Alþýðublaðið - 15.04.1988, Page 4

Alþýðublaðið - 15.04.1988, Page 4
Kynningarþjónustan/SÍA 4 Laugardagur 16. apríl 1988 BÓKAFRÉTTIR Vegleg gjöf Gigtarfélagi íslands barst nýlega höfðingleg gjöf frá fimm konum, velunnurum fé- lagsins, sem undanfarin ár hafa dyggilega stutt upp- byggingu Gigtlækninga- stöðvarinnar. Þær færðu nú félaginu kr. 500.000,- í minningu Þorbjargar Björns- dóttur, og er gjöfin stofnfé að styrktarsjóði gigtarsjúklinga. Stjórn Gigtarfélags íslands þakkar slíka rausn og ómetanlegan stuðning við gigtsjúka fyrr og síðar. Stjórn sjóðsins skipa einn af stofnendum Gigtarfélags- ins Jóhanna Magnúsdóttir, formaður Gigtsjúkdóma- félags íslenskra lækna Kári Sigurbersson og formaður Gigtarfélags íslands Jón Þorsteinsson. Breyttur af- greiðslutími Itjá Pósti og síma Athygli er vakin á því að af- greiðslutími póst- og sím- stöðva á höfuðborgarsvæði breyttist 15. febrúar sl. Könnun var gerð meðal viðskiptavina á óskum um af- greiðslutíma og miðast breyt- ingin við niðurstöður hennar. Póstútibúin í Reykjavík og póst- og símstöðvarnar i Kópavogi, Hafnarfirði, Garða- bæ, Mosfellsbæ og á Sel- tjarnarnesi hafa opið mánu- daga, þriöjudaga, miðviku- daga og föstudaga frá kl. 08.30 — 16.30, en á fimmtu- dögum frá kl. 08.30 — 18.00. Afgreiðslutími póstútibús- ins í Umferðarmiðstöðinni, R-6, er virka daga frá kl. 08.30 — 19.30 og laugardaga frá kl. 08.30 — 15.00. Póstútibúið R-3 í Kringl- unni er opið eins og áður vlrka daga kl. 08.30 — 18.00. Fyrirlestur um myndgreiningu og nýjar aðferðir Fyrirlestur á vegum Læknadeildar Háskóla ís- lands og læknaráðs Land- spítalans: Á föstudag 15. apríl, heldur prófessor Auguste Wacken- heim frá háskólasjúkrahúsinu í Strasbourg í Frakklandi, fyrirlestur, er hann nefnir „Semiology of the Cervical Spine in Conventional Radio- logy, CT and MRI“. I fyrirlestri þessum lýsir prófessor Wackenheim þróun mynd- greiningatækni og notkun nýrra aðferða svo sem tölvu- sneiðmyndun og segulómun við greiningar og ákvarðanir á sjúkdómum í hálshrygg. Prófessor Wackenheim er heimskunnur fyrir rannsóknir sínar og þróunarstörf í geislagreiningu, einkum á sviði taugasjúkdóma. Hann er forstöðumaður myndgrein- ingarsviðs háskólasjúkra- hússins í Strasbourg og m.a. einn af aðalritstjórum tima- ritsins „Neuroradiology". Fyrirlestur verður haldinn í Eirbergi, Landspítalalóð og hefst kl. 13.00 Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raðir á sama miðanum til hagræðingar fyrir alla Lottóleikendur. Eftir sem áður er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni. Hærri vinningar! Meö leiðréttingu í samræmi viö verölagsþróun munu vinningar hækka að meöaltali um 20% og er þaö fyrsta verðbreyting frá því Lottóið hóf göngu sína í nóvember Hver leikröð kostar nú 30 krónur! Nældu þér í nýjan miöa á næsta sölustað! * ’ ,;/.V ■'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.