Alþýðublaðið - 11.06.1988, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.06.1988, Qupperneq 6
6 -baugardagur 11.-/úrtH988 Um helgina var hald- ið Norðurlandamót í íþróttum fatlaðra. Um 150 þátttakendur koma hvaðanæva að, og flestir frá íslandi. Ég hitti nokkra íslensku þátt- takendurna. í umrœðunum tóku þátt Jón Grétar Haf- steinsson, 27 ára, en hann vinnur í Guten- berg og er í sambúð, Hrafnhildur Sverrisdótt- ir, 19 ára, á heima á Siglufirði og vinnur hjá Þormóði ramma, Val- gerður Þórhallsdóttir, 27 ára, er á sambýlinu á Egilsstöðum og vinnur í bakaríi, Guðmundur Guðnason, 15 ára, frá Fáskrúðsfirði, en hann býr á Egilsstöðum, og Björk Jónsdóttir, sér- kennari í Reykjavík, sem túlkaði stundum. Frá vinstri: Jón Grétar, Hrafnhildur, Valgerður, Björk og Guðmundur „ÉG IÆT ÞÁ LÖND OG LEH)“ Hvað er skemmtilegast að gera? „Mér finnst skemmtilegast aö spila fótbolta," segir Jón Grétar. — Hvenær sparkaðirðu fyrst bolta? „Ætli ég hafi ekki verið 10 ára.“ — Varstu í einhverju liði þá? „Nei.“ Jón Grétar var I Víkingi smá tíma og sagðist alls ekki vera Framari. í dag aefir Jón allt mögulegt með íþrótta- félaginu Ösp. „Mér finnst ýmislegt skemmtilegt, sund, boccia, leikfimi..," segir Hrafnhildur. Guðmundur er mest hrif- inn, af að vera á skíðum. Öll voru mikið sammála um að vinnan gengi fyrir og þar væri gaman. Enda kom á daginn að lang leiðinlegast væri að hafa ekkert fyrir stafni. Mánudagurinn væri þungur eftir helgina. segir Valgerður Þórhallsdóttir um ráðherrana — Valgerður er í Alþýðublaðsvið- tali ásamt Jóni Grétarif Hrafnhildi, Björku og Guðmundi. Viðtal og myndir: Þorlákur Helgason Hvað er það leiðinlegastasem hefur komið fyrir ykkur? Jón Grétar var ekki I vafa: „Það leiðinlegasta var þeg- ar kviknað í mér af rokeld- spýtu. Hún fór inn á mig.“ — Hvenær var það? „Það er langt slöan.“ — Manst þú, Hranfhildur eftir einhverju leiðinlegu? „Ég man, þegar ég .var að vinna I bakaríinu, þá brenndi ég mig á handleggnum. Það var ekki neitt mikið, en bara svona smá.“ — Brá þér? „Já, frekar." Venjulegur dagur „Ég fer I vinnu klukkan átta,“ segir Jón Grétar. Hann býr I Selási og tekur strætó þaðan niður í Gutenberg þar sem hann hefur unnið í 10 ár. Þar er hann I bókbandi. A kvöldin æfir hann með íþróttafélaginu, fótbolta, borðtennis, hokkí og frjálsar. Valgerður vinnur I bakarli á Egilsstöðum. „Ég þarf að fara að vinna hálf níu, síðan fer ég á vernd- aðan vinnustað hjá Stólþa og vinn þar frá eitt til fjögur. Síð- an fer ég heim og tek mín verk á sambýlinu og get síð- an slappað af á kvöldin, fer í heimsóknir eða tek handa- vinnuna mína.“ „Ég vakna hálf níu,“ segir Hrafnhildur, „og þarf að mæta i vinnu hálftíu og er þar til hálf fjögur. Svo fer ég heim, en á kvöldin æfi ég boccia." — Skipta iþróttirnar miklu máli? Valgerður: „Ég segi fyrir mig, að þegar ég gekk I (þróttafélagið Örva fyrir aust- an fannst mér ekkert gaman, ég gekk bara i burtu. Smám saman fékk ég áhuga á þessu, þegar var farið að tala um, þetta við mig.“ Á Norðurlandamótinu í íþróttum varð Valgerður meistari í kúluvarpi, Hrafn- hildur keppti í boccia og Jón Grétar í boltagreinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.