Alþýðublaðið - 11.06.1988, Qupperneq 16
16
Verkakvennafélagið Framsókn
Verkamannafélagið Dagsbrún
Tilkynna helgarvinnubann í fiskverkun og fisk-
vinnslu á félagssvæði félaganna frá 15. júní til 1.
sept. 1988.
Verkakvennafélagið Framsókn
Verkamannafélagiö Dagsbrún.
(|J ÚTBOÐ
innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar óskar eftir
tilboðum í sorptunnur úr plasti.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama
stað fimmtudaginn 7. júlí n.k. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavík
Norræna byggingarmálanefndin NKB er samstarfs-
aðili byggingaryfirvalda á Norðurlöndum. Tilgangur
samstarfsins er að samhæfa byggingarreglur innan
Norðurlanda og að stuðla að samvinnu og skoðana-
skiptum milli Norðurlandanna á þessu sviði.
Norræna byggingarmálanefndin auglýsir hérmeð
laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra nefndar-
innar(Administrativsekreterare)fráog með l.janúar
1989.
Starfssvið framkvæmdastjóra:
— Að sjá um og hafa eftirlit með fjárreiðum nefnd-
arinnar.
— Að fylgjast með störfum hliðstæðra alþjóð-
legra stofnana í Evrópu á sviði staðla og byggingar-
rannsóknaog gefaskýrslu þarum til samstarfsland-
anna.
— Að fylgjast með og bera ábyrgð á framkvæmd
tiltekinna rannsóknarverkefna.
— Að semja skýrslur og greinargerðir um starf-
semi nefndarinnar.
— Að hafa samráð við aðrar norrænar stofnanir á
sviði byggingarmála.
— Að sjá um og bera ábyrgð á útgáfustarfsemi
Norrænu byggingarmálanefndarinnar.
— Að undirbúaog skrifafundargerðirvegnafunda
byggingarmálanefndarinnar í samráði við formann
hennar og ritara tækninefndanna.
Kröfur til umsækjenda:
Umsækjendur skulu hafa reynslu á sviði opinberrar
stjórnsýslu, auk þess að geta undirbúið og fylgst
með ýmsum rannsóknum á sviði byggingarmála.
Umsækjendur skulu geta tjáð sig munnlega og
skriflega á dönsku eða norsku eða sænsku, enn-
fremur á ensku. Æskilegt er að umsækjendur hafi
nokkurra ára starfsreynslu á sviði byggingarmála.
Aösetur skrifstofunnar er: Helsingfors, Finnlandi.
Ráðning:
Ráðningartími er 2 eða 4 ár, samkvæmt nánara
samkomulagi. Möguleiki er á að ráðningartími verði
framlengdur.
Laun:
Laun eru samkvæmt nánara samkomulagi, en mið-
ast þó við gildandi launastiga ríkisstarfsmanna í
Finnlandi.
Nánari upplýsingar um starfið fást hjá:
Kontorchef Ella Blousgaard, Byggestyrelsen,
Stormgade 10, 1470 Köbenhavn K, Danmörk, sími
01-92 61 00.
Áldre regeringssekreterare Sven-Eric Roman, Miljö-
ministeriet, Plan- och byggnadsavd. PB 306, 00531
Helsingfors, Finnland, sími 90-160 56 06.
SigurðurThoroddsen yfirarkitekt, Skipulag ríkisins,
Laugavegi 166, 105 Reykjavík, sími 91-29344.
Direktör Olav Ö. Berge, Statens bygningstekniske
etat, Postboks 8185 Dep. 0034 Oslo 1, Noregur, sími:
02-208015.
Generaldirektör Lennart Holm, Statens planverk,
Box 12 513, 102 29 Stockholm, Svíþjóð.
Umsóknir um starfiö skulu sendast til:
NKB, c/o Statens bygningstekniske etat, Postboks
8185 Dep. 0034 Oslo 1, Noregur og skulu þær berast
í síðasta lagi 15. júlí 1988.
886t inuj .rr iítri.sfAsr!.'j.s.i
Laugardagur 11. júní 1988
BARNA HORNIÐ
Umsjón: Gunnlaugur Karlsson og Þór Martinsson.
Ljósmyndir: Ingólfur Guömundsson
Sigurður Sigurjónsson tekin tali:
HELD MEST UPP Á
DÝRIN í HÁLSASKÓGI
Sigurð Sigurjónsson er
óþarfi að kynna. Hann er
einn vinsælasti leikari sem
við íslendingar eigum. I vetur
hefur hann haft nóg að gera
þvi að hann hefur verið að
leika í Vesalingunum, Bíla-
verkstæði Badda og í Lygar-
anum.
Að undanförnu hefurSiggi
unnið við að semja og leika
útvarpsþætti fyrir Bylgjuna
— en hlé hefur verið gert á
þeim.
„Aðalsöguhetjurnar eru
ennþá á lífi, svo að maður
veit ekkert hvað verður af
þeim,“ segir Sigurður í viðtali
við Barnahornið. Við byrjuð-
um á að spyrja hann hvenær
hann kom í þennan heim.
„Ég er fæddur rigningar-
sumarið 1955, 6. júlí,“ segir
Siggi Sig. eins og hann er
stundum kallaður. Hann er
fæddur í Hafnarfirði og býr
þar.
— Hafðir þú einhver plön
um leiklistina á yngri árum?
„Nei, ég hafði engin áform
um að verða leikari. Það
hvarflaði aldrei að mér. Ég
ætlaói helst að verða iðnað-
armaður eins og flestir félag-
ar mínir.“
— Er Leiklistaskóli ís-
lands erfiður?
„Já, já. Þetta er erfiður
skóli, það eru ströng inntöku-
skilyrði. í skólanum eru ekki
eiginleg þróf, en þegar maður
Af hverju heyrir maður svona
lítið af hérabröndurum?
Svar: Af því að fílarnir gera
þá svo breiða.
Hvað er grátt með mikinn
farangur?
Svar: Fíll á leið í sólarlanda-
ferð.
Hvað er þá brúnt með enn
meiri farangur?
Svar: Fíll á leið heim úr sólar-
landaferð.
Af hverju er skógurinn
lokaður á föstudögum?
Sigurdur Sigurjónsson leikari.
er sloþþinn inn í hann þá er
maður búinn með það versta.
Maður sleppur ef maður lærir
vel, en það eru gildrur á leið-
inni.“
Eftir að Siggi útskrifaðist
úr Leiklistarskólanum, lék
hann I fyrsta sinn í Dýrunum
i Hálsaskógi.
„Ég held mikið upp á það.
Þetta var mitt fyrsta leikrit í
Þjóðleikhúsinu. Ég var örugg-
lega alveg kolómögulegur
leikari þá, en þetta slapp rétt
fyrir horn.“
— í Vesalingunum leikur
þú kráarhaldara. Hvernig er
það hlutverk?
Svar: Af þvl að fllarnir eru að
æfa fallhlífastökk.
Af hverju eru krókodílar
svona flatir nú á dögum?
Svar: Því að þeir eru I skóg-
inum á föstudögum.
Tvær flugur skriðu upp á fíl.
Allt I einu ríkur fíllinn upp og
öskrar: Hjálp tveir á móti
einum það er óréttlátt.
Býflugan viö barnið sitt: Og
ef þú sefur vel þá förum við á
sólarströndina á morgun.
„Þetta er skemmtilegt hlut-
verk, þó að hann sé ekki
skemmtilegur sjálfur, því að
hann er skunkur og illmenni.
Hann nærist á óhamingju
annarra. Nú þetta er spenn-
andi hlutverk, svona meðal-
stórt, en fyrir mig er þetta
stórt hlutverk, því að það er
mikið sungið I því, ég er
óvanur að syngja og þetta er
þvl erfitt fyrir mig.“
— Hver t.u áhugamál þín?
„Áhugamálin eru nú
nokkur. Það helsta núna er
að fara að veiða, bæði silung
og lax. Ég reyni að gera sem
mest af því, en því miður
kemst ég ekki mikið I það.
Nú ég hef gaman af að ferð-
ast og vinna I garðinum
mínurn."
Sigurður Sigurjónsson á
heima i vesturbæ Hatnar-
fjarðar.
„Það er að verða liðin tíð,
því að ég ætla mér að byggja
hús yfir mig og fjölskyldu
mína I sumar, hvernig sem
það nú gengur. Ég er byrjað-
ur að grafa grunninn og byrja
vonandi að byggja I næstu
viku, ég reyni að hjálpa til
eftir föngum, en svo get ég
ekki gert mikið úr þessu
sjálfur — bæði vegna þess að
ég þarf að vinna og borga
húsið og eins er ég ekki
mjög laghentur, þannig að ég
læt fagmennina vinna verk-
ið.“
— Er eitthvað á döfinni?
,Ég er að fara að leika I
bíómyndinni Kristnihaldi
undir jökli. Fyrst fer ég I
túrinn með Badda, en við för-
um um landið endilangt. Það
er nú svo sem nægilegt verk-
efni I sumar, en kannski
kemur eitthvað spennandi I
haust. Ég vann mikið I vetur,
svo að ég vona að ég fái
kannski smáfrí frá leikhúsinu
I haust."
— Getur þú sagt eitthvað
að Ipkum?
„Ég vona að sem flestir
komi I leikhús og síðast en
ekki síst að unga fólkið sæki
leikhús meira en það hefur
gert undanfarin ár, en
kannski er það ekki þeim að
kenna. Við bjóðum kar.nski
ekki upp á leikrit fyrir krakk
_ _ _ u
ÞETTA FÍLA ÉG
Stuldurinn á Siggu Lísu
Siggi spæjó heiti ég. í
síðasta kafla var sagt frá því
að ég fékk símtal frá Lista-
safni íslands. Það var sagt að
málverkinu einstæða af
Siggu Llsu hefði verið stolið.
Auðvitað átti ég að komast
að þvi hver þjófurinn var. Til
að finna vísbendingar ákvað
ég að fara I Listasafnið. Loks
fann ég eitthvað.
2. kafli
Þetta bréf er stílað á mig. í
því stendur:
MEÐ FULLRI LEYND...
Ég held að ég geti hjálpað þér
með að lýsa málið. Hittu mig við
þriðju súiu til vinstri við stoppistöð
5 hjá Lœkjartorgi klukkan 17.32.
Brenndu bréfið
Vinur
Klukkan er orðin korter yfir
og þá er best að koma á
stað. Þetta er stuttur spölur.
Ég kem að stoppistöðinni
klukkan 17.31 en þarna er
ekkert nema bréf stílað á mig
sem fyrr:
Ég er I hættu. Ég var
rændur af manninum sem
stal Siggu Lísu það er...
Það er gripið hörkulega um
handlegginn á mér og
sprautu er stungið I hann.
Þegar ég vakna aftur standa
yfir mér nokkrir dulbúnir
menn.
„Hvað gafst þú honum
mikið?" segir sá stærsti.
„Bara fimm milligrömnT
svarar kvalari minn.
„Þarna ertu þá“ öskra ég I
mikilli bræði.
Ég stend upp og gríp
byssu mína.
„Upp með hendur“.
Nú er ég með stjórn á öllu
saman.
„Sleppið byssunum".
„Peng“
Skotið kemur frá kvalara
mínum og beint I löppina á
mér.
„Hvað hefurðu gert“. Það
var sá stærsti sem sagði
þetta.
Nú er aðalsöguhetjan
okkar I vandræðum. Endir
annars kafla.
Framhald.