Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 2
■2
LÍTILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
888r ift'ij i'i
Laugardagur 11. júní 1988
AF SENDIBRÉFI
FRÁ SULTARTANGA
Elsku vinur.
Stundum held ég aö hann Grímur frændi
þinn og kellingin hans séu léttgeggjuð. Ég
meina þaö. Þetta er tjúllað fólk.
Ég er búinn aö vera meö þeim í megrun
hérna á Sultartanganum í þrjár vikur.
Megrun segi ég. Guö minn almáttugur, þaö
er þá megrunin.
Ég hef á langri og merkilegri ævi horft
uþþá fólk hætta einu og öðru: hætta aö
reykja, hætta aö drekka, hætta aó naga á sér
neglurnar, hætta aö ropa í heimahúsum og
jafnvel hætta aö gera do-do aö heiman. Og
núna uppá síðkastið reyna aö hætta aö éta
sér til dómsáfellis.
Oft hef ég fylgst meö sálarangist þeirra
sem eru að reyna aö neita sér um það sem
hugurinn girnist hvaö mest og fyllst hlut-
tekningu af því aö sjálfur er ég breyskur og
véikur fyrir freistingunum, háll á svellinu,
einsog það er stundum kallaö.
En ég segi þaö alveg einsog er aö Grímur
frændi þinn og kellingin hans yfirganga allt
sem ég hef áður séð, jafnvel þó ég reyni að
líta í eigin barm.
Ég er stófhneykslaður. Þaö er einsog
þetta fólk sé úti aö aka um velferð sína og
kjörþyngd. Ég segi þéreinsog er, Grímur og
kellingin hans eru viljalaus fórnarlömb fitu-
bölsins, karakterlaus og gersamlega óhæf
til að takast á viö vanda sinn sem er þyngd
miðað við hæö.
Fara á megrunarkúr og í matarbindindi
vikum saman, drekka soö og gulrótarsafa
kvölds og morgna, en belgja sig svo út af
kremsúkkulaði, lakkrískaramellum, skafís,
heitum sviðum og rófustöppu, eöa saltketi
og baunum milli mála og éta bingókúlur
fyrir svefninn til aö róa taugarnar.
Þau eru semsagt meö mér hérna fyrir
austan fjall, „í rnegrun", Grímur og konan
hans og eiga við sama vanda aö stríöa og
ég, en virðast ekki geta sigrast á honum
einsog flestir sem hér eru sömu erinda og
þó sérstaklega ég.
Einsog þú veist er ég haldinn svona
einsog vissri aðkenningu aö sálsýki og hef
lengi verið.
Þetta lýsir sér í því aö mér finnst ég eigi
að vera einhvernveginn ööruvísi í laginu
helduren ég er.
Ég hef víst sagt þér frá því áður og gerir
ekkert til þó ég endurtaki þaö hér, að baö-
vogin heima er sama sinnis, en á hana eru
skráðartölursem sýna hvað ég áaö vera hár
miðað viö þyngd.
Ég á aö vera eitthvað dál ítið á þriðja meter
á hæö, miðað við líkamsþyngdina, svo
kannske er þaö engin sálsýki þó mér finnist
ég ekki vera einsog ég á aö vera í laginu.
Þettameö sköpulagiö ámérerfyrir löngu
orðin einskonar þráhyggja og uppá síö-
kastið hefur þaö ósjaldan flökraö aö mér —
þegar ég hef stigiö á baðvogina — aö ef til
vill ætti ég aö notfæra mér nýjustu tækni í
læknavísindum og láta lengja mig austur í
Rússlandi. Svo er náttúrlega hinn kosturinn
fyrirhendi, aö nániðurlíkamsþunganum og
athuga hvort maöur getur, aö einhverju
marki, komiö til móts viö kröfur vogarinnar
um hæö miðað við líkamsþyngd, þ.e.a.s.
dregiö úr þyngdinni.
Og þaö var sá kosturinn sem ég tók,
þegar ég fyrir réttum mánuöi ákvað aö fara
i svelti austurfyrir fjall til að freista þess aö
verða einsog Clint Eastwood eða Jónas
Haralz í laginu. I leiðinni var svo meiningin
aö kippa ýmsum smá-fylgikvillum fituböls-
ins í liðinn svona einsog gengur.
Nú er ég búinn að vera í fjórar vikur á
heilsuhælinu í Hveragerði, nánar tiltekiö á
þeirri deild hælisins, sem nefnd hefurverið
„Sultartangi“, og fæ ekki betur séö en á mig
sé að koma svolítil mannsmynd, sem ekki er
nema von, þar sem ég er búinn aö svelta
heilu hungri allan tímann, eða réttara sagt:
búa viö afar rýran kost.
Og í raun og veru er þaö — elsku vinur —
sáraeinfalt fyrir stuttan og sveran mann aö
verða hár og grannur hérna í Hveragerði.
Vera bara hér í fæöi.
Konan hans Gríms frænda þíns sagði
brandara hérna á Sultartanganum í fyrra-
dag. Þaö var brandari um listahátíöina, sem
hún kallar alltaf „listarhátíð“.
Hún sagði:
— Maöur veröur nú ekki listarlaus á
miðri „listarhátíöinni“. Ég hélt hún mundi
kafna úr hlátri. Fellingarnar iðuöu og
hristust. Og í miöjum hlátursrokunum stakk
hún uppí sig súkkulaðibita meö inn-
byggðum lakkrísrörum.
Eg meina þaö.
Þetta verður svo ekki meira í dag, nema
þaö ég orti vísu þegar listahátíðin var aö
byrja.
Hún er svona:
Listin er mitt leiða böl
af listinni ég svitna
langvarandi list er kvöl
af listinni ég fitna.
Svo er það ekki meira, elsku vinur, nema
það aö þegarég kem í bæinn verö ég orðinn
höj og slank.
Bon Giomo
- við erum byrjuð að œfa ítölskuna, fyrir áœtlunarflugið
til Mílanó.