Alþýðublaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. apríl 1988 5 FRÉTTASKÝRING Ómar Friöriksson og Haukur Holm skrifa Frumvarpið um aðskilnað dóms- og umboðsvalds: EITT STÆRSTA UMBÓTA- MÁL STJÓRNARINNAR „Ég ætla ad koma málinu hratt og örugglega í gegn,“ segir Jón Sigurds- son dómsmálaráðherra, sem mælt hefur fyrir frumvarpinu i neðri deild Alþingis. Frumvarpið er eitt stærsta umbótamál rikisstjórnarinnar og þýðir markveröa valddreifingu frá Reykjavik út i héruðin. Hart er sótt aö ráöherra af sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum i Kópavogi. Islenskir lögfræðingar hafa oft sagt frá því að starfs- bræður þeirra erlendir reki í rogastans þegar þeir sækja okkur heim til aö kynna sér skipan dómskerfis á íslandi. Hvernig má það vera, spyrja þeir, að sami embættis- maðurinn fyrirskipi handtöku afbrotamanns, stjórni rann- sókn í málinu og kveði síðan upp dóm? Hér er aö sjálf- sögðu tekið dæmi af þeim sambræðingi á dómsvaldi og umsvifamiklum umboðsstörf- um sem hefur viðgengist því i grundvallaratriðum sameina sýslumenn og bæjarfógetar lögreglustjórn og dómgæslu i opinberum málum og inn- heimtu og hugsanlega dóm- störf um réttmæti þeirrar inn- heimtu. Þrátt fyrir að vestrænu lýð- ræðisrikin hafi mjög mis- munandi skörp skii á milli valdþátta ríkisins er hvar- vetna viðurkennt að tryggja beri sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdavald- inu. Það er höfuðatriði fyrir réttaröryggi fólks og grund- vallarregla í skipulagi lýð- ræðisins að dómarar séu óháðir framkvæmdavaldinu og fari ekki jafnframt með stjórnsýsluverkefni. í starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar frá siðasta sumri er gert ráð fyrir heildarendur- skoðun dómsmálaskipunar sem feli í sér aðskilnað dóm- starfa og stjórnsýslustarfa. Jón Sigurðsson dómsmála- ráðherra hefur nú látið vinna viðamikið lagafrumvarp um málið, rikisstjórnin samþykkt að það verði lagt fyrir Alþingi og s.l. þriðjudag mælti dómsmálaráðherra fyrir frum- varpinu í neðri deild þings- ins. Enginn vafi leikur á því að hér er á feröinni eitt stærsta umbótamál stjórnarinnar sem i hnotskurn felur i sér bæði skjótari og öruggari málsmeðferð dómsmála og skilvirkari framkvæmd í stjórnsýslu auk markverðrar valddreifingar frá miöstjórn- arvaldinu i Reykjavík út í hér- uðin. „Enginn er dómari í eigin sök, ekki einu sinni sýslu- menn,“ sagði Jón Sigurðs- son dómsmálaráðherra er hann kynnti fyrir frétta- mönnum frumvarp sitt um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds í héraði. Sagði hann að hér væri ekkert dægurmál á ferð, heldur langvarandi hagsmunamál, og væri það fyrirkomulag sem nú er á þessum málum ^ólíkt því sem er í öllum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman viö. Skipti ráðherra þeirri gagn- rýni sem frumvarpið hefur fengið í þrjá flokka: lögfræði- lega, landfræðilega og átt- hagaást og síðan gagnrýni vegna kostpáðar. Sýslumannafélag íslands hefur gagnrýnt frumvarpið, og sagði ráðherra að sú gagnrýni virtist byggjast á misskilningi að mörgu leyti. Ekki stæði til að fækka sýslumönnum, heldur yrði fjöldi þeirra nákvæmlega sami og áður, en bætt yrði við átta héraðsdómum. Sýslumenn munu eftir sem áður hafa með höndum stjórnsýslu ríkisins, s.s. lög- reglustjórn, tollstjórn og inn- heimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum, sbr. Reykjavik. Stefnt er að því að sýslumannsem- bættin verði alhliða þjón- ustumiðstöðvar fram- kvæmdavaldsins í hverju héraði. Reiknað er með að heildar- rekstrarkostnaður dómskerf- isins muni aukast um 35 milljónir króna á ári við þessr breytingar, en dómsmálaráð- herra lét þess getið að vel væri hægt að koma þessum kerfisbreytingum á án kostnaðarauka ef menn vildu. Sýslumenn hafaeinnig gagn- rýnt að með frumvarpinu sé verið að skerða þá lögfræði- þjónustu sem veitt er í hér- aði. Sagði Jón Sigurðsson að sums staðar í héruðum væri- sýslumaðurinn sá eini sem væri lögfræðimenntaður, hann ætti því með nýja fyrir- komulaginu, að vera betur í stakk búinn til að veita ráð- leggingar, þurfi hann ekki síðan að dæma í málinu sjálfur. Sagði ráðherra að einn megintilgangur frumvarpsins væri að efla veg dómstóla, og að hann ætlaði að koma málinu hratt og örugglega í gegn. Það var níu manna nefnd sem vann að gerð frumvarps- ins og hefur Björn Friðfinns- son formaður hennar sagt að full samstaða heföi verið í nefndinni meö það fyrir- komulag sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Eins og Al- þýðublaðið hefur greint frá er gert ráð fyrir að settir verði á stofn átta héraðsdómstólar í landinu sem mannaðir verða með tilfærslum frá núverandi embættum sýslumanna, bæjarfógeta og héraðsdóm- ara. Er ennfremur gert ráð fyrir þeirri mikilvægu réttar- bót að í framtíðinni verði um- sóknir um héraðsdómara lagðar fyrir sérstaka nefnd, sem metur hæfni umsækj- enda. Landið mun skiptast áfram í 26 stjórnsýsluembætti, auk Reykjavíkurumdæmis. Harkaleg andstaða í Kópavogi Er gert ráð fyrir að dóms- málaráðherra geti skipt lög- sagnarumdæmum héraðs- dómstóla í einstakar þinghár með reglugerð, en fastur þingstaður verði í hverri dóm- þinghá. Flestir sem fengiö hafa frumvarpið til umsagnar hafa gefið því jáyrði sitt að sýslu- mannafélaginu undanskildu sem hefur gagnrýnt ýmis atriði sem lúta að breytingum á starfssviði þeirra. Afstaða sýslumannanna varð til þess að framsóknar- og s álf- stæðisþingmenn hata sumir hverjir haft uppi andstöðu við frumvarpið og er því óvíst að þá fái afgreiðslu sem lög á yfirstandandi þingi. Mjög hörð gagnrýni hefur líka komið frá Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum i Kópa- vogi sem hafa snúið bökum saman til að koma i veg fyrir að bærinn verði svipturvarn- arþingi sínu eins og það er orðað, þegar Héraðsdómstóll Reykjaness verður stofnsett- ur en hann hefur aðsetur í Hafnarfirði skv. frumvarpinu. í Vogum, blaði sjálfstæðis- manna i Kópavogi, hefur mjög harkalega verið ráðist gegn frumvarpi dómsmála- ráðherra og þvi haldið fram að verið sé að skerða verk- svið bæjarfógetaembætt- anna en kostnaður við hið nýja kerfi verði himinhár. Á brennheitum borgara- fundi sem þessir aðilar stóðu fyrir i Kópavogi s.l. þriðju- dagskvöld var hart sótt aö dómsmálaráðherra vegna þeirrar umbreytingar sem i frumvarpinu felst. Varðist ráðherra fimlega og benti m.a. á að með breytingunni verði sýslumannsembætti Kópavogs i mun nánari tengslum við fólkið í bænum, og þjónustan við þegnana stórbætt. Þá vegur þungt í rökum ráðherra að skv. hinni nýju skiþan verða sýslumenn mun betur í stakk búnir en áður til þess að veita fólki lögfræðilega ráðgjöf og að- stoð enda eiga þeir þá ekki á hættu að verða vanhæfir við dómsmeðferð síðar eins og hætt er við i því samkrulli dóms- og stjórnsýslustarfa sem gamla kerfið felur í sér. Hagsmunir embœtta eða þjóðar? Framhald fyrstu umræðu um frumvarpið fór fram í neóri déild Alþingis í gær. Þrátt fyrir andstöðu nokkurra stjórnarþingmanna þykir ótrúlegt aö framsóknar- og siálfstæðismenn muni taka embættahagsmuni í fógeta- og sýsluumdæmum landsins fram yfir þá ríkulegu þjóðar- hagsmuni sem felast i þess- ari umfangsmiklu dóms- kerfisbreytingu og komi í veg fyrir eðlilega afgreiðslu frum- varpsins. Allt frá árinu 1916 hefur aðgreining stjórnsýslu og dómsvalds verið á dao- skrá og fjölmörg frurm'örp verið samin um efnið PeUa sinn hefur tekist að undirbúa mjög vandaða stjórnkerfis- breytingu og er beinlfnis ve.ið að framfylgja samþyktum al- þjóðlegra mannréttindasátt- mála sem segja það grund- vallar mannréttindi að fólk geti treyst því að mál verði útkljáð af óháðum dómstólum. FORVAL Ætlunin er aó bjóöa ú_t byggingu síöari áfanga Hug- vísindahúss Háskóla íslands, Odda, viö Sturlugötu. Húsiö er um 300 m2 að grunnfleti, kjallari og 3 hæöir. í verkáfanga þeim sem út veröur boðinn skal steypa upp húsiö og ganga frá því aö utan, leggja hita-, hreinlætis- og raflagnir, múra húsiö aö innan og full- gera það undir tréverk. Einnig skal leggja loftræsti- lagnir og fullganga frá lóö undir trjágróöur. Áætlaó- ur verktími er um 1 ár. Til undirbúnings útboöi erákveðið aö fram fari könn- un á hæfni þeirra verktaka sem bjóöa vildu í verkið, áöur en útboð fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boðiö aö taka þátt í forvali og munu 4-5 verktakar fá aö taka þátt í lokuðu útboði, ef hæfir þykja. Forvalsgögn verða afhent í Innkaupastofnun ríkis- ins, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 1.000,- kl. skila- tryggingu. Otfylltum gögnum skal skilað á sama staö eigi síöar en föstudaginn 29. apríl kl. 15.00 33X á'kntí*. m . . |Jlfr«W . . ' x i viku FLUGLEIÐIR -fyrír þig- : 2png % % 30 Á ....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.