Tíminn - 19.10.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.10.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 19. október 1967 í hinn hrikalega fjallaskaga milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar ganga þrír firðir sem allir stefna frá norðaustri til suð- vesturs, þegar til lands er litið af hafi. Siglufjörður er nyrztur, er þar byggð mikil og var um tíma einn athafnamesti bær á fs- landi, þegar síldin óð úti fyrir Norðurlandi og hver fleyta kom til lands með fullfermi. í Héðinsfirði var áður nokkur byggð og velsæld í búi margra, því gott var þar til fanga. þegar ekki var því meira harðæri. Nú er þar kuml ein að sjá, Frá Héðinsfiröi. — Séð fram að Vatnsenda. Héðinsljörður sem merki þess sem var, en allt athafnalíf bólfastra manna er nú horfið og fjörðurinn í eyði. Á Ólafsfirði er risinn upp þrótt mikill athafnabær, sem virðist í örum vexti. Nú þegar Héðinsfjörður er laus úr tengslum við athafnalíf um- heimsins finnst mér ekki úrleiðis gengið, þótt farið sé til eins þeirra manna, sem upp uxu þar forðum og áttu þar sína glöðu æsku eins og önnur íslenzk böm, að þeirra tíma hætti. Ég hef þvi hitt að máli Björn Sigurðsson, sem fæddur er að Vík í Béðinsfirði, en þar bjó afi hans Bjöm Þorleifsson, sem hafði auk- nefnið „hinn ríki“, svo ekki mun hafa verið sultur í hans búi á þeim ámm. Hann hafði áður búið að Stórholti í Fljótum í Skaga firði. — Faðir minn var þá unglings piltur og var þar fyrstu árin eða þar til þau giftust hann og móðif mín. — Voru þá margir bæir í byggð í Héðinsfirði? — Það munu hafa verið fimm bæir, Vík, Grundarkot, Vatnsendi Áraá og Möðruvellir. — Hvernig sveit er Héðinsfjörð ur? — Það má nú sjálfsagt segja að það sé fremur harðbýlt þar. Snjóalög voru mjög mikil að vetr arlagi og voraði oft seint. En þarna er land gott, sumarfallegt og stórt vatn inn í Vatnsdalnum, sem prýðir mikið byggðina. Á mínum uppvaxtarárum var þar mikil silungsveiði og einnig meðfra fjarðarströndinni, var að þessu mikil búbót, einnig var oft stutt að sækja til fiskifangs á ýmsum árstímum. En allir búsaðdrættir sem sækja þurfti lengra að vom mjög erfið- ir. Þar var aðeins yfir há fjöll að fara og svo sjóinn til Siglu- fjarðar lá leiðin um Hálsskarð og Hestsskarð, sem er mjög hættu samur vegur og ekki fær með hesta. Aftur á móti var Hálsskarð betra yfirferðar og var þá farið upp frá Ámá. — Er gróður í hlíðum fjarðar ins? — Já, þær eru nokkuð vel grón ar sumstaðar, en mest lyng, víðir og svo kjarr. Ekki þó hægt að kalla það skóglendi, en svona dá- lítið hávaxið hrís, eins og við köllum það. Berjalönd eru þarna BÍLAVIÐGERÐIR Réttingar, boddýviðgerðir almenn viðgerðaþjón- usta. — Pantið í tíma í síma 37260- Bifreiðaverkstæði VAGNS GUNNARSSONAR. Síðumúla 13. SENDILL Piltur, sem hefur umráð yfir skellinöðru, óskast til starfa eftir hádegi- \ h \ Bankastræti 7. Sfml 12323- mjög góð þegar sumarveðrátta er hagstæð. — Þetta eru því nær ein- göngu aðalbláber, eitthvað sjálf- sagt af krækiberjum en um þau var lítið hirt á þeim tíma, sem ég var að alast upp. Sumarhagar voru þarna ágætir enda fé vænt til frálags á haust in. — Hvernig voru slægjulöndin? — Þau voru hú fremur rýr á flestum bæjum. Tún voru líka víð ast lítil og ekki mikið fengizt við ræktun. Á Vatnsenda voru slægjulöndin bezt, þar eru starmýrar, en hey af útengi er víðast mjög kjarn- gott fóður og því nær töðugæft sem kallað var. — Voru þessi býli nú kotbýli, eða sæmilegar jarðir? — Sennilega mun nú fremur hafa mátt telja þau flest til smábýla. Þó mun hafa talizt góð- ur búskapur í Vík hjá Birni afa mínum. Hann hafði jafnan nokk uð margt fé og þar af eina 30—40 sauði. Einnig stundaði hann alltaf sjó með. Hjá honum var ætíð margt fólk í heimili. Þá var betra að fá vinnuhjú en nú er. — Hvernig voru byggingar á býlunum. — Þær voru nú misjafnar. í Vík var ágætt timburhús byggt um eða fyrir aldamót. Það mun hafa verið einar 18 al á lengd og 12 á breidd. — Hvort studdist búskapur Héð insfirðinga meira við land eða sjó? — Það vai* miklu meira byggt á sjávargagni, því þrátt fyrir væn leik fjárins og ágætt sauðgagn þegar fært var frá. Þá var álitinn vissari vegur til bjargræðis að stunda sjó, enda alltaf gert haust og vor og oftast mjög góð afla brögð. Ekki man ég eftir því að nokkru sinni brysti fólkið þar matbjörg á mínum uppvaxtarár- um. En það gat oft orðið erfitt um aðdrætti þeirrar vöm sem heim- ilin ekki lögðu til, svo sem kom mat o. fl. Ég skal nefna hér eitt dæmi um það hvað erfitt það gat orðið Héðinsfirðingum að ná í björg úr kaupstað. Það var einhverju sinni að liðið hafði langur tími og aldrei vprið sjófært veður var þá það ráð tekið að senda einn mann frá hverju heimili til Siglufjarðar landleiðina. Þegar vestur kom batnaði veður, svo við fengum lán aðan bát og héldum í snarti af stað heimleiðis eftir að hafa lok- ið erindum okkar. En þá gekk hann aftur upp í aUstan stórveð ur, svo við komumst rétt út fyrir nesið, urðum við að snúa þar við inn á Siglunes. Þar „legaðist“ okk ur í viku. Þá lygndi svo við lögð um .af stað, en þegar við komum austur á móts við vitann ríkur hann upp aftur. Þá er svo mikið dimmviðri að við finnum ekki fjörðinn og lentum vestur á Haga nes. Þegar við loksins héldum svo heim voru flestir, sem talið höfðu okkur dauða og þóttust því úr helju heimt hafa. Svona gat þetta nú gengið stund um. — Hvernig var landtaka í Héð insfirði? — Hún mátti teljast góð. Það var ekki fært á sjó í því veðri, að lifnað hafi yfir Héðinsfirði um tíma, hvað snerti batnandi lifs- hætti. Svo var hafizt handa um vaxandi útgerð frá Vík, og að þeim framkvæmdum stóðu að- komumenn — Þorsteinn Jónsson og Friðleifur Jóhannesson frá Dalvík — en í stórbrimi sem gerOi 1934 braut það niður aiiar frasr.' kvæmdir bæði hús og bryggjur svo þar með var sá draumur úr sögunni. — Hver telur þú að sé helzta ástæðan fyrir því að Héðinsfjörð leggst í eyði, þar sem þar eru þó gróin lönd og ýmsir fremur hagstæðir lífsbjargarvegir? — Samgönguleysið — því segja má að eina leiðin væri á sjó. — Fjallvegirnir eru lítt færir og hættulegir og e-ngar vonir til þess að þar yrði um bætt. — Skilyrði til að fylgjast með þróun tímans voru því mun lakari þar, en bæði í Siglufirði og Ólafsfirði. Þó hygg ég að ef vegasamband væri við fjörðinn gætu verið þar þrjú ágæt býli. Að vetrinum er snjóflóðahætta og hefur valdið slysum á mönn um og fénaði, en það er nú víð ar, þar sem ennþá stendur byggð Vatnið var í mínu ungdæmi matarforðabúr, sem leggja mátti móti ýmsum landsnytjum betri héraða. — Hvað viltu svo segja mér meira um fjörðinn sjálfan? Yzt að vestan er Hesturinn. Úti i Hvanndali er farið yfir Byrgðuna sem svo er nefnd. Það er bratt en vel fært. Svo mátti líka fara með sjó fram eða skrið una sem kölluð var. Venjulega, var farið með sjónum væri ekki mikil bára. í Hvanndölum var engin byggð eftir að ég man fyrst eftir, en þanðað kom ég þó oft. „Yzt við hafið Hesturinn hringar hann þar makkann sinn. Staður mjög með stirða brá, stæðilegur vel að sjá. Við fætur hans drýgja dans dætur hlés með æði vés. Faxið gyllir eygló æ allra fyrst þá rís úr sæ.“ — Bærinn Vík stendur vestan fjarðarins og þar upp frá er hæsta fjall Héðinsfjarðar, Byrgðan. Þó nú sé öll byggð eydd á þess um slóðum mun þó mörgum sem þar ólzt upp eða lifði sín mann- ...... ... » ! Frá Héðinsfirði, séð niður að Vík. sem ekki var hægt að ná landi í Vík. Þar er aðdjúpt og aldrei nema ein bára á lofti. — Byggðin hefur verið mjög einangruð? — En meðan. nokkuð margt fólk var í firðinum, var það sam- hent og hélt sínar gleðisamkomur og þá helzt i Vík, þar voru bezt húsakynni og margt í heimili. Eft ir að faðir minn flutti að Vatns enda, var baðstofan þar endur- byggð og það varð þar einnig sam komustaður. Upp ú:r aldamótum held ég dómsár, hafa verið tíðhugsað þang að og fundizt þeir gestir í nýjum heimkynnum, og kemur oft í hug þetta erindi: „Björg þar mikil berst á land blessað meður heillastrand, heilagfiski, hákarlinn, hrognkelsi og selurinn, silungur sællegur sést hann líka í hverri vfk. Langmest er af þorski b* þar sem veiða menn úr sjó.“ - Þ.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.