Alþýðublaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. apríl 1988 j. FRETTASKYRING Ingólfur Margeirsson skrifar FRAMSÓKN MJÓLKAR EKKI NÓG Er þolinmœði hagsmunaaðila Framsóknarflokksins á þrotum? Er Framsókn að sprengja stjórnina? Eru í gangi viðrœður um að Borgaraflokkurinn eða aðrir stjórnarandstöðu- flokkar komi inn í ríkis- stjórnina ef framsókn- armenn ganga út? Mun sprengjan springa á miðstjórnarfundi Fram- sóknarmanna þ. 23. apríl n.k.? Þetta eru nokkrar hinna pólítísku löður — spurninga sem fjölmiðlar hafa spurt (og sumir svarað) að undanförnu. En hver er hinn pólítíski veruleiki á bak við spurningar af þessu tagi? Mörgum brá í brún þegar Framsókn tilkynnti meö nokkrum eldglæringum fyrir skömmu að ástandið í efna- hagsmálunum væri orðið slíkt að flokkurinn setti spurningarmerki við stjórnar- samstarfið. í beinu framhaldi tilkynnti flokksforystan um miðstjórnarfund sem halda á þ. 23. apríl n.k. og þar segja framsóknarmenn að ráðist hvernig stjórnarsamstarfinu reiiði af; þeir muni meta hvernig Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur taki undir tillögur þær í efnahagsmál- um sem samþykktar verða á miðstjórnarfundinum. Með öðrum orðum; fram- sóknarmenn virðast ætla að hlaöa byssurnar næstkom- andi laugardag og stinga köldum hlaupunum að gagn- auga krata og sjálfstæðis- manna og hóta lífláti ríkis- stjórnarinnar verði ekki geng- ið aö kröfum þeirra. Hvers vegna er Framsókn áhyggjufull? Þaö hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir að fram- sóknarmenn geri jafn mikið veður út af efnahagsmálun- um eins og raun ber vitni. Formaður flokksins, Stein- grímur Hermannsson hefur barið sér á brjóst og hrópað: Róm brennur! Litiö var um þessi hróp þegar sami maður skildi við sem ráðherra 1983 með þjóðfétagið alelda í 130% vefðbóigu. Og ekki heyrðist tíst þegar Fram- sóknarflokkurinmn gekk út ur slðustu ríkisstjórn með lang- an skuldahala á eftir sér þrátt fyrir metgóðæri í sögu þjóð- arinnar á því kjörtímabili. Þess vegna hefur verið spurt: Hverjir kveiktu eldana í Röm? Hverjir spiluðu á fiðlu meðan Róm brann? Og hverjir hafa þvælst fyrir brunaliðinu við slökkvistörf? Hvar er svara að leita við skyndilegri umhyggju fram- sóknarmanna fyrir efnahags- ástandi þjóðarinnar? Það ber ekki að gera lítið úr efnhagsvanda þjóðarinnar. Viðskiptahallinn hefurfarið úr böndunum og er nú ein- hvers staðar á bilinu 10-11 milljarðar króna sem er um 3.5 % af þjóðarframleiðslu. Vextirnir eru háir og raun- vaxtastefnan hefur bitnað ill- þyrmilega á lántakendum eins og húsbyggjendum og skapað erfiðleika í rekstri margra fyrirtækja. Verðbólgu- draugurinn vofir enn yfir. Verkefni ríkisstjórnarinnar í efnahagsaðgerðum beinast fyrst og fremst að því að ná niður viðskiptahalla og hemja verðbólgu. Efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar fólust einmitt að í því að grípa ekki til hókus-pókus aðgerða, heldur byggja á fastgengisstefnu og aðhaldi í ríkisrekstri og miða að lækk- un vöruverðs og minni verð- bólgu á lengri tíma. Fram- sóknarmenn voru með í að móta þá stefnu, þótt ekki væri nema með hlutleysi sínu, en mörgum finnst stjórnarþátttaka Framsóknar vera meira í þá veru að veita Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki hlutleysi í ríkisstjóm, fremur en að vera virkir þátt- takendur í mótun stjórnar- stefnu. En vfkjum aftur að spurn- ingunni um skyndilegar áhyggjur Framsóknar af efna- hagsmálum þjóðarinnar. Kerfi sem riðar til falls Pólítískt bakland Fram- sóknar hefur löngum veriö landsbyggðin og þá einkum bændastéttin. Fjárhagslegt bakland Framsóknar er SIS- veldið sem teygir anga sína um land allt og hefur haft efnahagslega stjórn á héruð- um og sjávarplássum viða um land. Undir merkjum sam vinnustefnu hefur samtrygg- ingin verið í grófum dráttum sú, að Sambandið veitir stór- um hluta landsbyggðarinnar atvinnu og efnahagslegt öryggi en tryggir jafnframt atkvæði Framsóknarflokks- ins sem aftur gætir hags- muna Sambandsins og ann- arra skjólstæðinga flokksins í stjórnkerfinu. Með lang- varandi rlkisstjórnaraðild Framsóknarflokksins hefur hin pólítfska hagsmuna- gæsla verið í öruggum hönd- um. Ekki síst þegar Fram- sóknarflokkurinn hefur ráðið yfir atvinnuráðuneytunum. Áhættufé atvinnuvega Sam- -bandsins og Framsóknar- Tl’okksins hefur síðan verið baktryggt í ríkissjóði I formi niðurgreiðslna, styrkja, láns- Ijár, útftutningsböta eða beinna framlaga á fjárlögum. Og að sjálfsögðu undir faltegum formerkjum í anda félagshyggju, þótt í raun hafi styrktarkerfið (á kostnað skattgreiðenda) verið ákaf- lega ófélagslegt og beinlínis viðhaldíð ójöfnuði. Þetta efnhagslega og pólf- tíska veldi Framsóknar og Sambandsins riðar nú til falls. Flóttinn úr byggðarlög- unum og vaxandi erfiðleikar á landsbyggðinni hefur gert það að verkum að Framsókn- arflokkurinn hefur leitað í rík ari mæli inn á þéttbýlisstað- ina. Að sama marki hafa erfiðleikarnir oröið æ meiri f rekstri Sambandsins. Kaup- félögin ganga æ verr í vax- andi samkeppni og bættum samgöngum, og eru rekin með stórtapi um land allt. Nú eru uppi hugmyndir um að steypa saman kaupfélögum og minnka umfang þeirra til aó mæta taprekstrinum. Sambandið hefur einnig átt við mikinn vanda að glíma í öðrum deildum. Ullariðnaður- inn hangir á bláþræði i bók- staflegri merkingu, frystihús- in eru víða rekin með tapi og viðskiptalegar einingar eins og Samvinnubankinn hefur átt við mikla erfiðleika að stríöa. Olíuverslunin gengur enn vel og sömuleiðis'. Skipadeild SÍS en þær ein- ingar standa ekki einar undir rekstri stórveldisins. Ofan á vandræði SÍS bæt- ast síðan átökin á toppnum, þar sem ekki er i raun deilt um launagreiðslur til for- stjóra, heldur framtíðar- stefnu. Kapítalstefna Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra í anda amerískrar hag- fræði, er sennilegasta leiðin út úr rekstrarerfiðleikum SÍS. En hún þýðir jafnframt upp- hafið að hruni Sambandsins sem félagslegu og þjóðhag- fræðilegu stórveldi. Þetta gera aðrir toppmenn SÍS sér grein fyrir, og reyna að leggja steina í götu Guðjóns B. í veikri von um bætt rekstrar- skilyrði og endurupplifun á fyrri veldistíma. Og Framsókn skaffar ekki Og þá beinast augun suð- ur. Til Framsóknar sem situr í ríkisstjórn og á samkvæmt hefð að breiða út öryggisnet- ið; ríkissjóðinn og aðra fyrir- greiðslu. En Framsókn; þing- deild SÍS, eins og flokkurinn er stundum nefndur, skaffar ekki. í fjármálaráðuneytinu situr þvermóskufullur krati, sem hefur neitað að opna rík- iskassann meira en góðu hófi gegnir fyrir þörfum umbjóðenda Framsóknar- flokksins. Síðasta afrek hans var að neita að greiða upp- safnaða vexti af geymslu- og vaxtagjöldum kindakets, en velti málinu inn í viðskipta- bankana við mikil harmkvæli Framsóknarmanna. Annar þáttur sem gefur Framsóknarmönnum gæsa- húð er að Alþýöuflokkurinn er greinilega flokkur sem meinar það sem hann segir. Hingað til hefur stjómarsátf- máli ekki verið tekinn svo alvarlega. Heildarlínur eru dregnar upp, en síðan er gamla ríkisvélin ræst og mál- in hafa sinn vanagang. I þetta skiptið eru kratar á góðri leið með að framkvæma allt það sem þeir lögðu að mörkum í stjómarsáttmála. Þetta líst framsóknarmönnum ekki á og hrópa nú hver í kapp við annan, og síðast Páil Péturs- son alþingismaður í Þjóðvilj- anum á dögunum: Hvaða asi er þetta! Ráðherrar Alþýöu- flokksins ætla að breyta öllu I hvelli! Má ekki bíða? Með öðrum orðum: Fram- Að mati greinarhöfund- ar er Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráð- herra einn fárra al- þingismanna Framsókn- ar sem vinna að heilind- um í stjórnarsamstarf- inu. Er boðaður mið- stjórnarfundur Fram- sóknarflokksins um efnahagsmálin grímu- dansleikur, settur á svið í því skyni að þrýsta á samstarfsflokkana í ríkisstjórn til að tryggja betur hagsmuni skjól- stœðinga Framsóknar- flokksins? sóknarflokkurinn hefur miklu meiri áhyggjur af reiði skjól- stæðinga sinna en efnahags- málunum yfirleitt; flokkurinn skaffar ekki lengur, það er verið að vinna gegn gömlu hagsmunakerti hans í stjorn- kerfinu og hætt er að þolin- mæði hagsmunaaðilanna sé á þrotum. Efnahagstillögur Framsóknar Framsóknarflokkurinn hef- ur ekki komið með neinar til- lögur í efnahagsmálum í þessari ríkisstjórn nemaeftir- farandi þrenningu: 1. Gengis- fellingu. 2. Vaxtalækkun með valdboði. 3. Aukin ríkisfram- lög til landbúnaðar. Þetta hefði þýtt: Gengis- felling hefði dregið úr inn- flutningi til að byrja með en í kjölfarið heföi fylgt verðlags- og launahækkanir með til- heyrandi kröfum um launa- hækkun, átökum á vinnu- markaði og verðbólgu. (Nema lögboði verði beitt ávinnu- stöðum.) Vaxtalækkun með valdboði þýðir að vaxtaþyngslum er létt en dregið samtimis úr sparnaði. Valdboðuð vaxta- lækkun þýðireinnig mark- aðsskekkju sem vinnur þvert á gengislækkunina og kallar á skömmtunarkerfi á lána- markaði með tilheyrandi pólí- tí&kri spillingu í ríkisbanka- kerfinu. Slík vaxtalækkun leysir því engan vanda til frambúðar en veltir á undan sér vandanum og veltir þegn- unum langt aftur í tímann. Hugmyndir Framsóknar um aukin ríkisframlög til landbúnaðar skýra sig sjálfar en við má bæta að ýmsar greiðslurtil landbúnaðar (út- flutningsbætur, niöurgreiðsl- ur o.þ.h.) eru hve erfiðastar i ríkisútgjöldum í dag og hafa sín eigin lög. Skammarþing Ætlar Framsóknarflokkur- inn út úr ríkisstjórninni vegna efnhagsmálanna? Svarið er einfalt: Hvert ætlar Framsóknarflokkurinn? Hann skaffar ekki vel í dag. En hvar ætlar hann að skaffa betur? Og ekki má heldur gleyma því að sumir alþingismenn Framsóknar vinna að heilind- um í þessu stjórnarsamstarfi, eins og t.d. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra. í Ijósi þessa er líklegt að miðstjórnarfundurinn um næstu helgi verði fyrst og fremst skammarþing þar sem skjólstæðingar Framsóknar- flokksins skamma þingdeild- ina sína fyrir að skaffa illa. Ég heyrði því fleygt á dögun- um að miðstjórnarfundur Framsóknar væri líkt og mót brennuvarga þar sem þeir kæmu saman undir því yfir- skini að ræða eldsupptök og slökkvistarf en væru í raun- inni að leggja á ráðin hvernig væri hægt að komast yfir meira eldsneyti. Ef svo er,þá er vonandi að reykskynjarar ríkisstjórnar- innar virki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.