Alþýðublaðið - 15.04.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 15.04.1988, Page 6
6 Föstudagur 15. apríl 1988 SMÁFRÉTTIR Fyrsta skóflustunga tekin aö þjónustumiöstöö viö Úlfljótsvatn: Taliö frá vinstri: Haukur Pálmason, Davíö Oddsson og Haraldur Hannesson. Þjónustumið- stöð við Úlf- Ijótsvatn í byrjun apríl hefst bygging sameiginlegrar þjónustumið- stöðvar Reykjavíkurborgar, Starfsmannafélags Reykjavik- urborgarog Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar við sumar- hús Starfsmannafélagsins við Úlfljótsvatn. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, Haraldur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar og Haukur Pálmason aðstoðarrafmagnsstjóri tóku fyrstu skóflustunguna sam- eiginlega I lok mars s.l. Ákvörðun um byggingu hússins var tekin af borgar- ráði I tilefni af 60 ára afmæli Starfsmannafélags Reykjavik- urborgar þ. 17. janúar 1986, en borgarstjórn Reykjavíkur afhenti Starfsmannafélaginu land undir sumarhús á Ulf- Ijótsvatni I tilefni 40 ára af- mælis félagsins árið 1966. Úlfljótsskáli verðureinnar hæðar timburhús á steyptum kjallara með svalalofti I risi að hluta og er flatarmál húss- ins 578 m2. Bygging hússins var fyrst boðin út í júní 1987, en vegna aðstæðna þá var öllum til- boðum hafnað. Verkið var síðan aftur boðið út I janúar sl. og var samið við lægstbjóðanda Iðnverktaka s/f en tilboðs- upphæð þeirra er kr. 27.919. 236. Til framkvæmda á þessu ári verður varið kr. 17.000.000 en verkáætlun gerir ráð fyrir að húsið verði fullbúið að utan n.k. haust, en tilbúið til notkunar 20. mal 1989. í bygginganefnd Úlfljóts- skála eru: Haraldur Hannes- son formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar, Haukur Pálmason aðstoðar- rafmangsstjóri og Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumað- ur borgarskipulags. Hönnuðir hússins eru: Arkitektarnir Þorvaldur S. Þorvaldsson, Jón Þ. Þorvalds- sbn og Kristján Ásgeirsson ásamt Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen. SÁÁ-blaðið komið út SÁÁ-blaðið 1. tölublað 5. árgangs er komið út. Aðalefni blaðsins er umfjöllun um fjölskyldusjúkdóminn Alkóhólisma. Ekki er ýkja langt síðan menn fóru að veita því eftirtekt að aðstand- endur alkóhólisma sýndu ým- is sameiginleg einkenni. Nú er boðið upp á öfluga fjöl- skyldufræðslu á vegum SÁÁ og þá hjálp sem ýmsum aðstandendum alkóhólista hefur reynst ákaflega dýrmæt. Þaðan liggur leiðin oft í samtök aðstandenda alkóhólista Al-anon. Um þessi málefni er fjallað frá ýmsum hliðum í blaðinu. „Að vaxa upp við alkóhól- isma hefur verið líkt við að sigla eftir kompás sem er aðeins örlítið misvísandi. Það skiptir ekki máli á stystu leiðum en geturskipt sköp- um á lengri leið og ráðið hvort þú endar á Grænlandi eða í Kína,“ segir í einu viðtalanna í blaðinu við unga konu sem alin er upþ hjá alkóhólista og lenti loks í því að sjá barnið sitt verða sjúkt af alkóhólisma. Meðal annars efnis í blað- inu má nefna ítarlega umfjöll- un Óttars Guðmundssonar um fjölskyldu alkóhólistans, grein Ingólfs Margeirssonar um Riddara gráa svæðisins, (Af sulli og falinni sídrykkju) Viðtöl við Kristínu Waage og Sigurð G. Tómasson og greinar Magnúsar Emilssonar og Pjeturs Þ. Maack. Ritstjóri SÁÁ-blaðsins er Óttar Guðmundsson læknir við Sjúkrastöðina Vog og Styrktarfélag Vogs sér um út- gáfuna. Gæludýra- sýning Þann 16. og 17. aþríl næst- komandi, verður haldin stór- glæsileg gæludýrasýning í Reiðhöllinni í Víðidal. Þarna verða sýndar flestar tegundir gæludýra hér á landi og vörur til gæludýra- halds. Ymsar uppákomur verða á sýningunni. T.d. verða Scháferhundar með glæsi- legt sýningaratriði sem þeir hafa verið þjálfaðir ( síðan ( nóvember. Þarnaverður einnig fegurðarsamkeppni katta og munu sýningargestir velja fallegasta köttinn á sýn- ingunni. í verðlaun er glæsi- leg stytta sem kallast Morris verðlaunin. Á sýningunni verða einnig: Ótal tegundir fugla í ýmsum gerðum fuglabúra. Fiskabúra- göng, þar sem fjölbreytt sýn- ing verður á skrautfiskum, auk fjórtánhundruð lítra fiskabúrs. Ýmsar tegundir nagdýra ss. kanínur, naggrís- ir, mýs svo og hamstrar sem sýndir veröa í hinni stór- glæsilegu „Hamstrahöll". Opið verður frá 10-22 báða dagana. Kaffisala. Verndari sýningarinnar er Davíð Oddsson Borgarstjóri. Fuglaverndun- arfélagið boðar fund Næsti fræðslufundur Fuglaverndunarfélags ís- lands verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudag- inn 20. apríl kl. 20.30. Hrefna Sigurjónsdóttir líf- fræðingur talar um atferli fugla. Ályktun áfengisvarna- nefnda á Austurlandi Aðalfundur félags áfengis- varnanefnda á Austurlandi haldinn í Verkalýðshúsinu á Fáskrúðsfiröi, laugardaginn 2. apríl 1988: Skorar á alþingismenn að fresta afgreiðslu á fyrirliggj- andi bjórfrumvarpi þartil Heilbrigðisáætlun hefurverið rædd og afgreidd á Alþingi. Samþykkt bjórfrumvarps- ins kann að verða afdrifarik fyrir þjóöina og þvi mikilvægt að fjalla um það í tengslum við heilbrigðismál og áætlan- ir um bætta heilbrigði lands manna. Mikil þátttaka í sveitaglímu íslands Sveitaglíma Islands verður haldin í iþróttahúsi Kennara- háskólans n.k. laugardag, 16. apríl kl. 13.30. Undanfarin ár hefur þátt- taka verið heldur fámenn og hefur verið keppt í flokki fullorðinna og unglingaflokki. I fyrra féll niður keppni í fullorðinsflokki þar sem að- eins ein sveit mætti til leiks, og aðeins fór fram keppni í unglingaflokki en þarsigruðu Skarphéðinsmenn Þingey- inga annað árið í röð. Nú er hins vegar ráðgert að keppa i fjórum flokkum og eru alls ellefu sveitir skráðar til leiks. Hver sveit er skipuö fimm glímumönnum sem hver glímir við alla i sveit andstæðinganna. Ráðstefna um tónlistarskóla Félag tónlistarskólakenn- ara mun gangast fyrir ráð- stefnu í Reykjavík dagana 16. og 17. apríl n.k. og verður hún haldin í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands við Háteigsveg. Tilgangur ráðstefnunnar er: 1. Að fá þá fjölmörgu kenn- ara sem kenna við hinar ýmsu deildir tónIistarskól- anna til að bera saman hugmyndir sínar og reynslu í þeim tilgangi að styrkja starf skólanna og bæta gæði kennslunnar. 2. Að skilgreina hvaða menntun tónlistarskóla- kennarar þurfa að hafa ef stefnt verður að lögvernd- un starfsheitisins. 3. Að gera tillögur um hvern- ig best verði staðið að * menntun tónlistarskóla- kennara; * endurmenntun starfandi tónlistarskólakennara; * símenntun starfandi tón- listarskólakennara. Á dagskrá ráðstefnunnar eru ýmsir athyglisverðir fyrir- lestrar, umræðurog hópstarf, auk þess sem nemendur úr tónlistarskólum munu flytja ýmis konar tónlist. Við undirbúning ráðstefn- unnar hefur það verið haft að leiðarljósi að efni hennar höfði til allra tónlistarkennara og þar skapist grundvölur gagnlegra skoðanaskipta og umræðna um skipan tónlist- aruppeldis hérlendis i fram- tíðinni. Ráðstefnan er öllum opin. FORVAL Póst- og símamálastofnunin mun á sumri komanda láta leggja Ijósleiöarastreng frá Akureyri til Sauðár- króks alls u.þ.b. 115 km. Niðurlagning strengsins hefst utan þéttbýlismarka Akureyrar og Sauðár- króks. Þeir sem kynnu aö hafa áhuga á aó (gera tilboð í lögnina) vinna verkið sendi stofnuninni upplýsingar um vélakost og einingaverð þeirrafyrir26. apríl 1988. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tækni- deildar, Landsímahúsinu við Austurvöll 19. apríl 1988. Póst- og símamálastofnunin KRATAKOMPAN Opinn fundur um umhverfismál í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 16. apríl kl. 14.00. Frummælendur: Garðyrkjustjóri Hafnarfjaróar, formaður heilbrigðis- ráðs Hafnarfjarðar, formaður Náttúruverndarnefnd- ar Hafnarfjarðar og fulltrúi Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar og Garðabæjar. Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði. SUJ í líkamsrœkt Hittumst í sturtunni í Engihjalla! Ungkratar eru þeirrar skoðunar að heilbrigð sál þrífist best í hraustum Ifkama. Þess vegna hefur verið ákveðið að hittast reglulega i Æfingamiðstöðinni í Engihjalla, klukkan 12 á laugardögum. (í sama húsi og Kaupgarður). Bjarni P. Magnússon, borgarfull- trúi, verður sérstakur heiðursgarpur á fyrstu æfingunni á laugardaginn kemur. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur og bæjarmálaráðsfundur verður haldinn að Goðatúni 2, Garðabæ mánudaginn 18. apríl kl. 20.30. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.