Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. júlí 1988 3 FRÉTTIR Kvennalistinn VERKASKIPTING OG VALDDREIFING „Nauðsynlegt að skipta um fulltrúa“ segir Ingibjörg Sólrún VORHVOT STYÐUR HANNES Kvenfélagiö Vorhvöt hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirrar ákvöröunar Birgis isleifs Gunnarssonar menntamálaráöherra, aö veita Dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lektorsstööu í stjórnmálafræöi. Tilkynning- in er svohljóðandi: „í tilefni þess fjaðrafoks sem orðiö hefur í kjölfar veit- ingar lektorsstöðu í stjörn- málafræði við Háskóla ís- lands vill Kvenfélagið Vorhvöt taka fram eftirfarandi: Það er alrangt að Birgir Is- leifur Gunnarson mennta- málaráðherra hafi látið undan pólitískum þrýstingi í þessu máli. Eins og kunnugt er hefur Kvenfélagið Vorhvöt lengi borió hag Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar fyrir brjósti og haft á honum mikl- ar mætur (sbr. t.d. beiðni fé- lagsins um leyfi fyrir flutn- ingi hans áerindum um „Skilyrði fyrir friði“ í Rikisút- varpinu á meðan verkfall BSRB stóð yfir 1984). Nú þegar Ijóst var aö Hannes Hólmsteinn Gissur- arson hafði sótt um fyrr- nefnda lektorsstööu töldu Vorhvatarkonur það ekki of- verkið sitt að mæla meö hon- um við menntamálaráðherra og má nú öllum vera Ijóst hversu Ijúflega ráðherrann hefur orðið við þeirri mála- leitan. Kvenfélagió Vorhvöt er gjörsamlega ópólitískt, frjálst og óháð félag og vill ekki iáta bendla sig við neinn stjórn- málaflokk. Félagið mótmælir þess vegna harðlega öllum fullyröingum um að í þessu máli hafi pólitík komið við sögu. Að endingu vænta Vorhvat- arkonur þess að friður megi rikja um þetta embætti og óska Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og þjóðinni allri til hamingju meö þessa vitur- legu ráðstöfun." Farsóttir í maí KVEF ALGENGAST Kvef og aörar veirusýkingar í efri loftvegum voru langal- gengustu farsóttir í Reykjavík í maimánuði. Þar á eftir kom inflúensa, en engin tilfelli voru af matareitrun, misling- um, rauðum hundum eöa kíg- hósta, samkvæmt upplýsing- um frá borgarlækni, sem byggöar eru á skýrslu frá 7 læknum og Læknavaktinni sf. Kveftilfelli voru alis 911 og inflúensa 212. 74 tilfelli af iðrakvefi greindust og 55 lungnabólgutilfelli. Eitt tilfelli var af maurakláða, einkirn- ingasótt og hettusótt. 20 hálsbólgutilfelli voru skráð og 18 hlaupabólutilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, sem veriö hefur fulltrúi Kvennalistans í borgarstjórn undanfarin 6 ár, lætur nú af störfum í borgarstjórn. Elin G. Ólafsdóttir tekur viö af henni sem fulltrúi Kvennalist- ans. Þessi skipti á borgar- stjórnarfulltrúum eru i sam- ræmi viö þá stefnu Kvenna- listans aö dreifa vinnu og ábyrgö á hendur fleiri kvenna innan flokksins. Næstu sumartónleikar Skálholtskirkju eru helgaöir verkum Þorkels Sigurbjörns- sonar, en hann veröur fimmtugur i þessum mánuöi. Tvennir tónleikar verða haldn ir laugardaginn 9. júlí. Á efn- isskrá hinna siöari veröur frumflutt kórverkið „Koma“, sem samiö var sérstaklega DROGUM Úlfar Sveinsson, stjornar- formaður fóðurstöövarinnar Melrakka hf. á Sauðárkróki, segir rangt að þeir séu aö draga loðdýrarækt i landinu niöur. Einnig visar hann á bug þeim fullyröingum að fóðurverð sé hærra hjá þeim en öörum. Byggðastofnun hefur boöiö 8 milljóna króna lán til þeirra sem gerast vilja hluthafar í fyrirtækinu, og eru aðilar á Sauðárkróki að Elín G. Ólafsdóttir sagði að Kvennalistinn veldi þessa leið til að viðhalda ferskleika í baráttu flokksins fyrir kven- frelsi. Flokkurinn væri hugs- aður sem aðgerð til að breyta hugarfari til kvenna og barna, og að koma málefnum þeirra til skila i valdakerfinu. Kven- frelsisbaráttan væri hugsjón, og í Kvennalistanum væri áhersla lögð á málefni en ekki menn. Kvennalistakonur fyrir þessa tónleika. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 15 og þeir síðari kl. 17. Efnis- skrá síðari tónleikanna verð- ur síöan endurtekin sunnu- daginn 10. júlí kl. 15. Flytj- endur verka Þorkels eru sönghópurinn Hljómeyki, Árni Áskelsson bumbur, Hörður Áskelsson orgel, Inga ihuga málið. í fréttaskýringu i Alþýöu- blaöinu í síðustu viku sagði Sigurjón Bláfeld, ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu, að fóð- urstöðvarnar á Sauðárkróki og Dalvík væru að draga loð- dýraræktina í landinu niður, og ástæða erfiðleika stöðv- anna væri fyrst og fremst geysilegar offjárfestingar. Úlfar Sveinsson segir í samtali við Alþýðublaðiö að væru á móti atvinnupólitík og sú valddreifing sem er í flokknum leyfir hana ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir sagði að með þessu kerfi ættu fleiri konur kost á að komast til valda, og þær flæktust síður í valdakerfinu með þessu móti. Sú miðstýr- ing sem ætti sér stað innan hinna flokkanna væri and- stætt þeirri dreifingu ábyrgð- ar sem kvennalistakonur Rós Ingólfsdóttir selló og Kjartan Óskarsson basset- horn. Jafnframt mun Marta G. Halldórsdóttir syngja ein- söng en tónskáldið stjórnar og leikur á orgel. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis aö venju. Áætlunar- ferðir eru frá Umferðarmið- stöðinni sunnudag kl. 13, og til baka frá Skálholti kl. 17.45 fullbúin muni stöðin hjá þeim kosta um 100 milljónir og vísar því á bug að verið sé að draga loðdýraræktina nið- ur og fóðurverð sé hærra hjá þeim en annars staðar. Það kosti sitt að byggja upp að- stöðuna. „En það kemur á móti, að þegar þetta er kom- ið i gang þá lækka aðrir kostnaðarliðir til móts við það sem er víða annars stað- ar í fóðurstöðvum, eins og legðu mikla áherslu á. Þessi skipting væri nauðsynleg, þvi hætt er við að sá sem hefur setið lengi í borgarstjórn fari að líta á málin frá sjónarhóli kerfisins. Þannig kæmi alltaf sýn að utan inn í borgarkerf- ið. Hún sagói að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hefói verið gefin út sú yfirlýs- ing að hún myndi sitja 2 ár í viðbót, og því ættu þessi skipti ekki að koma kjósend- um Kvennalistans á óvart. Jarð- skjálftar á undar- lega mörg- um stöðum samtímis Páll Einarsson, jarðeðlis- fræöingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, segir engar sérstakar skýringar vera á hinum tiöu jarðskjálft- um aö undanförnu og ekkert að óttast, en hins vegar sé einkennilegt hvaö þeir eru á mörgum stööum í einu. Páll segir i samtali við Al- þýðublaðið aö enginn stór skjálfti hafi komið, heldur sé um að ræða dreifu af litlum skjálftum, undanfarnar tvær vikur. „Þetta er allt saman á þekktum skjálftasvæðum, en það sem er kannski athyglis- vert er hvað þetta er á mörg- um stöðum i einu. Það læð- ist að manni sá grunur að það sé ekki alveg tilviljun, en það er erfitt að skýra hvernig á því getur staðið." Páll segir að engin ástæða sé fyrir fólk að veröa ótta- slegið, fjöldinn allur af skjálftum mælist án þess að það komi i fréttum. t.d. vinnulaun. Þessi fóður- stöö er byggð eftir bestu fyr- irmynd sem vitað var um í heiminum, fóðurstöð í Dan- mörku.“ Segir hann að 8 milljóna króna lán standi til boða hjá Byggðastofnun til þeirra aðila sem vildu gerast hlut- hafar í fóðurstöðinni. Rætt hefur veriö við útgeröarfyrir- tæki á staðnum, og eru þau að athuga sinn gang. Sönghópurinn Hljómeyki ásamt tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni, en sönghópurinn mun frumflytja kór- verk eftir Þorkel nú á morgun. Sumartónleikar Skálholti HELGAÐIR ÞORKELI SIGURRJÖRNSSYNI Úlfar Sveinsson stjórnarformaður Melrakka hf EKKI LOÐDÝRARÆKT NIÐUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.