Alþýðublaðið - 11.06.1988, Qupperneq 12
12
Laugardagur 11. júní 1988
UTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg 1
Árnadóttir
I LEIT AD UPPRUNA SINUM
„Maður öðlast sálarró
ef maður veit um œtt-
erni sitt“ segir Flemm-
ing Nielsen, óperu-
söngvari við konuhglega
leikhúsið í Kaupmanna-
höfn. Sjálfur var hann
húinn að ganga tvisvar
sinnum í hjónaband og
eignast börn, áður en
hann kynntist blóð-
móður sinni.
í maí á siöastliönu ári var
Flemming Nielsen staddur í
Tivoli og beiö þess aö 17 ára
gamalt loforð yrði aö veru-
leika.
Þaö var áriö 1937 á fæöing-
ardeild ríkisspítalans sem
þau sáust síðast, hann var þá
nokkurra mánaða gamall,
hún var ung kona á þrítugs-
aldri, sem varö að láta frá sér
ungabarnið sitt.
I dag er Flemming Nielsen
óperusöngvari við Konung-
lega Leikhúsið, og hefur verið
það í tæp 25 ár. Hann hefur
aldrei áfellst blóðmóður sína
fyrir að hafa ekki ráðið við
það að vera einstæð móðir í
Danmörku þeirra tíma — en
hann talar eins og svo mörg
ættleidd börn, um þann tóm-
leika sem fylgir því að þekkja
ekki upruna sinn.
„Þegar ég vissi að ég var
ættleiddur breyttist viðhorf
mitt til „foreldra" minna ekki
neitt. Ég héf aldrei verið bitur
og æska mín og uppeldi var
eins og annarra barna í
venjulegum, eðlilegum fjöl-
skyldum. Samband mitt við
blóðmóður mína er ágætt, en
50 ár skiija eftir tómarúm
sem erfitt er að fylla.“
Flemming Nielsen var
strákur í gagnfræðaskóla í
Odder, þegar hann fékk grun
um að honum hefði ekki ver-
ið sagður allur sannleikurinn
um uppruna sinn.
Hann var hvorki líkur föður
Flemming Nielsen var að nálgast
25 ára starfsafmæli, sem konung-
legur söngvari, þegar hann loks-
ins kynntist bióðmóður sinni —
og enn þann dag í dag veit hann
svo að segja ekkert um föður sinn.
Nú tekur hann þátt í starfi sam-
taka sem kallast „Hver er ég“, en
þau berjast fyrir rétti ættleiddra
barna, til að vita uppruna sinn.
sínum né móður sinni í útliti,
en hafði ekkert hugsað nánar
út í það. Það var ekki fyrr en
það kom fram í fjölskyldu-
umræðum, að eldri systir
hans var ættleidd, að
Flemming fór að velta fyrir
sér upruna sínum.
Fortíðin
Dag nokkurn setti hann í
sig kjark og spurði foreldra
sína hreint út um fortíð sína.
Honum var svarað stutt og
laggott. Flemming og systir
hans voru bæði ættleidd.
Fleiri orð þurfti ekki að hafa
um það.
„A þessum tíma hvarflaði
ekki að mér að leita uppi
raunverulega foreldra mína.
Það var ekki fyrr en ég var
giftur og hafði eignast börn,
sem þörfin fyrir að leita róta
minna fór að gera vart við
sig“, segir Flemming Niel-
sen.
„Fjölskyldumál eiginkonu
minnar voru eins og eftir
snúru en ég átti engan bak-
grunn. Ég fór á skrifstofu
þjóðskrárinnar. Þeir fundu út
hver móðir mín var, en vildu
ekki leyfa mér að hafa sam-
band við hana. Þeir hjá þjóð-
skránni sendu henni síma-
númer mitt og heimilisfang,
það átti að verða hennar
ákvörðun hvort hún vildi hafa
samband við mig.“
Hún hringdi og við ákváð-
um að hittast. Svo varð þó
ekki, því daginn eftir hringdi
hún og sagðist ekki treysta
sér til að hitta mig. Það var
svo sautján árum seinna,
sem þau höfðu bæði tvö
kjark til að hittast í Tivoli.
Tómarúmið
Flemming Nielsen hefur
þetta að segja um árin þar á
milli „Þegar ég hef kannski
staðið í strætisvagninum,
kom oft í huga mér að þessi
og þessi kona væri móðir
mín. Oft þurfti ég að gefa
upplýsingar til lækna, um
hvort arfgengir sjúkdómar
væru í ættinni, t.d. ef börnin
min voru veik og ég gat í
rauninni ekki svarað neinu.
Þegar „foreldrar“ mínir voru
látnir var ekkert eftir nema
stórt tómarúm.
Mig langaði til að reyna
aftur að hitta móður mína en
á þessum sautján árum sem
liðu, fiá fyrri tilraun, skeði
ýmislegt, ég gifti mig, skildi
svo og gifti mig aftur svo (
nógu var að snúast."
Eftir að hafa kynnst öðru
ættleiddu fólki í samtökun-
um „Hver er ég“ fékk
Flemming Nielsen kjark til
að reyna aftur „í gegnum
dómsmálaráðuneytið fékk ég
heimilisfang hennar og sem
betur fer féllst hún á að hitta
mig.“
A milli okkar er nú gott
samband og við hittumst
reglulega, þó eru alltaf ein-
hverjir punktar sem eru of
viðkvæmir til að tala um“,
segir Flemming Nielsen.
Það er ekki alltaf sem slík-
ir endurfundir verða eins far-
sælirog'i þessu tilfelli. Oft
eru væntingar of miklar, og
fólk verður fyrir vonbrigðum.
Flemming Nielsen segir að
öll ættleidd börn ættu kröfu
til þess að vita rætur sínar,
að minnsta kosti þegar þau
hafa náð lögaldri. Fram að
þeim tima er það mál hinna
ættleiddu hvort þau leiti uppi
blóðforeldra sína.
Ekki hefur Flemming Niel-
sen tekist að kynnast blóð-
föður sínum, fékk þó fyrir
tilviljun nafn hans og þær
upplýsingar að hann hefði
látist fyrir 25 árum síðan 51
árs gamall.
„Eg hef snúið mértil hinna
ýmsu opinberra aðila, því ég
vil fá meiri upplýsingar um
hann. Svarið sem ég fékk í
einu þeirra var: „verður þú
nokkuð hamingjusamari þó
þú vitir meira um hann“!
„Yfirleitt er tómlæti ein-
kennandi þegar ættleiddir
eiga í hlut, það er eins og
maður sé hlutur að spyrja um
dauða hluti“.
Eitt af aðal stefnumálum
samtakanna „Hver er ég“ er
þess vegna, að ættleiddir fái
fullan og frjálsan aðgang að
öllum upplýsingum og gögn-
um í sambandi við ættleið-
inguna.
Samtökin ætla að þrýsta á
stjórnmálamennina um að
athuga og endurmeta með-
ferð ættleiðingamála. Ef þeir
gera ekki skyldu sína í mál-
inu, munu samtökin „Hver er
ég“ leggja málið fyrir mann-
réttindadómstólinn í Stras-
bourg.
Gefum Flemming Nielsen
orðið.
„Það eru sjálfsögð mann-
réttindi að fá vitneskju um
hverra manna maöur er.“
(Det fri Aktuelt.)
mazoa
BÍLABORG HF.
FOSSHALSI 1, S.68 12 99.
„HFJMSINS BESTI BILL!!“
Nú 5. árið í röð kusu lesendur hins
virta þýska bílatímarits „AUTO
MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626
„HEIMSINS BESTA BÍL“ I milli-
stærðarflokki innfluttra bíla. Hinn
nýi MAZDA 626 hefur fengið fá-
dæma góðar viðtökur um víða veröld
og eru þessi verðlaun aðeins ein I
röð fjölmargra viðurkenninga, sem
hann hefur hlotið. Betri meðmæli
fást því varla!!
Ath. Óbreytt verð
Opið laugardaga frá kl. 1 — 5