Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 5
3,30! ijij[ .rr Mj0bb"i6QUGJ
Laugardagur-1-1T júnM988-*........*......................... J 7 T! ?5
FRÉTTIR
Nýr vísitölugrunnur framfœrslukostnaðar:
MINNI ÚTGJÖLD VEGNA MATVÖRU
Vægi matvöruútgjalda hef-
ur minnkað úr 24.6% i 20.6%
af heildarútgjöldum vísitölu-
fjölskyldunnar skv. nýjum
vísitölugrunni sem reiknaður
hefur verið af Hagstofunni.
Grundvöllurinn er að mestu
byggður á neyslukönnun sem
gerð var á árunum 1985-1986.
Gerð nýs vísitölugrundvallar
lauk i apríl s.l. og ákvað
Kauplagsnefnd að hann
skyldi reiknaður í fyrsta sinn
miðað við verðlag i maíbyrjun
og vísitalan sett 100 stig frá
þeim tima. Mælingar skv.
þessum nýja grunni á verð-
breytingum hófust því um
síðustu mánaðamót.
Alls eru um 600 liðir vöru
og þjónustu ( nýja vísitölu-
grunninum. Breytingar frá
eldri grunni eru m.a. á hús-
næðislið sem nú svarar til
12.8% heildarútgjalda vísi-
tölufjölskyldunnar en var
10.1% í eldri grunni. Áður var
það svo að húsnæðisliðurinn
fylgdi breytingum byggingar-
vísitölu en nú er sú leið valin
að byggja húsnæðislið
grundvallarins sem mest á
niðurstöðum neyslukönnun-
arinnar. Annars vegar um
rekstrarkostnað en hins veg-
ar um fjármagnskostnað
vegna öflunar eigin húsnæð-
is. Hér er nýmæli á ferðinni
því fjármagnskostnaður er
fólginn í greiðslu vaxta og
verðbóta og er þá miðað við
ákveðna samsetningu opin-
berra húsnæðislána, lífeyris-
sjóðslána og bankalána hjá
þeim sem tóku þátt í neyslu-
könnuninni, og reiknað með
gildandi vöxtum þessara lána
á hverjum tíma. Hér eftir
munu breytingar lánskjara því
hafa áhrif á vísitölu fram-
færslukostnaðar en eins og
kunnugt er er núverandi láns-
kjaravísitala að 2/3 byggð á
breytingum framfærsluvísitöl-
• unnar.
í tveimur tilvikum hefur
verið aukið við þau útgjöld
sem neyslukönnunin frá
’85-’86 leiddi í Ijós: Bílaeign
landsmanna hefur aukist á
síðustu árum og því hafa út-
gjöld vegna kaupa og rekstr-
ar eigin bils verið mióuð við,
að á hverja fjölskyldu komi
að meðaltali 1.5 bílar í stað
1.3 bíla skv. könnuninni. Nú
eru og meðtalin afnotagjöld
| af Stöð 2 í nýja grunninum.
Bráðabirgðalögin:
HEIMILT AÐ VERÐ-
TRYGGJA HÚSALEIGU
Viðskiptaráðherra segir ákvœði bráðabirgðalaganna markist aðeins
við sparifé og lánsfé og því sé áfram heimilt að binda húsaleigu og
verksamninga við vísitölu.
Heimilt veröur að verð-
tryggja húsaleigu i leigu-
samningum þrátt fyrir
ákvæði bráðabirgðalaganna
sem leggja bann við verð-
tryggingu nýrra fjárskuld-
bindinga til skemmri tima en
tveggja ára eftir 1. júli n.k.
Nokkur óvissa hefur skapast
meðal manna um hvort þetta
bann tæki til húsaleigusamn-
inga en í gær sendi Hús-
ÓMAR
SON
Ómar Ragnarsson, frétta-
og dagskrárgerðarmaður á
ríkissjónvarpinu, hefur sagt
þar upp störfum og ráðið sig
á fréttastofu Stöðvar 2.
Húsnæðismálastjórn hefur
ákveðið að umsóknarfrestur
vegna lánveitinga til kaupa
eða bygginga kaupleiguibúða
á þessu ári verði til 22. júní,
en til þeirra ibúða sem kaupa
á eða byggja á næsta ári 1.
ágúst n.k. Húsnæðisstofnun
hefur sent tilkynningu um
umsóknarfrest og kynningar-
blað um kaupleiguíbúðir til
sveitarstjórna og félagasam-
taka er starfa að húsnæðis-
málum.
Þeir sem rétt hafa til að
byggja félagslegar kaupleigu-
ibúðir eru sveitarfélög og
félagasamtök sem starfa að
eigendafélagið frá sér til-
kynningu þar sem því er
haldið fram að bann þetta
eigi ekki við um verðtrygg-
ingu húsaleigu i formi vísi-
töluákvæða í samningum
eða með öðrum hætti. í sam-
tali við Alþýðublaðið stað-
festi Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra, að þennan
skilning bæri að leggja i
Gengið var frá ráðningunni
við Ómar í fyrrakvöld og lagði
hann uppsögn sína hjá ríkis-
sjónvarpinu fram í gærmorg-
un. Mun Ómar hefja störf á
Stöð 2 í haust.
húsnæðismálum með það að
markmiði aö koma á fót hús-
næði fyrir félagsmenn sína.
Þurfa þau að hljóta staðfest-
ingu félagsmálaráðuneytis.
Til almennra kaupleigu-
íbúða, geta sótt um lán sveit-
arfélög, félagasamtök eða
fyrirtæki. Með lánaumsókn-
inni þurfa að fylgja m.a. upp-
lýsingar um fjölda, stærð og
gerð fyrirhugaðra íbúða, auk
framkvæmdartíma og áætl-
aðs kostnaðar. í greinargerð
skal fylgja áætlun um bygg-
ingarþörf næstu þrjú árin og
helstu ástæður fyrir auknu
framboði íbúðarhúsnæðis í
sveitarfélaginu.
bráðabirgðalögin.
Sagði viðskiptaráðherra að
í þeirri viðbót sem gerð var
við bráðabirgðalögin sé það
gert skýrara að bann við verð-
tryggingu markist aðeins við
sparifé og lánsfé og taki þar
með ekki til annarra verð-
tryggingarákvæða, hvort sem
er i verksamningum eða öðr-
um samningum.
Aðalstjórn SÁÁ:
ÞÓRARINN
FORMAÐUR
Þórarinn Tyrfingsson yfir-
læknir á Vogi var i fyrrakvöld
kjörinn formaður aðalstjórnar
SÁÁ, en valið stóð á milli
hans og Ingimars Ingimars-
sonar arkitekts.
Aðalfundurinn í fyrrakvöld
var fjölmennur og mættu á
hann á fjórða hundrað
manns. Tólf stjórnarmenn
voru kosnir til setu í 36
manna aðalstjórn félagsins,
en þriðjungur stjórnarmanna
er kosinn árlega til þriggja
ára setu í stjórn.
Á framhaldsaðalfundi sem
haldinn var í gær, kaus aðal-
stjórnin framkvæmdastjórn
en í henni eiga 4 menn sæti
auk formanns og 3 til vara. í
framkvæmdastjórnina voru
kjörnir auk Þórarins Tyrfings-
sonar formanns, Ingólfur
Margeirsson, Jón Magnús-
son, Kolbrún Jónsdóttirog
Óli Kr. Sigurðsson. Varamenn
voru kjörnir Árni Samúels-
son, Bjarni Ólafsson og
Sigurður G. Tómasson.
RAGNARS-
ÁSTÖÐ2
Lán til kaupleiguíbúða:
UMSÓKNARFRESTUR
AUGLÝSTUR
Af öðrum liðum má nefna að
útgjöid til kaupa á fötum og
skófatnaði eru hlutfallslega
heldur meiri í nýja grundvell-
inum en áður var, og sama
máli gegnir um útgjöld til
kaupa á húsgögnum og
heimilisbúnaði. Hluturgos-
drykkja hefur lítillega dregist
saman i vísitölunni og hið
sama á við um tóbak og
áfengi.
Heildarársútgjöid visitölu-
fjölskyldunnar í nýja grunnin-
um eru 1.638 þús. kr. á verð-
lagi f maí 1988 samanborið
við 1.444 þús. kr. í eldri
grunni. Hér hafa aukin út-
gjöld, eða um 13% á mann
frá 1978, sín áhrif og einnig
mismunandi meðalstærð fjöl-
skyldu í neyslukönnuninni
miðað við þá eldri sem tók
nær eingöngu til hjöna á höf-
uðborgarsvæðinu.
Viröisaukaskatturinn rétt og sanngjörn leiö til aö innheimta neyslu-
skatta,“ segir Bjarni Sigtryggsson upplýsingafulltrúi fjármálaráöu-
neytisins.
„EKKI MEÐ POLI-
TIKUS í MAGANUM“
segir Bjarni Sigtryggsson nýráðinn
upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins.
Bjami Sigtryggsson
aðstoðarhótelstjóri á Hótel
Sögu hefur verið ráðinn upp-
lýsingafulltrúi fjármálaráðu-
neytisins. Hann er 42 ára,
fæddur á Húsavik. Hann
hefur lengst af starfað sem
fréttamaður, m.a. á Alþýðu-
blaðinu og á Ríkisútvarpinu
þar sem hann var einnig dag-
skrárgerðarmaður. Hann nam
ferðamál og viðskiptafræði i
Noregi og hefur verið aðstoð-
arhótelstjóri á Hótel sögu s.l.
tvö ár. Hann mun hefja störf
hjá fjármálaráöuneytinu 1.
júlí n.k.
Alþýðublaöið ræddi við
Bjarna og spurði hann fyrst
hvers vegna hann hafi ákveð-
ið að skipta um starf?
„Þetta er tilboð um reynslu
á nýjum vettvangi sem mér
finnst lærdómsríkt að kynn-
ast. Þarna nýtist lika sú
reynsla sem ég hef bæði úr
fjölmiðlastarfi og kynningar-
störfum sem ég hef fengist
við bæði i fréttamennsku og
hótelstarfinu."
— Genguröu með póli-
tikus í maganum?
„Nei.“
— Og hyggur ekki á frek-
ari frama á þessum vett-
vangi?
„Nei.“
— Ertu hættur í hótel- og
ferðamálum?
„Þegar ég hætti á útvarp-
inu fyrir tveimur árum síðan
hætti fréttamennskan aö
vera starf og varð hobbý,
núna má segja að ferðaþjón-
ustan hætti að vera starf og
geti orðið hobbý.“
— Hvað getur þú sagt um
starfsvið nýja starfsins?
„Ég get voðalega lítið sagt
annað en þaö, að veigamikill
hluti starfsins verður almenn
kynning á þeim skattbreyt-
ingum sem eiga sér stað, og
kannski ekki síst að kynna
fyrir almenningi og þeim sem
starfa við rekstur fyrirtækja
virðisaukaskattinn. Ég kynnist
honum ágætlega úti i Noregi
og lærði reyndar mina við-
skiptafræði þar, þannig að ég
komst ekkert hjá því að læra
virðisaukaskattinn og er
hjartanlega sammála því að
hann sé rétt og sanngjörn
leið til að innheimta neyslu-
skatta.“
— Ertu meö einhverjar
nýjar hugmyndir um starfiö?
„Ekki fyrr en ég er búinn
að kynnast því betur,“ segir
Bjarni Sigtryggsson.