Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 20. maí 1988
FRE TTASKYRING
Haukur Holm
skrifar
Verður krónan svipt
frelsinu á gráa
markaðnum?
Meðal tillagna Alþýðu-
flokks um hliðarráðstafanir
vegna gengisfellingarinnar,
er bindiskylda á allan fjár-
magnsmarkaöinn, en Gunnar
Óskarsson hjá Fjárfestinga-
félaginu segir sitt álit á bindi-
skyldu neikvætt og slikt
þekkist hvergi annarsstaðar i
heiminum. Ekki sé hægt aö
jafna verðbréfasjóðum og
bönkum saman. Á næsta
þingi verður að öllum líkind-
um lagt fram frumvarp um
reglur varðandi fjármögnun-
arfyrirtæki og verðbréfasjóði.
Hinn svokallaói „grái mark-
aóur“ hefur náö aö skapa sér
sess á íslenskum fjármála-
markaói. Þessi nafngift á við
fjárfestinga- og verðbréfa-
sjóöi þá er á undanförnum ár-
um hafa gerst æ meira áber-
andi í samkeppninni viö
bankana um sparifé lands-
manna. Steingrímur
Hermannsson utanríkisráö-
herra hefur gengiö svo langt
aö kalla þá ófreskju, og koma
þurfi böndum á hana.
Bindiskylda?
í viöræóum stjórnarflokk-
anna um gengisfellinguna og
hliðarráðstafanir vegna henn-
ar, var komið inn á þetta sviö.
Meðal tillagna Alþýöuflokks
segir meöal annars, aö
starfskjör þeirra aöila sem
starfa á innlendum fjár-
magnsmarkaói veröi sam-
ræmd. Meðal annars fái
Seðlabakinn heimild til aö
beita bindiskyldu og lausa-
fjárkvööum á alla er þar
starfa. Lagt er til aö öllum
verðbréfasjóðum verði skylt
aó kaupa ríkisskuldabréf fyrir
30% af aukningu sjóöanna
frá 15. maí 1988, og skila árs-
fjórðungslega skýrslu til
bankaeftirlitsins um sam-
setningu eigna og skulda.
Tillögur Framsóknarflokks
voru á svipuðum nótum, hvaö
varðar atriðiö um aö skylda
verðbréfasjóói til'að hafa
ákveóna lausafjárstööu, til
dæmis meö kaupum á ríkis-
skuldabréfum. Sjálfstæðis-
flokkur minntist hins vegar
ekki einu orði á þessa hluti í
sínum tillögum. Aö vísu voru
Alþýðuflokkur og Sjálfstæö-
isflokkur sammála um að
fara að tillögum Seölabank-
ans, um aö bindiskyldu inn-
lánsstofnana veröi hækkuö
um 2%, úr 13% í 15%.
Neikvœtt álit á bindi-
skyldu
En hvernig skyldu hug-
myndir um bindiskyldu á fjár-
magnsmarkaðinn, falla
stjórnendum fjármagns- og
veröbréfafyrirtækjanna í geð?
„Álit mitt á bindiskyldu
sem slíkri yfir höfuö, er mjög
neikvætt, hvort sem þaö er
hja veröbrétasölum eða bönk-
um. Þó er þarna viss eðlis-
munur, og bindiskylda á verð-
bréfafyrirtæki almennt jsekk-
ist hvergi í heiminum, viö er-
um þá aö finna upp einhverja
nýjung þarna. Þannig að
þetta er mjög einkennilegt
mál,“ segir Gunnar Óskars:
son hjá Fjárfestingafélagi ís-
lands hf. í samtali við Alþýöu-
blaöiö.
Veröi bindiskylda að veru-
leika, þá sé eðlilegast aö
þær vörur sem þeir séu í
samkeppni við s.s. veödeild-
arbréf bankanna, skuldabréf
fyrirtækja, Iífeyrissjóöi, spari-
skírteini ríkissjóös og fleira,
ef samræmdar aögeröir eiga
aó gilda I þessum málum. Því
sé verið með frumvarpsdrög-
um sem kynnt hafa verið á
Alþingi, um bindiskyldu
einungis á veröbréfasjóöi, sé
verið aö auka misræmi aðila
fjármagnsmarkaöarins, en
ekki að jafna aðstöðuna, eins
og upphaflegur tilgangur
málsins hafi verið. Lagði
Gunnar áherslu á aö þó
bindiskylda sé hjá bönkum
séu þessir tveir aöilar það
ólíkir, aö engan veginn sé
hægt að jafna þeim saman.
Fé bundið fram
yfir aldamót?
I flestum eöa öllum þeim
skuldabréfum sem fjármögn-
unarfyrirtækin bjóða upp á,
er tekið fram, aö gjalddagi
bréfsins sé árið 2005 eöa
2015 svo dæmi sé tekið. Á
blaðamannafundi fyrir
skömmu, sagðist Steingrímur
Hermannsson ekkert skilja í
því fólki sem væri aö setja fé
sitt I svona bréf, þar sem
hægt væri aö binda það í 17
ár eða meira.
Gunnar Óskarsson segir
þessar dagsetningar vera ein-
göngu tæknilegs eölis. Til
þess aö hægt sé að kalla
bréfið skuldabréf, þurfi aö
vera á því ákveðinn gjalddagi.
Þar með fái þaö skattalega
meðhöndlun sem skuldabréf,
sem sé hagstæóari, en ef tal-
að væri um peningana sem
eigiö fé. Þessir gjalddagar
hafi hins vegar ekkert með
gjalddaga bréfanna aö gera,
enda séu þau aö jafnaði ínn-
leyst samdægurs. „Þó ein-
hver innlausn kæmi, þá
myndi hún ekki skaöa okkur
verulega, og ég geri ekki ráó
fyrir aö kúnnarnir þyrftu aö
bíöa neitt frekar en fyrri dag-
inn.“
Nýjar reglur
í október síöastliðnum
kynnti Samstarfsnefnd verð-
bréfasjóða reglur sem hún
haföi komið sér saman um,
varðandi starfsemi íslenskra
verðbréfasjóöa. í þeirri sam-
starfsnefnd áttu fulltrúa
Kaupþing, Fjárfestingafélag-
ið og Veröbréfamarkaóur lön-
aðarbankans en þetta munu
vera þrjú stærstu fyrirtækin á
þessu sviði.
Tilgangur þessara reglna,
var að samræma starfsfyrir-
komulag íslenskra veröbréfa-
sjóöa, meö myndun sam-
starfsnefndar og samræma
upplýsingagjöf um árangur
og veröbréfasamsetningu til
þeirra sem hagsmuna eiga
aö gæta.
Björn Friðfinnsson aöstoö-
armaöur Jóns Sigurðssonar
viöskiptaráöherra sagði í
samtali við blaöiö, aö á veg-
um ráðuneytisins starfaöi
átta manna nefnd sem væri
aö fjalla um reglur varóandi
fjármögnunarfyrirtæki og
verðbréfasjóði og verðbréfa-
miðlanir, og væru þau nú til
umsagnar á nokkrum stöö-
um, og nú sé hún aö vinna
aö drögum að frumvarpi um
fjármögnunarleigur.
Björn segir að frumvarpið
sé á þeim nótum að tryggja
hag þeirra sem séu aö spara
í veröbréfasjóðunum. Ekki sé
sérstaklega gert ráö fyrir
bindiskyldu í því, en þó sé
þar opin heimild til þess.
Ekki hafi unnist tími til aö
leggja þetta fram áöur en síð-
asta þingi var slitið, og veröi
þetta því aö öllum líkindum
lagt fram á næsta þingi I
haust.
Þaö mun koma í Ijós á
næstunni, hvort „ófreskjan"
verði beisluö eða ekki, og
hvernig hún muni bregöast
viö og haga sér verði af því.