Alþýðublaðið - 30.04.1988, Síða 19

Alþýðublaðið - 30.04.1988, Síða 19
Laugardagur 30. apríl 1988 19 TÓNLIST Gunnar H. Arsælsson skrifar Sting: Nothing Like the Sun Einu sinni hér á árum áöur var til hljómsveit sem kallaði sig The Police eða löggurnar. Ansi skrýtið og skondið nafn á hljómsveit en engu að sið- ur var þetta trió geysilega vinsælt og mætti telja upp mörg frábær lög með þeim en slíkt skal látið ógert. Það fór með þessa hljómsveit eins og margar aðrar að þreyta hljóp i mannskapinn, ágreiningsmál risu og The Police lagði upp laupana árið 1984. En hvers vegna allt þetta hjal um hljómsveit sem er löngu hætt? Jú, vegna þess að aðalmaður hljóm- sveitarinnar var ungur maður að nafni Gordon Sumners en kallar sig daglega STING. Hann er ennþá ungur og það sem meira er að þessi um- ræddi maður er eitt Iang- stærsta nafnið í heimi dæg- urtónlistar í dag og ætti það ekki að koma þeim á óvart sem kynnt hafa sér verk hans. Árið 1985 gaf Sting út sína fyrstu sólóplötu sem hann nefndi „The Dream of the Blue Turtles". Það var ekki að sökum að spyrja, þessi plata sló í gegn og var m.a. valin plata ársins af tónlistargagn- rýnendum hér á landi og átti hún þetta svo sannarlega skilið því draumur bláu skjaldbakanna er virkilega góður gripur. Það er nú töluvert um liðið síðan Stingurinn sendi frá sér sína aðra sólóplötu sem nefnist „Nothing Like the Sun“. Þetta er tvöfalt albúm sem inniheldur 12 lög sem eru öll eftir Sting nema eitt, lagið Little Wings eftir meist- ara Hendrix. Sér til aðstoðar á N.L.S. hefur Sting einvalalið hljóðfæraleikara og má t.d. nefna trommuleikarann Manu Katché sem m.a. hefur mikið spilað með Peter Gabriel, RÓSÍ Branford Marsalis, annan helming Marsalis tvíeykisins, sem er talinn vera sá saxó- fónleikari sem í dag stendur hvað hæst upp úr. Um hljóm- borðsleikinn sér Kenny Kirk- land sem hefur starfað með Sting frá upphafi sólóferils kappans. Eric Clapton og Mark Knopfler (kannast nokk- ur við þessa menn?) spila einnig á uppáhaldshljóðfærin sin í laginu „They Dance Alone (Gueca solo)“ og gamli Police-félaginn Andy Summ- ers er líka þarna með gítarinn sinn í lögunum „The Lazarus Heart“ og „Be still my Bleed- ing Heart“. En þá er það tónlistin. Hún er mjög „svört“ þvi í henni eru sterk áhrif frá jassi, reggítónlist og tónlist frá S- Ameríku. Reyndar er minnst af lögunum á þessari plötu það sem hægt væri með góðri samvisku að kalla dæg- urlagatónlist eða popptón- list. Einnig er það athyglis- vert hvað Sting hefur tekist vel að aðlaga rödd sína að lagasmíðum sem þessum því röddin er langt frá þvl að vera slík sem maður kysi að hafa I tónlist sem þessari. En þetta tekst honum og það mjög vel. Platan byrjar á hröðu og skemmtilega jassblönduðu lagi sem heitir „The Lazarus Heart“ en I því lagi fjallar Sting um dauða móður sinn- ar sem lést eftir langvarandi veikindi á meðan sonurinn var að gera plötuna. Sannar- lega ekki bjart yfir byrjun þessarar plötu og má eigin- lega segja það um alla plöt- una. Þó er skrattinn ekki mál- aður á vegginn I hverju lagi, en hins vegar lætur Sting sig málefni þessa heims varða því hann er maður með sterka siðferðiskennd. Hann hefur t.d. starfað mikið fyrir Amnesty International og á bakhlið plötuumslagsins seg- ir Sting: „Á Amnesty tón- leikaferðinni árið 1986 kynnt- „Þó er skrattinn ekki málaöur á vegginn i hverju lagi...“ umst við fyrrum pólitískum föngum, fórnarlömbum pynd- inga, og fangelsunar án dóms og laga, hvaðanæva úr heiminum. Það hafði mjög mikil áhrif á okkur að hitta þetta fólk. Það er mikill mun- ur á því að lesa um pyndingar og tala við tólk sem orðið hefur fyrir þeim, að tala við það færir þig skrefi nær þeim hræðilega raunveru- ieika sem þessir hlutir eru. Við vorum öll mjög djúpt snortin." Þetta málefni, mannrétt- indabrot, er einmitt umfjöll- unarefni Sting I því lagi sem ég tel vera hápunkt plötunn- ar, lagið „They Dance Alone (Gueca solo)“. Hér er dregin upp mynd af aðstandendum þúsunda manna'sem horfiö hafa sporlaust I Chile frá því að hin blóðuga einræðis- stjórn Pinochet tók við völd- um. Aðstandendurnir (oftast eiginkonur og mæður) dansa fornan chileaskan dans sem kallast Gueca og vegna þess að þær dansa einar kallast dansinn Gueca solo. Framan á sig hafa þær gjarnan nælt mynd af horfnum eiginmanni eða syni sem þær vita ekki hvort er lífs eða liðinn I hönd- um blóðhunda Pinochets. Það er ekki falleg sagan sem sögð er I laginu en lagið er mjög fallegt og boðskapur þess á fullt erindi við okkur. Það eru mörg önnur góð lög á N.L.S. en þar sem um- fjöllunin er tekin að lengjast I annan endann nefni ég að- eins lög eins og Fragile, Englishman in New York og Little Wings til viðbótar. Á Nothing Like the Sun sýnir Sting það og sannar að hann er mjög góður og fjölbreyttur lagasmiður. Textar hans eru þrungnir meiningu og upp- fullir af boðskap sem við sauðsvartur almúginn höfum gott af að hugsa aðeins um. Þetta er plata sem bætir rós I hnappagatið á Sting. BRUÐARGJOFIN The Wedding Present eða brúöargjöfin er kvartett sem kemur frá Leeds I Englandi. Ekki alls fyrir löngu gáfu þeir félagarnir Dave Gedge (söng- ur, gltar, textar), Keith Simon (bassi), Peter Salowka (gítar) og Simon Smith (trommur), frá sér sína fyrstu plötu og nefnist hún George Best, eft- ir hinum fræga fótboltakappa og vandræðagemlingi sem spilaði með Manchester Unit- ed við góðan orðstír hér á ár- um áður. Annars er svolítið gaman að velta því fyrir sér hvernig viðbrögðin hér á landi yrðu ef út kæmi plata sem héti t.d. Ásgeir Sigur- vinsson eða Helgi Skúlason. En hvað um það. Forsprakki The Wedding Present, Dave Gedge, er sagður mjög rómantiskur og eru þeir ti1 sem telja hann nánast ástsjúkan. Hértjáir Dave sig um hin ýmsu mál- efni sem tengjast ástinni og daglegu lífi manna og kvenna um allan heim: ÁST: Mikilvægasti hluturinn I þessum heimi. Langtum mik- ilvægari en starf þitt, fjöl- skyldan eða næsta máltíð. Ég myndi t.d. vera með miklu meiri áhyggjur ef kærastan mín yfirgæfi mig en ef náinn ættingi létist því ég væri si- fellt að hugsa um það hvers vegna hún hefði yfirgefið mig. FYRSTI KOSSINN: Hann fékk ég þegar ég var sjö ára, eftir skólann einn daginn. Daginn eftir lamdi hún mig með spýtu til þess að sanna fyrir vinum sínum að hún væri ekki skotin I mér. Kossar eru ógeðslegir, vera að þvælast með tunguna I munni ein- hvers annars. en æfingin skapar meistarann. ÁST VIÐ FYRSTU SÝN: Hin eina sanna ást. Þú getur ekki lært að elska einhvern, þá ert þú bara að stríða sjálfum þér. Ég verð daglega ástfanginn, I sannleika sagt. DAGUR HEILAGS VALENTÍNUSAR: Stein- gleymdi honum að þessu sinni. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hann átt að vera hápunktur ársins en ég er hræddur um að hann hafi ekki verið það. En þetta er I lagi því kærastan min gleymdi honum líka. HJÓNABAND: Hef aldrei hugleitt það. Til þess er ég of mikið barn I mér. En mér líkar hugmyndin að gera það opin- bert að maður elski einhvern og maður vilji njóta þess sem eftir er af lifinu með henni (persónunní). FRAMHJÁHALD: Fyrstu vik- urnar I hverju sambandi eru þær mest spennandi. Þannig að framhjáhald er meira spennandi en langtímasam- band. Ég myndi halda fram- hjá ef það særði ekki fólk. HATUR: Haturstilfinningin er svo nátengd ástinni aó þótt þú elskaðir einhvern útaf líf- inu þá myndirðu hata hann ef þú sæir viðkomandi með ein- I hverjum öðrum en þér sjálf- I um. Hatur er næstum því jafn mikilvægt og ást..en ekki nærri eins þægilegt. HEFND: Algerlega tilgangs- laus!! Þú græöir nákvæm- lega ekkert á hefndaraðgerð en samt er hún (hefndin) mjög mikilvægur þáttur I lífi okkar. Sprengjuárásin á Libýu var gerð I hefndarskyni, var það ekki? ÁSTARSÖNGVAR: Mjög auð- velt að semja þá. Hvert ein- asta lag á vinsældarlistanum er um ást en flest þeirra eru það ómerkileg að þau eru gjörsamlega tilgangslaus. Samt sem áður er allur þessi sægur af tilfinningum til þess að skrifa um en enginn reynir það! Uþpáhaldsástar- söngurinn minn er „Walk on by“ með Diönu Warwick, mjög átakanlegt og snertir mig djúpt. LOSTI: Heldur þessum heimi gangandi. Mikilvægur en dónalegur hlutur. Honum ætti ekki að vera hampað eins mikið og gert er I dag, heldur hinum hefðbundnu venjum og gildum innan fjöl- skyldunnar en Wedding Pres- ent snýst einmitt um þetta tvennt, venjur og gildi. KYNLIF: Það varð mér mikið áfall að heyra það að mann- skepnan hugsaði að meðal- tali á 15 minútna fresti um kynlíf. Ég hugsa miklu meira um ást en sennilega verður seint hægt að sundurgreina þessi tvö hugtök algerlega frá hvort öðru. Kynlíf án ástar veitir þér litla umbun en er samt sem áður góður hlutur þegar maður hugsar til baka. EYÐNI: Eiginlega ekki kom- inn til Leeds ennþá. Fyrir mér er eyðni eitthvað sem ríkis- stjórnin hefur blásið upp til þess að halda hommunum I skefjum, einskonar andsvar við auknu frjálsræði þeirra. Samt sem áður er mjög mikil- vægt að íhuga vel hvað þú gerir með dónalegu líffærun- um á þér, er það ekki! (stolið & stælt úr RM)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.