Alþýðublaðið - 24.06.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 24.06.1988, Side 4
4 Föstudagur 24. júní 1988 FRETTASKYRING Ómar Friðriksson skrifar Forsetakosningarnar 1988 Sigrún Þorsteinsdóttir Vigdís Finnbogadóttir IIM HVAD ER KOSIÐ? Talsvert hefur veriö um aö erlendir fréttamenn komi til iandsins til að fylgjast með forsetakosningunum. Þeir reka þá upp stór augu þegar þeir komast aö þvi aö hér hefur lifið gengið sinn vana- gang og fæstir með hugann við kosningarnar enda litu margir svo á að hér væri e.h. sérislenskt grin á ferðinni. Þegar aðeins vika var til kosninganna fóru menn þó að átta sig á að hér er blá- köld alvaran á ferðinni. Það á að fara að kjósa um forseta lýðveldisins. Skoöanakönnun fyrir nokkrum vikum sýndi aó Sig- rún Þorsteinsdóttir átti lítinn sem engan stuðning og margir spáöu því aö nú væri Pétur Guðjónsson endanlega að jarðsetja Flokk mannsins með þessu „ósvífna" fram- boðstilræði við forsetaem- bættið. Stuðningsmenn Vig- dísar munu hafa litð svo á að hún þyrfti ekki að óttast það að fá ekki „sovéska" kosn- ingu þann 25. júní. Stefnan var því sett á að fá sem flesta til að mæta á kjörstað til að sýna stuðning sinn við for- setann og útiloka að annað eins „kosningahneyksli" fái að endurtaka sig. Þarna gerðu hönnuðir kosninga- baráttu Vigdísar alvarleg mis- tök. Vigdís hefur forðast að mæta mótframbjóðandanum í fjölmiðlaeinvígi, hún hefur neitað dagblöðum um kosn- ingaviðtöl og í frambjóðenda- kynningu hefur öll áhersla verið lögð á að sýna hana í Ijósi virðingar forsetaem- bættisins og dregnir fram fyrirmenn f þjóðmálalífi og menningu til að lýsa yfir stuðningi við hana. Á móti hafa „safnaöarmeðlimir" Flokks mannsins dregið fram óþekkta borgara landsins til að lýsa yfir stuðningi við Sig- rúnu. Haglega hefur þeim tekist að tengja framboð hennarvið lífskjarabaráttuna og baráttu gegn misvinsæl- um aðgerðum stjórnvalda. Kosningabaráttan hefur einfaldlega fengið á sig þá mynd að kosið sé á milli Vig- dísar sem ber ímynd virðu- legs embættis með stuðn- ingi valdhafa og fyrirmanna, og hins vegar einhverskonar grasrótarhreyfingar. Útkoman gæti orðið sú að Sigrún fengi meiri stuðning en skoðanakönnunin gaf til kynna og ennfremur að fleiri leiði kosninguna hjá sér sem tilgangslítinn farsa í þjóðlífs- sirkusnum. Þetta snýst auð- vitað allt um spurninguna: Um hvað er kosið í þessum forsetakosningum? Eins og sjá má af svörum fólksins á götunni skiptir það yfirleitt afar miklu hve Vigdís hefur staðið sig vel sem forseti s.f. átta ár. Stuðningurinn er því bundinn við persónuna Vig- dísi forsetaen ekki umbúðir forsetastöðunnar eins og ætla mætti af framboðskynn- ingum. íslendingar hafa ekki áhuga á þjóðhöfðingjastofn- un sem er hafin hátt yfir lýð- inn og með yfirbragð yfir- stéttar. X Vald forseta? Flokkur mannsins minnir stundum á leshóp í stjórnar- skránni sem hefur allar lausnir í ríkisrétti á taktein- um og slær um sig með lýð- ræðistali. Framboðstaktík Péturs Guðjónssonar og co. hefur gengið út á að tefla Sigrúnu fram sem fulltrúa þjóðarinnar gegn valdhöfum. Þetta kalla þau aukið þátt- tökulýðræði til verndar mann- réttindum. Með þessu hefur þeim tekist að hrinda af stað nokkurri umræðu um valda- stöðu forsetaembættisins og örugglega veiðir Sigrún at- kvæði út á þetta þó fæstir ís- lendingar séu Ifklega svo skyni skroppnir að halda að með einum kosningum sé hægt að skipta um stjórn- kerfisform úr þingræöisfyrir- komulagi yfir í forsetaræði. Vigdísarmenn hafa lítið viljað gefa út á valdsvið for- setans því í raun er mjög vandmeðfarið hvernig forseti á að beita valdi sínu við stjórnarmyndanir og engar línur verða dregnar um það hvenær forseti á að grípa til neyðarréttaraðgerða gegn þingræðisfulltrúum þjóðar- innar. X Forseta sem sameiningartákn? Stuðningsmenn Sigrúnar hafa ekki teflt henni fram sem sameiningartákni þjóð- arinnar enda vonlaus kosn- ingartaktík gagnvart Vigdísi sem hefur náð góðum ár- angri á því sviði og „leikið hlutverkið" af prýði. X Forseta sem jafnréttistakmark ? Sigur Vigdísar vakti heims- athygli 1980 sem tákn um framsókn kvenna og efalaust munu einhverjir veita henni atkvæði sitt af þeirri ástæðu þrátt fyrir að kosningabarátt- an snúist eöli máls skv. ekki um kynjamisrétti. Hæpið er að Flokkur mannsins hefði teflt út í þessa baráttu í vor ef Sigrúnar hefði ekki notið við. X Forseta sem tákn íslands i alþjódasam- félaginu? Þaö er einsdæmi aö kona sé lýðræðislega kjörinn for- seti lýöveldis og hefur Vigdís vakið mikla athygli hvar sem hún hefur komið og borið hróður íslands víða af mikilli hæfni. Stuðningsmenn Sig- rúnar hafa lítið hampaö henni í þetta hlutverk. X Forseta sem sölumann? Það er séreinkenni á for- setaferli Vigdísar að opin- berar heimsóknir hennar til ríkja um víða veröld eru ná- tengdar viðskiptatengslum við þessar þjóðir. Sumir markaðslega þenkjandi menn líta svo á að forsetinn eigi einmitt að hjálpa til við að selja vörur úr landi. Einhverjir veita henni eflaust stuðning af þessari einu ástæðu. Stuðningsmenn Sigrúnar virðast leiða þetta hjá sér og segja að það komi lýðræðis- kosningu forseta ekkert vió heldur sé hlutverk útflytj- enda. X Persónurnar Vigdísi og Sigrúnu? í litlu þjóðfélagi renna persónur og leikendur í eitt. Það er engin leið að gera sér í hugarlund hvaða mynd kjós- endur hafa af frambjóðend- unum og hvernig þeir vilja að þær falli inn I þá (mynd sem menn gefa sér af forsetahlut- verkinu. Vigdís hefur þó mótað sinn stil og er sögð vera hlýleg, einlæg og snjöll. Sigrún segist vera fulltrúi litla mannsins „og hefur ferð- ast um landið og kynnst kjör- um alþýðunnar". Hún ætlar ekki að láta valdhafa komast upp með mál sem hún er á móti og láta þjóðina dæma í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fer svo eftir trúverðug- leika Sigrúnar hvort hún veiðir atkvæði út á þetta. A Flokk mannsins? Kosningaframboð Sigrúnar er augljóslega komið undan Flokki mannsins (þar sem Pétur Guðjónsson er „mað- urinn“ eins og einhver ágæt- ur maður orðaði það). Stuðn- ingsmenn Vigdísar hafa greinilega hálfgerða imugust á því að þurfa að fara út í bar- áttu við stuðningsmenn þessa sérkennilega flokks. Tómlætið gagnvart framboði Sigrúnar getur hafa vakið upp samúð fólks með henni og aflað henni einhverra „mótmælaatkvæða" á þeim forsendum að „Vigdís sigri hvort sem er“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.