Alþýðublaðið - 26.05.1988, Page 5

Alþýðublaðið - 26.05.1988, Page 5
Fimmtudagur 26. maí 1988 5 FRÉTTASKÝRING Kristján Þorvaldsson skrifar tzá Freðfiskur á Bandaríkjamarkaði: VAR HÆGT AO SJÁ FYRIR IIM VERDLÆKKANIRNAR? Frétt um verðlækkun á frystum þorskflökum á Bandarikjamarkaði kom sem reiðarslag yfir þjóðina og fiskvinnslufyrirtækin í land- inu, sem sáu fram á ögn bjartari dag eftir gengisfell- ingu og vilyrði frá rikisstjórn- inni um lagfæringar. í einu vetfangi er ávinningur geng- isfellingarinnar tekin til baka. Bakslag Það var á mánudag sem verðlækkun varð hjá Cold- water Seafood, um 8 til 11% á frystum þorskflökum á almennum markaði í Banda- ríkjunum. Á þriðjudag komu stjórnendur lceland Seafood saman til fundar og ákváðu lækkun til samræmis, eða 8 til 11,5% á frystum þorskflök- um. Að mati Sigurðar Markússonar framkvæmda- stjóra Sjávarafurðadeildar Sambandsins þýðir þetta um 150 milljóna króna tap fyrir frystihús SÍS á ársgrundvelli. Talið er að tekjutap SH-frysti- húsa verði um 200 milljónir. ' Skýringar sem forsvars- menn gefa eru að ekki hafi lengur verið hægt að halda úti svo háu verði sem tekist hefur siðustu misseri, en Kanadamenn hafa selt sínar afurðir langt undir verði ís- lenskra. Birgðasöfnun Strax I lok október i fyrra, fyrir rúmu hálfu ári slðan, sagði frá þvl I frétt I Alþýðu- blaðinu að samkvæmt opin-. berum bandariskum upplýs- ingum hefði átt sér stað mikil birgðasöfnun á þorsk- flökum og frekari birgðasöfn- un spáð. Helstu ástæður voru taldar hátt verð og að upp væri komin eins konar andstaða hjá kaupendum þess vegna. Þeir snéru sér þvl I auknum mæli að nauta- kjöti og kjúklingum. Þessi frétt var borin til baka af full- trúum stóru samtakanna, sem sögðu þetta ekki eiga við um Islensku sjávarafurö- irnar. Þeirvöruðu við „of mikilli panik“. Upplýsingum haldið leyndum? Óttar Yngvason hjá ís- lensku útflutningsmiðstöð- inni, sem er eitt þeirra nýju fyrirtækja sem fengið hefur leyfi til útflutnings á Banda- rlkjamarkað, segir hins vegar að sjá hafi mátt fyrir þá lækk un sem nú orðin er: „Fyrir rúmu hálfu ári lá þetta Ijóst fyrir. Þeir eru búnir að vera að þrauka, en hafa haldið uppi röngum hugmyndum um markaðinn. Þeirsem stjórna þessu hafa allan tím- ann gefið umbjóðendum sln- um rangar vonir um mögu- leikana I atvinnurekstrinum og skaðaö þar með aðila samtakanna stórkostlega," sagði Óttar við Alþýðublaðið I gær. Hann telur að menn hafi getaö séð fyrir um verðþró- unina meira og minna alla slðustu sjö mánuði og því hafi framleiðendur innan- lands veriö látnir reikna sína afkomu út frá röngum forsendum allan tlmann.“ Þetta er ein af ástæðum þess gífurlega vandamáls sem fiskvinnslan stendur frammi fyrir. Ég tel reyndar að grunnvandamálið sé fast- gengi sem nánast hefur veriö látið haldast slöustu þrjú ár á sama tlma og menn hafa bú- ið við 25% veröbólgu að meöaltali á ári. Þetta hefur leitt til þess að fiskvinnslan I landinu er komin á hnén,“ sagði Óttar. Siguröur Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SÍS segist ekki geta tekið undir skoðun Óttars um að sölusamtökin hafi haldið uppi röngum upplýsingum um markaðinn: „Mér finnst að með þessum ummælum sé verið að gefa til kynna að sölusamtökin hafi haldið uppi of háu I of langan tlma. Þessari skoðun hlýt ég að vera ósammála," sagði Siguröur. Sambandsleysi Hvers vegna ættu forsvars- menn sölusamtakanna að vera að liggja á upplýsingum. Hvers vegna ættu þeir ekki að segja rétt til um markað- inn? Öttar Yngvason segir að þótt hæfir menn gegni störf- um áerlendri grund standi þeir ansi fjarri fjöregginu, framleiðendunum sjálfum: „Þeir eru ekki í stöðu manns- ins I frystihúsinu, sem á ekki inni á tekkheftinu fyrir launa- greiðslum morgundagsins. Þeir hafa þvl allt önnur við- horf en maöurinn I eldlln- unni. Þeireru svo fjarlægir." Óttar sagði að svo virtist sem upplýsingar berist ekki með eðlilegum hraða frá markaðshliðinni til framleið- andans. Þetta segir Sigurður Markússon rangt a.m.k. hvað varðar Sjávarafurðadeildina sem hefur hvatt aðila innan sinna vébanda til að setja upp telex sem gefur regluleg- ar upplýsingar um stöðu og þróun á markaönum. Sigurð- ur sagði mikla áherslu lagða á þetta upplýsingastreymi hjá Sjávarafuröadeildinni. Útflutningsleyfi og upplýsingastreymi „Getur verið að sölusam- böndin stóru hafi verið að vonast til þess að halda áfram einokun sinni á Banda- rlkjamarkaði og gefa mönn- um vonir um aðrar markaðs- horfuren raunverulega áttu sér staö,“ spyr Óttar Yngvars- son og bætir við: „Þetta hvarflar að mönnum.“ Hann bendir á að ákvörðun Cold- water og lceland Seafood hafi „komiö nánast I beinu framhaldi" við ákvörðun Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra um að veita leyfi til útflutnings á Banda- ríkjamarkað. En lengi var beð- ið I óvissu um hvort Stein- grímur myndi staðfesta þá stefnu sem Jón Sigurðsson markaði skömmu áður en út- flutningsverslunin var flutt til utanríkisráðuneytisins. Þessu andmæla fulltrúar stóru fyrirtækjanna og benda m.a. á að þau hafi verið með I ráðum þegar Steingrlmur samdi sérstakar reglur sem verða látnar gilda við veitingu leyfa. Þau hafi síður en svo lagt neina ofuráherslu á einkarétt sinn til útflutnings. Verð lækkað á undan samningum við Silver’s Nokkrir aðilar sem blaðið ræddi við I gær sögðu tlma- setningu verðlækkana afar furðulega, Bentu þeir á að samið væri um almenna lækkun nokkrum dögum áður en gengið er til samn- inga við stærsta einstaka fiskkaupandann, Long John Silver’s veitingahúsakeðjuna. Þessi stóri kaupandi hefur hingað til notið ýmissa sér- réttinda og má því fastlega búast við frekari verðlækkun þegar gengið verður til samn- inga við hann. Núverandi samningur lceland Seafood gildir til 1. júlí næstkomandi en talið er að næsti samning- ur muni að llkindum gilda til þriggja til 6 mánaða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.