Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 10

Alþýðublaðið - 11.06.1988, Side 10
10 Laugardagur 11. júní 1988 Erlendar SMÁFRÉTTIR 1000 atriði á dagskrá Þaö veröur mikiö um dýrðir á kvennaráðstefnunni í Osló. Norsk blöð segja frá því aö 300 íslenskar konur hafi aldrei komiö út fyrir lands- steinana — fyrr en í Osló 30. júl( til 7 ágúst. Færeyskar konur taka skip á leigu, 1000 atriöi verða á dagskrá en ver- iö er aö prenta dagskrána — og í fyrsta sinni I heiminum leikur synfónluhljómsveit, sem er eingöngu skipuð konum. Of feitar flugfreyjur Flugfreyjur hjá Air Zimbabwe eru um þessar mundir aö Ijúka hálfs árs megrunarkúr, svo að þær munu ekki missa plássin. Talsmenn flugfélagsins töldu ófært aö feröast með of feit- ar flugfreyjur og sögöu að það gengi ekki lengur aö þær rækjust á beggja vegna göngustigsins milli sæta- raöanna. Á móti líknar- drápi Norrænir læknar sem þinguðu í Danmörku í vikunni aövara þingmenn viö llknar- drápum eins og tíðkast t.d. I Hollandi. Þaö stríðir gegn siöfræöi lækna, en aftur á móti eru þeir sammála því að þaö sé sjúklingsins aö ákveða hvort hann þiggur hjálp. Þriðjungur „fór í veiði- skap“ Þriðjungur kjósenda í Frakklandi kaus ekki í kosn- ingunum í Frakklandi á sunnudaginn. Á morgun ræðst þaö hvernig tekst aö lokka þá sem ekki kusu á kjörstað. Á frönsku kallast þaö aö „fara í veiöiskap" ef þú situr heima á kjördag. íþróttamála- ráðherrar hittast Fulltrúar Noröurlandaráös, Norrænu ráðherranefndarinn- ar og Iþróttamálaráðherrar allra Norðurlanda hittast f iþróttamiðstöðinni á Bosön, rétt utan við Stokkhólm, 13,- 15. júní n.k. Norræna samstarfsnefndin (Fælleskommiteen), sem er samstarfsnefnd Iþróttasam- banda allra Norðurlanda, býð- ur til ráðstefnu þar sem sam- starf Norðurlanda að iþrótta- málefnum verðurtil umræðu. „Segið þeim að halda kj...“ Boy George er að senda frá sér plötu til styrktar sam- tökum samkynja á Englandi. Heiti plötunnar verður „Ekki grein 28“ og vísar til baráttu gegn nýjum lögum (landinu, sem banna auglýsingar sem hampa samkynhneigð. Boy George segist hafa fengið hugmynd að plötunni er hann las fyrirsögn í breska blaðinu The Sun: „Segið hommunum að halda kjafti". Boy George segir bresku lögin koma öllum i koll, ekki bara sam- kynhneigðum. Engin svín, takk! ísraelska flugfélagið El Al hefur hætt við að flytja 12 tonn af svínum á fæti frá Bandaríkjunum til Evrópu. Trúarbrögö gyðinga og músl- ima banna svínakjötsát og því treysti flugfélagið sér ekki að hafa fólk og svln I sömu vél Tjón um 60 milljarðar kr. á þessu ári Norðmenn ætla að tjón af völdum þörunga muni nema um 60 milljörðum fsl. króna á þessu ári. Af þeirri upphæð eru verðmæti eldisfiskjar rff- iega tuttugu 112 Reykjavík, sími 673150 - / BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.