Alþýðublaðið - 07.04.1988, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.04.1988, Qupperneq 2
2 fiHIHIIIIflllll Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarólaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdfs Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í iausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. MISJÖFN KJÖR LÍFEYRISÞEGA Alþýöublaöiö birti í gærathyglisverðafréttaskýringu um hin misjöfnu kjör lífeyrisþega. í fréttaskýringunni komu fram nokkurdæmi þess, hve kjörum íslendingaermiskipt í ellinni eftir því hver störfin hafa verið og hver lífeyris- sjóöurinn hefur verið. Þannig má gera ráö fyrir aö bóndi sem verður 67 ára á þessu ári fái ekki nema tæpar 3 þús- und krónur á mánuði í lífeyrisgreiðslur og hafnarverka- maður rúmlega 10 þúsund krónur á mánuði. Togarasjó- maður sem greitt hefur í 30 ár í lífeyrissjóð hlýtur um 50 þúsund krónur í lífeyri á mánuði en skipstjóri um 100 þúsund. Og enn hækka lífeyrissjóðsgreiðslurnar þegar litið er áaðrar starfsgreinareins og flugstjóra, svo ekki sé minnst á bankastjóra eins og nýlegar upplýsingar um líf- eyrismál bankastjóra Útvegsbankans bera gleggst vitni um. í dag fá allir greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins þegar þeir ná 67 ára aldri. Það er ekki há upphæð eða um 8700 krónur. Síðan getur bæst við heimilisuppbót sem er háð því hve tekjutrygging hvers og eins er há. Upphæð tekjutryggingar miðast hins vegar við tekjur við- komandi utan ellilífeyris eða greiðslu;’ úr lífeyrissjóði. Og þá verður dæmið flóknara því um 100 lífeyrissjóðir munu nú vera til í landinu. Þessarhugleiðingarminnaáhiðstórastefnumál Alþýðu- flokksins fyrir kosningar um sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Með aðild Alþýðuflokksins að núver- andi ríkisstjórn var það stefnumál staðfest í stjórnarsátt- mála. Alþýðuflokkurinn hefur bent á það margsinnis, að lífeyrismál landsmannaeru í miklumólestri og lífeyrisrétt- indum misskiþt. Ekki aðeins eru lífeyrissjóðir margir, heldur starfa þeir eftir ólíkum reglum auk þess sem þeir eru misjafnlegaí stakk búnirtil að tryggjasjóðfélögum líf- eyrisréttindi. Alþýðuflokkurinn vill samræma og jafna réttindi fólks með því að koma á fót einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Hugmyndin hefur verið sú að sjóó- urinn verði deildskiptureftir landshlutum og að hverdeild starfi sjálfstætt hvað varðarávöxtun fjárins og fjárfesting- ar, til dæmis í atvinnulífi en deildirnar starfi saman sem einn sjóður hvað varðar lífeyrisréttindi. Sameiginlegur sjóður mundi tryggja mun betureðlilegaáhættudreifingu lífeyrisréttinda en nú er, auk þess sem ráðstöfunarfé deildanna mun nýtast betur til atvinnuuppbyggingar í við- komandi landshlutum. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á, að með þessari breytingu í lífeyrismálum lands- manna verði lífeyriskerfið tvíþætt. Almannatryggingar munu halda áfram að greiða grunnlífeyri sem verður óháður tekjum á starfsævinni. Lífeyrissjóður allra lands- manna greiðir síðan lífeyri sem fer eftir greiðsiu iðgjalda af starfstekjum. Að sjálfsögðu verði einnig tryggt að við stofnun sjóðsins haldi allir þeim réttindum sem þeir hafa þegar áunnið sér. I stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um, að ríkisstjórnin komi á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn er taki gildi á grundvelli fyrirliggjandi frum- varpstil lagaumstarfsemi lífeyrissjóða. Þáereinnigskjal- fest í stjórnarsáttmálanum að samningar um samruna líf- eyrissjóða og varðveislu réttinda hefjist þegar á þessu ári að frumkvæði ríkisins. Samhliða fari fram endurskoðun almannatrygginga. í sáttmálanum segir ennfremur að stefnt skuli að því að lífeyrissjóðir og almannatryggingar tryggi samanlagðan lífeyri sem nái lágmarkslaunum. Það ertímabært að taka lífeyrismál þjóðarinnarföstum tökum og ríkisstjórnin á að beita sér fyrir því hið fyrsta að leggja grunninn að samræmdu Iífeyriskerfi í anda stjórnarsátt- málans. • • > ONNUR SJONARMIÐ ODDUR Ólafsson aðstoð- arritstjóri Tímans skrifar oft smellnar smágreinar í blað sitt undir stöfunum OÓ. í gær ritaði aðstoðarritstjórinn um fjölmiðlafyllerí og hóf pistil sinn á eftirfarandi hátt: „Mikilli fjölmiólahátið er nú lokið, en hún hófst með því að Mogginn kom út i 168 síðum og var þar margt kristi- legt fróðleiksefni falið á milli auglýsinganna um ferðalög og arðbæra ávöxtun fjár- muna. Ljósvakinn tindraði og glumdi daga og nætur bæna- og páskadaga og var offlæð- ið slikt að ekki dugði nema svosem 10 útvarpsviðtæki og 2 sjónvarpstæki á hvert heim- ili til að missa ekki af nein- um af öilum þeim afbragðs- dagskrám sem þar voru til- reiddar. Morgunblaðið varði 16 síðum til aö kynna hvað boðið var upp á og kom þar berlega i Ijós að fjórfalda þyrfti lengd páskahelgarinnar ef einhver meðaljón léti sér detta í hug að fara á ærlegt fjölmiðlafylleri og hlusta á og skoða að einhverju gagni það efni sem hann er áskrifandi að. Allt þetta valfrelsi er að þakka blessaðri samkeppn- inni sem orðin er aðall allrar framleiðslu og sölu, jafnt á veraldlegum hlutum sem andlegu fóðri.“ En Oddur lætur ekki þar viö sitja. Hann hefur skoöanir á sjónvörpum landsmanna og setur þessi sjónarmið fram hvað varðar samkeppnisaðila skjánna: „Keppnin um neytendurna tekur oft á sig hinar forkostu- legustu myndir og verður þeim iðuiega til fróðleiks og skemmtunar, svona í kaup- bæti. Sjónvarpsstjórarnir hafa nú um sinn skemmt landslýð betur með umsögn- um hvor um annan á opinber- um vettvangi en dagskrám þeirra hefur tekist. Og starfs- menn ríkissjónvarpsins hafa svo bætt um betur með því að lýsa samstarfinu á þeim bæ og lyndiseinkunnum hver annars. En þvi færri sem neytend- ur eru liggur meira við að ná augum og eyrum þeirra hræða sem öll samkeppnin snýst um. Sjónvörpin fara þar mestan eins og vera ber. Fyrirgangur- inn í dagskrárkynningum fyrir páska var í fullu samræmi við ofhlæðið sem á eftir kom. Og Oddur heldur áfram: „Einkasjónvarpið sagðist vera skemmtilegt en hitt drungalegt og leiðinlegt. Bæði afsönnuðu þau kenn- ingu sína um auglýsingagildi myndbandsins með því að kaupa upp hverja síðuna af annarri í dagblöðum. Ríkismiðillinn eyddi tveim síðum í Stóra-Mogga til að bera saman sjónvarpsdag- skrárnar og fékk það út að hann væri islenskt sjónvarp en hitt hefði sáralítið og aumlegt efni upp á að bjóða yfir fjölmiðlahátíðina. Þvi ættu allir landsmenn að sitja sem limdir við sjónvarp allra landsmanna en ættu ekkert erindi viö rugluðu stöðina. Enn splæsti sjónvarp allra Aö mati Odds Ólafssonar aðstoð- arritstjóra Tímans skemmta Markús Örn og Jón Óttar lands- mönnum betur i opinberum um- sögnum hvor um annan en dag- skrám þeirra hefur tekist. Steingrímur: Hlýtur nú þakkir prestastéttarinnar fyrir afstöðu sina til PLO. landsmanna á sig nær tveggja siðna litadýrðar- auglýsingu til að sýna og sanna hver er alvinsælasti fjölskyldufaðirinn á íslandi. Hann er auðvitað blakkur Ameríkani og hafa vísinda- menn við Háskóla íslands lagt á sig mikil rannsóknar- störf til að sanna þá niður- stöðu fyrir sjónvarpið sem auglýsir sig „ekkert rugl“. Samkeppnin um vinsældir fjölskyldufeðra sem þjóðlega sjónvarpið stendur fyrir er talin afskapiega athyglisverð niðurstaða fyrir auglýsendur og skal ekki dregið i efa að þeir eiga eftir að gera sér mat úr óumdeilanlegum vinsældum húsbóndans á heimilinu, sem samkvæmt hlutarins eðli er Amerikani. Það er kannski engin tilvilj- un að allir þeir eybyggjar sem vettlingi geta valdið reyna að halda sig eins fjarri mannabyggð og veður og færð leyfir yfir bænadaga og páskahátið til að þurfa ekki að oftaka sig á öllum þeim ósköpum sem fjölmiðlunin hellir yfir þá þegar hún tekur á honum stóra sínum.“ Eftir svona lestur getum við á Alþýðublaðinu upplýst með stolti að blaðið kemur út i átta síðum daglega en að vísu í 24 blaðsíðum á helgum — og höfum þar með gert okkur seka um að taka þátt f fjölmiðlaslagnum! SERA Sverrir Haraldsson í Borgarfirði eystra ritar pistil í Þjóðviljann í gær og varpar fram þeirri spurningu hvort gyðingar séu að endurvekja nasismann. í leiðinni fer greinarhöfundur mjög lof- samlegum orðum um PLO- stefnu Steingríms Hermanns- sonar. Gefum sér Sverri orð- ið: „Þær hryllilegustu myndir og fréttir, sem fjölmiðlar flytja okkur íslendingum þessa dagana, eru frá með- ferð gyðinga á Palestínuaröb- um í heimalandi hinna síðar- nefndu. Saklaust fólk, konur og börn, eru skotin af vopn- uðum hermönnum, barið í hel og limlest fyrir þá „sök“ að það vill fá að lifa í eigin landi. Lítur helst út fyrir að gyðingar ætli sér að má þá út með öllu. Sú var tíðin að gyðingar hrópuðu á hjálp á ofsóknar- tímum nasista og það ekki að ástæðulausu og áttu þá samúö flestra þjóða. En svo er að sjá að þeir hafi lært ansi mikið af þessum kvölur- um sínum, svo að nú á jafn- vel brennimark aö koma í stað gyöingastjörnunnar ill- ræmdu. Já, gyðingar hafa til- einkað sér skuggalega mikið af aðferöum nasista og beita þeim skefjalaust á fórnardýr sín og þaö í landi hinna síð- arnefndu. Þetta er blettur á hinum siðmenntaða heimi og þá ekki síst á „guðs útvöldu þjóö“.“ Og nú víkur sögunni aö utanrikissráöherra. Séra Sverrir skrifar: „Furöar mig á að nokkurt stórveldi skuli styðja slíkar aðfarir og hefur þó það stór- veldi ekki hikað við að styðja hvers konar ofbeldi og öfga- stefnur fjárhags- og hernað- arlega svo að greinilega má trúa því til illra verka undir merki friöar og frelsis. Og ég harma það og nokkur íslend- ingur skuli mæla þessu bót. í því sambandi minni ég á orð „forsætisráðherra" okkar i fjölmiðlum, þótt þau ættu ekki að koma neinum á óvart úr þeirri átt. Hann telur að við eigum ekki að blanda okkur í slik mál, liklega „smámál", meðan við höfum við stórmál aö glima hér heima. Þessi lika stórmálin, liklega bjórmálið og fleiri slík. Forsætisráðherrann taldi um daginn Palestínuaraba óalandi og óferjandi þar eð meðal PLO-manna myndu vera hryðjuverkamenn og enginn efast um að svo sé. En einhvern tíma var nú sagt að sá, sem réði gerðum gyð- inga i Palestínu, væri gamall hryöjuverkamaður, m.a.s. for- ingi þeirra. Hins vegar dáist ég að afstöðu utanrikisráðherrans í þessu efni og vona að hann standi við hana þrátt fyrir brosin og stóru orðin úr for- sætinu. Hafi Steingrímur Her- mannsson virðingu og þökk fyrir.“ Og við framlengjum kveöju prestsins meö því aö bæta viö: Amen. Einn ^^mmm^mmmmmm með kaffinu Ungur maöur varö ástfanginn af ungri konu. Hún felldi einnig hug til hans og allt gekk sinn vana gang: Þau byrjuðu aö vera saman og úr sambandinu varö gifting. Nokkru eftir vígsluna komst maðurinn að því aö konan hans hafði veriö slöngutemjari áður en þau kynntust. Hann sagði forviða við konu sína: — Af hverju sagðirðu mér ekki að þú hafðir verið slöngutemjari? — Þú spurðir mig ekki, svaraði hún brosandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.