Alþýðublaðið - 07.04.1988, Side 8
MHBUBLOIB
Fimmtudagur 7. apríl 1988
ÍSLAND GEGN
APARTHEID
íslensk stjórnvöld styðja víðtækar áœtlanir Norðurlandanna gegn
kynþáttaaðskilnaðarstefnu S-Afríkustjórnar. Framlag okkar er þó
sáralítið og viðskiptin við S-Afríku hafa farið vaxandi.
Kvikmyndin Cry Freedom lýsir berlega harðstjórn hvítra í S;Afríku. Mun
hún vekja islendinga til vitundar um alvöru apartheid? íslandsdeild
Amnesty International safnar nú undirskriftum meðal landsmanna
gegn harðstjórn Botha forseta.
Kvikmyndin Cry Freedom
sem Laugarásbió sýnir þessa
dagana stuöar islenska bió-
gesti illilega. Hún sýnir jafn-
réttisbaráttu svertingja og
miskunnarlausa harðstjóra
hvíta minnihlutans. Á öðrum
Norðurlöndum er apartheid
stefna Suöur Afríkustjórnar
brennheitt mál. Hér á landi er
vandamálið litið í umræðu
enda segja menn að sam-
skipti okkar við landið séu
sára lítil sem engin. ísland
hefur ekki stjórnmálasam-
band við S-Afríku en þar situr
þó ræðismaður fyrir Islands
hönd, Hilmar Kristjánsson,
sem annast fyrirgreiðslu við
íslendinga og islenska hags-
muni s.s. vegna viðskipta
eða ef slys ber að höndum.
ísland á enn viðskipti við S-
Afríku og ef eitthvað er, þá
hafa þau viðskipti frekar auk-
ist heldur en hitt. Á siöasta
ári voru flutt inn 470 tonn af
vörum frá S Afriku (aðalleg
ávextir og grænmeti) og
heildarverðmæti innflutn-
ingsins (cif) var kr. 32.948
milljónir. Árið áður voru flutt-
ar inn vörur þaðan fyrir um
20 milfjónir króna.
Á fundi utanríkisráöherra
Norðurlandanna í Tromsö 23.
og 24. mars samþykktu ráö-
herrarnir endurskoðaða áætl-
un um baráttu gegn kyn-
þáttastefnu S-Afrikustjórnar.
Þetta er í þriðja sinn sem
ráðherrar Norðurlandanna
samþykkja slíka áætlun og
aðgerðir. Fyrri samþykktir
voru gerðar 1978 og 1985.
Danmörk, Finnland, Noregur
og Svíþjóð hafa sett almennt
viðskiptabann á Suður-Afríku
ásamt því að grípa til annarra
efnahagslegra aðgerða. Mark-
miðið er: að berjast gegn
kynþáttaaðskilnaðarstefn-
unni, gera grannríkin óháðari
S-Afríku og stuðla að efna-
hagslegri þróun á svæðinu.
I fréttatilkynningu f_rá fundi
ráðherranna segir að ísland
hafi ekki talið nauðsynlegt
að grípa til slíkráefnahags-
legra aðgerða gegn S-Afríku
þar sem slíkar aðgerðir eigi
ekki viö um ísland og við-
skipti landsins við S-Afríku
séu afar litil. Hins vegar hafa
íslensk stjórnvöld beint þeim
tilmælum til atvinnurekenda,
verkalýðsfélaga og íslensku
þjóðarinnar að þau minnki
inn- og útflutning til S-Afriku.
Innflutningur varnings frá S-
Afríku árið 1986 nam 0.05%
af heildarinnflutningi Islands
það ár. Útflutningur til S-
Afríku var aðeins um 0.01%
af heildarútflutningi.
Keyptum vörur fyrir
33 milljónir 1987
Þrátt fyrir tilmæli stjórn-
valda er Ijóst að inn- og út-
flutningur til S-Afriku hefur
ekki minnkað heldur aukist.
Sem fyrr segir voru fluttar
inn vörur frá S-Afríku á síð-
asta ári fyrir tæplega 33
milljónir og mun þar nær ein-
göngu vera um vínber og
aðra ávexti auk grænmetis
að ræða. í skrá Félags ís-
lenskra störkaupmanna yfir
heildverslanir í landinu á
síðasta ári finnst aðeins eitt
innflutningsfyrirtæki sem
hefur S-Afríku á lista sínum
yfir viðskiptalönd en það er
Pólstjarnan sf. í Reykjavík.
Stjórnendur þess eru Davíð
Sch. Thorsteinsson og
Kristján Gunnlaugsson.
Útflutningur til S-Afríku er
sára lítill en hefur þó heldur
aukist á síðasta ári. Þá voru
fluttar út vörur fyrir 4.5
milljónir króna en fyrir 2.7
milljónir árið á undan. Um er
að ræða netakúlur frá Plast-
einangrun sf. og svo kald-
hreinsað meðalalýsi frá Lýsi
hf.
Mannúðleg aðstoð
Þrátt fyrir að íslensk
stjórnvöld hafi litið aðhafst í
beinum aðgerðum gegn
stjórn S-Afríku hafa fulltrúar
íslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum „stutt tugi tillagna og
ályktana gegn aðskilnaðar-
stefnunni í S-Afriku,“ eins og
Haukur Ólafsson, sendiráðu-
nautur, komst að orði í
samtali við Alþýðublaðið.
Eftir fund norrænu utanrík-
isráðherranna í síöasta mán-
uði var greint frá aðgerðum
sem rikin hafa gripið til í
baráttunni gegn apartheid
stefnu S-Afríkustjórnar. Bann-
aðar hafa verið allar fjárfest-
ingar í S-Afríku, takmarkanir
hafa veriö settar á samskipti
á sviði íþrótta og menningar,
lánveitingar hafa verið bann-
aðar til landsins. Er og greint
frá því að Norðurlöndin öll
hafi veitt fórnarlömbum
aðskilnaðarstefnunnar
mannúðlega aðstoð og veitt
öðrum ríkjum í sunnanverðri
Afríku efnahagslega aðstoð
til að gera þau óháðari S-
Afríku.
Björn Dagbjartsson for-
stöðumaður Þróunarsam-
vinnustofnunar Islands segir
að íslendingar hafi lengi ver-
ið þátttakendur f þróunar-
verkefnum í nágrannaríkjum
S-Afríku. Til landbúnaðarverk-
efnis í Mosambique er t.d.
veitt 4-5 milljónum króna. „Á
svæðinu ríkir nú hálfgert
hernaðarástand og heima-
varðliðar standa þar vörð. Því
verður ekki neitað að stjórn-
arherinn nýtir sér þá aðstoð
sem þarna er veitt þó hún
eigi ekki að ganga til hernað-
arnota," segir hann.
Aðstoð Norðurlandanna
við önnur riki í sunnanverðri
Afríku nemur nú um einum
milljarði dollara á ári. Hafa ís-
lendingar tekið að sér ákveð-
in verkefni í því samstarf! þó
peningaframlag okkar sé Ift-
ið. Heildarfé það sem Þróun-
arsamvinnustofnunin hefur til
allra sinna verkefna á þessu
ári er 40 milljónir. Samtals
veittu íslendingar 10 milljón-
um til þessara landa á síð-
asta ári.
Þjálfa Afríkubúa
í handbolta
Þannig er Ijóst að þrátt fyr-
ir að íslendingar hafi lítiö að-
hafst í beinum aðgeröum
FRETTASKYRING
Omar Friöriksson
skrifar
vegna ástandsins í S-Afríku,
utan að standa að ályktunum
sem fordæma aðskilnað
svartra og hvitra, er nokkur
óbein aðstoð fólgin í fram-
lagi okkar til verkefna í öðr-
um ríkjum Afríku, sem eins-
og segir i ályktun norrænu
utanríkisráðherranna, miðar
að þvf að styðja þau og gera
þau óháðari S-Afríku.
í norrænu áætluninni seg-
ir: „Norðurlöndin telja að
auka verði aðstoð við grann-
ríki Suður-Afríku til að draga
úráhrifum sundrungarstefnu
S-Afríku, jafnframt því sem
þau verða styrkt til sjálfsvarn-
ar og verði þannig óháðari S-
Afríku. Einnig verður að auka
aðstoð við andstæðinga og
fórnarlömb kynþáttaaðskiln-
aðarstefnunnar. Norðurlöndin
álíta slíka aðstoð viðbót við
refsiaðgerðir, en komi ekki í
stað þeirra."
Meðal margháttaðra verk-
efna Norðurlandanna er sam-
vinna við ríki Afríku á íþrótta-
sviði. Steinar J. Lúðvíksson,
varaforseti Handknattleiks-
sambands íslands staðfesti í
samtali, að unnið væri að
aðstoð sambandsins við
áhugaaðila um handknattleik
í nokkrum rikjum Afriku.
„Það er Norræna menningar-
málastofnunin sem styður
þetta verkefni auk þess sem
Þróunarsamvinnustofnun ís-
lands leggur einnig fram fé,“
segir hann. „Það hefur vakn-
að mikill áhugi á handbolta í
þessum ríkjum Afríku og er
mikill uppgangur í íþróttinni.
Stendur til að senda bæði
kennslugögn og þjálfara frá
Handknattleikssambandinu i
stuttan tíma til þess að halda
þjálfaranámskeið. Ekki er
ákveðið til hvaða landa verð-
ur farið en það er Ijóst að
Suður-Afrika verður ekki í
þeim hópi.“
□ 1 2 3 4
■
6 □ 7
8 ' 9
10 □ 11
□ 12
13 ■
Krossgátan
Lárétt: 1 gremjast, 5 skortur, 6
lærði, 7 lindi, 8 úrgangi, 10 hreyf-
ing, 11 lesandi, 12 veiki, 13 gegn-
sæi.
Lóörétt: 1 geil, 2 kvísl, 3 guð, 4
veiðist, 5 þol, 7 hamagangur, 9
hangs, 12 haf.
Lausn á siðustu krossgátu.
Lárétt: 1 skaup, 5 sælu, 6 krá, 7
SA, 8 eirinn, 10 rr, 11 lög, 12 elri,
13 réttu.
Lódrétt: 1 særir, 2 klár, 3 au, 4
prangi, 5 skerir, 7 snöru, 9 illt, 12
et.
Gengií
Gengisskráning 64 - 5. apríl 1988
Kaup Sala
Bandarikjadollar 38,610 38.730
Sterlingspund 72,840 73,066
Kanadadollar 31,098 31,195
Dönsk króna 6,0779 6,0968
Norsk króna 6,1920 6,2112
Sænsk króna 6,5697 6,5901
Finnskt mark 9,6670- 9,6970
Franskur franki 6,8683 6,8896
Belgiskur franki 1,1127 1,1161
Svissn. franki 28,2723 28,3601
Holl. gyllini 20,7475 20.8120
Vesturþýskt mark 23,2822 23,3545
ítölsk lira 0,03140 0,03150
Austurr. soh. 3,3120 3,3221
Portúg. escudo 0.2840 0,2849
Spanskur peseti 0,3486 0.3497
Japanskt yen 0,31012 0,31108
• Ljósvakapunktar
• RUV • Rás 1
22.10 Úr norðri. Finnland, yngst Norðurlanda. Fyrri hluti. 15.20 Landspósturinn — Frá Norðurlandi. Umsjón: Sigurður Tómas Björgvins- son.
• Stöð 2 • RÓT 21.30 Þyrnirósarþáttur ungra jafnaðarmanna.
20.30 Panorama. Frétta- þáttur um ástandið á írlandi. Umsjónarmaður Þórir Guð- mundsson.