,
en ráðherrann leyfir sér að svara
þessu með skætingi einum um að
ég hafi verið að finna aö drætti
á '• stöðlun á umslögum og fyrir-
komulagi á' prófarkalestri.
Emil Jónsson, utanríkisráð-
herra svaraði fyrirspurn frá Magn
úsi Kjartanssyni um meðferð
þessa máls í miðstjórn Alþýðu-
flokksins. Sagði Emil að aðgerð-
irnar hefðu veriö samjjykktar mót
atkvæðislaust og án nokkurra mót
mæla. Þar var okkur ráðherrum
Alþýðuflokksins falið að fara með
málið eins og komið hefur fram
í þessu frumvarpi. Eftir að allir
möguleikar höfðu verið athugaðir
var þessi kostur valinn. Jón Sig-
urðsson og fleiri Alþýðuiflokks- i
menn hafa lýst því yfir að þeir I
séu ekki ánægðir með þessar ráð-
stafanir, en þeir hafa ekki komið
auga á aðrar leiðir og ríkisstjórn-
in hefur hvatt til tillagna hér um
aðrar leiðir.
Bjarni Benediktsson sagði að
mestu máli skipti að lífskjörin
'hafa batnað um þriðjung ef
ekki um helming á viðreisnar- |
tímgnum og batinn af auknum Á
afla og hærra verðlagi hefur all-
ur lent hjá almenningi jafnóðum,
þvi yrði almenningur nú að taka
á sig þessa kjaraskerðingu.
Fyrirlestrafundur
hjá Tæknifræðing-
um í
Vetrarstarf Tæknifræðingafé-
lags íslands er nú um það bil að
hefjast, og verður fyrsti fyrirlestr
arfundur félagsins haidinn að Hót
el Loftleiöir (Snorrabúð) í kvöld
fimmtudag, og hefst kL 8.30.
Umræðuefni fundarins verður
hið svonefnda C. P. M.-kerfi eða
Critioal Path Method, eins og það
nefnist á ensku. Þessi vinnuað-
ferð er meðal annars viðhöfð við
frámkvæmdir í BreiðhoIt9hverfi,
sem nú er unnið við af kappi.
Fyrirlesari verður Egill Skúli
Ingibergsson verkfræðingur.
Aðalfundur félagsins var nýlega
haldinn að Hótel Sögu, og fíutti
formaður, Jón Sveinsson, skýrslu
stjórnar um störf félagsins á
liðnu ári. Eitt helzta málið, sem
stjórnin hafði til meðfierðar, var
formleg umsókn um aðild að heild
arsamtökum tæknifræðinga á
Norðuriöndum, „Nordiska Ingen
iörsamfundet“, sem 'aösetur hefir
í Stokkhólmi. Einnig gat formaður
þess, að félagsmenn væru nú
orðnir 160, og hefir þeim fjölg
að um rúmlega 100 síðan 1960.
Þá ber þess og að geta, að á ár-
inu var hafizt handa um útgáfu
á félagsbréfi, sem nefnist „Tækni
fræðingurinn".
Aðalstjórn félagsins var öll end
urkosin, og skipa hana nú eftir
taldir menn: Formaður, Jón Sveins
son véltæknifræðingur, og með-
stjórnendur Jónas Guðlaugsson raf
magnstæknifræðingur, Ásgeir
Iíöskuldsson rafmagnstæknifræð-
ignur Steinar Steinsson véltækni
fræðingur og Baldur Helgason raf
magnstæknifræðingur, Hreinn
Jónasson rafmagnstæknifræðingur
og Ágúst Karlsson rafmagnstækni
fræðingur.
Á VÍÐAVANGI
Beðið um breytingu
Husmóðir í Reykjavik hringdi
til blaðsins í gær' og kvaðst
íiala séð það í blaði, að mjög
hefði verið um það rætt að
senda Gylfa í erlendan slipp
til breytinga, en nú væri ákveð
ið að reyna að gera þessar
breytingar hér á landi. Væri
betta fagnaðarefni, ekki sízt
mcð hliðsjón af síðustu ráð-
stöfunum í efnahagsmálum,
sem alit tal snýst um síðustu
og verstu daga. Því hefði sér
orðið þessi vísa á munni:
Ég er orðin ósköp þreytt
á öUu þeirra standi,
og gott væri, ef þeir gætu
breytt
Gylfa hér á landi.
Óskinni er hér með komið á
framfærí.
„Loppan grá"
Og vísumar dynja yfir. Þór-
arinn frá Steintúni kvaðst hafa
farið að yrkja, er hann sá
forsíðufyrirsögn Tímans í ^ær.
Stjómin á að fara frá. Kvaðst
hann vilja taka undir þessi tU-
mæli með eftirfarandi vísu:
Lymsk og flá er loppan grá,
sem liggur á háborðinu.
„Stjórnin á að fara frá“
hún flýtur á nástráinu.
Þrjár spurningar
Vísir birtir í gær bréf frá
einum lesenda sinna, og er
meginkafli þess á þessa leið:
„Þú hefur, Þrándur góður,
aUajafna verið skynsamur í tU-
lögum og ummælum um vanda
mál líðandi stundar. Nú þykir
mér tvennt eða öllu heldur
brennt hafa til borið, sem mér
að minnsta kosti er nokkur ráð
gáta og langar því tU annað
hvort að biðja þig að fræða
mig eða þá heyra álit annarra,
ef þér sýnist svo.
1. Er það ekki heldur óvana
ieg o;; lágkúruleg aðferð, þeg-
ar máli er skotið til úrlausnar
hæstvirts Alþingis, þá skuli
inciri hiuti þingmanna lyppast
niöur og sitja hjá. Spuming
mrn er: Er afgreiðsla þessa
máls lögmæt frá hendi Alþing-
is, þar sem aðeins álit minni
hiula alþingismanna kemur
fram eða liggur fyrir, 29 at-
kvæði af 60? Eins og sakir
standa hefur umdeildur þing-
maður aðeins 28 atkvæði af 60.
Getur hann virkilega taMzt rétt
að þingsetu kominn?
2. Birt er frá 12. okt. 1967
hækkun á smjöri og ostum
vegna niðurfeMingar niður-
grciðslu úr ríkissjóði. Spurning
mm er: Er hækkun sú á áfengi
og tóhaki, sem birt var sama
dag, einnig vegna burtfeUing-
ar á niðurgreiðslu úr ríkis-
sjóði á bessum vörum? Ef svo
er ekki. er þá hækkunin ekki
brot á verðstöðvunarlögum rík-
isstiórnarinnar?
3. Tilkynnt er, að póstur,
sími, útvarp og sjónvarp verði
ekki lengur undanþegin sölu-
skatti. Spurning mín er: Er
petta ekki aðeins grímuklædd-
ur aukaskattur á þá menn sem
nota þessar þjónustur, eða mun
rikisstjórnin beita þeim marg-
ncfndu og líttvirku verðstöðv-
unarlögum?
I landi okkar er eins og sjálf
sagt allir vita tvenns konar
vcrzlunarrekstur, frjáls verzl-
un, Iítið meira en nafnið og
rikiseinokun. Munurinn á
rekstri þessum virðist aðallega
folginn i því, að einokunin þarf
ekki að fylgja nthium verð-
stöðvunai ákvæðun;, sem rítur
á móti er beitt gegn hinni".