Alþýðublaðið - 21.04.1988, Side 2

Alþýðublaðið - 21.04.1988, Side 2
2 Fimmtudagur 21. apríl 1988 m nroiifflWB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgadDlaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Omar Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. UPPREISN GRASRÓTARINNAR í VR I dag er sumardagurinn fyrsti. Samkvæmt íslenskri hefö er sumardagurinn fyrsti dagur vonar og gleöi; þá kveður vetur konungur og viö taka bjartir dagar og langir meö hlýnandi veðurfari og betri tíð. í árer þessu öfugt farið. Allt útlit er nú fyrir aö sumarbyrjun sé upphaf erfiðra tíma framundan. Á morgun, föstudag, skellurávíðtækt verkfall verslunarmanna sem enn mun auka á spennuna í efna- hagsmálunum. Og fiskvinnslufólkið á Granda fékk kalda sumargjöf frá yfirstjórn félagsins í gær; fjöldauppsagnir í kjölfar rekstrarerfiðleika félagsins. Verkfall Verslunar- mannafélags Reykjavíkurmun innan fárradagalamaþjóð- lífið að mestu. Stærstu verslanir loka og skrifstofustarf- semi stöðvast. Flutningar til og frá landinu stöðvast og samgöngur innanlands leggjast að mestu niður. Verslun- armannafélög með lausa samninga hafa ákveðið á fundi um síðustu helgi að standa saman gegn vinnuveitendum. Þannig fara félögin í Reykjavík, ísafirði, Akureyri, Árnes- sýslu og Borgarnesi í verkfall á morgun e.n félögin i Hafn- arfirði og á Suðurnesjum hafa boðað til verkfalls frá og með mánudegi. Verkfall verslunarmanna verður víðtækara og áhrifa- meiraen flestagrunarog áhrif þess verða skjótvirk. Skort- ur á matvöru mun fljótlega gera vart við sig og neyðar- ástand skapast ef verkfallið dregst á langinn. Þaö verður ekki auðvelt að leysaverkfall verslunarmanna. Hætt ervið að leiðin verði löng milli vinnuveitenda og launþega í þessari deilu, þótt krafan um 42 þúsund króna lágmarks- laun sé eðlileg krafa. Það er hins vegar hættan á keðju- verkun upp allan launastigann sem skapa mun margfeld- isáhrif þau sem allir óttast. En VR-deilan er flóknari en svo. Verkfallsboðunin byggist ekki á stundaræsingi held- ur uppsafnaðri óánægju þeirra félaga sem búið hafa við kjör hinna stípuðu taxta.Þetta fólk, grasrótin í VR, er fyrst og fremst afgreiðslufólk í stórmörkuðum. Stórfelld upp- bygging stórverslana, einkum á höfuðborgarsvæðinu hef- ur umbreytt mörgu og þar á meðal Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Fjárfestingarævintýri verslunarinnar hefur verið slíkt í Reykjavík og nágrenni að nú er svo komið að 55% af allri verslun landsins er á Reykjavíkursvæðinu. Og aðrar tölur í þessu sambandi: Gólfflatarmál verslunar- húsnæðis á höfuðborginni hefur stækkað um 54 þúsund fermetra á einu ári eða um 13,6%. Á mannamáli þýðir það að verslunin byggði tvær „Kringlur" á höfuðborgarsvæð- inu í fyrra — á einu ári. Og þá erekki talið með skrifstofu- húsnæðið sem verslunum fylgir. Fyrir rúmum mánuði reiknaði dagblaðiðTíminn það út, aðárlegarafborganirog vextir af fjárfestingum nýjustu verslananna á höfuðborg- arsvæðinu væru um 50 þúsund krónur á hverja fjölskyldu í borginni á ári að meðaltali. Og á hverjum hefur þessi fjár- magnskostnaður bitnað? Á neytendum að sjálfsögðu, í hækkuðu vöruverði — og á láglaunafólkinu við afgreiðslu- borðið. Vegna slælegrar forystu VR hefur atvinnurekend- um tekist að ná þeim hagstæðu samningum að halda lág- markskaupinu langt niðri en greitt yfirborganir eftir geð- þótta. Og með vaxandi fjölda láglaunafólks í VR, hefur myndast grasrótaruppreisn sem felit hefur samninga VR tvívegis í andlitið á Magnúsi L. Sveinssyni og annarra forystumanna VR. Samkvæmt hefð er VR ekki virkt verka- lýðsfélag; þetta fjölmennasta félag ASÍ heldur fámenna félagsfundi. Grasrótaruppreisnin hefur því komið forystu- mönnum félagsins í opna skjöldu. Og það er í senn átak- anlegt og grátbroslegt að sjá nú formann VR taka upp hanskann fyrir láglaunafólki félagsins í fyrsta skipti — þegar fullkomnlega réttlætanleg verkfallsboðun er farin að svíða svörðinn undir fótum VR-forustunnar. Alþýðu- blaðið býður lesendum sínum gleðilegs sumars. UMRÆÐA Magnús -Marisson skrifar. Fáum sem horfa yfir svið íslenskra þjóðmála um þess- ar mundir blandast hugur um það að hinir ýmsu þættir þeirra eru nú að ganga inn á skeið breytinga sem erfitt er að spá um til hvers muni leiða í næstu framtíð. Tíminn einn getur svarað þeirri spurningu hvort þessi um- brot verða til þess aö bæta hag þjóðfélagsins eða hvort þau verða aðeins vatn á myllu sundrungarog niöur- rifsafla. Við sjáum stjórnmálaflokk- ana eiga í erfiðleikum með að halda uppi trúverðugri starfsemi í kringum stefnu sína og málefni. Tilvistar- kreppa flokkanna hefur leitt til þess að stærsti stjórn- málaflokkurinn, Sjálfstæðis- flokkurinn, virðist nú vera var- anlega klofinn. Vafasamt er að sá klofningur leiði til nokkurrar raunverulegrar styrkleikaaukningar annars stjórnmálaflokks þótt nú um stundir virðist Kvennalistinn fagna miklu fylgi. Raunveru- legan styrkleika stjórnmála- flokks er aðeins hægt að meta út frá því hvernig hon- um tekst til við þau úrlausn- arefni sem hann fær til með- ferðar í stjórnarsamstarfi, hinn kaldi raunveruleiki stjórnmálanna sem snýst um það að ekki er hægt að gera svo öllum líki og stundum varla svo að nokkrum líki er oft fljótur að fækka stuðn- ingsmönnum þegar í harð- bakkann slær. Eftir stendur íslenska flokkakerfið mun veikara og sundurleitara sem „Auðvitað kemur ekki annaö til greina hjá okkur alþýöuflokksmönnum en aö halda áfram við að byggja upp heilbrigt og öflugt efnahagslíf hér á landi, en samhliða þeim ,,flórmokstri“ verðum við aö halda fast viö okkar stefnumál sem til réttlætis horfa og gefa ekkert eftir í þeim efnum,“ skrifar Magnús Marísson m.a. i umræðugrein sinni. I DEIGLUNNI síöan fæddi af sér þá nokk- urskonar „bráðabirgðaríkis- stjórn" sem nú situr. Engar þær breytingar hafa orðið síðan í íslenskri pólitík sem gefa til kynna að möguleiki sé á að mynda annars konar meirihluta, hvað sem öllum skoðanakönnunum liður. Til að kóróna hina pólitísku tilvistarkreppu lítur út fyrir að hinn annars nokk- uð farsæli borgarstjórnar- meirihluti hafi fyllst einhverj- um „yfirburðaanda" þeirra sem telja sig valdið hafa. Eitthvað virðist núverandi borgarstjórnarmeirihluti hafa ruglast í hinum merku fræð- um byggingarlistarinnar því í stað þess að byggja hús sín á bjargi ætlar hann að reisa stórhýsi í Tjörninni umflotið vatni og standandi á leðju- grunni. Ekki er hægt að segja að mikill fögnuður ríki meðal skattborgaranna með þessa ákvöröun en það virð- ist ekki skipta hina bygging- arglöðu menn miklu máli. Hugsanlega mun framganga borgarstjórnarmeirihlutans í þessu máli verða sá „myllu- steinn" sem dregur hann nið- ur í minnihluta þegar næst verður kosið. Væri það slæmt ef ekki kemur neitt betra í staðinn. Það verður þó að vona að ekki komi til samskonar upplausnar á þessum vettvangi eins og raunin hefur orðið á lands- málasviðinu. Þegar sterkt afl I stjórnmálum sundrast eða verður á einhvern hátt veikara en það var þarf alltaf eitthvað að koma í staðinn sem getur tekið við hlutverki þess. Sú staðreynd ætti að vera bæði meirihlutaog minnihluta verðugt umhugsunarefni á næstunni. Við sjáum félagsmálahreyf- ingar eins og verkalýðshreyf- inguna standa andspænis þeirri staðreynd að launamis- rétti og misrétti eftir því hvar búið er á landinu hefur aukist á allra síðustu árum, án þess að hún fái rönd vió reist. Sveiflan sem varð frá þvl að lánsfé var á útsölu hefur orð- iö svo harkaleg að jafnvel hörðustu kapítalistar og fjár- magnseigendur fyrir „west- an“ eru sem „sunnudaga- skóladrengir" við hliðina á hinu nýja íslenska peninga- valdi sem gullryggir framtíð sína á kostnað hins vinnandi manns. Það er ekki bara verkalýðs- hreyfingin ein af hinum stóru hreyfingum sem stendur andspænis breyttum aðstæðum og erfiðum spurn- ingum. Samvinuhreyfingin á nú um stundir undir högg að sækja vegna erfiðleika í atvinnurekstri úti á lands- byggðinni og þeirrar staðreyndar að hún þarf að tengja saman bæði sjónar- mið neytenda og framleiö- enda sem getur verið býsna erfitt á stundum. Að auki stendur Samvinnuhreyfingin frammi fyrir því að aðstæður eru nú allt aðrar en voru þeg- ar hún var stofnuð og að sjálfsögðu krefjast breyttir tímar breyttra vinnubragóa. Bæði Verkalýðshreyfingin og Samvinnuhreyfingin þurfa í Ijósi breyttra tíma og breyttra aðstæðna að skoða sín mál gaumgæfilega og líta yfir far- inn veg með það að leiðar- Ijósi að hreinsa út þar sem þörf krefur og styrkja þær stoðir sem þessar öflugu fjöldahreyfingar hvíla á. Fyrsti hluti þeirra lífs- nauðsynlegu aðgerða til við- reisnar íslensku efnahagslífi hefur verið framkvæmdur með því að takast á við vand- ann í rikisbúskapnum og eru þær aðgerðir smám saman að skila árangri. En þær eru aðeins fyrsti hlutinn, gjald- eyrissóunin, umframeyðslan og hin illræmda þenslu- spenna halda áfram að vera örlagavaldar í íslensku efna- hagslífi. Spurningin er hvenær og hvort við höfum þol og þor til að takast á við áóur- nefnd vandamál. Auðvitað kemur ekki annað til greina hjá okkur alþýðuflokksmönn- um en að halda áfram við að byggja upþ heilbrigt öflugt efnahagslif hér á landi, en samhliða þeim „flórmokstri" verðum við að halda fast við okkar stefnumál sem til rétt- lætis horfa og gefa ekkert eftir í þeim efnum. Við fórum ekki eingöngu í þetta stjórn- arsamstarf til þess að moka „efnahagsflórinn" heldur líka til að koma stefnumálum okkar .jafnaðarmanna fram og þvi megum við aldrei gleyma þótt nóg sé að gera í „fjósamennskunni".

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.