Alþýðublaðið - 30.04.1988, Side 5
Laugardagur 30. apríl 1988
5
Sigurður Óskarsson, formaður Alþýðusambands Suðurlands.
Sigurður: „Enginn
óvitlaus maður setur sig
niður úti á landi, ef
hann getur rekið fyrir-
tœkið á ódýrari hátt
suður í Reykjavík.
Það er hollt að íhuga
hvernig farið er með
íslenskan iðnað og gefa
gaurn að því ofurvaldi
sem innflytjendur hafa
á sama tíma og
útflutningsvörur okkar
mœta margar skipu-
lögðunt hindrunum í
innflutningi til sam-
keppnislanda okkar.
Við á landsbyggðinni
þurfum að fá orku á
sama verði og gi/dir á
Reykjavíkursvœðinu og
símagjöld sem eru ekki
dýrari en þar og ýmsa
opinbera þjónustu þarf
að endurskoða. “
Bjöm Grétar Sveinsson, formaöur verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn.
Björn Grétar: „Það er
fyrir mestu að það sé
nóg atvinna, og fólk
vinnur mikið til þess að
hafa þœr tekjur sem eru
nauðsynlegar í þjóð-
félaginu svo að menn
hafi í sig og á. Við leit-
um allra leiða til að
hœkka laun og árangur
birtist alls ekki allur í
heildarsamningum. Með
sérkjarasamningum
kemur til dœmis í Ijós
hvernig samkeppni um
vinnuafl er svæðis-
bundið.
Það hlýtur að koma
að því að fyrirtœkin fari
niður fyrir núllið, ef
verð á mörkuðum
lœkka og kostnaður
heldur áfram að
hœkka. “
Þóra: „Það er ömur-
legt til þess að hugsa að
hægt sé að komast að
því það sé vel að menn
grípi í taumana og það
„beri vott um mikla
ábyrgðartilfinningu “
eins og Mogginn skrif-
aði leiðara um, þegar 50
manns var sagt upp
vinnu í Granda.
Menn hafa sagt að
það sé ámóta gagnlegt
að lögbinda lágmarks-
laun eins og að skipa
hverri konu að eignast 2
börn, þar af eitt stúlku-
barn til að tryggja
endurnýjun í okkar
þjóðfélagi. “
Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðurlands.
samninga sem þaö er ekki
allt of ánægt meö, er verið að
segja fólki upp.“
— Hvað um sundrungina i
verkalýöshreyfingunni, sem
Sigrún minnist á?
Björn Grétar: „Frá því í
haust hafa menn ekki verið
samstiga I launakröfum, það
náðist ekki samstaða um 40-
45 þúsund króna lágmarks-
kröfu, og niðurstaðan er eftir
því."
Þóra: „Það er hárrétt hjá
Sigrúnu, að við höfum
sundrað okkur, og það geng-
ur ekki upp. Við verðum að
byrja að ná samstöðu innan
okkar raða, því aó við eigum
að fylkja okkur undir einu
merki."
„Banabiti
fyrirtækjanna"
— Mér finnst þú óttast
atvinnuleysi, Þóra.
Þóra: „Ég er logandi
hrædd við það ástand sem er
hjá atvinnuvegunum, og það
er ástæða þess hversu at-
vinnurekendur hafa verið
harðir á móti okkur.
Hér eru nokkuð sterk fyrir-
tæki sem borga jafn mikið í
vexti og verðbætur á dag og I
laun, og haldi þetta áfram er
það banabiti fyrirtækjanna.“
I halarófu
Sigríður Dúna: „Þegar ekki
tekst i samningum að tryggja
lágmarksrétt sérhvers vinn-
andi manns og konu að geta
framfleytt sér af dagvinnu, á
Alþingi að ganga fram fyrir
skjöldu og tryggja þann rétt.
Þá verður löggjafarsamkoma
þjóðarinnar að lögbinda lág-
markslaun.
Það er I raun hlálegt að á
sama tíma og verslunarmenn
eru að setja fram kröfu um 42
þúsund króna lágmarkslaun,
þarf einstaklingur 50 þúsund
til að framfleyta sér.“
— Settuð þið fram kröfur i
Akureyrarsamningunum,
Þóra, um lágmarkslaun á
skattleysismörkum?
Þóra: „Við settum fram 42
þúsund króna kröfuna, en
svo langt náðum við ekki. Ef
fólk lítur raunsætt á kjara-
málin út frá hugmyndinni um
lögbindingu lágmarkslauna,
þá sést að launamunur hefur
aldrei verið meiri en núna.
Skoðum afleiðingar des-
embersamningsins sem er
aðeins rúmlega árs gamall.
Það hækkuðu allir í kjölfar
þess að lægstu laun voru
hækkuð. Þeir hærra launuðu
hækkuðu enn meira, og lág-
launa fólkið er verr sett en
áður.
Það sama myndi verða
uppi á teningnum núna, ef
við lögbindum lágmarkslaun,
vegna þess að vió ráðum
ekkert við þá sem hafa meira
olnbogarými í þjóðfélaginu.
Auk þess er það svo í kjara-
samningum að hækki einn
meir en annar, eru aðrir
bundnir í halarófu og hækka
með. Ef verslunarmenn
hækka núna til dæmis munu
allir aðrir koma á eftir.“
Getum ekki leikið
okkur í tilrauna-
starfsemi
— Er útfærsla lágmarks-
launa ekki erfið? Getum við
haft sömu reglur yfir allt
landið og miðin?
Björn Grétar: „Ég sé ekki
nokkurn skapaðan hlut sem
mælir á móti því að hafa
sömu reglu um lágmarks-
laun. Þetta er spurning um
hugarfarsbreytingu og spurn-
ing um tilfærslu á fjármagni í
landinu. 1983 var fært til frá
launþegum til atvinnurek-
enda.
Þetta er bara spurning um
pólitískan vilja og almenn-
ingsálitið. Menn þurfa að
komast úr frjálshyggjudraum-
um, sem eiga ekkert við í
okkar þjóðfélagi. Við erum
veiðimannaþjóðfélag og get-
um ekki leikið okkur í til-
raunastarfsemi á peninga-
mörkuðum og viðar.“
Siguröur: „Ég vil nú meina
að það megi ekki á milli sjá
hvorir hafi verið óbilgjarnari
við okkur, einstaklingarnir
eða þeir sem hafa farið undir
merkjum samvinnuhreyfing-
arinnar.
Það sem virðist blasa við
er að offjárfestingarnar hafa
verið svo miklar að ekkert
hafi verið afgangs til að deila
út til launaliðanna. Atvinnu-
rekendureru mjög þjappaðir
saman að hækka ekki launin,
og þar gengur ekki hnífurinn
á milli. Ef menn ætla að
semja um eitthvað sem nálg-
ast kröfugerð okkar, virðist
vera beitt ofríki ofan frá til að
koma í veg fyrir það.
Við erum að fást við and-
stæðing sem er betur skipu-
lagöur i viðræðum, og við
skulum bara viðurkenna þaö
að við erum sjálfum okkur
sundurlynd — og þó að við
höfum hangið saman norður
á Akureyri, voarþað ekki of
sterk bönd sem héldu mönn-
um þar.“
Eiga konur að
semja sér?
Gudrún: „Menn hafa velt
því fyrir sér hverjir eigi sam-
an, og það hefur komið til
tals að konur semji saman.
Þær eru gjarnan skildar eftir
eins og var í samningunum
við fiskvinnslufólkið.
Það er geysilega stór
spurning hvort konureigi að
semja sér, og hún er í um-
ræðunni."
Björn Grétar: „I fiskvinnsl-
unni hér á Höfn eru konur
ekki i meirihluta. Við skulum
ekki gleyma því og kannski
er þetta sú grein í landinu
þar sem launamunur kynja er
minnstur.
Ég er vantrúaður á að
meira næðist fram, þó að
konur berðust sér. Ég sé ekki
að árangur i kvennafélögum
sé betri í dag. Við höfum
samið best fyrir þá staði þar
sem konur eru sér, á dag-
heimilum og elliheimilum.“
Sigriður Dúna: „Það eru
góöar fréttir ef bestu samn-
ingarnir eru gerðir í sérkjara-
samningum við konur, og
rennir frekar stoðum undir að
konureigi samleið I kjarabar-
áttu.“
Þóra: „Kvennafélögin eru
algjör tímaskekkja í verka-
lýðshreyfingunni í dag. Fólk
á að standa hlið við hlið i
kjarabaráttunni.
Og við eigum stöðugt að
skipta okkur af kjaramálum
ekki bara rétt fyrir samninga-
lotu. Það eru ekki bara krónu-
tölurnar i launum sem við
erum að tala um í kjarabarátt-
unni.“
Sigriður Dúna: „Kaupmátt-
ur krónunnar skiptir vitaskuld
öllu máli, og til að tryggja
hann þarf til að koma póli-
tískur vilji. Alþingi á ekki að
koma beint inn ( kjarasamn-
inga en það á aö tryggja að
kaupmáttur haldist.“
Sama hvaðan
gott kemur
Sigrún: „Við megum ekki
gleyma þvi að sérstök félög
kvenna hafa unniö að ýmsum
góðum málum, sem hafa