Tíminn - 22.10.1967, Qupperneq 4

Tíminn - 22.10.1967, Qupperneq 4
\y.'/.v.v.v.v lliili ...... i garnlar fótfcstur. Hins vegar bjartsýnir umbótamenn. f>á- tækir að visu, en hertir I þraut um lí'fsbaráttu; sjálfmenntaðir af bóklestri, heitir af hugsjón um. Þeir sigruðu. Sclstöðuverzl TIMINN SUNNUDAGUR 22. október 1967. 1J4Í5ÍÍ* Sáðasta dag septembermán- aðar nú í haust ók ég til Húsa- víkur í glaðasólskini. Strax á Va'ðlaheiði opnaðist heimur þingeyskra haustlita svo að landið var yfir að /líta, sem þúsundlit skrautsýning. HMð ar dalanna og mjúkbrýndar,: algrónar heiðar þessa héraðs. gleðja auga ferðamanns. Tign- arleg fjöll setja stórbrotinn svip á umhverfið og margfalda áhrif þess. Það mun hafa ver- ið þingeysk kona, sem safnaði ,,litgrösum“ og gerðist seið- kona íslenzkra jurtalita fyr ir ullariðnað landsins og er kannski eðlilegt, undir áhrifum hinna miklu lita. Einhvern veginn myndaðist hugtakið „þingeysk menning“ og er naumast tilviljun. Þing- eyingar hafa verið í farar- broddi á mörgum sviðum þjóð Hfsins. Þeir voru snemma bú- fjárræktarmenn, víðlesnir í er lendum bókmenntum, sjálf- menntaðir og sjálfstæðir, stunduðu sjálfir skáldskap og ritstörf, en voru einnig víð- sýnir félagshyggjumenn. Og þeir unnu úrslitasigur fyrir hérað sitt og landið allt á hinu erlenda verzlunarvaldi, þegar þeir stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga — fyrsta kaupfé- , l^gið í landinu, og brutu með ’ því á bak aftur selstöðuverzl- unina á Húsav.ik, öðrum til fyrirmyndar. Enn í dag munu menn hvergi vera eins félagslega sinnaðir og í Þingeyjarsýslum og enn fer það orð af Þing- eyingum, sem þeir fyrrum voru þekktir fyrir, að þeir séu manna fundafærastir og einnig létt um að gripa til pennans og rita bundið mál og óbundið. Hvernig mun meiri söngstarfsemi í sveitum lands- ins, hvergi betri íþróttamenn að finna, samanber frjáls- 'íþróttakeppni landsins og margs konar félagsskapur er þar með meiri blóma en viðast ann- ars staðar. Saman virðist þvi fara, litskrúðugt land og auð- ugt mannlíf. En í þessum hug- leiðingum er það þyngst á metunum,. að í Þingeyjarsýslu voru nógu margir menntaðir og víðsýnir manndómsmenn til að vinna úrslitasigur í bar- áttunni við erlent verzlunar- vald og bæta Mfskjör fólksins. Þann sigur hlýtur öll þjóðin að þakka. Húsavík stendur undir Húsa víkurfjalli, sem er 417 metra hátt, við vík, sem veit mót vestri við austanverðan Skjálf andaflóa, innarlega, í skjóli Húsavíkurhöfða að norðan. „Hér er frítt þótt skorti skóg Kvöldskin hlýtt og hugrúm nóg við hafið vítt“ Svo kvað Hulda skáldkona, sem átti heima á Húsavík um áratugi. Húsavík kemur snemma við sögu. Karl Kristjánsson fyrrv. allþingismaður skrifaði í tíma- ritið Sveitarstjórnarmál 1950, (2. hefti), grein um Húasvík. Þar segir orðrétt: „Húsavik er talin fyrsti bólstaður norrænna manna á íslandi." í landnámu segir: „Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt, hann fór at leita Snælands at tilvísun móður sinnar fram- sýnoa.r. Hann kom at landi fyrir austan Horn it eystra. Þar var þá höfn. Garðar sigldi Karl Kristiánsson umhverfls landið og vissi at þat var eyland. Hann var um vetur einn norðr í Hiúsavík á Skjálfanda ok gerði þar hús. Garðar fór. til Noregs og lof- . Ætla má.i'að Gárðari háfi ekki illa . fai’.ið yetursetan í Húsavik. þar sem hann lofaðr mjög landið. Landnámsmenn í Húsavík voru bræðurnir Héð inn og Höskuldur Þorsteins- synir þurs úr Noregi. Eigi byggðu þcir bæi sína í Húsa- vík. Héðinn bjó á Héðinshöfða rúml. 4 km norðar. Höskuldur aftur á móti í Skörðuvík (Salt- vik) 5 km sunnar við Húsa- vík — og varð ekki langlífur. Fyrsti nafnkunni bóndinn í Húsavík var Ketill Tjörleifar- son, tengdasonur Héðins. Þrjár aðalgötur Húsavíkur eru kenndar við Garðar, Héðinn og Ketil. Þorp myndaðist í Húsavík fyrst og fremst af því, að þar var verzlað. Þetta er einm af verzlunarstöðum landsins enda eina höfnin, er til greina gat komið, sem verzlunarhöfn við Skjálfanda. Verzlunarsvæðið war stórt. Langan aldur voru engar kaup skipakomur nær en við Eyja- fjörð vestanverðan á aðra hlið og Vopnafjörð á hina. Sel- stöðuverzlun hófst þar snemma og var nálega einráð fram um 1870. Þá fóru lausakaupmenn að sigla þangað og verzluðu í skipum sínum og voru við- skiptamenn ferjaðir milli lands og skips. Ekki dvöldust lausakaupmenn í Húsavík nema um hásumarið, stuttan tfma. Árið 1882 var Kaupfélag Þingeyinga svo stofnað af bændum á verzlunarsvæði ■ Húsavikur, sem þá var einkum byggðirmar milli Kinnarfjalla og Jökulsár á Fjöllum. Eins og áður er að vikið, var Kaupfélag Þingeyinga fyrsta Kaupfélag landsins. Gerðist um þetta leyti í Húsa- vík og aðsóknarhéraði hennar merkileg báráttusaga í verzl- unarmálum. Áttust þar við: Annars vegar húsbóndahollur fulltrúi hinnar fornu erlendu selstöðuverzlunar, Örum & Wulffs, skapstenkur mann- dómsmaður, greindur vel, með kraft peninga að hakhjarli og af bóklestri, um. Þeir sigruðu. unin missti mátt sinn. Kaup- félagið er aðalverzlun staðar- ins og stærsti atvinnurekandi hans.“ Húsavikurhreppur náði fyrr- um frá Máná, yzta bæ á Tjör- nesi, að Brekknakoti í Reykja- hverfi, en það er um 50 km. vegalengd. Árið 1912 var Húsa- vík skipt úr og hún gerð að sérstöku sveitarfélagi. Ári síð- ar keypti sveitarfélagið svo af kirkjujarðasjóði jörðina Húsa- vík, þ.e. landið, sem hreppur- inn náði yfir og varð það til þess að lóðamál á Húsavík hafa orðið miklu einfaldari en ella og hafa landleigur þar verið taldar til fvrirmvndar. Árið 1950 gerðist Iíúsavík bæjarfé- lag, fékk þau réttindi með lög- gjöf frá Alþingi í des. 1949. Fólksfjöldi á Húsavík hefur verið sem hér segir: Árið 1880 112 manns — 1890 130 — — 1900 302 — . Þessi þróun er laus viö bylt- ingarbrag og sýnist bláþráða- laus. Á sólskinsdeginum, 39. s-spt- emiber, var fagurt um að lit- ast í Húsavík. Landið sjálft í sínum fagra haustbúningi sem lyng- og víðgróður einir 1 Helgi Kristjánsson aflamönnunum. — 1910 574 — 1920 630 — 1930 870 — 1940 1040 — 1950 1236 — 1960 1514 — 1966 1871 Barnaskóli Húsavíkur fyrir miðju. bát sínum við bryggju. Hann er einn af mesto Ljósmyncfir — ED. skarta, og særinn öðru hvesrju lognsléttur. Víkurfjöllin hamd- an Skjálfanda, andspæmis kat*p staðnum bæði mikilúðleg og fögur. Með þvi að aka og ganga um hinar ýmsu götur og vegi í Húsavík og nágrenni, var unrrt að gera sér grein fyrir hinum ýmsu framkvæmdum. ekki sízt, ef einn eða annar góðborgari var tekinn tali í leiðinni og frétta spurt. ílbúðarhúsin, mjög mörg og ýmist ný eða nýleg, eru ný- tízkuleg, en eldri húsin hvert (með sínu lagi. Mest ber á nýj-‘ um íbúðarhúsum suð-vestan í Húsavíkurhöfða, sem er hið feg ursta bæjarstæði og í hæfilegri brekku, sem varnar innilokun og heldur opnu útsýni. Enn- fremur er mikið byggt suður af gömlu byggðinni, ofan við þjó'ðveginn. Garðagróður er víða álitlegur og trjágróður í vexti. Almenningsskrúðgarður er fyrirhugaður við Búðarána, of- an Garðarsbrautar, á löngu svæði. í smíðum eru alls 35 íbúðaiihús, af þeim eru 32 ein- býlishús, tvö tvíibýlishús og eitt. tíu-fbúða hús eða 46 íbúöir samtals. Þá eru þrjú verzlun-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.