Alþýðublaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. júní 1988
VIÐTALIÐ
5
Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins:
MIKIÐ VIÐFANGSEFNI
AÐ BREYTA ÍIWYND SÍS
Tap á rekstri kaupfélag-
anna á síðasta ári var um 358
milljónir króna. Tap á rekstri
Sambandsins var um 200
milljónir. Annaö eins rekstr-
artap hefur ekki þekkst í
sögu Sambandsins, þótt oft
hafi harðnað í dalnum. Á
aðalfundi félagsins sem
hófst í gær hafa menn því
rætt um þennan gífurlega
vanda, sem aö mestu er
sagður vegna óhagstæðra
reksturskilyrða, sérstaklega
gifurlegs fjármagnskostnað-
ar. Á fundinum var einnig
búist við heitum umræðum
um þá félagslegu kreppu
sem samvinnuhreyfingin er
sögð í, innri óróleika og hat-
rammar deilur sem staðið
hafa í kjölfar brottreksturs
yfirmanna lceland Seafood
Corporation. í gær höfðu
menn hins vegar sniðgengið
flest þau viðkvæmu mál og
fulltrúarnir voru sem einn kór
í þvi að lýsa áhyggjum sínum
vegna rekstrarvandans. Þá
stóðu menn saman að því að
breyta fyrirkomulagi sam-
vinnuverslunarinnar með því
að gera verslunardeildina að
sérdeild með þátttöku kaup-
félaganna, í líkingu við sjáv-
arafurðadeild sem vinnur
með Sambandsfrystihúsun-
um.
í ræðu sinni á aðalfundi
Sambandsins sagði Valur
Arnþórsson stjórnarformaður
að menn yrðu að fjalla um
hvernig ætti að samræma
rekstursleg og félagsleg sjón-
armið í rekstrinum. Alþýðu-
biaðið ræddi við Val og
spurði hann fyrst hvað hann
ætti við með þessu:
„Það er Ijóst að þegar
reksturinn gengur illa þá er
erfiðara að sinna ýmsum
samhjálparsjónarmiðum."
— Þarf aðalfundurinn þá
ekki að ræða þau mál til
hlítar svo framkvæmdastjórn
viti hvert hún stefnir þetta
rekstrarár?
„Höfuðviðfangsefnið núna
verður náttúrlega að rétta af
rekstur Sambandsins og
kaupfélaganna. Þar þarf
margt aö koma til, m.a. víð-
tæk skipulagsbreyting, sem
verið er að hrinda í fram-
kvæmd í Sambandinu, átak í
þvi að fá bætt ytri reksturs-
skilyrði. Þar á ég við rekst-
ursskilyrði grunnatvinnuveg-
anna, þar með talið fjár-
magnskostnaðinn og beita
sér í vaxandi mæli fyrir því
að tekin verði upp sú byggð-
arstefna sem að jafni skilyrði
byggðar I landinu. Þannig að
fólkið i dreifbýlinu hafi sér
grundvöll og kaupfélögin hafi
sér rektursgrundvöll.
Jafnframt er mikiö við-
fangsefni að bæta imynd
Sambandsins [ augum fólks.
Það hefur greinilega komið
fram hér að ímynd þess, sér-
staklega á höfuöborgarsvæð-
inu, er ekki eins góð sem
skyldi. Það hefur m.a. komið
fram hér að fólk utan af landi
upplifir (mynd kaupfélaganna
öðruvísi. Hún virðist vera
betri, en ímynd Sambandsins
virðist hafa beðið hnekki.
Það er því mikið verk að
endurvinna traust fólks á
Valur Arnþórsson: Þaö er Ijóst að þegar reksturinn gengur illa þá er
erfiðara að sinna ýmsum samhjálparsjónarmiðum... Það er enginn vafi
á því, aö þaö þarf ný átök bæði félagsleg og rekstursleg.
Sambandinu og það verður
ekki gert nema með heiðar-
legum og opinskáum vinnu-
brögðum þar sem menn
þurfa að leggja sig fram um
að upplýsa fólk sem best um
hvað hreyfingin er aö fást við
og hennar stefnu."
— Finnst þér umræða á
fundinum hafa verið nægi-
lega opinská?
„Hún hefur veriö opinská.
Menn hafa ekki verið að
ræða í smáatriðum einstök
ágreiningsefni sem hafa
orðið, heldur rætt opið um
stöðu rekstursins og hreyf-
ingarinnar. Þá hafa menn
rætt um ímynd Sambandsins,
sérstaklega á höfuðborgar-
svæðinu.
Það er enginn vafi að það
þarf ný átök, bæði reksturs-
leg og félagsleg."
— Er hægt fyrir kaupfe-
lögin að vinna sig út úr þeim
mikla fjármagnskostnaði,
sem nam tæpum 1.9 milljörð-
um á síðasta ári?
„Það er ekkert einfalt mál.
Þau skilyrði sem yfirvöld
skapa atvinnuvegunum verða
að taka tillit til allra kostnað-
arþátta. Og öllum má vera
Ijóst að hann verður að
lækka. Það gengur ekki að
raunvextir skuli vera yfir 10%
I mikilvægum þáttum, og
jafnvel upp I 18% eins og er
á gráa markaðnum. Stjórn-
völd og þjóðin hlýtur að
horfa upp á hrun atvinnulífs-
ins ef svo á að vera.“
— Menn gera öðruvísi
kröfur til fyrirtækja i dag, en
áður var. Stendur þetta form
samvinnurekstursins jafn vel
fyrir sínu og áður?
„Það er rætt m.a. hér hvort
það þurfi breytingar á þessu
formi, þ.e.a.s. á skipulagi
samvinnuhreyfingarinnar. Það
er jafnvel rætt líka hvort þurfi
aukið eigið fjármagn, frá fé-
lagsmönnum, inn í samvinnu-
fyrirtækin. Það eru hugmynd-
ir uppi um að slíka farvegi
þurfi að opna.“
— Er það eingöngu fram-
kvæmdaratriði, eða þarf sam-
þykki aðalfundar og kaup-
félaganna?
„Ef á að gera þetta i gruna-
vallaratriðum, þá þarf breyt-
ingar á samvinnulögunum.
Menn hafa ekki endilega
verið að tala um það hér.
Þetta er málefni hvers og
eins kaupfélags, t.d. I hversu
miklu mæli það vill t.d. beita
hlutafélagsforminu. Það er
að sama skapi málefni Sam-
bandsins hversu mikið það
vill beita hlutafélagsforminu.
Ef ætti að gera grundvallar-
breytingar þannig að það
myndi nálgast það sem er I
Bretlandi, þar sem kaupfélög-
in eru I eins konar hlutafé-
lagsformi, þá þarf væntan-
lega breytingar á löggjög."
— Sérðu þetta fyrir þér til
langs tíma litið?
„Nei. Það þarf að kryfja
þetta mál til mergjar. Eg veit
ekki hversu langan tíma það
tekur.
— Finnst þér að þessi
fundur hreinsi loftið og auð-
veldi forstjóra og fram-
kvæmdastjórn næstu skref?
„Ég vil vona það, að fund-
urinn marki heppilega braut
fyrir viðfangsefnin framund-
an til viðbótar við þær
ákvarðanir sem þegar hafa
verið teknar um skipulags-
breytingar og hagræðingu.
En hvort hann útiloki það að
menn hafi áfram deildar
meiningar um hina ýmsu
þætti, efast ég um. Það verða
alltaf deildar meiningar um
ýmis mál.“
I
GÍRÓSEÐLA MÁ FÁ í BÖNKUM FYRIR ÞÁ SEM VIUA STYRKJA GOTT MÁLEFNI
I