Tíminn - 29.10.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.10.1967, Blaðsíða 12
 niífíf iiffíiíi'-'-'^' M MM. W. KLUKKUNNI SEINKAÐ jÆ í NÓTT VAR KLUKKUNNI SEINKAD UM EINA 1 KLUKKUSTUND EINS OG VENJA ER. ÞANNIG, AÐ K ÞEGAR KLUKKAN VAR TVÖ í NÓTT VAR HÚN FÆRÐ AFTUR OG SETT Á EITT. ■ Jökulsárbrúin eins og hún leit út eftir eitt jökulhlaupið. BRUIN yfir jökulsa á SÓLHEIMASANDIVÍGD Útför Sigurðar Benediktssonar Sigurður Benediktsson, forstóri Osta- og smjörsölunnar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag, kl. 10,30. Greinar um hann munu birtast hér í blaðinu á þriðjudag SIÐASKIPTAHÁTÍÐ í SKÁLHOLTI Siðaskiptahátíð verður haldin í Skálholti í tilefni af 450 ára af- mæli siðbótarinnar. Hátíðahöldin hefiast með samkomu í Skál’.iolts kirkju n. k. þriðjudagskvöld 31. okt, kl. 9,15. Þá verður hátíða messa í Skálholtskirkju sunnudag inn 5. nóv. kl. 14. Áformað er að Siðar í nóvember verði svo 2—3 samkomur í kirkjunni. Samkoman á þriðjudaginn kem u. hefst með klukknahringingu og lúðrablæstri. Þá mun Skálhohs korinn syngja, en aðalerindi kvöldsins flytur Eiríkur J. Eiríks son, þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um. Á samkomunum sem síðar verða haldnar mun-u fleiri kunnir menn flytja erindi varðandi siðaskiptin m.a. dr. Róbert A. Ottósson, er fjallar um tónlist frá siðaskiptatím anum. FRAM GEGN DÖNUM í DAG í dag fer fram í Laugardalshöll inni léikur á milli íslandsmeistara Fram í handknattleik og danska liðsins Stadion. Hefst hann kl. 4. Þetta er annar leikur danska liðsins hér, en á þriðjudagskvöld leiukr það þriðja og síðasta leik- mn gegn FH. ÚRSLIT í 2. FLOKKI Úrslitaleikurinn í bikarkeppni 2. flokks í knattspyrnu verður háð ur í dag á Melavellinum og hefst kl. 2. Til úrslita leika Akranes og Keflavík. SÝNING ÞORVALDS Sýningu Listafélags Menntaskól ahs á verkum Þorvaldar Skúlason ar í Casa Nova fer senn að ljúka. Aðsókn hefur verið mjög góð sem vonlégt er því að hér er um ein stakt tækifæri að ræða til að kynnast list Þorvaldar. Á sýning unni eru gamlar myndir og nýjar og er leitast við að sýna listferil Þorvaldar allt frá stríðsbyrjun til þessa dags. Sýningunni lýkur 31. þ. m. SJ—Reykjavík, laugardag. í dag klukkan hálf fjögur verður ný brú á Jökulsá á Sólhciniasandi opnuð umferð. Sýslumenn og oddvitar nær- liggjandi sveita verða viðstadd- ir athöfnina. Ennfremur munu þeir fara austur, Ingólfur Jóns son á Hcllu, samgöngumálaráð- herra, þingmenn Suðurlands- kjördæmis, Sigurður Jóhanns son, vegainálasljóri og Arni Pálsson, yfirverkfræðingur og fleiri. Nýja brúin er stálbitabrú með steyptu góKi og hvíla bit- ar á steyptum stöplum. Heildar lengd brúar er 159 m, og skipt ist sú lengd í 5 höf, 3 miðhöf 35 m að lengd og tvö endahöf 27 m^að lengd. Brúin er 4,8 m á breidd að utanmáli og 4 m milli bríka. Reynt var að reka staura undir stöpla til að Iryggj a undirstöðu. Það tókst ekki, og voru þá stöplar grafn ir niður eins og unnt var eða allt að 5 m niður fyrir vátn. f brúna hefur farið eftirfar andi magn af byggingarefni: Steypa 1000 rúmm. Sement 360 tonn. Steypustyrktarjárn 30 tonn. Stálbitar o.þ.h 150 t. Brúarsmíðm hófst um miðj an maí s. 1. og hefur staðið yfir síðan. Starfsmenn hafa að jafnaði verið um 25. Verkfræðilegan undirbúning og yfirstjórn hafa annast verk fræðingar Vegamálaskrifstof- iðmar undir stjórn Árna Páfe sonar yfirverkfræðings. Verk- stjóri hefur verið Ilaukur Karisson brúarsmiður, og verk stjóri við g-erð vegar og varr.ar garða Brandur Stefánsson. Heildarkostnaður við brúna er áætlaður 12 millj. kr. Til gamans má geta þess að gamla bnúin, sem byggð var á árunum 1920 og 1921, og vígð var 4. sept 1921 kostaði 250 þús. kr. og þótti dýr á sínum tíma. Hún var 204 m að lengd, og næstlengsta brú iandsins á l>eim tíma. Höf voru 9, hvert rúmir 22 m að lengd. Breidd brúar var 2,6 m milli stál- grinda. Brúin var byggð sem stálbitabrú með timburgóifi á steyptum stöplum. Bygging brúarinnar fór fram við hinar erfiðustu aðstæður. ATlt efni til hennar var flutt með bátum og skipað upp á sandinn. Vinna fór öll fram með handverkfær um og hjálpartæki engin nema hestar. Miðað við þær aðstæð- ur hefur brúin staðið furðan- lega af sér tímans tönn. Þó hefur brúin orðið fyrir nokkr um áföllum einkum hin síð- ustu ár. Tilkomu Jökulsárbrúarinnar gömlu var ákaft fagnað á sfn um tíma og ekki að ástæðu- lausu. Áin var eitt mesta mann skaðafljót hér á lándi, straum hörð, kolmórauð, farvegurinn stórgrýttur og af henni lagði megna brennisteinsfýlu. Af jökulfýlunni hlaut hún sitt annað nafn, Fúlilækur. Þorvaldur llhoroddsen segir í íslandslýsingu sinni að áin sé „vátnsffiikil, ströng og stór- grýtt og farvegurinn alldjúp ur“. Hann segir hana rúma mílu á lengd og 3—400 faðma á breidd. Eyjólfur hre-ppstjóri Guð- mundsson á Hvoli segir um Jökulsá á Sólheimasandi í rit- gerð sinni Yfir Jökulsá í þók- inni Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar, Reykjavík 1930: „Hún yar brúuð 1921, og er hennar síðan til einskis getið. Áður var hennar aldrei að góðu getið, svo eftirsjón ex engin í því, að ævintýri hennar séu á enda sögð.“ Áin hefur alla tíð verið erfið yfirferðar. Veldur því einkum hvað hún er strið og svo það, að áður fyrr komu í hana mik il jökulhlaup. Jökulhlaupin stöfuðu af því að afrennsli frá SóJheimajöbli stíflaðist, vatn safnaðist fyrir en tæmdist sfð an skyndilega. Þessi jökulhlaup urðu mjög stór áður íyrr, en minnkuðu eftir því sem jökulli-nn minnk aði og hopaði, og hætiu að mestu leyti um 1930. Sagt er að stundum hafi jak ar komlð á hesta á leið yfir ána, þeir farið flatir eða á kaf, og reiðmennirnir losnað af baki. Var þá ekki heiglum hent að komast lifandi til lands. Menn álitu að tseplega mœtti takast að bjarga manni, sem flyti af hesti í Jökulsá, þegar vöxtur væri , henni. Sagt er að 24 menn hafi drukknað í Jöku-lsá í manna minnum og margar voru svaðil farirnar yfir hana. Beggja vegna Jökulsár bjuiggu jafnan duglegir vatna menn, sem voru þaulvanir ámri og fylgdu ferðamönnum yfir hana á víxl. „Áttn þeir góða hesta, sem stóðu eins og sker í straumnum, þegar óvana hesta hrakti og misstu fót- anna.“ Nefna má Jón Hjörleifs son hreppstjóra í Eystri-Skóg um, sem jafnan hafði hest til taks heima við, vissi hann af ánni mikilli. Ennfremur voru Sólheimabændur og fleiri al- þekktir fylgdarmenn yfir ána á seinni hluta 19. aldar. Þessir menn voru þaulvanir vatna- menn og áttu dugnaðarhesta. Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli kveðst aðeins vita tvö dæmi þess að menn, sem farið höfðu í Jökulsá hefðu bjarg- ast. í annað skiplið var það fað ir hans, Guðmundur Ólafsson, sem bjargaði konu, sem straum urinn hafði hrifsað. Var hann á hesti sínum Móskjóna, þ ,ul vönum vatnahesti, og hafði í hendi svipu með járnkrók á skaftinu. Voru þær traustleg ar og hentugar að bregða fyrir I sig, ef einhverju þurfti að ná Frambald á Ws. 22. Satafsér ferö til Færeyja GÞE-Reykjavik, laugardag. Færeysku barnarverndar- nefndarfulltrúarnir, sem koniu hingað til lands vegna máls Marjun Gray, ætluðu utan í dag. Höfðu þeir reynt að fá stúlkuna til að hverfa með heim til Færeyja, en hún tók það ekki í mál, og varð við svo búið að standa. Fæ-ðÍTigarviottorð stúlkunnar hefur enn ekki borizt til brezka sendiráðsins, og hefur þess vegna ekki tekizt að sanna þjóðerni hennar. Á hinn bóg- inn þykir það Ijóst vera, að stúlkan sé brezkur þegn, og fáist vottorðið ekki með góðu, mun verða leitað aðstoðar utan ríkisráðuneytisins sagði Brian Holt í viðtali við Tímann í dag. Svo sem Tíminn skýrði frá í dag, hefur rannsókn málsins að mestu legið niðri síðustu daga, en að því er rannsóicnar lögreglan tjáði Tímanum í dag verða gffizlukonurnar á Bjargi sennilega yfirheyrðar þegar eftir helgina. Framsóknarvist að Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavíkur gengst fyrir framsóknarvist að Hótci Sögn fimmtudaginn 2. nóv. n. k. aðgönguniiða þarf að panta í síma 2-44-80. Framsóknarvist í Kópavogi Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa spilakvöld í Félagsheimili Kúpavogs næsta þriðjudae kl. 8, 30 siðdegis. Er þetta upphaf þriggja kvöld' ' ppni og eru vinningar góðir Verður nánar sagt frá þeim síðar. Framsóknarmenn Tálknafirði Stofnfundur- Framsóknarfélags Tálknafjarðar sam halda átti í da-g verður frestað til næsta sunnudags Á fundinum mæta Steingrímur Ilermannsson, verkfræðingur og Bjarni Guðbjörnsson, alþm Framsóknarmenn Rílftudal <w nágr. Aðalfundur Framsóknarfélags Bílddæ-linga se-m hald-a átti í da-g verður frestað til næsta sunnudags Á fundinum mæta Steingrímur Ilermannsson verkfræðingur og Bjarni Guðbjörnsson alþm. Fundur fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna í Reykjavík Fulltrúaráð Framsóbnarfélag anna í Reykjav lieldur fund f Framsóknarhús- inu við Fríkirkju veg miðvikudag- inn 1. nóv. n. k. og hefst hs»nn bl. 8,30. Einar Ágústsson alþingisinaður hefur framsögu um viðhorfin í stjórnmálunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.