Alþýðublaðið - 30.04.1988, Page 8
8
Laugardagur 30. aprll 1988
1. MA
1. maí ávarp
Alþjóðasam-
bands frjálsra
verkalýðs-
félaga 1988
Um allan heim er litið á 1. .
maí sem baráttudag fyrir al-
þjóðlegri samstöðu verka-
fólks. Þann dag lítum við
stolt á baráttu frjálsrar verka-
lýðshreyfingar fyrir félags-
legu réttlæti, frelsi og lýð-
ræði. Tákn þeirrar baráttu eru
einkunnarorð Alþjóða-
sambands frjálsra verkalýðs-
félaga:
Brauð - Friður - Frelsi
Hundruð fulltrúa á 14.
þingi Alþjóðasamþands
frjálsra verkalýðsfélaga, sem
haldið var í Melbourne í síð-
astliðnum marsmánuði lögðu
áherslu á að við verðum að
treysta alþjóðlega samstöðu
þannig að öllum sé Ijóst að
hún sé ekki aðeins saman-
safn slagorða heldur áþreif-
anleg staðreynd í starfi
verkalýðssamtakanna. Al-
þjóðleg samstaða verður að
vera annað og meira en dag-
skrárliður á fundum samtak-
anna.
Að vera viðbúin
breytingum
Verkamenn og samtök
þeirra um víða veröld standa
frammi fyrir nýjum vanda:
hröðum breytingum á eðli
þjóðfélagsins og störfum, og
vaxandi alþjóðahyggju í efna-
hagslífinu. Um víða veröld
ráðast ríkisstjórnir og vinnu-
veitendur að samtökum
verkafólks og þeim réttindum
sem þau hafa náð fram með
áralangri baráttu. Grafið er
undan ráðningarskilyróum.
Reglubundin heilsdags vinna
er slfellt að víkja fyrir hluta-
starfi, tímabundinni vinnu og
annarri ótraustari vinnutil-
högun. Aukið vald fjölþjóð-
legra fyrirtækja ógnar lýð-
ræðislegri ábyrgð á vinnu-
markaði og félagslegri
ábyrgð í heild. Alþjóðlegar
fjármálastofnanir axla oft
enga ábyrgð á félagslegum
afleiðingum ákvarðana sinna.
Einræðisstjórnir, hvaða
stefnu sem þær fylgja, halda
áfram að veitast að samtök-
um verkafólks. Alþjóðleg
frjáls verkalýðshreyfing,
heildarsamtök verkafólks í
einstökum löndum og alþjóð-
leg samtök einstakra atvinnu-
greina mega ekki láta nægja
að bregðast við orðnum hlut.
Við verðum að vera viðbúin
breytingum og hafa áhrif á
það hvernig breytingarnar
verða þannig að þær verði til
hagsbóta fyrir alla!
Endurnýjandi afl í starfi
okkar
Við verðum að leitast við
að ná til milljóna ófélags-
bundinna verkamanna, og þá
einkum landbúnaðarverka-
manna í þróunarlöndunum,
og þeirra milljóna sem neyð-
ast til að vinna fyrir sér og
sínum utan skipulagðs vinnu-
markaðar. Við verðum að taka
tillit til sérstakra þarfa úti-
vinnandi kvenna, en konur
eru sífellt að verða þýðingar-
meiri á vinnumarkaðinum og
i starfi verkalýðshreyfingar-
innar. Við verðum að tryggja
að við höfðum til unga fólks-
ins sem er að koma inn á
vinnumarkaðinn. Það hefur
alltaf verið meginviðfangs-
efni verkalýðshreyfingarinnar
að tryggja almenna þátttöku í
starfi verkalýðsfélaganna og
það er brýnna nú en nokkru
sinni. Almenn þátttaka i
starfi verkalýðsfélaganna er
nauðsyn því verkafólki sem
þarf aðstöðu til þess að
koma skoðunum sínum á
framfæri og taka þátt í mót-
un nýrrar framtíðar, þetri
framtíðar.
Alþjóðleg yfirsýn
Verkalýðsfélögin standa nú
frammi fyrir ógnvekjandi
verkefni, en ekki óviðráðan-
legu. Eitt mikilvægasta verk-
efnið er að efla alþjóða-
hyggju, að temja sér alþjóð-
lega yfirsýn í öllu starfi
verkalýðssamtakanna. í starfi
verkalýðssamtakanna verður
að þregðast við þeirri stað-
reynd, að lönd heimsins eru
hvert öðru háð efnahagslega
og ákvarðanir á alþjóðavett-
vangi ráða stöðugt meiru um
þróun atvinnulífs og afkomu
verkafólks. Við þessu verður
að bregðast með sterkri al-
þjóðlegri samstöðu!
Þetta verður forgangsverk-
efni Alþjóðasamþands
frjálsra verkalýðsfélaga árið
1988 og á komandi árum. í til-
efni alþjóðlegs baráttudags
verkafólks hvetjum við alla
félagsmenn okkar, félaga I
alþjóðasamtökum einstakra
atvinnugreina og hliðholl
• samtök að leggja hönd á
plóginn með okkur við þetta
brýna verkefni.
Lengi lifi alþjóðleg sam-
staða verkafólks.
1. maí ávarp
Fullrúaráðs
verkalýðsfé-
laganna í
Reykjavík,
Iðnnemasam-
bands íslands
og Bandalags
starfsmanna
ríkis og bæja
Á 1. mai, baráttudegi
launafólks, stöndum við
frammi fyrirvaxandi misrétti
í íslensku þjóðfélagi. Á sið-
ustu vikum höfum við enn á
ný fengið að heyra gamalt
slagorð atvinnurekenda: hóf-
legar kauphækkanir, bág
staða fyrirtækjanna, verö-
bólgudraugurinn á næsta
leyti. Á sama tíma og samið
er um litlar kauphækkanir
berast fregnir af milljón
króna launum forstjóranna.
Launamisréttið í landinu er
orðið að þjóðarböli, sem fyrr
eða slðar leiðir til átaka og
sundrungar með þjóöinni.
Á sama tíma og sagt er
vonlaust að hækka kaupið, er
hægt að ráðast i ævintýraleg-
ar fjárfestingar um allt þjóð-
félagið. Á sama tíma og
Reykvikingar sjá vart til him-
ins fyrir skýjaborgum versl-
anahalla, er ekki hægt að
borga verslunarmönnum
mannsæmandi laun. Á sama
tíma og atvinnufyrirtæki í
fiskiðnaði telja sig ekki geta
greitt starfsmönnum viðun-
andi kaup, er milljörðum só-
að i óarðbæra fjárfestingu
samanber uppbyggingu
rækjuverksmiðja um land
allt. Á sama tima og stjórnar-
flokkarnir leita að týnda millj-
arðinum í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar er framlag til
launa uppeldisstéttanna
skorið við nögl.
Það er fjárfestingarbruöl,
gjaldeyrissóun og vaxtaokur
sem er höfuðorsök vandans í
íslensku atvinnulífi í dag.
Arðurinn af vinnu launafólks
brennur upp í vanhugsuðum
framkvæmdum og gæluverk-
efnum atvinnurekenda og
stjórnmálamanna. Þetta eru
ástæður svimandi viðskipta-
halla, sem er að leiða þjóðar-
búið fram á hengiflug. Þetta
er einnig ein ástæðan fyrir
lágu kaupi og bágum kjörum
margra launamanna. Þrátt
fyrir hóflegar launahækkanir
undanfarinna ára er veröbólg-
an á fullri ferð. Nú er kdminn
tími til að segja hingað og
ekki lengra. Það er eðlilegK
að fólk fyllist beiskju þegar
það sér milljarðahallirnar
rísa, sem einungis eiga sér
hliðstæður í stórborgum,
meðan ekki er hægt að borga
fólki viðunandi laun.
Enn gerum við kröfu um
sömu laun fyrir sömu vinnu.
Reynslan hefur sýnt að það
er ekki nóg að taxtar séu þeir
sömu. Konur búa enn við lak-
ari kjör en karlar. Misréttið
hefur fengið á sig nýjan blæ.
Nú kemur launamisrétti kynj-
anna fram í duldum greiðsl-
um, óunninni yfirvinnu, bila-
styrkjum, hlunnindum og
starfsheitum sem breiða yfir
raunverulegt launabil milli
karla og kvenna. Þessa mis-
munum kynjanna veröur að
afmá á sama hátt og mis-
munur taxtakaups milli karla
og kvenna var jafnaður á sin-
um tíma.
Það fer ekki fram hjá nein-
um, sem fylgist með verka-
lýðsmálum, að sundrung og
sérhyggja hefur aukist innan
samtaka launafólks undanfar-
in ár. Einstök félög og sam-
bönd launamanna telja sig
ekki lengur eiga samleið með
heildarsamtökum og
sundrung innan verkalýðs-
hreyfingarinnar er stöðugur
fjölmiðlamatur þegar að
samningum dregur. Yfirborg-
anir atvinnurekenda hafa alið
á vantrausti á verkalýðsfélög-
um og skaðað hreyfinguna i
heild. Það er athyglisvert að
þeir atvinnurekendur sem
harðneita viðunandi hækkun-
um I kjarasamningum eru
fúsastir til að greiða yfirborg-
anir. Þannig vilja þeir deila
og drottna. Þetta er óþolandi
ástand, sem verkalýðshreyf-
ingin í heild verður að bregð-
ast við af hörku.
Á sama tíma og vegiö er
að verkalýðshreyfingunni og
sundurlyndi innan raða
launamanna fer vaxandi, er
umhugsunarvert að samtök
atvinnurekenda eru öflugri og
sameinaðri en nokkru sinni
fyrr. Þar verður ekki vart
sundrungar og einstök félög
atvinnurekenda eru keyrð til
miskunnarlausrar hlýðni.
Atvinnurekendur hafa lært að
samstaða er allt sem þarf til
aðhalda óskertum völdum. Afl
þeirra byggist á sterkri mið-
stýringu og samtryggingu
peningavaldsins. Við þessar
aðstæður er Ijóst að aðeins
með aukinni samstöðu getur
verkafólk á íslandi tryggt sér
sóknarstöðu gegn atvinnu-
rekendum og peningavaldi
þeirra.
Margt bendir til þess að
þrátt fyrir nýgerða samninga
verði verkafólk að búa sig
undir harða baráttu til vernd-
ar kaupmættinum. Yfirlýsing-
ar stjórnmálamanna og
stjórnmálaflokka bendir til
þess að áfram verði haldið á
þeirri braut að ætla láglauna-
fólki að taka á sig óráðsfu
þjóðfélagsins. Það er fráleitt
að kenna láglaunafólki um
viðskiptahallann og verðbólg-
una. Gengisfelling eöa aðrar
efnahagsráðstafanir sem ekki
verða bættar i kaupi ykju enn
áójöfnuð í þjóðfélaginu, sem
er þó ærinn fyrir og verður
ekki þolað. Heildarsamtökin
verða að vera viðbúin því, að
beita afli sínu til varnar lífs-
kjörum launafólks ef að þeim
verðurvegið. Nú sem hingaö
til verður baráttan háð í kraftí
samtaka fólksins. Samtök
launafólks er baráttutæki
sem duga ef hinn almenni fé-
lagi tekur þátt i starfi þeirra.
Aðeins með samstilltu átaki,
þar sem lýðræðisleg vinnu-
brögð eru í öndvegi, mun
verkalýðshreyfingin ná mark-
miðum sínum um bætt kjör
og betri framtíð.
Um árabil hafa skattsvik
verið þjóðarmein á íslandi. *
Alþekktir hálaunamenn hafa
komist hjá að greiða rétt-
mætan skatt til þjóðfélags-
ins. Með breytingum á skatta
og tollalögum um áramót
voru skattar hækkaðir á mat-
vöru og lífsnauðsynjum
heimilanna. Verkafólk krefst
þess nú, að ríkisstjórnin
^tandi við sitt og hefji nú
þegar umfangsmikla herferð
gegn skattsvikum. Launa-
menn hljóta að mótmæla
matarskattinum harðlega.
Ungt fólk stendur í dag
frammi fyrir ýmsum erfiðum
kostum í húsnæðismálum.
Markaðsverð á leiguhúsnæði
á Reykjavíkursvæðinu nemur
um þessar munriir andvirði
dagvinnulauna. Rikisvaldið
hefur ekki staðió við sitt til
að fjármagna húsnæðisker.f-
ið. Meginhluti fjármagns
Húsnæðisstofnunar kemur úr
lífeyrissjóðum verkafólks, en
hluta þessa fólks er synjað
um lán vegna lágra launa,
þetta er óviöunandi. Biðröðin
eftir húsnæöislánum er orðin
allt of löng. Hið félagslega
ibúðakerfi annarekki eftir-
spurn. Ljóst er að stjórnvöld
verða að bjóða þegnum sín-
um upp á fleiri aðgengilega
kosti í húsnæðismálum.
Samtök launafólks eiga að
vera opin fyrir nýjum kostum
s.s. kaupleiguíbúðum. Ijóst er
að kaupleiguibúðir munu
leysa hluta vandans, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og úti á
byggðum landsins, þar sem
mikill skortur er á húsnæði.
Kaupleiga þjónar best þeim
sem verst eru settir. Til að
svo megi verða er
óhjákvæmilegt að veita meira
fé til félagslegra íbúða-
framkvæmda.
Á síðustu árum hafa sjónir
manna beinst í auknum mæli
að starfsmenntun í atvinnulíf-
inu. Stórátak hefurverið gert
hjá nokkrum hópum ófag-
lærðs verkafólks. En þetta er
bara upphafið. Sóknin er haf-
in og við verðum að gera
miklu betur, ef við eigum að
standa jafnfætis öðrum þjóð-
um i verkmenntun. Hérverð-
ur ríkisvaldið að koma til
skjalanna og tryggja þegnum
jafnrétti til að öðlast mennt-
un og viðhalda henni í sam-
ræmi við þarfir á hverjum
tíma.
í alþjóðamálum eru ýmsar
blikur á lofti. Við fögnum
þeim áföngum sem náðst
hafa í samningum stórveld-
anna um takmörkun kjarn-
orkuvopna, við styðjum kjarn-
orkulaus Norðurlönd. En púð-
urtunnur heimsins leynast
víða. Á hverjum einasta degi
horfum við á martröð
palestínsku þjóðarinnar á
sjónvarpsskjánum. Þetta er
þeim mun hörmulegra þar
sem aðgerðirnar gegn
Palestínumönnum eru framd-
ar í nafni þjóðar, sem upplif-
að hefur mestu grimmdarverk
aldarinnar. í Suður-Afríku er
hörmulegt ástand. Þar situr
lítill minnihluti hvítra manna
að öllum auði landsins og
kúgar meirihluta ibúanna.
Það sýnir mikið geðleysi ís-
lenskra stjórnvalda, að þau
skuli ekki fyrir löngu hafa
stöðvað öll viðskipti við Suð-
ur-Afríku, í stað þess eykst
verslun við kúgarana.
ísland er auðugt land.
Kostir þess til lands og sjáv-
ar eru miklir. Höfuðverkefni
okkar er að eyða hinu skað-
lega launamisrétti í landinu.
Það verður ekki gert án lif-
andi hreyfingar samtaka
launafólks. Einungis með
samstilltu átaki mun okkur
takast að tryggja frelsi, jafn-
rétti og bræðralag.
Samtök
kvenna á
vinnumarkaði
Eins og undanfarin ár
munu Samtök kvenna á
vinnumarkaði standa fyrir að-
gerðum 1. maí. Lagt verður af
stað frá Hlemmi og gengið í
kjölfar göngu Fulltrúaráðsins
sem leið liggur að Hallæris-
plani þar sem haldinn verður
útifundur.
Á fundinum verða flutt
ávörp. Meöal ræðumanna
verður Salóme Kristinsdóttir
félagi í Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur. Á milli atriða fá
óánægjuraddir að njóta sin.
Samtök kvenna á vinnu-
markaði minna á að ástandið
á vinnumarkaðnum hefur
ekki oft verið alvarlegra en
nú. Láglaunakonur berjast
harðri baráttu fyrir lifibrauði
slnu. Snótarkonur i Vest-
mannaeyjum hafa vikum
saman unnið að þvi að ná
fram sanngjörnum kröfum
sinum án árangurs. Atvinnu-
rekendur hafa sýnt mikla
óbilgirni í viðræðum við fé-
lög sem ekki hafa samþykkt
orðalaust stefnu Vinnuveit-
endasambandsins og ríkis-
valdsins í launamálum.
í dag eru verslunarmenn
viðsvegar á landinu í verk-
falli. Samtök kvenna á vinnu-
markaði styðja þá heilshugar
og hvetja fólk til þess að taka
þátt í aðgerðum Samtaka
kvenna á vinnumarkaði 1. maí
og sýna samstöðu og bar-
áttuhug í verki.
Komið öll á Hallærisplanið
að lokinni göngu 1. maí.