Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. apríl 1988 17 FRÉTTASKÝRING Haukur Holm skrifar. Verkalýðsforystan: FORINGJAR GÆRDAGSINS? Eru forsendurnar sem lágu til grundvallar stofnun verka- lýðsfélagana á sínum tíma brostnar og verkalýðfélögin þar með úrelt í nuverandi mynd? Þjóðfélag dagsins i dag er það breytt og fjarlægt því þjóðfélagi sem var þá, að sömu lögmál gilda ekki leng- ur. Samingamálin eru að skiptast upp i smærri eining- ar, t.d. á vinnustaði eða í starfsgreinar vegna aukinnar sérhæfni og ólíkra hópa: Sú þróun er þegar hafin og nokkuð Ijóst að hún muni ryðja sér æ meira til rúms. Að undanförnu hafa forystumenn verkalýðsfélag- anna þurft að standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að þeir samningar sem þeir höfðu gert, og skrifað undir fyrir sína félagsmenn hafa verið felldir þegar til atkvæða- greiðslu hefur komið. Sumir samningar eins og t.d. sem forysta Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur hefur gert fyrir félagsmenn sína, er búið að fella í tvígang, og á þess- ari stundu er ekki vitað hvort þeir verði jafnvel felldir f þriðja sinn. Það er því spurn- ing hvort verkalýðsforingjarn- ir séu í nógu góðu sambandi við þá umbjóðendur sfna sem þeir eru að semja um kjaramál fyrir? Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði og varaformaður Alþýðusam- bands Austurlands, sagði í samtali við Alþýðublaðið, að kannski mætti segja að ekki hafi verið hlustað nógu vel á kröfur fólksins I haust. í það minnsta hafi ekki verið farið eftir þeim. Segir hann tengsl vera mjög mismunandi eftir félögum, það sé auðvitað erfiðara fyrir formann í stóru félagi að halda góðu sam- komulagi við sina umbjóð- endur, heldur en fyrir þá sem væru með það sem kalla mætti viðráðanlegt félag, þar sem sambandið er daglegt úti á vinnustöðunum. Ótíkur raunveruleiki? Eru verkalýðsforingjarnir fastir uppi í fílabeinsturni og þekkja ekki lengur þau kjör og þær aðstæður sem þeir eru valdir til að berjast fyrir? Vitað er að margir þeirra eru með vel yfir 100 þúsund krón- ur í mánaðarlaun (og sumir margfalt þau laun), og þurfa því ekki að reyna að lifa á þessum launum sem þeir kalla smánarleg. Björn Grétar segist vera með laun eins og 3 ára trésmiðasveinn og hann komi svipað út á ári, eins og manneskja sem vinnur mikla vinnu í fiski. Það sé „prinsip“atriði hjá sér, að menn sem eru í forystu verkalýðsfélaga eigi að vera á töxtum sem séu til innan Al- þýðusambands íslands. Breytt skipulag ASI samþykkti árið 1976 að taka upp fyrirkomulag er byggði á starfsgreinum og miðaðist við vinnustaði, en Aukin sérhœfni kallar á breytt samningafyrirkomulag. í verkalýðsfélögum er erfitt að virkja hana. Reglur um kosningar í verkalýðsfélögum eru yfirleitt flóknar, og í þeim flestum dugir ekki að bjóða fram fáeina einstaklinga, heldur þarf að bjóða fram lista til stjórnar og trúnaðar- mannaráös, auk meðmæl- enda. Það gætu því þurft að vera nokkur hundruð manns sem þyrfti til að steypa nú- verandi foringjum af stalli. Það verður að teljast líklegt, að þau viðbrögð sem laun- þegar hafa sýnt við samning- um að undanförnu, endur- spegli óánægju fólks, og það bil sem virðist vera komið milli þess og forystumanna þeirra í kjarabaráttunni. Þróunin er að færa samning- ana í smærri einingar nær fólkinu. Þá er bara að bíða og sjá hvort hinir stóru verka- lýðshöfðingjar sem setið hafa lengi, dagi uppi sem nátttröll, eða aðlagi sig að breyttum aðstæðum. sagði hann, að oft væri það fáir starfsmenn úr stórum stéttarfélögum sem gætu stöðvað starfsemina hjá fé- laginu, og starfsfólkið eigi beinna hagsmuna að gæta með tilliti til stöðu fyrirtæk- isins. Gangi fyrirtækið illa, gæti það komið niður á starfsfólkinu. Málið sé í athugun en sé flókið, t.d. með tilliti til lífeyrissjóða o.fI., en þessar reglur sem nú sé farið eftir séu úreltar og gerðar fyrir allt annað þjóðfé- lag en dagsins í dag: „Hvers vegna ættu afgreiðslustúlkur á kassa i kjörbúð geta stopp- að flugið, af hverju ættu þær ekki bara að geta stoppað afgreiðslukassana i kjörbúð- um?“ Á aukaþingi Verkamanna- sambands íslands 13. til 14. maí n.k. verða til afgreiðslu breytingar, þar sem lagt er til að komið verði á deildarskipt- ingu innan sambandsins. „Þetta er hænufet, en maður er tilbúinn til að stíga hænu- fet ef maður hefur trú á þvi að það komi eitthvað meira útúr þvi. Ég tel að þetta sé fyrsta skrefið í að taka á þessum málum," segir Björn Grétar Sveinsson. Stórforingjar liðin tíð? Þeir aðilar sem Alþýðu- blaðið leitaði álits hjá voru alfarið á þeirri skoðun, að sú þróun sem hafin er í því að skipta samningamálunum upp í smærri einingar, sé það sem koma skal. Hvort þaö verður í þvi formi að menn sameinist i félög á vinnu- stöðum, en séu samt sem áður félagsmenn í sínum gömlu verkalýðsfélögum, eða hvort fólkið stofnar algjör- lega nýtt stéttarfélag, á eftir að koma í Ijós síðar. Gömlu félögin eru í aðstöðu til að halda sínu með samningum við atvinnurekendur og sam- kvæmt vinnumálalöggjöfinni. Líklegt má því telja að þessi þróun verði því frekar með þessum óformlega hætti. Þegar óánægja kemur upp Skildi leiðir verkalýðsfélaganna og þjóöfélagsins fyrir löngu siðan? það hefur ekki orðið að veru- leika ennþá. Núna hafa t.d. fjölmörg fyrirtæki í Reykjavík og víðar samið beint við sína starfsmenn sem eru í versl- unarmannafélögum og þvi í verkfalli og þar með gefið i skyn að heildarsamningar eins og verslunarmenn eru að berjast fyrir núna séu úr- eltir. Forstjóri Arnarflugs h.f. sagði í fjölmiðlum eftir að hann haföi undirritað nýjan kjarasamning við verslunar- mannafélögin sem starfsfólk fyrirtækisins eru í, að samn- ingar þessir séu tímaskekkja og líta megi á undirritunina sem skilaboð til stjórnvalda um að endurskoða vinnulög- gjöfina strax. Björn Grétar segir að þjóð- félagið hafi breyst það mikið atvinnulega séð á undanförn- um árum. Hóparnir séu orðn- ir mjög ólikir og sérhæfnin orðin meiri. Segir hann að t.d. þegar afgreiða á samning um störf á elliheimili, sé það ekki gert af þeim sem vinna við þá starfsgrein. Meöal starfsfólks Flug- leiða hafa lengi verið uppi hugmyndir að stofna sérstakt stéttarfélag. Á fundi starfs- mannafélagsins 27. apríl s.l. var lögð fram tillaga um að kanna þau mál. í ályktun frá fundinum segir að nú sé svo komið, að verkalýðsfélögin séu orðnar steingeldar stofn- anir, forystumenn þeirra hafi brugðist umbjóðendum sín- um og flokkspólitísk lykt sé af öllu saman. Andri Hrólfsson starfsmað- ur Flugleiða er einn þeirra sem vinna að athugun á stofnun sérstaks félags. I samtali við Alþýðublaðið Tilkynning til vörsluaðila opinberra sjóða Hér með erskorað áallavörsluaðilaopinberrasjóða, sem enn hafaeigi sent ársuppgjörtil ársloka1987 að gera það nú þegar. Ríkisendurskoðun 29. apríl 1988. Utboð VEGAGERÐIN Efnisvinnsla I á Vesturlandi 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboóum í ofangreint verk. Heildarmagn 30.000 m3. Verki skal lokið 15. september 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 9. maí 1988. Vegamálastjóri Útboð Eyrarbakkavegur frá Hraun- skeiði að Þorlákshafnarvegi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4,5 fylling og burðarlag 70.000 m3 og sprengingar 1.600 m3. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1988. VEGAGERÐIN Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins, Borgartúni 5,105 Reykja- víkog Breiðumýri 2,800Selfossi fráog með mánudeginum 2. maí 1988. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. maí 1988. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.