Alþýðublaðið - 02.06.1988, Page 1

Alþýðublaðið - 02.06.1988, Page 1
 STOFNAÐ Fimmtudagur 2. júní 1988 1919 101. tbl. 69. árg. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins: „ERIIM LÖGHLÝÐNIR EF VID NJÓTUM RÉTTLÆTIS' ‘ Óskar ráðleggur yfirnefnd að láta sjómenn vita um fiskverð fyrir hátíðisdag þeirra á sunnudaginn. Óskar Vigfússon formaöur Sjómannasambandsins segir aö sér komi spánskt fyrir sjónir, aö yfirnefnd verðlags- ráðs skuli enn ekki hafa tekið ákvörðun um fiskverð. „Það getur vel verið að menn séu eitthvað bangnir við dag sjó- manna, sem er á sunnudag- inn. Ég myndi raðleggja þeim aö láta sjómenn vita sem fyrst hvar þeir standa, en ekki bíða með það fram yfir þennan hátiðisdag þeirra,“ sagöi Óskar við Alþýðublaðið í gær, en vildi ekki skýra nán- ar hvað fælist i þessum orð- um. „Við erum löghlýðnir menn,“ sagði hann „það er að segja ef við njótum rétt- lætis.“ Fundi sem vera átti í yfir- nefnd í gær var frestað til dagsins í dag. Ekki virðist sem nefndarmenn séu komn- ir niður á neina fastheldna tillögu. Óskar sagöist ekki vita hvað vefðist fyrir nefnd- inni, því hann teldi að fyrir hendi væru öll gögn sem á þarf að halda við slika ákvörðunartöku. „Þeir voru fljótir að taka afstöðu til mála við síðustu fiskverðsákvörðun," sagði Óskar. „Þegar fiskverð tók engri hækkun, þá þurfti ekki nema þrjá fundi. Nú funda menn dag eftir dag, án þess að nokkuð út úr því komi.“ Sjómannasambandið telur, að ef vel eigi að vera þurfi 17% hækkun, svo sjómenn standi jafnfætis öðrum mið- að við launaþróunina á und- anförnum misserum. En ríkis- stjórnin hefur markað þeim eins og öðrum fastan bás með bráðabirgðalögum. „Það er það minnsta að við njótum þá í fiskverði þess sama rétt- lætis og aðrir,“ sagði Óskar. AöiIdarfélög sjómanna- sambandsins voru öll búin að gefa sambandinu heimild til að boða verkfall frá og með miðjun júní, en eftir setningu bráðabirgðalaganna verður ekki af þvi frekar en öðrum vinnustöðvunum. Því hafa engir samningafundir verið haldnir. Óskar vildi engu svara þeg- ar blaðið spurði hann hvort gripið yrði til skipulegra aðgerða af hálfu sjómanna. Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði leggur til að sjóðurinn verði lagður niður en engar tillögur liggja fyrir um hvernig inneign- irnar skiptast til fyrirtækja í sjávarútveginum. Ríkisstjórnarfrum- varp vœntanlega lagt fram í haust. Nefnd sem sjávarútvegs- ráðherra skipaöi i janúar s.l. til að endurskoða lög og regl- ur um Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaöarins leggur til að sjóð- urinn verði lagður niður og komið verði á fót sérstökum sveiflujöfnunarsjóöum innan einstakra fyrirtækja. Talið er líklegt að ríkisstjórnin taki endanlega afstöðu til þess að leggja sjóðinn niður í sumar og frumvarp um þaö veröi lagt fyrir Alþingi í haust. í skýrslu nefndarinnar er ekki að finna tillögur um hvernig þeim innistæðum sem i sjóðnum eru skuli ráð- stafað til einstakra greina sjávarútvegsins en I dag er áætlað að eignastaða sjóós- ins miðaða við núverandi gengi rúmlega 1600 milljónir króna. Búist er við talsverðri togstreitu milli hagsmuna- aðila um hverfiig innistæðun- um skuli skipt en nefndin leggur til að sjóðsstjórn verði falið að ákveða greiðslur úr honum í formi verðbóta á afurðir þannig að hann tæm- ist átilgreindu tímabili, t.d. 24 mánuðum og verði höfð hliðsjón af rekstrarstöðu fyr- irtækja ( hverri framleiðslu- grein. Flestir fulltrúar þeirra sam- taka sem aðild eiga að sjóðn- um hallast að því að leggja beri Verðjöfnunarsjóðinnn niður. Friðrik Pálsson for- stjóri S.H. segir í samtali við Alþýðublaðið að þar sem sjóðurinn hafi í nokkur misseri verið sem gengis- jöfnunarsjóður i stað þess að vera eiginlegur verðjöfnunar- sjóður, hafi flestir sem að sjóðnum standa misst algjör- lega trú á að hann væri nokk- urs virði. „Ég tel eðlilegt að reynt verði að tryggja að þeir sem lagt hafa þessa peninga til hliðar fái þá til sín. Hvern- ig það verður nákvæmlega reiknað er þó ekki hægt að ræða í blöðurn," sagði Friðrik 80 ára afmœli Hafnarfjarðar: HAFNFIRÐINGAR FENGU HELLISGERÐI AD GJÖF Á 80 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar í gær afhenti Málfundafélagið Magni bæj- arfélaginu Hellisgerði að gjöf. Ellerf Borgar Þorvalds- son formaður Magna afhenti Jónu Ósk Guðjónsdóttur forseta bæjarstjórnar afsalið fyrir Hellisgerði, við hátíð- lega athöfn i garðinum. „66 ára yfirráðum Magna yfir Hellisgerði er nú lokið, en skráð er mikil saga merkra manna sem lögðu alla sína krafta í að skapa þennan unaðsreit í Hafnar- firði,“ sagði Ellert Borgar um leið og hann afhenti gjöfina. Upphaflegi tilgangur þeirra Magnafélaga var að skapa garð sem yrði til skemmtun- ar, stuðla að aukinni ræktun i bænum, jafnframt þvi að varðveita hið sérkennilega landslag í Hafnarfirði. „Þetta hefur allt tekist og nú er það okkar að halda starfinu áfram sem veriö hefur,“ sagði Jóna Ósk I þakkarræðu sinni. aðspurður um greiðslu inn- eigria in einstakra greina sjávarútvegsins. (Sjá frétta- skýringu á baksíðu). Þessir ungu piltarvoru aö helluleggja viö Hellisgerði rétt áður en hátíð- arhöld hófust i garðinum í gær. A-mynd Róbert. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins: BUIST VIÐ TOGSTREITU UM INNISTÆÐURNAR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.