Alþýðublaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.04.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 21. apríl 1988 UMRÆÐA Dr. Vladimir Verbenko skrifar Að mati greinarhöfundar kemur lausn mála i Afghanistan í kjöl- far leiðtogafundanna í Reykjavík og Washington. GENFAR- PAKKINN í tilefni af lausn máia í Afghanistan Öll á einum báti Satt er þaö aö það er langt frá íslandi til Afganistans, en hér er viö hæfi að rifja upp formúlu hins mikla Russel, sem Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráöherra, hefur lagt svo skynsamlega út af: Mannkynið er á okkar tímum ein fjölskylda, sem er í ein- um báti, þar sem ekki er hægt að vera hamingjusamur bara fyrir sig, án þess aö gera hina aðilana hamingju- sama. Þaö er einnig annaö atriði, sem fær mig til aö taka Genf- arsamningana fyrir: Glasnost á sviöi alþjóðamála er aö vaxa fiskur um hrygg og hvaö suma varðar, er þetta hugtak enn þá fræðilegt og sumir eru satt að segja bara aðeins fylgjandi glasnost í „kosn- ingum“. Og þaö er loks ekkert leyndarmál, aö í önnum dags- ins höfum viö ekki tima og erum ekki alltof hrifin af því aö lesa erlend plögg, jafnvel hin þýöingarmestu skjöl — hreint út sagt: Eins og allt hér í heimi á uþþlýsingaflæð- iö sér tvær hliðar: bjarta og dökka. En þaö er ekki hægt annað en aö kynna sér þau skjöl sem voru undirrituð á dögun- um um pólitíska lausn mála í Afganistan. Hér er um sögu- legan viöburö að ræöa og Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ sagöi að hann væri ekki bundinn viö viðkomandi svæði. Þessi viðburður sem kem- ur í kjölfar leiötogafundanna í Reykjavík og Washington, er enn eitt dæmið um hinn nýja pólitíska hugsunarhátt og er aö mati Míkhaíls Gorbatsjovs svo þýðingarmikill fyrir al- menningsálitið í heiminum, að hann taldi hann ekki gefa samningnum um upprætingu meöaldrægra og skamm- drægra eldflauga eftir hvaö varöar afleiðingar á alþjóða- vettvangi. Grundvöllur samkomulags Þiö skuluð dæma sjálf — þaö er margt sem verður Ijóst við upptalningu þeirra skjala, sem eru í „Genfarpakkanum", en í honum eru: I. Tvihliöa samkomulag milli afganska lýðveldisins' og Pakistanska lýðveldisins um reglur gagnkvæmra sam- skipta, og einkum og sér í lagi um að hafnað skuli af- skiptum og ihlutun, sem ut- anríkisráðherra Afganistan og Pakistan undirrituðu. Fimm greinar, þrettán atriði á fimm síðum alis marka eðli samkomulagsins. II. Yfirlýsing Sovétrikjanna og Bandaríkjanna. Þetta er fyrsta plaggið í sögu alþjóða- samskipta, þar sem Sovétrík- in og Bandaríkin koma fram saman i hlutverki ábyrgðar- manna og það verðskuldar fyllilega að hér sé það birt í heild (þess heldur sem að mínu mati er hér um að ræða dæmi um nýja afstöðu, bæði hvað varðar innihald og form. Plaggið er stuttort, nákvæmt og málefnalegt): „Ríkisstjórnir Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna lýsa yfir stuðningi við samkomu- lag um politiska lausn, sem náðist með samningaviðræð- um milli Afganistans og Pak- istans, og beinist hún að því að koma á eðlilegum sam- skiptum og góðri nágranna- sambúð milli landanna tveggja, svo og að því að efla frið og öryggi á þessum slóð- um, vilja fyrirsitt leyti stuðla að þvi að ná þeim markmið- um, sem Afganistan og Pak- istan settu sér og hafa þá í huga að tryggja viróingu fyrir fullveldi þeirra, sjálfstæði, landfræðilegri heild og stöðu óháðra ríkja, skuldbinda sig til að halda sér frá afskiptum og íhlutun í hvers kyns formi af innanrík- ismálum Afganistans og Pak- istans og virða skuldbind- ingar, sem er að finna i tví- hliða samkomulagi milli Afganistans og Pakistans um reglur um gagnkvæm tengsl og einkum um að ekki sé hlutast t.il um málefni lands- ins og afskiptum hafnað, snúa sér til allra ríkja og hvetja þau til að fara eins að. Þessi yfirlýsing tekur gildi þann 15. maí 1988. Undir hana skrifa E. Shev- ardnadza, utanríkisráðherra Sovétríkjanna og G. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. III. Tvíhliða samkomulag milli afgangska lýðveldisins um að flóttamenn fái aö snúa heim af fúsum vilja. Þetta skjal er einnig undirritað af utanríkisráðherrum Afganist- ans og Pakistans. Það er í átta greinum og fimm atrið- um og opnar leið til lausnar einu viðkvæmasta vandamáli hinnar langhrjáðu þjóðar. Flóttamenn fá tækifæri til að snúa aftur heim til föður- lands síns sem borgarar með fullan rétt. Flóttamannaað- stoð SÞ mun veita þeim að- stoð, svo og sérlegar nefndir með fulltrúm beggja aðila, sem munu taka fyrir þau mál, sem varða heimkomu þeirra. IV. Samkomulag um gagn- kvæm samskipti til að koma á lausn varðandi Afganistan. Hér er í átta greinum fjallað um það starf, sem innt hefur verið af hendi og er grund- völlurinn að gagnkvæmum samskiptum í framtíðinni í nafni árangursríkrar fram- kvæmdar anda og bókstafs „Genfarpakkans", þar sem m.a. er lögð áhersla á, að pólitískt samkomulag eigi að byggjast á eftirfarandi reglum alþjóðalaga: — Ríkin eiga í samskipt- um sínum að halda sér frá hótunum um valdbeitingu eöa valdbeitingu gegn frið- helgi landamæra eða pólit- ísku sjálfstæði hvaða ríkis sem er eða öðru athæfi, sem samræmist ekki markmiðum SÞ; — ríkín eiga að leysa al- þjóðlegar deilur sínar eftir friðsamlegum leiðum þannig að friði, öryggi og réttlæti á alþjóðavettvangi sé ekki stefnt í hættu; — að skuldbinda sig til að blanda sér ekki í málefni, sem eru innanlandsmál hvaða ríkis sem er, í sam- ræmi viö stofnskrá SÞ; — reglunni um jafnan rétt og sjálfsákvörðun þjóðanna; — reglunni um fullvalda jöfnuð ríkjanna; — reglunni, sem byggir á því að ríkin skuli fara í anda góðs vilja að þeim skuldbind- ingum, sem þau hafa tekið á sig í samræmi við stofnskrá SÞ. Þetta plagg var undirritað af utanríkisráðherrum Afgan- istans og Pakistans og vott- að af utanríkisráðherrum Sov- étríkjannaog Bandaríkjanna, en það er einnig nýjung. V. Greinargerð með undirrit- un. Þetta plagg er i 7 köflum og 8 atriðum og viðauki fylg- ir. Samkomulag um gagn- kvæm samskipti og jafnframt nánari útfærsla á því Máttugasta verkfœrið Þegar E. Shevardnadze flutti ávarp á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í Genf að lokinni undirritun plagg- anna í „Genfarpakkanum", lagði hann áherslu áeftirfar- andi: „Nærvera Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra SÞ, og persónulegs fulltrúa hans, Diego Cordovez, við þessa at- höfn endursþegla ekki að- eins hlutverk þeirra í að ná þessu langþráða markmiði, heldur einnig hina miklu möguleika Sameinuðu þjóð- anna við að leysa svæðis- bundin vandamál og aörar deilur. En þrátt fyrir endalausa og markvissa starfsemi í þágu friðar, hefði ekki verið hægt að ná árangri dagsins i dag án visku, góðs vilja og löng- unar til að komast að skyn- samlegri málamiðlun í þágu friðar og öryggis, sem komið hefur fram hjá viðkomandi aðilum. Þessi árangur er tilkominn vegna þeirra stefnu lands míns að leysa brýn alþjóðleg vandamál eingöngu eftir pólitískum leiðum, sem lýst hefur verið yfir af Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritara mið- stjórnar KFS. Það er hægt að leysa>afganska hnútinn með því máttugasta tæki, sem til er nú á dögum og við köllum nýjan pólitískan hugsunar- hátt.“ Það er gleðilegt að stjórn- málamenn og fréttaskýrendur í mörgum löndum kalla sam- komulagið um Afganistan oft „sögulegan tímamótavið- burð“, en þau orð notaði M.S. Gorbatsjov um Reykjavíkur- fundinn, sem var uþphafið að framkvæmd hins nýja hugs- unarháttar í raun. Þið eruð vonandi sammála mér um það, lesendur góðir, að í mati á lausn mála í Afganistan var sovéski leiðtoginn trúr „Reykjavíkurandanum“, sem er okkur öllum svo kær. „Með þvi að taka þátt í lausn Afganistan-málsins, sem milligöngumenn og ábyrgðar- aðilar, eru Sovétríkin og Bandaríkin að skapa fordæmi raunhæfra gagnkvæmra tengsla, sem er svo nauðsyn- legt til að bætaalþjóðaástand- ið í heild," sagði • M. Gorb- atsjov og lýsti sig enn á ný fylgjandi þróun trausts og samstarfs. „Og fái lönd utan þeirra tækifæri til að byggja utanríkisstefnu sína upp með tilliti til skynsamlegra raun- sæistengsla milli Moskvu og Washington, en ekki með tilliti til algerrar samkeppni þeirra á milli, mun margt breytast í eðli alþjóöasamskipta. Þá munu hinir fjölþættu hagsmunir þess heims, sem umkringir okkur, ekki fela í sér ótal and- stæður, heldurótal möguleika til friðsamlegrar sambúðar ríkja og þjóða." Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN-fréttaþjónust- unnar á íslandi. Ríkisútvarpið auglýsir starf fréttastjóra sjónvarps- ins laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. maí n.k. og ber aö skila um- sóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176 eða Ríkisút- varpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem fást á báð- um stöðum. _ JFffM RÍKISÚTVARPIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.