Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 4
4
fminiiíifitiii
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingóifur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgarblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar
Friðriksson.
Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Dreifingarsími um helgar: 18490.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. I lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
OKKAR MINNSTU BRÆÐUR
A hverju ári þarfnast aö minnsta kosti tíunda hvert barn
í landinu sérstakrar aðstoöar samfélagsins. Úrþeim hópi
eru hátt á annað hundraö börn sem eru meira og minna
ósjálfbjarga. Fram eftir öldinni var fariö meö þessi börn
sem þau væru óhrein. Þeim var komiö fyrirástórum stofn-
unum, og þaöan áttu þau ekki afturkvæmt. „Þaö hafa verið
þung sþor fyrir foreldrana," segir Ásgeir Sigurgestsson
sálfræöingur og framkvæmdastjóri Greiningarstöövar
ríkisins í viðtali viö Alþýðublaðið í dag. En Ásgeir segir
jafnframt að sér virðist engin takmörk vera fyrir því sem
foreldrar vilji gera fyrir börnin sín. 120-140 börn þyrftu aö
veragreind sérstaklegaáhverju ári meö tilliti til þroskaog
fötlunar. Því hafa starfsmenn Greiningarstöövar ríkisins
ekki getað annaö. „Þaö erskelfilegttil þess aö vitaað hátt
í áratug hafa hér verið biðlistar," segir Ásgeir, en þetta er
einmitt sá tími sem er svo dýrmætur, því aó það skiptir
öllu máli aö börnin veröi sem allra fyrst greind. Biöin fyrir
foreldra hlýtur aö vera sem mardraumur.
Umönnum og skilningur á aöstööu okkar minnstu
bræörahlýturaö vera„forgangsverkefni“ í okkarvelferöar-
þjóðfélagi. Rík þjóð á að sýna stolt sitt í aó sýna sínum
minnstu bræörum (og systrum) alla þá umhyggju sem er
í þess valdi. Þaö er gleðiefni að í haust skuli fyrirhugaö aö
taka í notkun nýtt húsnæöi undirGreiningarstöðina, og er
vonandi aó fleira starfsfólk fáist sem getur tekið á erfiöu
en bráðaðkailandi viðfangsefni.
„BARNIÐ HEFUR HUNDRAÐ
TUNGUMÁL'
Þjóðinni fjölgaöi um þrjú þúsund í fyrra, fæöingar voru
fleiri en áöur. Sívaxandi fjöldi barna bíöur eftir plássi á
uppeldisheimilum. Og þau sem ekki komast að eru hjá
dagmömmum út um allan bæ og um allar sveitir. Þetta er
íslenskt þjóðfélag 1988. Foreldrarnir vinna utan heimilis.
Þess vegna er það enn mikilvægara en áður að hugsað sé
fyriryngstu einingum samfélagsins. Á síðustu árum hefur
því miður minna borið á uppeldishliö fóstrustarfsins en
baráttu þeirra fyrir kjörum. Fóstrurnar eru samt lykillinn
aö uppeldi og menntun barnanna okkar. Viljum við kom-
ast hjá því að eignast flokk „lyklabarna" sem ferðast um
í veröld sjálfra sín, verðum viö að byrja að viðurkenna
breytta lífshætti þjóðarinnar. Fara að átta okkur á því að
gamla samfélagið með mömmu heima er liðin tíð.
Fyrir stuttu var haldin sýning á myndum og myndverk-
um eftir börn sem höfðu alist upp á dagheimilum sem til-
einka sér uppeldisaðferðir, sem hafa verið kenndar við
borgina Reggio Emilia á Ítalíu. Á þeim dagheimilum er
náið samstarf við foreldra, en í uppeldisstarfinu gengið út
frá því að barnið hafi ótæmandi ímyndunarafl, hafi
„hundrað mál“ — en sé svipt 99 þeirra í samfélaginu. Hér
er uppeldi Reggio Emilio ekki dregið fram sem hið eina
rétta í uppeldi barna, en vísað til þess að vekja athygli á
hversu mikilvægt starf uppalenda er og hversu mikilvægt
er að það sé búið sem best að menntun fóstra í þjóðfélag-
inu og uppeldisheimilin sem best úrgarði gerð, hvort sem
um er að ræða heimilið sjálft, dagheimili, leikskóla eða
skóla almennt. Hver sem setur sig inn í þær kröfur sem í
dag eru gerðar tij fóstra veit að foreldrar ætlast einfald-
legatil þessaðþærali börnin uppeinsog þeirsjálfirbæru
ábyrgð. ítalska aðferðin krefst þess að athygli fóstrunnar
sé með barninu í hvaða viðfangsefni sem það tekur sér
fyrir hendur, og fóstran verður að kveða í kútinn ýmsar
hugmyndir um hvað börn geta og hvað þau ekki geta. Þau
geta allt. Viljum við að börnum okkar sé gert kleift að laða
fram allt sem í þeim býr? Örugglega. Þess vegna hlúum
við að þeim sem sinna uppeldismálum.
Laugardagur 11. júní 1988
—. __________________- . . - . ,
VIÐTALIÐ
Fram og KR eru efst að
stigum í fyrstu deildinni í
knattspyrnu. Bæði hafa lokið
fjórum leikjum og hlotið 10
stig. KR-ingar eru þó með
betra markahlutfall hafa skor-
að 10 mörk en fengið á sig 3.
Frammarar hafa skorað 6
mörk, en fengið á sig 1.
Guðmundur Steinsson sent-
erinn í Fram hefur skorað 5
af 6 mörkum liðsins. Hann er
jafnframt markahæstur í
deildinni. Næsti maður hefur
skorað 3. Alþýðublaðið ræddi
við Guðmund um þessa góðu
byrjun á íslandsmótinu, svo
og um gengi olympíulands-
liðsins, en Guðmundur er
fyrirliði þess.
— Mættirðu svona vel
skóaður til leiks í vor?
„Það má kannski segja
það. Annars var ég búinn að
æfa vel í vor. Undirbúningur-
inn var góður og ætli þetta
sé ekki uppskeran af því.
Þegar maður er í góðu formi,
þá gengur yfirleitt vel. Svo
má ekki gleyma að ég spila í
mjög góðu liði.“
— Það spá margir Fram-
iiðinu góðu gengi á þessari
vertíð og ennþá eigið þið
eftir að bæta við mönnum.
Hvernig metur þú stöðu
ykkar og styrk á þessu
keppnistímabili?
„Það sem af er höfum við
spilað góðan fótbolta og haft
gaman af þessu. Við fáum
Omar Torfason aftur til liðs
við okkur og það er náttúr-
lega geysimikill styrkur í
honum. Þetta er margreyndur
landsliðsmaður og góður
karakter. Hann er jákvæður
og metnaðargjarn — Rífur
menn með sér. Það er óvíst
hvað verður með Guðmund
Torfason. En ef af verður þá
er það einnig mikill styrkur
fyrir okkur. Hann er með
mikla reynslu og metnað til
að standa sig."
— Þið hafið spilað vel, en
eigið nú von á þvi að þessir
leikmenn taki sæti af ykkur í
liðinu?
„í hópíþróttum er alltaf
samkeppni um stöðurnar.
Menn verða því bara að
leggja því mun meira á sig.
Það er heldur ekki sjálfgefið
að þessir menn hlaupi inn í
liðið ef við spilum mjög vel.“
— Þetta raskar sem sagt
ekki rónni hjá ykkur?
„Ég óttast ekki að við
missum dampinn eða upp
komi eitthvað móralsleysi."
— Hvernig lýst þér annars
á 1. deildina i ár?
„Mér sýnist standardinn
nokkuð góður. Atvinnumenn
eru að koma heim og það
hefur gert það að verkum að
gæðin verða betri. Það bætir
auðvitað liðin þegar þessir
menn koma heim eins og
Ómar, Lárus, Atli og Sævar.
Þeir koma með kraft með sér
og auka áhugann. En ég á
von á því að við verðum í
toppbaráttunni ásamt KR-ing-
um, Skagamönnum og Val.
Valsmenn hafa byrjað illa, en
ég á von á að þeir standi sig.
Þeir hafa alltaf gert það.“
— Leiftur er nánast
óþekkt stærð. Hvernig held-
urðu að þeir spjari sig?
„Þeir gætu tekið drjúgt inn
á heimavelli. Þeir eru með
baráttumikinn mannskap og
spila á malarvelli, sem gæti
hjálpað þeim.“
— Árangur olyrnpiuliðsins
hefur valdið mörgum von-
brigðum. Þið hafið verið að
tapa leik eftir leik. Er ekki
sami andinn og áður. Eða
hvað er að gerast?
„Við verðum að líta á þá
andstæðinga sem við erum
að spila á móti. Við erum að
keppa á móti knattspyrnu-
þjóðum eins og Hollending-
um, ítölum, Portúgölum og
Austur-Þjóðverjum. Allar
Guðmundur Steinsson marksœkni framarinn:
MISSUM EKKI
DAMPINN
ópíþróttum er alltaf samkeppni um stoðurnar.
nn verða því bara að leggja því mun meira á sig.
þessar þjóðir eru meðal
þeirra fremstu í Evrópu. í
þessum liðum eru margir
þaulreyndir atvinnumenn.
Það sást t.d. á ítalska liðinu
um daginn. í því voru marg-
reyndir atvinnumenn, sem
hafa stjarnfræðileg laun.“
— Sigi Held landsliös-
þjálfari hefur verið gagnrýnd-
ur og það hvernig staðið er
að landsliðsmálum. Held er
einhvers konar hlaupaþjálfari,
er ekki til staðar aö fylgjast
með?
„Þetta hefur verið svipað
og þegar aðrir erlendir þjálf-
arar hafa verið. Þannig var
þetta t.d. með Tony Knapp,
hann var hér bara af og til á
tímabili. En mér finnst Sig-
frid Held vera að gera góða
hluti. Hann er að reyna að
láta liðið spila þokkalegan
fótbolta."
— Nú er mikil knatt-
spyrnuhátíð að hefjast í
Þýskalandi, Evrópukeppni
landsliða. Þetta fáum við að
sjá beint i sjónvarpinu. Ertu
farinn að spá um úrslit?
„Nei. Þetta er svo mikið
lottó. Ég hef reyndar mikla
trú á Hollendingum. Þeir eru
með mjög skemmtilega leik-
menn. Svo eru það auðvitað
Englendingar. Þeir gætu orð-
ið sterkir núna. En ætli ég
veðji ekki á Hollendingana."
— Þú ert markahæstur
það sem af er mótinu og hef-
ur tvö mörk fram yfir næsta
mann. Ætlarðu ekki að halda
þessu og ná titlinum?
„Ég vona aö þetta gangi
áfram. Jafnframt vona ég að
fleiri í liðinu fari að skora.
Það er ekki hægt að láta mig
einan um þetta. — En auðvit-
að væri gaman að ná marka-
kóngstitlinum."