Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 3
Miövikudagur 23. mars 1988 3 FRÉTTIR SOKNARKONUR HVETJA ÞINGMENN TIL AD STYÐJA KAUPLEIGUNA Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaöur Starfsmannafélags- ins Sóknar hefur, fyrir hönd félagsins sent forsetum þing- deilda, félagsmálanefndum beggja deilda og formönnum þingflokka bréf þar sem fram kemur einarður stuðningur við þær hugmyndir sem birt- ast í frumvarpi um kaupleigu- íbúðir. Að mati Sóknarkvenna er um afar brýnt mál að ræða fyrir félagsmenn í verkalýös- hreyfingunni og skorar félag- ið á Alþingi að samþykkja kaupleigufrumvarpið á þessu þingi. Alyktunin sem Sókn sendi Alþingi var gerð á fundi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs, sem haldinn var 17. mars síðastliðinn. Þar segir að félagið lýsi yfir áhyggjum sínum af húsnæðisvanda fólks hér á landi i dag, vanda sem lýsi sér í langri bið fólks eftir lánum frá Húsnæðis- stjórn, miklum skorti á leigu- húsnæði, sem leiði til okur- leigu á húsnæði og upp- sprengdu verði með hárri útborgun. Síðan segir i ályktuninni: „Félagið telur þær hug- myndir sem koma fram í frumvarpi félagsmálaráðherra um kaupleiguíbúðir henti mjög vel því fólki sem nú er í erfiðleikum, þar sem einnig er um að ræða fastar hófleg- ar mánaðargreiðslur auk þess sem fólk á kost á að velja um leigu eða kaup á íbúð. Ennfremur geta leigj- endur með kaupum á eignar- hlut í íbúð tryggt sér öruggan búsetarétt á íbúð. Þar sem hér er ufn afar brýnt mál að ræða fyrir fé- lagsmenn í verkalýðshreyf- ingunni skorar félagið á Al- þingi að samþykkja kaup- leigufrumvarpiö á þessu þingi.“ Búsáhöld, filmur og hjól UMTALSVERÐ VERÐ- LÆKKUN í KJÖLFAR TOLLALÆKKUNAR Frá biaðamannafundinum í gærdag. „Meyrasta kjöt sem ég hef smakkað" sagði Úlfar Eysteinsson, veitinga- maður, um leið og hann skar kjötið. ÚTSALA Á GÖMLU KJÖTI Framkvœmdaraðilar, fulltrúar Kaupmannasamtakanna og Fram- kvœmdarnefndar um búvörusamning, segja kjötið meyrt og gott og fullkomlega hæft til neyslu. Samkvæmt verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði um mánaðamótin febrúar- mars er algengt að búsáhöld hafi lækkað í verði um 20-25% frá því i desember, þegar Verðlagsstofnun gerði sambærilega könnun. Verð á ijósmyndafilmum sem stofn- unin kannaði hafði lækkað um 0-26%. Hjól höfðu lækk- aö um 10-30% frá því i des- ember og barnavagnar og barnakerrur um 20-30%. í frétt frá Verðlagsstofnun er haft eftir kaupmönnum að lítil sala sé að jafnaði i búsá- höldum i janúar og febrúar. Nú voru hins vegar vörubirgð- ir lækkaöar í verði til að örva söluna. Kaupmenn segja að nýjar vörur verði almennt komnar í verslanir í þessum mánuói eða næsta. Tollalækkanir 1. janúar áttu að leiða til um 40% verð- lækkunar á flestum búsá- höldum miðað við þær for- sendursem stjórnvöld lögðu til grundvallar um erlent inn- kaupsverð, gengi, álagningar- prósentu og fleira. Þrátt fyrir þá gengisfell- ingu sem síðan hefur orðið ætti verð á flestum bús- áhöldum að lækka enn frekar að mati Verðlagsstofnunar þegar nýjar vörur koma í verslanirnar. Gerð var verökönnun á filmum frá Kodak, Fuji og Konica. Frá því í desember til könnunarinnar um mánaöa- mótin hafði verð lækkað um 0-26%. Mest hjá Fuji, Ijós- myndavörum i Skipholti. Verð á filmum hefði átt að lækka um 23% í kjölfar tolla- breytinganna miðað við óbreyttar aðstæður. Verslanir höfðu lækkað verð á reiðhjólum, þríhjólum og þrekhjólum um 10-30%. Til dæmis kostaði þríhjól í Fálkanum kr. 2.990 í mars, en kostaði kr. 3.980 í desember. Verðlækkun var um 25%. Þrekhjól í Erninum kostaði kr. 12.410 í mars, en kr. 15.150 í desember sem er 18% lækk- un. í Markinu var 10% verð- lækkun á reiðhjólum, en 10-30% á þrektækjum. Sam- kvæmt upplýsingum kaup- manna var aðallega um lækkun áeldri birgðum að ræða, en von er á nýjum vörum bráðlega. Þríhjól hefðu átt að lækka um 32% í verði fyrir áhrif tollabreytinganna, reiðhjól um 21% og þrekhjól um 24% að gefnum áðurnefndum for- sendum frá því um áramót. Samkvæmt könnun Verð- lagsstofnunar höfðu barna- vagnar og barnakerrur lækk- |aö um 20-30%. Sem dæmi má nefna að barnakerra hafði lækkað úr kr. 13.900 í kr. 9.800 eða um 29% og barna- vagn hafði lækkað úr kr. 34.500 í kr. 24.000 eða um 30% ( versluninni Vörðunni. Barnakerra hafði lækkað úr kr. 16.900 i kr. 12.500 eða um 26% I versluninni Fífu, svo dæmi sé tekið. Barnavagnar og barnakerrur: áttu að lækka um 41% við tollabreytinguna miðað við óbreytt innkaupsverð og gengi og sömu álagningar- prósentu og var I desember. Framkvæmdarnefnd um búvörusamninga og Kaup- mannasamtökin fóru af stað með útsölu á tveggja ára gömlu kindakjöti í gærdag og mun hún standa fram til 20. april n.k. Kjötið er úr flokknum D II O frá árinu 1986 og verður það selt á helmingi lægra kilóverði heldur en leyfilegt smásölu- verð er. Útsölustaðurinn er að Lynghálsi 3, Reykjavik og er gert ráð fyrir að selja um 200 tonn. Á blaðamannafundi sem framkvæmdaraðilar efndu til i gærdag kom m.a. fram að kjötiö væri meyrt og gott, nokkuð feitt en fullkom- lega hæft til sölu. Auðunn Bjarnason starfs- maður Markaðsnefndar land- búnaöarins, hefur haft veg og vanda af útsölunni og á fundinum I gær sagði hann m.a. að kjötið væri vel hæft til neyslu þannig að neytend- um gæfist hér kostur á að kaupa kjöt á mjög hagstæðu verði. Verðið á kjötinu er 139 krónur pr. kíló en hámarks- smásöluverð á þessum kjöt- flokki út úr verslun er 265,60 pr. kíló. Kjötið er selt niður- sagað I plastpokum sem vega frá 9-12 kg. hver. Hrygg- ur er heill en annað er sagað I súpukjöt. Læri og slög fylgja ekki og sagði Auðunn ástæðu þess vera mikil sala I lærum, en að slögin hefðu hins vegar verið illa farin og þvi skorin í burt. Tekið er á leigu aðstaða til kjötsögunar hjá Afurðarsölu Sambandsins og munu félag- ar úr Lionsklúbbnum Vála vinna við sögun og pökkun á kjötinu, næstu kvöld og helg- ar, undir stjórn reyndra kjöt- vinnslumanna. Islenska söngvakeppnin: „ÉG Á 30 KRÓNUR EFTIR“ segir sigurvegarinn Sverrir Stormsker Þaö er nú heyrum kunnugt að fulltrúar íslands i söngva- keppni Evrópskra sjónvarps- stööva, Eurovision, sem fram fer í Dublin á írlandi 30. apríl, veröa þeir Sverrir Stormsker, tónskáld og textahöfundur og Stefán Hilmarsson, söngvari. Lag Sverris, „Þú og þeir“ vann yfirburðarsigur i íslensku söngvakeppninni er haldinn var á mánudag, hlaut fullt hús stiga eöa 96 stig. í samtali viö Alþýðublaðið í gærdag sagðist Sverrir vera alsæll, eða í „i tíunda himni“ eins og hann orðaði það. — Hvað tekur nú við? „Það tekur við veigamikill undirbúningur. Ég þarf að útsetja lagið, fyrir básúnur, fiðlur, munnhörpu o.fl. Svo þarf ég að fá mér stuttbuxur og ílát til að geta komið með bjór í land sem smyglvarning og sitthvað fleira. Eg ætla ekkert að breyta laginu held- ur hafa það nákvæmlega eins að það er“. — Hvernig ætlið þið að koma fram? „Samkvæmt regl- um verður að flytja lagið „life“ allavega að hluta til og (Dað munum við gera. Hvernig við komum fram er eitthvað I undirbúningi hjá sjónvarpinu en ég verð nú lítið að vasast I því og ætla bara að láta Birni Emilssyni eftir að ákveða það hvort viö verðum i nærbrók- um innanundir buxunum eða ekki. Siðan held ég að Stefán hætti þessu rölti I kringum píanóið, og kannski verður hann bara njörvaður niður með hendina við planóið, svona eins og óperusöngvari, en allavega verðum við penir og prúðir. — Ertu búinn með 500 þúsundin? „Nei, ekki alveg ég á 30 krónur eftir og ætla að nota þær til að borga út- setjaranum. Sigurvegarinn í islensku söngvakeppninni Sverrir Stormsker. Hann og félagi hans Stefán Hilmarsson fara til Dublin i apríl og keppa fyrir ís- lands hönd i Eurovision. — En svona án gríns, í hvað eiga peningarnir að fara? „Þeir munu að mestum hluta fara I undirbúning og þ.a.m. er farmiði út og uppi- hald fyrir mig og mína heitt- elskuðu og Stefán og hans stelpu.“ — Finnst þér þaö óþægi- legt aö ísland skuli vera fyrst i rööinni? „Já, mér finnst það nú frekar óþægilegt. Annars vona eg bara að við verðum númer eitt I orösins fyllstu merkingu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.