Alþýðublaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 2. júní 1988
SMÁFRÉTTIR
Ovenjulegt
námskeið fyrir
ungt fólk
Fyrstu dagana í júní hefst
kennaranámskeið þar sem
fjallað verður um stærðfræði-
nám. Ýmsar nýjar leiðir verða
reyndar og boðin skemmtileg
verkefni bæði úti og inni.
Margvisleg hjálpargögn verða
notuð svo sem vasareiknar
og tölvuforrit.
Dagana 13.-15. júní er ætl-
unin að reyna viðfangsefnin
með nemendum á aldrinum
7-12 ára og verður unnið í litl-
um hópum. Um er að ræða
timann frá 13.00 til 16.00 dag
hvern. Ekki skiptir máli hvað
nemendur hafa lært áður.
Unnt er að taka 40 ung-
menni á námskeiðið og það
er þátttakendum að kostnað-
arlausu. Þeir sem hafa áhuga
á þessu óvenjulega nám-
skeiði eru beðnir að hafa
samband við Kennaraháskóla
Islands, endurmenntunar-
deild, sími 688700 ekki síðar
en fimmtudaginn 2. júní n.k.
Nánari upplýsingar veitir
stjórnandi námskeiðsins,
Anna Kristjánsdóttir í sama
síma.
Áskorun fisk-
vinnsludeildar
VMSÍ
Fundur í stjórn fiskvinnslu-
deildar Verkamannasam-
bands íslands haldinn mánu-
daginn 30. maí 1988 fordæm-
ir ósvifna árás rlkisstjórnar-
innar á samningsrétt verka-
lýðsfélaganna og þá kjara-
skerðingu sem henni fylgir.
Stjórnin mótmælir harð-
lega lagaboði um kjaraskerð-
ingu og afnám samningsrétt-
ar, og skorar á rlkisstjórnina
að afturkalla lagasetninguna
svo verkafólk endurheimti
frjálsan samningsrétt. Stjórn
deildarinnar skorar á fisk-
vinnslufólk um land allt að
Á namskeiðinu i Kennaraháskól-
anum verður unnið í litlum hóp-
um. Notuð verða margvísleg
hjálpargögn.
búa sig undir að fylgja þess-
ari áskorun eftir af fullri ein-
urð ef þurfa þykir.
Yfirlýsing
stuðnings-
manna
Sigrúnar
Þorsteins-
dóttur
Stuöningsmenn Sigrúnar
Þorsteinsdóttur forsetafram-
bjóðanda hafa sent frá sér
yfirlýsingu. í henni segir m.a.:
„Sú ákvörðun frú Vigdísar,
að vilja ekki tjá sig um þetta
mikilvæga mál á opinberum
vettvangi ermikil vanvirðing
við þjóðina. Sérstaklega
vegna þess að samkvæmt
stjórnarskránni á forseta-
embættið að vera virkur milli-
liður milli stjórnvalda og
fólksins í landinu. En þetta
ákvæði hefur aldrei verið virt.
Einnig sýnir þetta yfirlæti
gagnvart fólkinu f landinu í
Ijósi þess að nú nýverið var
samningsréttur tekinn af
launþegum landsins sem er
gróft brot á mannréttindum
og almenningur fékk ekki að
tjá sig um þetta mannrétt-
indabrot.
Til þess að kjósendur hafi
möguleika á því að taka mál-
enfalega afstöðu í þessum
kosningum þurfa þeir að
kynnast vel sjónarmiðum
beggja frambjóðenda. Kosn-
ingarnar snúast um þau dýr-
mætu lýðréttindi sem stjórn-
arskráin hefur að geyma og
hvernig á að beita þeim.
Kosningabaráttan ætti að
varpa skýru Ijósi á þetta
atriði og hverjir eiga að fara
meö völdin í þessu landi.
Þjóðin hefur haft tækifæri
til þess að fylgjast með störf-
um frú Vigdísar Finnboga-
dóttur sem forseta en hefur
haft takmarkaða möguleika á
því að kynnast hugmyndum
hennar um það hvernig lýð-
ræðið gæti þróast.“
GRÓSKAí
Gangskör’
Meðlimir Gallerí Gangskör
opna sýningu á verkum
sínum laugardaginn 4. júní
n.k. Sýningin stendur til 19.
júní og er opin á þriðjudög-
um til föstudags frá kl. 12.00-
18.00 og á laugardögum og
sunnudögum frá kl. 14.00-
18.00. Sýningin ber heitið
Gróska.
Skógræktar-
dagurinn í
Hafnarfirði
Skógardagur Skógræktar-
félags Hafnarfjarðar og
Garðabæjar er á laugardag-
inn kemur, 4. júni og hefst kl.
14.00
Þeir sem taka vilja þátt í
skógardeginum aka, ganga
eða hjóla svo sem leið liggur
eftir Kaldárselsvegi að Gróðr-
arstöð félagsins við Hval-
eyrarvatn. Þar fer fram kynn-
ing á Gróðrarstöðinni og á
eftir gefst fólki kostur á að
planta út trjám.
Starfsemi Skógræktar-
félagsins hefur verið öflug og
er vaxandi. Milt veöurfar tvö
undanfarin sumur hefur
aukið gróðursældina og
áhuga fólks fyrir trjárækt og
garðagróðri.
Stjórn Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar og Garðabæjar :
skorar á allt áhugafólk um
skógrækt að mæta vel og
stundvíslega á skógardaginn.
Nýr kjara-
samningur
KRON og VR
KRON, Kaupfélag Reykja-
víkurog nágrennis hefur
undirritað með venjulegum
fyrirvara, nýjan kjarasamning
við VR, Verslunarmannafélag
Reykjavíkur.
Þessi nýi kjarasamningur
er sambærilegur þeim samn-
ingum sem gerðir voru við
verslunarfólk utan Reykja-
víkur. í samningnum felast
meiri kjarabætur en í gild-
andi samningum verslunar-
fólks í Reykjavík við VSÍ,
Vinnuveitendasamband ís-
lands og VMS, Vinnumála-
samband samvinnufélaga.
Á launaskrá hjá KRON eru
um 400 manns, þannig að um
stóran hóp launþega er að
ræöa sem fær laun sam-
kvæmt þessum nýju kjara-
samningum.
„Maðurinn í
forgrunni” að
Kjarvalsstöðum
Á Listahátíð 1988 verður
brugðið Ijósi á manninn í ís-
lenskri myndlist og litið á
hvernig íslenskir myndlistar-
menn hafa málað og mótað,
túlkað og tjáð myndefnið
„Maðurinn" í mismunandi
formgerðum og stíl. Sýningin
sem haldin verður að Kjar-
valsstöðum fjallar um hvern-
ig fígúran birtist í verkum is-
lenskra listamanna — málara
og myndhöggvara — síðast-
liðna tvo áratugi.
Ákveðið var að reyna að
halda sýningunni að mestu
innan tímamarka tveggja ára-
tuga (1965-1985); þetta hefur
þó reynst nokkrum vand-
kvæðum bundið og við úr-
vinnslu hefur verið hliðrað til
og tekin með bæði eldri og
yngri verk, í þeirri trú að þau
auki styrk sýningarinnar og
gefi henni heillegri mynd. —
Hér má einnig nefna, að
þessi sýning telst liöur í
sögulegum yfirlitssýningum
ávegum Menningarmála-
nefndar Reykjavíkurborgar,
og er á vissan hátt hugsuð
sem framhald af abstraktsýn-
ingunni sem haldin var að
Kjarvalsstöðum i byrjun árs
1987.
Þegar byrjað var að velja
myndir á sýninguna kom
fljótt í Ijós að í raun er lista-
sagan oftast lagskipt. Á þeim
tíma, sem fram koma afger-
andi breytingar í íslenskri
myndlist og fígúran öðlast
meira rými um miðjan 7. ára-
tuginn, voru einmitt nokkrir
af eldri listamönnum þjóðar-
innar, svo sem þeir Jóhannes
Kjarval, Gunnlaugur Schev-
ing og Jóhann Briem, á há-
tindi ferils síns sem fígúra-
tífir listmálarar. Það varð því
samdóma álit sýningarnefnd-
arinnar að nauðsynlegt væri
að hafa á sýningunni nokkur
verk eftir þessa listamenn til
að sýna ákveðið samhengi í
fígúratífri myndlist á íslandi.
En jafnframt voru valin til
sýningar verk eftir helstu
listamenn, sem haft hafa
manninn að megin myndefni
sínu á þessu tímabili, og
með fáeinum verkum reynt
að sýna þróunina í list þeirra.
Alls eru hér rúmlega 130 verk
eftir 47 listamenn, og eiga
listamenn og fjölmargir eig-
endur einstakra listaverka
þakkir skildar fyrir að lána
verk sín á sýninguna.
Sýningin verður opnuð
sunnudaginn 5. júní kl. 14, og
stendur til 10. júlí.
Þakkarávarp
Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu víðsvegar á landinu
sem heiðruðu mig með blómum, gjöfum og heillaskeytum
og heimsóttu mig á sjötugs afmœli mínu þann 27. maís.l.
Eg er djúpt snortinn af vináttu ykkar og hlýhug. Með
brœðralags kveðju jafnaðarstefnunnar til ykkar allra.
Jóhann G. Möller
Siglufirði
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
Lausar stöður við
framhaldsskóla
Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus til
umsóknar kennarastaða í þýsku og einnig kennara-
staða í stærðfræði og eðlisfræði.
Við Fjölbrautaskólann við Ármúla er laus 1/2
kennarastaða í vélritun.
Umsóknirásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík fyrir 20. júní næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
REYKJMIIKURBORG
Jauéa* Sfádur
ARKITEKT
Laus er til umsóknar staða arkitekts við borgar-
skipulag Reykjavíkur.
Upplýsingar hjá forstöðumanni eða Bjarna Reynars-
syni, símar: 26102 og 27355.
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
Vegna forsetakosninganna 1988 hefst í Ármúlaskóla
Ármúla 10, laugardaginn 4. júní en ekki mánudaginn
6. júní 1988. Opið er frá kl. 10-12 og 14-18 og 20-22
virka daga, á sunnudögum og 17. júní frá kl. 14-18.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Rautt þríhymt merki
á lyfjaumbúðum
táknar að notkun Ijfsins dregur
úr hæfni manna í umfcrðinni
./