Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 23. mars 1988'
fii>viiiiiíiíinii
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgadDlaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60
kr. um helgar.
NICARAGUA OG VALD-
NÍÐSLA REAGANS
Valdníðsla Reagan- stjórnarinnar gegn alþýðu Nicar-
agua heldur áfram. Bandaríkin hafa um árabil aðstoðað
kontraskæruliðana með vopnum og peningum. Kontra-
skæruliðarnir hafa með blessun Bandaríkjanna haldið til
í Hondúras, skammt frá landamærum Nicaragua, og gert
þaðan leiftursóknir yfir landamærin og dreþið og limlest
saklausa borgara Nicaragua. Þessum leik hefur Reagan
forseti haldið hlífðarskildi yfir og kreist Bandaríkjaþing
látlaust til að samþykkja áframhaldandi fjárveitingar til
ofbeldisverka kontraskæruliðanna. Allt er er þetta að
sjálfsögðu gert í nafni lýðræðis og frelsis, því hin sósíal-
íska stjórn sandinistanna er mikil ógnun við Bandaríkin
að mati Reagans og ráðgjafa hans í málefnum Mið-Amer-
íku. í vetur var svo komið að Bandaríkjaþing felldi tillögur
Reagans um áframhaldandi fjárhagsaðstoð til kontra-
skæruliðanna. Þinginu var tekið að blöskra gegndar-
lausar fjárveitingar til drápa og ofbeldisverka gegn sak-
lausri alþýðu Nicaragua. Reagan-stjörnin var þar með sett
upp að vegg og flestir töldu að dagar skæruliðanna væru
að mestu taldir þegar vopn og dollarar streymdu ekki
lengur frá Bandaríkjunum.
Nú hefur Reagan Bandaríkjaforseti komið með krók á
móti bragði. Bandaríkjaforseti sendi 3200 bandaríska fall-
hlífarhermenn til Hondúras í síðustu viku til að „berjast
gegn innrás sandinista í Hondúras" eins og það hefur
verið nefnt frá opinberum aðilum í Washington. Banda-
rískar hersveitir hafa hafið heræfingar við landamæri
Nicaragua en „hins vegar er ekki hægt að útiloka beina
þátttöku þeirra í bardögum," eins og George Schultz utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna orðaði það opinberlega í
fyrradag. Enn er deilt um, hvort hermenn sandinista hafi
farið yfir landamærin þegar þeir hrundu árásum kontra-
skæruliðainn í Nicaragua. Hafi þeirfariðyfir landamærin,
eins og bandarískir þingmenn fullyrða sem heimsótt hafa
átakasvæðin, ersú innrás að sönnu fordæmanleg. Hún er
ennfremurheimskuleg því stjórn sandinistamátti vitaþað
að slík innrás yrði notuð óspart gegn þeim. Hins vegar
segir heimurinn ekki stakt orð þegar kontraskæruliðar
ráðast miskunnarlaust yfir landamæri Nicaragua og
dreþa saklaust almúgafólk. Slík innrás hlýtur náð
Reagans sem heimtar áframhaldandi fjárstuðning til enn
meiri innrása. Verði sandinistum það hins vegar á að elta
kontraskæruliða of langt, og yfir landamærin, fordæmir
Reagan Bandaríkjaforseti slíkan verknað og sendir banda-
rískar hersveitir á vettvang. Slík er hræsnin og slík er
valdaníðslan, þegar hinn sterki á í hlut og þarf að verja
hagsmuni sína í Mið-Ameríku.
IVI eð því að senda hersveitir til Hondúras, hefur Reagan
Bandaríkjaforseti tyllt niðurtá í nýju Víetnamstríði. Sendi
Bandaríkin hersveitir sínar inn í Nicaragua undir því yfir-
skini að sandinistar hyggi á innrás í Hondúras, mega
Bandaríkin búast við heiftarlegri fordæmingu um heim
allan. Daniel Ortega, forseti Nicaragua hefur komið fram
í þessu viðkvæmadeilumáli af miklu víðsýniog sanngirni.
Hann hefur lagt fram tillögu um, að aðilar frá Sameinuðu
þjóðunum og fráSambandi Mið-Ameríkuríkja, hafi eftirlit
með landamærum Nicaragua og Hondúras. Nú hefur
voþnahlé verið boðað meöan friðarviðræður stjórnar
sandinista og kontraskæruliða standa yfir í Saþoa í
Nicaragua. Engu að síður er Ijóst, að þær friðarviðræður
fara fram undir hernaðarlegu oki og ógnun Bandaríkja-
hers sem stundar heræfingar á meðan, nokkra kílómetra
frá landamærum Nicaragua. Reagan ætlar greinilega að
styðja áfram dyggilega við bakið á kontraskæruliðunum,
þótt Bandaríkjaþingi ofbjóði sú blóðidrifna aðstoð. Slikt
framferði Bandaríkjaforseta ber að fordæma.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Þad er greinilegt að fjöl-
miðlar sæta oft gagnrýni,
hvort sem þeir eru stórir og
voldugir eða litlir og smáir.
Málgagn íbúa á Höfn í Horna-
firði og nærliggjandi sveitum
heitir Eystra-horn og hefur
bersýniíega fengið að kenna
á fjölmiðlaumræðunni með
tilhlýðilegum ábendingum
hvaö sé velsæmi og ekki vel-
sæmi í öllu prentfrelsinu.
Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga hefur nefnilega verið
gagnrýnt hastarlega i Eystra-
horni og hefur ekki öllum lík-
að þau skrif og sérstaklega
ekki nafnlausu skrifin um
málefnið. Leiðarahöfundur
Eystra-horns hefur því
ástæðu að fjalla um málið I
forystugrein I síðasta tölu-
blaði. Hann skrifar:
„Töluvert hefur borið á því
undanfarið í Eystrahorni að
Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga hefur verið gagnrýnt, og
eins og oft vill verða þegar
einhver byrjar þvilíka gagn-
rýni þá verður hún sifelit há-
værari eftir því sem gagnrýn-
endur færa sig upp á skaftið.
Oft endar slikt með þvi aö
eitt og annað er sagt, sem
betur hefði verið ósagt látið.
Þegar svo er komið að gagn-
rýnin er lítið annað en raka-
laus gífuryrði og ásakanir,
sem ekki eru studdar rökum,
þá hættir hún að vera gagn-
rýni og veröur rógburöur.
Margir telja að KASK hafi
verið borið rógi í siðasta
blaði og má það til sanns
vegar færa. Aðrir telja að svo
sé ekki og teija sig geta rök-
stutt þær ásakanir á KASK,
sem fram hafa komið. Sá
rökstuðningur hefur hins veg-
ar ekki komið fram í blaðinu
og því tekur Eystrahorn undir
þá skoðun að umrædd grein
í síðasta biaði hafi verið kom-
in hættulega nærri velsæm-
ismörkum.
Þaö er yfirlýst stefna
Eystrahorns að öllum sé
frjálst að skrifa í blaðið láti
þeir nafns síns getið, enda
varði skrif þeirra hvorki við
lög né brjóti þau i bága við
almennt velsæmi. Því má
ekki lita svo á að aðsendar
greinar túlki skoðanir blaös-
ins né annarra en þeirra sem
að þeim standa. Hinu verður
ekki framhjá litið að Eystra-
horn þarf að meta það hverju
sinni hvort áðurnefndum skil-
yrðum er fullnægt eða ekki.
Það var mat Eystrahorns
þessu sinni aö svo væri, þótt
hættulega nærri væri komið,
enda leyfist mönnum oftast
að gangalengra í bundnu
máli en lausu, sé það ekki
þeim mun meira hnoö.“
Og áfram skrifar höfundur
forystugreinar:
„Eigi Eystrahorn að geta
talist vettvangur opinnar um-
ræöu um málefni manna hér
um slóðir verður það aö rísa
undir nafni og hleypa öllum
að með skoðanir sínar hvort
sem því líkar betur eða verr.
Það verður þó að ætlast til
þess af þeim, sem kjósa þaö
að vettvangi fyrir skoðanir
sinar, að þeir séu svo mál-
efnalegir sem frekast er kost-
ur, og forðist að misbjóöa rit-
stjórn og lesendum blaðsins
Jón Tryggvason bóndi: Ofbýóur
fjármagnið sem farið hefur i loð-
dýraræktina og fóðurstöðvarnar.
með dónalegum málflutningi.
Þótt umrædd grein hafi verið
birt í siðasta blaði fylgdi
henni engin velþóknun
Eystrahorns og það fór svo
sem ýmsa grunaði að mörg-
um var misboðið. Því skal
þessi grein skoðuð sem víti
til varnaðar.
Eystrahorn hefur lítið
blandað sér í umræðuna um
KASK að þessu sinni og ætl-
ar ekki að gera það frekar,
enda er Eystrahorn hvorki
sérstakur málsvari Kaupfé-
lagsins né tekur það málstað
neytenda eða annarra við-
skiptavina gegn þvi. Um sam-
skipti Eystrahorns og Kaup-
félagsins er það að segja að
þau hafa verið góð og Eystra-
horn á síður en svo harma að
hefna gagnvart því. Hitt verð-
ur að segjast eins og er að
Kaupfélagið hefur ekki svar-
að þeirri málefnalegu gagn-
rýni sem fram hefur komið i
blaðinu á fullnægjandi hátt
aö mati blaösins. Lesendur
eiga heimtingu á þvi að mál-
efnalegri gagnrýni sé svarað í
blaðinu á málefnalegan hátt.
Annars hlýtur tortryggnin að
vakna. Skítkasti þarf ekki að
svara, það dæmir sig sjálft.'1
Svo mörg voru þau orð.
Alþýðublaðið skrifaði á
dögunum leiðara um refa-
rækt og hélt því fram að það
væri ekki góð landbúnaðar-
pólitik aö ausa endalaust
peningum í björgunar- og
fjárfestingaraðgerðir sem
gerðu bændur algjörlega
háða ríkisvaldinu. Stjórnvöld
ættu hins vegar að stuðla að
sjálfstæðisbaráttu bænda.
Timinn brást þá hinn versti
við og sakaði Alþýðublaðið í
forystugrein um að fara niðr-
andi orðum um bændur. Það
þótt Alþlýðublaðinu snautleg
túlkun Tímans og svaraði fyr-
irsig í nýrri forystugrein. Ný-
lega lét bóndi einn frá sér í
Feyki, óháðu fréttablaði
Norðurlands vestra, sjónar-
mið sem snerta refarækt og
aðrar nýjar búgreinar. Bónd-
inn heitir Jon Tryggvason og
er bóndi á Ártúnum. Og satt
að segja eru sjónarmið hans
forvitnileg og all fjarri fram-
sóknarmennskunni:
„Maður vill helst ekki trúa
þvi hver þróunin er að verða,
en tölurnar tala sínu máli.
Það gerast allir hlutir mjög
hratt nú á timum og þvi mið-
ur verðum við að horfast í
augu við þá staðreynd og
byggð hér stendur mjög höll-
um fæti. Fækkun undanfar-
inna ára hefur verið svo mikil
og hröö
Hvað er til varnar?
— Menn virðast standa
nokkurn veginn ráðalausir
gagnvart þessari þróun. Það
er ekki til margs að gripa og
við sjáum hvernig farið hefur
fyrir þeim nýbúgreinum sem
reynt hefur verið að setja á
fót. Ég vil nú meina að menn
hafi farið í of flausturslegar
aðgerðir i landbúnaðarmál-
um, dregið allt of hratt úr
hefðbundnum greinum og
einblínt á loðdýrabúskap,
sem öllu átti að bjarga. Það
hefur áður átt að fara að
græða á loðdýrum hér á
landi og af þeirri reynslu sem
þá fékkst hefði mönnum átt
að vera Ijóst að þessi at-
vinnugrein er mjög háð tísku-
sveiflum og sölumennsku
ýmiskonar.
Og áfram heldur viðtalið.
Blaðamaður Feykis spyr
einnig hvort menn hafi farið
of geyst í loðdýrabúskapinn
nú. Jón svarar:
„— Já, ég held menn
hefðu átt að ígrunda þessi
mál betur og fara sér hægar.
Mér alveg ofbýður þaö fjár-
magn sem komið er i þetta
og þá ekki sist hve miklu er
eytt í að byggja upp fóður-
stöðvarnar. Margir einstakl-
ingar hafa líka steypt sér í
mjög miklar skuldir við upp-
byggingu þessara búa, enda
óspart verið hvattir til þess.
Það er ekki skemmtilegt að
horfa á þetta að þegar verið
er að bjarga mönnum af
sökkvandi skipi skuli þeir
bara sökkva aftur. Þetta er
alveg hrikalegt. Fyrst eru
menn hvattir eindregið að
fara i refaræktina þegar illa
gengur í hefðbundnu grein-
unum og nú þegar illa geng-
ur í refnum eru allir hvattir til
þess að fara yfir í mink. Við
skulum bara vona að sagan
endurtaki sig ekki enn í þeirri
grein. Annars hef ég alltaf
haldið því fram að menn
hefðu átt að leggja meiri
áherslu á greinar, sem ekki
þurftu eins mikið fjármagn.
Fjármagnið er svo dýrt. Þar
bendi ég aðalleg á kaninu-
ræktina. Það er mögulegt að
fara hægt af stað og nýta
hús, sem oft eru til að jörö-
unum.“
Þessi orð ættu Tímamenn
og aðrir framsóknarmenn að
lesa af vörum bóndans, áður
en þeir hella sér yfir þá aðila
sem hafa áhyggjur af flaust-
urslegum fjáraustri í nýja bú-
greinar.
með
Tveir gamlir vinir hittust á götu. Annar var bankastjóri
og hinn lögfræðingur. Báðir voru þeir auðugir menn og
brátt snerist talið um peninga. Að lokum sagði banka-
stjórinn:
— En lífið snýst nú bara ekki um peninga.
— Nei, svaraði lögfræðingurinn, satt segirðu. Það er
nauðsynlegt að rukka líka!
kaffínu