Alþýðublaðið - 20.05.1988, Side 2

Alþýðublaðið - 20.05.1988, Side 2
2 Föstudagur 20. maí 1988 MMÐUMMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaóur helgaitilaös: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Rlart hf Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friöriksson, og Sigríður Þrúöur Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Dreifingarsimi um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. I lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. AÐ STJÓRNA RÍKINU Andrúmsloftið í þjóðfélaginu er lævi blandið um þessar mundir. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun að tillögu Seðlabankans að fella gengið um 10%. Hins vegar hefur ríkisstjórnin enn ekki komið sér saman um þær nauðsyn- legu hliðarráðstafanir sem gengisbreytingu verður að fylgja. Óneitanlega hefur tímaleysi og ósamstaða stjórn- arflokkanna um stuðningsaðgerðir veikt ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Að sama skapi og það styrkti ríkis- stjórnina að hefja viðræður við aðila vinnumarkaðarins um komandi efnahagsaðgerðir, hefur það veikt hana að upp úr þessum viðræðum hefur slitnað. Það ber að harma að forseti ASÍ og forsætisráðherra skiptast nú á skotum í fjölmiðlum í stað þess að hafa ábyrg samráð um sátt í kjaramálum. Vinnudeilan í Álverinu hefur ennfremur sett alvarlegt strik í reikninginn varðandi tímasetningu ríkis- stjórnarinnar á ákvörðunartöku í efnahagsaðgerðum. Ríkisstjórnin verður nú að ná lendingu innan sólarhrings um lausn í þeirri deilu og taka ákvarðanir um rauð strik í kjarasamningum og svo hvernig farið skuli með samninga þeirra hópa launþega sem enn eiga ósamið. w A samatímaog vinnudeilurog ósætti ríkirmilli samráðs- hópa og ríkisstjórnarinnar, stendur Seðlabanki íslands í skringilegum skrípaleik gagnvart viðskiptaráðuneytinu. Fjármálaráðherra sem gegnt hefurembætti viðskiptaráð- herraundanfarnadag, hefurfarið þess á leit við gjaldeyris- deild Seðlabankans að bankinn afhendi lista yfir þá aðila sem keyptu erlendan gjaldeyri fyrir meira en eina milljón í síðustu viku, en óvænt gjaldeyriskaup í gjaldeyrisdeiId- um bankanna gerði það að verkum að ríkisstjórnin neydd- ist til að lokagjaldeyrisdeildum og fellagengið fyrren ráð- gert hafði verið. Seðlabankinn hefur neitað fjármálaráð- herra um umbeðinn lista á forsendum formgalla! Á skrif- aðri stundu hefur viðskiptaráðuneytinu enn ekki borist umbeðinn listi. Málþófsleikur Seðlabankans er nú að nálgast fyrirlitningu á stjórnkerfinu. Á sama tíma ýtir tregða Seðlabankans undir þann grun að bankarnir hafi átt stóra hlutdeild í gjaldeyriskaupum í síðustu viku. Fáist sá grunur staðfestur er stórhneyksli á ferðinni. Eða hvern- ig á að bregðast við því, ef ríkisbankar hefja að hamstra gjaldeyri bak við stjórnvöld landsins og valda því beinlínis að ríkisstjórnin er tekin í bólinu og neyðist til að fella gengið löngu fyrr en nauðsynlegt var? Hvaða leik er verið að leika gagnvart forsætisráðherra landsins sem fer með yfirstjórn efnahagsmála? Hvernig hefðu ráðherrar í nágrannalöndum tekið í slíkum vinnubrögðum banka- stjóra og bankaráða? Seðlabanki íslands verður að horf- ast í augu við skyldur sínar og ábyrgð í þessu máli. Að draga ráðuneyti á asnaeyrunum í sjálfsögðu upplýsinga- máli er hneisa í embættis- og stjórnkerfi landsins. Mál þetta hefur ennfremur veikt ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar. Það erþví Ijóst að ríkisstjórnin verðurað taka gjald- eyrismálið og önnur mál sem jaðra við stjórnleysiföstum tökum til að ná styrk og trúverðugleika á ný. ONNUR SJONARMIÐ ÍSLENDINGAR stefna i forsetakosningar á þessu ári. Fæstir hefðu búist við því að Vigdis Finnbogadóttir myndi eiga sér keppinaut um em- bættið, en flestum ef ekki öllum af óvörum, brunaði Flokkur mannsins fram á sviðið nýlega með frambjóð- anda til embættis forseta ís- lands. Kandidatinn heitir Sig- rún Þorsteinsdóttir og er 46 ára gömul húsmóðir úr Vest- mannaeyjum, þriggja barna móðir og gift hafnarverði í Eyjum, Sigurði Elíassyni að nafni. Helgarpósturinn birti viðtal við frambjóðandann í gær, og setti Sigrún fram mörg at- hyglisverð sjónarmið sem við endurprentum á síðunni. Sigrún neitar því t.a.m. að hún sé frambjóðandi Flokks mannsins: „Framboðid er ekki á veg- um Flokks mannsins. Ég er að bjóða mig fram persónu- lega. Hins vegar er þetta póli- tískt framboð. Forseta- embættið er pólitiskt. Forseti skrifar undir öll lög, lög eru pólitik, þar er tekin afstaða meö og móti í þjóðfélagsmál- um. Ég vil gera embættið miklu virkara, ekki alltaf taka einhlíta afstöðu með ríkis- stjórninni og það sem er mikilvægast, að vera jafnan málsvari réttinda einstakl- ingsins og mannréttinda yfir- leitt.“ En þú reiknar með því að Flokkur mannsins styðji við bakiö á þér? „Ekki endilega. Flokkur mannsins, það eru mjög margir innan hans. Hörðustu stuðningsmenn mínir eru hins vegar úr manngildis- hreyfingunni, að baki flokks- ins, og einnig meðal græn- ingja, þ.e. minir sterkustu stuðningsmenn eru húman- istar. Svo á ég stuðnings- menn þar fyrir utan.“ Hefur þú leitað beint eftir stuðningi ákveðinna stjórn- málaflokka? „Það hefur ekki verið gert, en gæti þó orðið. Ég útiloka enga möguleika." En lítum nú á stefnumál Sigrúnar: „Hvaða mál setur þú á oddinn i stefnuskrá þinni? „Efst á baugi er að geta sinnt mannréttindum. Ég ætla að einbeita mér að því í þessu embætti. Einnig ætla ég að vinna að friði á erlend- um vettvangi og gegn kúgun og misrétti. Ég myndi nota þau ákvæöi stjórnarskrárinn- ar sem heimila forseta aö neita að skrifa undir lög þeg- ar mannréttindi eru brotin, eins og t.d. 1983 þegar samn- ingsréttur var tekinn af með lögum, og ekki hefði ég skrif- að undir lögin sem fólu matarskattinn í sér. Ég vil nota embættið sem sterkan málsvara og virkt tæki til verndar réttindum einstakl- inganna og sem aðhald á ríkisstjórnir. Forsetinn á að ganga á undan sem góð fyrir- mynd. T.d. er áfengisvanda- mál alvarlegasta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar. Því finnst mér að forseti eigi ekki að veita vín í opinberum veislum, burtséð frá því hvað hann gerir i einkalifinu. Varð- andi bruðl og eyðslu í ríkis- kerfinu myndi ég í forsetaem- bætti ganga á undan með góðu fordæmi.“ Sigrúni er tiörætt um vald- svið forseta í viðtalinu og segir m.a. að forseti Islands hafi ekki hingað til notað það vald sem hann hefur sam- kvæmt stjórnarskrá, að vísa lögum til þjóðarinnar ef að ríkisstjórn hyggst fá í gegn lög á Álþingi sem ganga þvert á kosningaloforðin. (Forsetaembættið yrði greini- lega umfangsmikið ef Sigrún næði kjöri.) „Þjóöin hefur ekki haft sterkan málsvara," segir Sigrún í viðtalinu. Helgarpósturinn spyr í framhaldi af þessu hvernig Sigrúnu finnist Vigdís hafa staðið sig í embætti: „Framboði mínu er ekki beint persónulega gegn Vig- disi. Ef það er hægt að tala um að framboðiö sé gegn einhverjum þá er því beint gegn óréttlátu kerfi. Vigdís hefur staðið sig vel miðað við það sem þetta embætti hefur verið hingað til. Spurn- ingin er hvort að við viljum að forseti sé veislustjóri eða ábyrgur aðili. Þó aö forseti hafi alltaf skrifað sjálfkrafa undir lög þá er ekkert sem tekur i burtu ábyrgð einstakl- ingsins. Það verður engin manneskja að stimpli við að taka að sér ákveðið hlut- verk.“ Og svo er bara að benda á það að lokum, að forseta- kosningar í sumar kosta þjóðina um 30 milljónir króna. En hvað er það fyrir ungt og eldhresst lýðveldi? KVARTMÍLUKEPPNI skaut upp á íslandi fyrir all- mörgum árum og lítið heyrst til þeirra bílatöffara að und- anförnu. En í síðasta Helgar- pósti er opnuviðtal við Svavar Svavarsson, stjórnarmann í Kvartmíluklúbbnum og náms- skeiðahaldara í vinnuvél- akstri hjá Iðntæknistofnun. Sigrún forsetaframbjóðandi: Vill endursenda lög til þjóðarinnar ef þau fela í sér brot á kosningalof- orðum Þeim, sem ekki hafa skilið ánægju af kvartmíluakstri er bent á að lesa þetta viötal. Við gefum hér smá sýnishorn af sjónarmiðum kvartmílu- kappans og hvernig tilfinning það er að vera ánetjaður um- ræddri bílafíkn. Þetta er nefnilega ekki spurning um hraða, ef þið haldið það: „Nei, þetta er annað en hraðinn. Það er hröðunin úr kyrrstöðu og svo líka öku- mennskan og sigurtiffinning- in, sem er ekki frábrugðin því sem er í öðrum iþróttum. Annars er náttúrlega ekki sama við hvern þú ert aö keppa. Ég tapaði einu sinni fyrir konu sem var aö fara sitt fyrsta rönn. Það var auðvitað hræðilegt, ég samgladdist konunni, en þá varö mér Ijóst hvað ég var sjálfur slappur. En svona er kvartmílan. Þú getur verið með bestu græj- una í bænum en svo feil- skiptirðu í þriðja... En svo er það líka þetta með tímann. Þaö er eins og hann standi kyrr. Maður bíður á ráslín- unni og finnur tímann hægja á sér. Þessar fáu sekúndur sem maður er að keyra eru eins og jafnmargar mínútur. Heimsmeistarinn og guðfaðir kvartmilunnar, Don Garlits, segir að hann heyri bara i bílnum sínum þegar hann er á ráslínunni, ekkert annað komist að en mótórinn og græna Ijósið. Það er samt kannski ekkert skrýtiö. Þessir Dragsterar keyra á methanol- eldsneyti og þegar þeir hend- ast af stað er eins og hafi verið sprengd dínamít- sprengja. Og það eru einmitt þessir hljóð„effektar“ og gúmmílyktin sem skapa stemmninguna á kvartmilu- keppnum. Það er ekkert varið í að horfa á þetta í sjónvarp- inu. Meira að segja hörðustu islensku kvartmílumennirnir nenna ekki að horfa á þá fljótustu í sjónvarpinu. Þeir eru 5 sekúndur á leiðinni og útilokað að sjá hver er á undan. Maöur verður að vera á staðnum, finna lyktina og heyra í bílunum." Þá vita menn það. í bæ einum andaöist virtur lögfræðingur og var ákveðiö að lögfræðingurinn skyldi grafinn á kostnað bæjarins. Nokkru síðar sátu Siggi sjómaður og Lúlli bakari að sumbli. Lúlli sagði: — Ég var að reikna það út að útför lögfræðingsins kostaði hvern bæjarbúa 100 krónur! Siggi sjóari svaraði að bragði: — 100 krónur! Ég skal glaður borga 10 þúsund kall ef þeir jarða 100 lögfræðinga í viðbót! kaffinu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.