Tíminn - 19.10.1967, Blaðsíða 9
9
FMMTUDAGUR 19. október 1967
TÍIV5INN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdast.ióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ) Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi: 12323. Áuglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. f.
Stjórn, sem á að fara
„Það þarf nýja stefnu, en hitt er orðið fullreynt, að
núverandi ríkisstjórn mun ekki standa fyrir slíku, því
að hún trúir því statt og stöðugt. að engin leið sé til
nema sama ringulreiðin áfram Þess vegna á þessi ríkis-
stjórn að segja af sér. Og í stað þess að leggja fram kjara-
skerðingarfrumvarp nú, bar henni siðferðileg skylda til
þess að fara frá. Hún fékk kjörfylgi sitt út á verðstöðv-
unarloforð og kjarabótaloforð, og þess vegna hefur hún
ekkert umboð til þess að beita sér nú fyrir stórfelldri
kjaraskerðingu. Og ég fullyrði það, að það sé eindregin
vilji meirihluta þjóðarinnar nú, að ríkisstjórnin fari frá“.
Á þessa leið mælti Eysteinn Jónsson meðal annars
lokaþætti ræðu sinnar um kjaraskerðingarráðstafanir
ríkisstjórnarinnar á Alþingi í fyrradag, er hann rök-
studdi það með mörgum og skýrum dæmum, að grund-
vallarbreyting á stjómarstefnunni væri nú lífsnauð-
synleg.
Eysteinn sagði, að það hljrti að vekja sérstaka athygli,
að ríkisstjórnin skellti þessari kjaraskerðingu á og heimt-
aði stórfé af mönnum, án þess að nokkur athugun hafi
farið fram á ríkisbúskapnuni. Þó væri hverjum manni
fullkunnugt um það bruðl og eyðslu, sem verið hefði
í ríkisrekstrnum síðustu ár, og fólk fyndist eðlilegt,
að einhver litur væri sýndur á meiri ráðdeild í ríkis-
rekstrinum, áður en farið væri ofan í vasa almennings
til þess að sækja fé í bruðlið.
Forsætisráðherra hefur játað, að vandi atvinnuveg-
anna sé mikill og alveg óleystur, þrátt fyrir 750—800
milljóna álögur handa ríkissjóði en neitar að breyta
nokkru atvinnu- og efnahagsmálastefnunni atvinnuveg-
unum í hag. Það er þó löngu orðið ljóst, og eru um það
ófáir vitnisburðir forystumanna atvinnugreinanna sjálfra,
meira að segja fjölmargra stuðningsmanna stjórnarflokk
anna, að hagstjórnaraðferðir ríkisstjórnarinnar og pen-
ingamálastefna hafi verkað sem eitur á atvinnulífið.
Flestum er að verða ljóst, að þarna er meginmeinsemdin,;
og að eina viðhlítandi ráðið í þeim vanda, sem nú steðjar
að, er að ráðast að rótum hennax og sjá atvinnulífinu
borgið fyrst, en meta síðan nauðsyn neyðarráðstafana
í því ljósi. Þess vegna á að taka vandamál atvinnuveganna
fyrst til úrlausnar.
Ofan á þessa brottfararsök rikisstjórnarinnar bætist
það, að nú liggur það á borðmu hversu hún villti um
fyrir mönnum fyrir kosningarnar í vor með fullyrðing-
um um trausta verðstöðvun og kjarabætur, en ekki kjara-
skerðingu, leyndi því ástandi, sem orðið var, með ofsa-
legum fjárgreiðslum af almannafé og birtir síðan svikin
nú. Af þessum sökum ber ríkisstjórninni að fara frá.
Augljóst er nú af umræðum þeim. sem fram hafa
farið á Alþingi, að Framsóknarmenn hafa lagt fram
skýrar tillögur um vinnubrögð við lausn vandamálanna,
og þær eru í algerri andstöðu við það, sem ríkisstjórnin
leggur til.
Ríkisstjórnin skellir á kjaraskerðingu strax upp í
halla ríkissjóðs og lætur vanda atvinnuveganna sitja á
hakanum og þvertekur fyrir að breyta í nok'kru stefnu
undanfarinna ára-
Framsóknarmenn leggja til, að vandi atvinnuveganna
sé leystur fyrst, því að þá sjáist hvort nýrra álagna sé
þörf, og hann telur meginmáli skipta að breyta grund-
vallarstefnunni sem sé röng, og sú breytipg sé frum-
skilyrði þess að leysa vanda dagsins.
Forsætisráðherra hefur í ræðu lýst yfir, að hann sé
fús að athuga aðrar leiðir en þá, sem hann hefur nú
lagt til. Nú reynir á, hvort það er aðeins blekkingageip.
L. W. MARTiM:
Mikilvægi flotans rénar ekki
þrátt fyrir kjarnorkuvopnin
Komin er út í London bókin
The Sea in Modem Strategy
eftir L. W. Martin prófesson.
28. september birtist grein am
bók þéssa í Berlingske Tidende
og fer hún hér á eftir.
HBRNAÐAiRMIKILVÆGI
haifsins eykst ört á kjarnorku-
öld í samræmi við aukin við-
skipti milii ríkja og æ mikil-
vægara hlutverk hafsins sem
fæðu- og hráefnisgjafa. Að
vísu aukast bæði farþega og
vöruflutningar með flugvélum
ár frá ári og loftflutningar
veröa hægt og hægt hagkvæm-
ari. Eigi að síður mun hröð
mannfjölgun og ör aukning við-
skipta óvófengjanlega auka eft-
irspurn eftir sjóflutningum.
Þetta kemur greinilega fram
í aukningu kaupskipaflotans s.x.
20 ár, bæði að tölu og burðar
magni. Burðarmagn kaupskipa-
fliotans óx á árunum 1939 til
1965 úr 61 milljón smálesta í
154 milljónir smálesta. Atlants-
hafsbandalagið er samtök sjó-
velda fyrst og fremst og aðild
arríkin að því eiga 60% af
kaupskipaflota heimsins að tölu
til og 70% af burðarmagninu.
Sovétríkiin og bandamenn
þeirra ráiða ekki yfir tiema
5—6% verzlunarflotans, en
minnka sífellt yfirburði Atlants
hafsbandalagsríkjanna og auka
við skipastól sinn að minnsf.a
kosti milljón smálesta á ari
hverju. Gert er ráð fyrir, að
skipastóll þeirra nemi 10 milij-
ónum lesta árið 1970 og 20
milljónum lesta árið 1980.
TÖLUR þessar eru teknar úr
bók brezka háskólakennarans
L. W. Miartins, en hún er ný-
komin út og þar er að finna
niðurstöður nýjustu kannana á
mikilvægi hafsins í nútímanum.
Bókin er í senn skýr og glögg
og þó samþjöppuð, þegar höfð
er hliðsjón af þeim feikna
miklu upplýsingum og eftir-
tektarverðu könnunum, sem þar
er að finna. Hún er þó mikils-
verðust vegna þess, að þar er
metið hlutverk hafsins og mátt
ur fiotans í nútúnanum með
hliðsjón af þeirri tæknibyit-
inigu, sem ýmist er þegar orðin
eða í þann veginn að gerast.
Martin háskólakennari hefir'
forðazt að láta efnið ná þeim
töfcum á sér, að hann mæ'ti
eínhliða með flotastyrk á kostn-
að annars herbúnaðar. Gagn-
rýni hans á gildandi kenningum
Atiantshafsbandalagsins um
notkun flotastyrks í hugsaniegri
styrjöld er einmitt af þeirri
ástæðu enn meira sannfærandi
en ella. Martin lítur svo á, að
bæði austur og vesturveldin -
einkum þó Sovétrikin amnars
vegar og Bandarikin og Stðra-
BretiLand hins vegar — hafi á
brestandi forsendum eflt mik-
inn hluta flotastyrks síns til
þess að geta háð styrjöld í lík
ingu við síðari heimsstyrjöld-
ina, sér í lagi þó nýja styrjöld
um yfirráðin á Atiantshafinu.
AÐ hans áliti væri unnt að
afsaka og skýra fastheldni Vest-
urveldanna við hefðbundinn
skilning aið svo miklu leyti, sem
hún sýnir eðlileg viðbrögð við
Floti Sovétríkjanna eykst sfór
kostlega á hverju ári — eSa um
ca. eina milljón brúttótonn.
sýnilegum fyrirætlunum Sovét-
ríkjanna ef til heimsstyrjaidar
kæmi. En hann bendir á, að
þegar hafi um langt skeið ver-
ið ljóst, að til endurtekningar
heimsstyrjaldarinnar síðari,
með sinni áralöngu baráttu um
Atlantshafið, geti tæplega kom-
ið. Kjarnorkuvopnin hafi vald-
ið of róttækri breytingu til þess
að unnt sé a® gera ráð fyrir
slíku. Langvarandi stórstyrjöld
milli ofurveidanna sé tæplega
huigsanleg.
Martin telur einnig, að vald-
höfunum í Sovétríkjunum sé
að verða þetta ljóst og dregur
það af því, að hinn mikli kaf-
bátafloti Sovétríkjanna sé ekki
endurnýjaður nema að nokkru
leyti. í flota þessum séu nokk-
ur hundruð kafbátar, — eða
miklu fleiri en Þjóðverjar
höfðu nokkru sinni á að skipa
í síðari heimsstyrjöldinni, —
og meginhluti þeirra sé að úr-
eldast.
Á öðrum stað í bókinni er
um það fjallað, hvort Sovét-
menn séu(að búa sig undir að
beita flota sínum við hernaiðar-
aðgerðir — eða til framdráttar
utanríkisstefnu sinni á friðar
tímum — víðsfjarri Sovétríkj-
unum. Martin telur, að mjög
aukin umsvif sovézka flotans á
Miðjarðarhafi gætu bent í þessa
átt.
NÚTÍMA floti hefir fyrst og
fremst mikilvægu hlutverki að
gegna í takmörkuð.um styrjöld-
um og eins til notkunar í stjórn
málaátökum éins og hafbanni
Bandaríkjanna á Kúpu haustið
1962. Stóni flugvélamóðurskip-
in hafa tekið vi'ð af or-rustu-
skipunum sem stærstu eining-
ar flotans. Þeim var í upphafi
fyrst og fremst ætlað að gegna
hlutverki í allsherjarherstyrk,
en eru nú orðin mikilvægust
í samibandi við staðbundnar
styrjaldir, eins og fram kemur'
í Vietnam. Floti Bandaríkjannia
er miklu stærri en floti nokk-
urs annars ríkis og í honum
eru 33 flug'vélamóðurskip. 18
þeirra eru ætluð til notkunar
í baráttu gegra kafbátúm.
Hiöfundur bókarinnar ver
meira rúmi til að ræða um
kjarnorku'kafbátana en aðra kaf
báta, en horfur eru á, að þeir
verði mikilvægustu einingarnar
í filota öflugustu stórveldanna.
Hæfni þeirra til að vera í kafi
og þar ,með í hvarfi ákaflega
lengi í senn, veitir þeim mjög
mikla sérstöðu, ásamt góðum
eiginl'eikum þeirra sem afar
hreyfanlegir og um leið ónæm-
ustu skotpallar flugskeyta, en
það hlutverk hefir þeim verið
ætlað síðan 1960.
Núna, þegar Pólaris-áætlun-
inni er að verða lpkið, eiga
Bandaríkjamenn 41 kjarnorku-
kafbát og 18 Pólarisskeyti eru
í hverjum þeirra. Sovétríkin
eiga einnig allmikinn flota
kjarnorkukafbáta, en ekki er
nema nokkur hluti þeirra bú-
inn flugskeytum, sem auk þess
draga miMu skemmra en Pól-
arisskeyti Bandaríkjamanna.
Það upphefur þó þennan mun
að verulegu leyti, að fjö'marg-
ar' stórborgir Vésturlanda
standa skammt frá ströndinni.
Umræður um þátt kjannorku
kafbátanna í hernaöiarjafnyæg-
inu snúast að verulegu leyti um
möguleikana til varna gegn kaf
bátum. Mestar vonir hafa verið
tengdar við möguleika gervi-
hnatta til þess að finna og
þekkja kafbáta í hafdjúpunuto.
En Martin bendir á, að æ meira
sé lagt upp úr umfangi en á-
gæti kafbátavarnanna og því sé
gert ráð fyrir, að hlutverk gervi
hnattanna í þessu efni verði
minna en vonir stóðu til, að
minnsta kosti fyrst um sinn.
OFURVELDUNUM er ákaf-
lega nauðsynlegt að eiga mik-
in>n, öflugan og aihliða flota.
Meðal stórveldum, eins og
Bretiandi og Frakklandi, er
miklu illkieifiara fjárhagslega
a® eiga og halda úti miklum
flotastyrk, enda borgar þaS sig
síður fyrir þau, bæði stjórn-
málalega og í hernaði.
Bretar hafa tilkynnt, að þeir
ætii að hætta að hflda úti eig-
in flugvélamóðurskipum á ár-
unum milli 1970 og 1980. Mart-
in virðist harma þessa ráðagerð,
þar sem hagkvæmt væri, frá
sjónarhóli stjóramálanna séð,
að sjóveldi Bandaríkjamanina á
Kyrrahafi — og raunar hvar-
vetna austan Suez — gæti not-
ið vi@ brezkra flotaeininga.
Þetta verði enn raauðsynlegra
vegna þess, að ekki verði unnt
ttl langframa að reikna með
föstum herstöðvum í fjarlægum
Austrarlöndum — eða annars
staðar.
Martin telur, að hinum
smærri veldum verði áfram hag
Framhald é 15. síBu