Alþýðublaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. maí 1988
5
SJAVARSIÐAN
Umsjón:
Þórleifur Ólafsson
110 TONN
NOREGS
Vélaverkstœði J. Hinriksson:
AF TOGHLERUM TIL
í EINNI SENDINGU
Vélaverkstæöi J. Hinriks-
sonar sendir á næstu dögum
110 tonn af toghlerum og
ýmsar gerðir af blökkum og
dekkrúllum til Noregs. Þessi
togbúnaöur fer allur í nýja
togara, sem nú eru í smíðum
i Noregi.
Jósafat Hinriksson fram-
kvæmdastjóri sagði í samtali
viö Alþýðubiaðiö að hlerarnir
væru allir af Fo|y-lce gerð og
væru 4100 kg hver hleri. Kvaó
hann togarana, sem fengju
þessa hlera vera ýmist í eigu
Norðmanna eða fyrirtækja í
Seattle í Bandarikjunum, en
þeir togarar eiga að stunda
veiðar við Alaska.
Stærsti togarinn er 84
metrar að lengd og er búinn
tveimur 3400 hestafla vélum.
Að sögn Jósafats, þá hefur
sala á Poly-lce toghlerum
aukist mjög mikið til Noregs
að undanförnu og virðist ekk-
ert lát vera á pöntunum það-
an.
Þorskblokkin hefur lækkaö mjög í veröi á Bandarikjamarkaði á undanförnum mánuðum eöa um 30 cent hvert
pund.
Bandaríkjamarkaður:
GUÐBJÖRG ÍS KOMIN
HEIM ÚR BREYTINGUM
Aflaskipið Guðbjörg IS-46,
kom til heimahafnar á ísafirði
í fyrrakvöld eftir gagngerðar
breytingar. Breytingarnar á
Guöbjörgu voru framkvæmd-
ar í Þýskalandi og var togar-
inn meðal annars lengdur um
11 metra. Við lenginguna
eykst lestarrými togarans um
80 tonn. Guðbjörg hélt til
veiða á nýjan leik í gær-
kvöldi.
Fiskmarkaðirnir:
HELDUR HÆRRA
MEDALVERÐ EN
SÍDUSTU VIKUR
ÞREFALT MINNA SELT AF
Þ0RSKBL0KK EN 1980
Utflutningur þorskblokkar
frá íslandi til Bandaríkjanna
var þrefalt minni á síðasta
ári en árið 1980. Árið 1980
fluttu íslendingar 17.100 tonn
af þorskblokk til Banda-
ríkjanna, en á síðasta ári nam
þessi útflutningur aðeins
6.300 tonnum og árið 1986
var útfiutningurinn 12.700
tonn. Kom þetta meðal
annars fram á aðalfundi lce-
land Seafood Corp. sem
haldinn var í Reykjavik á mið-
vikudag.
Þorskblokk hefur lækkað
mjög í verði á Bandaríkja-
markaði á undanförnum
mánuðum, eða um 30 cent
hvert pund og margt bendir
til að þorskblokk muni enn
lækka í verði.
Á aðalfundi lceland Sea-
food Corp. kom fram, að fyrir-
tækið hefur orðið fyrir veru-
legum áföllum vegna lækk-
andi söluverðs og er nú þeg-
ar Ijóst að afkoma þessa árs
verður mun lakari en í fyrra
meðal annars vegna verð-
lækkana á þeim miklu birgð-
um, sem fyrirtækið á.
Verðmæta aukning fyrir-
tækisins varð í heildarsölu
milli áranna 1986 og 1987
sem nam 10%, eða úr 157.1
milljón dala í 172.7 milljónir
dala. Hins vegar varð um 6%
magnminnkun, þ.e. úr 49.300
tonnum 1986 í 46.300 tonn á
síðasta ári. Sala fiskflaka
dróst saman um 17%, eöa úr
rösklega 15.400 tonnum 1986
í 12.900 tonn 1987. Söluverð-
mæti flaka varð á hinn bóg-
inn nánast hið sama, eða
rösklega 57 milljónir dala.
Verð á fiskmörkuðunum í
Reykjavík og Hafnarfirði
hækkaöi nokkuð i síðustu
viku frá því sem verið hefur,
en hafa skal þó i huga að
framboö á báðum stöðum var
frekar lítið. í Hafnarfirði voru
seld 268.4 tonn fyrir 7.3
millj.kr. og þar var meðalverð
kr. 27.44.
Á Faxamarkaði voru seld
172 tonn fyrir 4.6 millj.kr. og
þar var meðalverð 27.12.
Meðalverð fyrir þorsk í
Hafnarfirði 37.16 og fyrir
Mjög góð rækjuveiði hefur
verið hjá færeyskum togur-
óslægðan þorsk 38.65. I
Reykjavík var meðalverðið
fyrir þorsk hins vegar 39.25.
Samtals voru seld um 120
tonn af þorski á mörkuð-
unum. Þá voru seld 121 tonn
af grálúðu i Hafnarfirði og
meðalverö fyrir hana 19.49.
Fyrir ýsukílóið fengust 44.55
í Hafnarfirði og 50.44 í
Reykjavík. Karfakílóið seldist
á 19.61 i Hafnarfirði, en 10.25
í Reykjavik. Ufsi var sem fyrr
á lágu verði eöa á milli 12 og
13 kr. hvert kg á báðum stöð-
um.
um, sem leyfi hafa til veiða
við Kanada og hefur afli
þeirra komist upp í 30 tonn á
sólarhring. Rækjumiðin við
Kanada fundust á síðasta ári
og virðast þau vera mjög stór
og mikið af rækju á ferðinni.
Rækjutogarinn Artic Vik-
ing fór fyrir skömmu af mið-
unum áleiðis til Færeyja með
fullfermi eða 450 tonn. Tók
það togarann aðeins 30 daga
að ná þessum afla. Til sam-
anburðar má geta þess að
íslensku rækjutogararnir fá
yfirleitt ekki mikið meira en
100 tonn I hverjum mánuði.
HÆKKANDI VERÐ Á
FISKMÖRKUÐUM í ENGLANDI
— en markaðirnir þola ekki mikið framboð
450 TONN AF RÆKJU
EFTIR MÁNAÐARÚTHALD
Verð á þorski, sem seldur
er á fiskmörkuðunum í
Grimsby og Hull hefur hækk-
að lítillega siðustu daga og
að sögn forsvarsmanna sölu-
fyrirtækjanna virðist líta
sæmilega út með sölur í
næstu viku.
Pétur Björnsson hjá ísberg
Ltd. í Hull sagði, að verð á
fiski hefði hækkað eftir því
sem liðið hefði ávikuna, en
þess bæri þó að gæta aö
ekki hefði verið mikið á mörk
uðunum síðustu tvo dagana.
Pétur sagðist telja, að næsta
vika gæti orðið nokkuð góð,
sérstaklega þar sem flest
benti til að ekki yrði um mik-
ið framboð að ræða frá ís-
landi.
Jón Olgeirsson hjá Fylki
Ltd. tók I sama streng og
Pétur og sagði að framboð
þyrfti ekki að aukast mikið til
þess, að verð lækkaði á nýj-
an leik. „Það er hætt við að
markaðurinn verði frekar
veikur næstu vikur, í það
minnsta þá daga sem mikið
af fiski verður á terðinni,"
sagði hann.
I dag, föstudag, á Þorri frá
Fáskrúðsfirði, að selja í
Grimsby og í næstu viku eiga
tvö islensk skiþ að selja I
Bretlandi. Þá er ekki reiknað
með, að meira en 50 til 60
gámar verði sendir á markað-
ina I Englandi i næstu viku.
Eitt andartak í
umferðinni getur kostað'
margar andvökunætur.
UMFEREWR
RAÐ