Alþýðublaðið - 07.04.1988, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.04.1988, Síða 5
Fimmtudagur 7. apríl 1988 5 r r FRETTASKYRING Haukur Holm skrifar iP HÚSHITUNA AÐ SLIGA FÓLK VÍÐA UM LAND Deilt um hvort vandinn sé samfélagsins eða bœjarfélaganna. Hár húshitunarkostnaður, sérstaklega þar sem rafmagn er notað, er að sliga marga fjölskyiduna úti á landi. Samkvæmt visitölu á það að kosta kr. 2.573 fyrir meðal- fjölskyldu að hita upp meðal hús, en á Akureyri er þessi kostnaður kr. 4.374. Óliklegt er að samþykkt verði að koma á jöfnunargjaldi er jafni húshitunarkostnað á landinu, en Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga telur best, ef hægt væri aö lækka raforkuverð frá Landsvirkjun. Helst eru það nýrri hitaveitur sem eru dýrari, enda hafa þær verið byggðar fyrir dýr- ara fé. Frá árinu 1978 tii 1987 yfirtók ríkið 9 milljarða fjár- hagsskuldbindingar orkufyrir- tækja, og telur Ingóifur Hrólfsson hitaveitustjóri Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar lausnina á hinum dýra húshitunarkostnaði víða um land vera þá , að hitaveit- um sé skapaður rekstrar- grundvöllur. Mönnum er mjög tíörætt um þessar mundir um hiö mismunandi verö til húshit- unar. Starfshópur fulltrúa stjórnarflokkanna um tillögur um lækkun á töxtum rafhit- unarkostnaðar, mun i dag leggja niðurstöður sínar fyrir ríkisstjórnina. Gera má ráð fyrir að helst megi rekja þessa umræðu nú til lækkunar á gasolíuverði. í ræðu sem Jakob Björnsson orkumálastjóri hélt á árs- fundi Orkustofnunar í mars s.l. kemur fram, að frá árinu 1983 hefur verð á gasolíu lækkað um 65% að raunviröi, en á sama tíma hafi verö á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur hækkað um 18% að raunvirði. Verð á óniður- greiddri raforku frá Rafmagnsveitum ríkisins til húshitunar hafi lækkað um 26%, og á niðurgreiddri raf- orku um 23%. 1. desember s.l. hækkaði raforkan verulega, en sú hækkun á að vera til heils árs, og hefur það kannski aukið umræðuna enn frekar nú. Þeim virkjunum sem reistar hafa verið undanfarin ár hefur fylgt mjög hár fjár- magnskostnaður, og kannski hærri en gert hafði verið ráð fyrir. í dag er offramboð á rafmagni og hugsanlegt að gert hafi verið ráð fyrir að eft- irspurnin mundi aukast örar en hún hefur gert. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er raforkuverð í Reykjavik lágt miðað við það sem gerist í höfuðborgum Evrópu og miðað við þaö sem gerist í heiminum. Raforkuverð frá Rarik er fyrir ofan meðaltal raforkuverðs í heiminum í dag, en þó langt frá því að vera nálægt því hæsta. Að hluta til má skoða þennan mismun sem er á húshitunarkostnaði hér á landi í Ijósi þess að sum- staðar er kynt með hitaveitu en annars staðar er rafmagn notað til húshitunar. Margs konar hitaveitur En samanburöurinn er ekki svo einfaldur. Hitaveitum má skipta í þrjá hópa. í fyrsta lagi ódýrar hitaveitur, sem bjóða upp á verð sem telst til þess lægsta I heiminum. í þeim hópi er t.d. Hitaveita Reykjavíkur (sem þó er ekki lægst). í öðru lagi hitaveitur í svokölluðum milliflokki, þar má t.d. nefna Hitaveitu Suð- urnesja. í þriðja lagi eru svo dýrar hitaveitur. Þar eru helst nýrri hitaveitur landsins, og má þar nefna Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar, Hita- veitu Akureyrar og fleiri. Framkvæmdatími þeirra sumra var í kringum árið 1980, þegar vextir á erlendum lánum voru mjög hækkandi vegna eftirspurnar á lánum á alþjóðamarkaði. Hugsanlega hefur kostnaður þar farið eitt- hvað fram úr áætlun, og að sölutekjur á heita vatninu orðið minni en reiknað hafði verið með. Ingólfur Hrólfsson hita- veitustjóri Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar segir í samtali við Alþýðublaðið, að hinn misjafni hitunarkostnað- ur í landinu sé tilkominn vegna þess, að um mismun- andi fyrirtæki sé að ræða, þau hafi verið byggð á mis- munandi tímum og með mis- stóran markað. Segir hann að gera verði greinarmun á verði á orku- einingu og upphitunarkostn- aði þegar þessi mál séu rædd. Oft fari fólk frjálslegar með orkuna þar sem hún er ódýrari. Einnig sé vatn oft mis heitt eftir stöðum. Segir hann að orkuverö frá þeim sé u.þ.b. 2,5 sinnum dýrara en hjá Hitveitu Reykjavíkur, en upphitunarkostnaður tvisvar sinnum dýrari. í ræöu sinni segir Jakob Björnsson, að orkufyrirtækin þurfi að hugsa sinn gang ef þau ætla ekki að verðleggja sig út af húshitunarmarkaðn- um. Fyrir hitaveitur kæmi einkum til álita aö hækka verulega fastagjald sitt, en lækka orkugjald samsvar- andi, þannig að orkugjald veröi samkeppnisfært við oliuna. Fyrir notendur með beina rafhitun kæmi sama leið helst til álita, en fyrir aðra rafhitunarnotendur, kæmi til álita að þeir heföu olíumiðstöðvar i góðu lagi og fengju ódýrt rafmagn þegar nóg væri af því, en notuðu oliu þegar minna er um rafmagn. Jöfnunargjald? Á árunum 1978 til 1987 tók rikissjóður yfir fjárhagsskuld- bindingar orkufyrirtækja, sem á verðlagi 1. sept. s.l. var um 9 milljarðar króna. Segir Ingólfur að ríkið hafi yfirtekið verulegar upphæðir frá þeim. (249,9 milljónir, miðað við verðlag sept. 1987.) Það sé sú leið sem hann telji farsæl- asta, reynt sé að skapa fyrir- tækjunum rekstrargrundvöll, þannig að þau geti séð um sig sjálf. Komið hefur til tals að jafna húshitunarkostnað landsmanna með eins konar jöfnunargjaldi. „Maður lagar ekkert hjá fjölda fátæklinga, með þvi að gera þá alla jafn fátæka, og sveitarfélögin hafa ekki úr neinu að moða í sambandi við jöfnun. Það er rlkisins að jafna búsetu með- al þegnanna, ef að það á ann- að borð vill hafa landið allt I byggð“, segir Sigurgeir Sig- urðsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við Alþýðublaðið. Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga segir að í fjórðungnum séu þrjár dýrar hitaveitur, þ.e. á Blönduósi þar sem hitunarkostnaður sé dýrari en hjá Rarik, á Siglu- firði og Akureyri, auk rándýrr- ar rafhitunar. Samkvæmt vísi- tölu sé gert ráð fyrir meðal- fjölskyldu i meðalhúsi kosti kr. 2.573 að hita upp, en á Akureyri sé þessi kostnaður kr. 4.374, og hann sé enn meiri þar sem rafhitun sé. „Þetta er gífurlegt vandamál, jjað þýðir ekki að loka augun- um fyrir því,“ segir Áskell. Hann segist ekki gera ráð fyrir að þeir sem við lágan hitunarkostnað búi, séu reiðubúnir að taka á sig aukakostnað í formi jöfnunar- gjalds. Hann segir að þeim fyrir norðan þyki eðlilegt að hitunarkostnaður sé jafnaður í stórum dráttum, en það verði aldrei hægt að gera full- komlega. Best væri ef hægt væri að knýja Landsvirkjun til að lækka raforkuverð, en menn séu ekki mjög trúaðir á að það takist, og næst besti kosturinn væri þá auknar nið- urgreiðslur á rafhitun. Eins og fyrr segir fær ríkis- stjórnin ( slnar hendur I dag tillögur starfshópsins er vann að lækkun taxta til rafhitun- arkostnaðar. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins miðast þær þó aðallega að skammtímalausnum og aðgerðum í þessum efnum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.