Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. apríl 1988 21 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar Er Lygarinn í Þjóöleikhúsinu ekki nógu skemmtilegur? VOR? Það hefur sannarlega ýmsu mátt fagna þessa síð- ustu mildu vordaga. Þótt illa ári varðandi margt það er menn fá valdið, þótt gengið sé að síga, skuldir að vaxa, fiskverð að lækka og verkfall í búðunum, þá halda árstíð- irnar þó enn sínu striki að mestu leyti, Guð veri lofaður. Fuglarnir eru að flykkjast heim aftur. Bráðum springa trén út. í menningunni virðist lika töluvert brumandi tíð. Líkt og í anda manna sé ýmislegt að sprengja utanaf sér hulstrið sem legið hefur í viðjum og dvala um langan vetur. Raunverulegur, frjór og kostamikill skáldskapur er í uppsveiflu innan leikhús- anna. Merkilegt nokkuð. Og þó. „Þetta kemur alltaf aftur“ sagði einhver, „þótt klassíkin virðist alltaf, af og til, endan- lega farin úr tísku, þá kemur það í Ijós, um síðir, að það er einmitt hún sem fólk þarf á að halda. Við getum ekki lif- að til lengdar án æðri skáld- skapar." Hamlet hefur slegið í gegn. Dagur vonar sló í gegn og mun vera á leið út í heim. Hin gullfallega ópera Mozarts, Don Giovanni, hefur fengið þá handfjöllun hjá ís- lensku óperunni að það er leitun að því betra í veröld- inni. Þá á ég fyrst og fremst við tærleik sýningarinnar og umstangsleysi. Af litlu leikhópunum hefur víða verið leikið á hina dýpri strengi af mikilli alvöru og einlægni. Og einmitt leitað þeirra verðmæta sem gætu varað og orðið, jafnt þeim sem að vinna sem og okkur sem á horfum, til raunveru- legs bjargræðis, eftir töluvert langt og átakanlegt andlegt svelti, hávaða og yfirborðs- mennsku. Þar hefur fyrirferð- in verið mest I hinum nýju fjölmiðlum og ekki síður í „kvikmyndaævintýrinu“ sem átti að færa riddurum sínum, helst þjóðinni allri, endan- lega heimsfrægð og fjár- hagslegan lokasigur. Vonandi er sú dellan fyrir bl og ekki önnur þvílík yfirvofandi. Miklu er mér hugþekkari af- staða og vinnubrögð hans Guðjóns míns Pedersens hjá leikflokknum Pars pro toto í Hlaðvarpanum, svo dæmi sé tekið. Já, það virðist loks komið upp áhugamannaleikfélag sem ætlar að lifa áfram í Reykjavík. Hugleikur á Galdraloftinu. Og leikur Ijóm- andi vel. Leikritið um hvarf Indriða og Sigríðar er reyndar líka bráðfyndið, jafnt í skrifi þeirra stallsystra sem í svið- setningu Sigrúnar Valbergs- dóttur. Annars er þessi mikli fjöldi lítilla leikflokka í Reykjavík farinn að ofhasa manni. Það virðist vonlítið að þetta geti lifað nema sultarlífi, nema Reykvíkingar geri það bara að sinni meginiðju að sækja leiksýningar. Og hver á þá að sækja allt hitt sem fólk er að bjástra við? Alla hljómleik- ana, veitingahúsin og mynd- listarsýningarnar? Jafnframt þessari miklu leiklistarþenslu í höfuðborg- inni eru áhugamannafélögin í öðrum byggðum að dragast upp. Það er vont mál. Leikfélag Selfoss Ég sá um daginn eina svona áhugamannasýningu hjá Leikfélagi Selfoss. Þetta var siðasta sýning, af fáum á tveim stórspaugilegum og spakvitrum þáttum eftir Dario Fo, höfund sem flestir þekkja og að góðu. Hann bregst varla og það vita menn. Samt náði þetta ekki aðsókn. Þarna varð þó ekki því um kennt að illa væri leikið held- ur. Fyrri þátturinn að vísu dá- lítið stirður að fara í gang en fjörlegur undir lokin. Hinn þátturinn, um sóparana með sendiherrann í tunnunni var afbragð. Þrír leikarar bera hann að mestu og voru hver öðrum snarpari og fyndnari; Davíð Kristjánsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Hall- dór Hafsteinsson. í engri mannabyggð, hvort hún heitir Selfoss eöa eitt- hvað annað, getur neitt kom- ið í staðinn fyrir leikhús og þá gersamlega án tillits til þess hvort það er mjög gott leikhús eða ekki. Má náttúr- lega helst ekki vera afleitt, að staðaldri. Og þó. I leikhúsi eru menn nefnilega ekki ein- ungis að skemmta sér eða meðtaka speki skáldanna og dást að snilli leikenda. Þeir eru að iðka andlegt sam- félag. Slíkt samfélag mynd- ast i leikhúsinu, eða á að geta myndast, eins þótt leik- endur fari ekki á sérstökum kostum. Menn eru saman þar, meiren í nokkrum öðrum stað. í bíói er það ekki svo. Leikararnir eru þar ekki hjá okkur. Við höfum bara mynd af þeim, rétt eins og af dán- um ættingjum. Leikfélögin eru alger nauð- syn til þess að viðhalda and- legu lífi í byggðum. Fólk verður að gæta sin að láta þau ekki deyja út. Því mætti hreyfa til mótbáru að í fæst- um löndum séu til svona leik- félög í hverri byggð eins og hér. En þar er á nokkur munur. I þeim löndum er nefnilega ekki keppt eftir því að viðhalda auðugu andlegu Iffi I hverri byggð. Folk býr þar bara, vinnur og lifir ein- hvernveginn, uns ævin dvín. Við ætlum okkur, aftur á móti, að viðhalda auðugu andlegu lífi, ekki einasta i höfuðborginni, heldur í hverri byggð. Eða var það ekki meiningin? Til þess þarf hver byggö sitt eigið leikfélag, meðal annars. Auðvitað skipt- ir máli hverjum árangri slik félög ná en það skiptir þó minnu heldur en hitt, hvort þau eru eða eru ekki. Þjóðleikhúsið og Goldoni Sýning Þjóðleikhússins á Lygaranum eftir Goldoni fær gleðilitlar undirtektir. Fólki þykir hún ekki nógu skemmtileg. En hvað þýðir það? Nú verður því ekki með nokkurri sanngirni neitað að sýningin er skemmtileg, engu að síður. Hún er einnig falleg, hrein og þokkafull. Alls þessa vegna er hún meir en þess virði að sjá hana. Það er rétt og má maður manni segja að þetta er gamanleikur og sýningin gæti veriö miklu hlægilegri. En þurfti þess endilega? Spyr sá er ekki veit. Horfið hver á annan góðir hálsir. Tilefni til hlátra eru út um allt! Leikurum Þjóðleikhússins ber að hrósa fyrir þessa sýn- ingu, fyrir það að hafa tekist að ná leikmáta og anda italska gamanleiksins (comedia del’arte) og grímu- fígúranna, á sitt vald. Það var ærið verkefni og ég veit ekki til þess að það hafi verið gert hér áður, að minnsta kosti ekki svona rækilega útfært og sannfærandi. Trúlega hafa þeir svosem ætlað sér að verða drepfyndnir jafnframt en gamansemin kafnað að nokkru í viðureigninni við stílinn, — hiö ytra form. Leik- ari getur ekki orðið fyndinn nema hann sé alfrjáls, geti hagað sér eins og hann vill. Til þess að verða alfrjáls í svona bundnum leikstíl þarf maður að hafa hann gífurlega vel á valdi sínu, kannski að vera búinn að iðka hann ár- um saman, þannig að hann sé runninn saman við merg og blóð. Þeir sem reglulega slá í gegn með þessa gaman- leiki og þennan leikmáta, þeir leika svona eingöngu, alla ævi, jafnvel alltaf sömu fígúruna. Þá fer mönnum fyrst að takast upp. Engu að síður, þótt sýning Þjóðleikhússins nái ekki alla leið upp í þær hæðir, þá var stórkostlegt að fá tækifæri til þess að sjá leikarana svo nærri því að láta þennan leik- máta ganga alveg upp. Þetta var nýr dráttur í andlitsmynd leikhússins sem það á eftir að búa að og menn ættu ekki að missa af þessu, þeir sem einhvern áhuga á leiklist hafa. Hlegið geta þeir hvar sem er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.