Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. mars 1988
5
VIÐTALIÐ
son formaður Sambands ungra jafnaðarmanna:
„Því miður eru
okkar stefnumál,
sem við komum með
inn í ríkisstjórnina,
meira og minna
sundurtœtt. Það eru
partar hér og hvar.
Á meðan ekki er
hœgt að framfylgja
heilsteyptri jafnaðar-
stefnu, þá er ekki
von til að við verð-
um fyllilega sátt, “
segir Erlingur Krist-
ensson í viðtalinu.
jafnaðarmannaflokk. Það
sem við þurfum er öflugur
flokkur sem byggir á jafnað-
arstefnunni og það er raunar
skammarlegt að vita að svo
er ekki. Við höfum slíka
flokka á hinum Norðurlönd-
unum.“
— Má þá ekki segja að
eitthvað sé að hjá þeim flokki
sem kennir sig viö jafnaðar-
mannastefnu á íslandi í dag?
„Mér finnst reyndar að
merki þess sjáist ekki beint
innan flokksins sjálfs. Við
höfum verið lengi með Sjálf-
stæðisflokknum í stjórn, sem
þýðir að togast hefur á til
hægri á meðan slíkt samstarf
hefur staðið. Ég held að það
hafi verið verst fyrir flokkinn
sem jafnaðarmannaflokk, en
við megum heldur ekki
gleyma að stærsti flokkur
landsins er hægri flokkur og
reynst hefur erfitt að halda
honum utan stjórnar. Við
megum heldurekki horfa
fram hjá þeirri einkennilegu
staöreynd að Sjáfstæðis-
flokkurinn hefur átt fylgi á
meðal verkafólks og í sam-
tökum þeirra. Það má hins
vegar deila um hvort þetta
ágæta fólk sé á réttum stað I
pólitík.“'
— Þú ert fyrsti varamaður
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
númer 6 á listanum. Hvernig
stendur á því að kratar eru og
hafa verið svona sterkir í
Hafnarfirði?
„Kratar hafa verið á upp-
leiö I Hafnarfirði og ég held
að það sé fyrst og fremst
vegna þeirra vinnubragða
sem við höfum viðhaft. Við
höfum verið með opin próf-
kjör og flokkurinn hefur starf-
að á allan hátt mjög opið í
Hafnarfirði. Ný andlit og ný
viðhorf hafa átt greiða leið
og átt farveg í flokksstarf-
inu.“
— Er það kannski þetta
sem vantar í flokksstarfið á
öðrum stöðum?
„Ég býst við því. Það þarf
að vera eðlileg endurnýjun í
flokksstarfinu. Það sýnir sig
líka að ungt fólk getur hrifið
með sér fylgi. Ég tel einmitt
að Alþýðuflokkurinn þurfi að
byggja á nýju fylgi og nýta
betur krafta unga fólksins.
Slíkt starf er nú í undirbún-
ingi og fyrir skemmstu áttum
við fund með framkvæmda-
stjóra flokksins þar sem
ræddir voru ýmsir möguleik-
ar í þessum efnum.“
— Hafa ungliðar einhver
áhrif í Alþýðufloknum í dag?
„Ungir jafnaðarmenn eru í
sjálfu sér engum háðir. Okkar
baráttu- og áherslumál eru
engu að síður nokkurn veg-
inn þau sömu og flokksins.
Við höfum ungt fólk I flokks-
stjórn og ég myndi segja að
við hefðum þar töluverð áhrif.
En við erum ekki að reyna að
yfirtaka eitt eða neitt, viljum
veita aðhald og látum í okkur
heyra ef við teljum okkur
misboðið. Við störfum sam-
kvæmt okkar stefnuskrá og
hvikum ekkert af réttri leið.“
— Hvernig standa ung-
liðahreyfingarnar í dag, þegar
talað er um lítinn áhuga fyrir
pólitík hjá ungu fólki?
„Stjórnmál hafa ekki verið í
tisku hjá ungu fólki upp á
síðkastið, en ég tel að þetta
sé að breytast. Að undan-
förnu hefur borið mikið á alls
konar glansmennsku og eftir-
hermum. Ungt fólk hefur ekki
sýnt mikið sjálfstæöar skoð-
anir, — ef til vill gleymt sér i
aukinni velmegun. En þetta
kann að breytast aftur, nú
þegar virðist harðna á daln-
um.
— Hvaö er á döfinni hjá
SUJ?
„Við erum að stokka upp
starfið. Ég tel að mitt hlut-
verk sem formanns sé aðal-
lega að undirbúa að á næsta
þingi verði samþykkt ný lög
fyrir sambandið, sem stuðli
að breyttum og opnari vinnu-
brögðum. Við viljum víkka
starfsemina út, þvi hún hefur
allt of mikið verið bundin við
Reykjavíkursvæðiö. Ef til vill
verður vendipunktur hjá okk-
ur á þinginu [ haust.“