Alþýðublaðið - 29.07.1988, Side 1
Skattar fyrirtœkjanna 1988
LANDSBANKINN 06 EIMSKIPA-
FÉLAGIÐ GREIÐA MEST
Álögð heildargjöld íslenskra aðalverktaka aukast úr 153 milljónum í 370 miðað við árið á undan.
Alagningarskrár skattstjóra
verða lagðar fram í dag.
Vegna skattlausa ársins 1987
eru nú aðeins iagöar fram
skrár yfir gjaldaálagningu
lögaðila og félaga. Á álagn-
ingarskrá Reykjavíkur kemur
fram að Landsbanki íslands
greiðir hæstu heildargjöld
lögaðila i ár, samtals kr.
230.515.144. Á siðasta ári
voru iagðar kr. 74.713.871 á
Landsbankann sem greiddi
þá heldur minni gjöld en SÍS
sem nú er í þriðja sæti með
kr. 111.846.102 í heiidarskatta.
Annar gjaldahæsti lögaðilinn
i ár í Reykjavík er Eimskipafé-
lagið sem þarf nú að greiða
alls kr. 147.457.602 í gjöld en
á siðasta ári voru lagöar kr.
55.914.579 á Eimskipafélagið.
í skattskrá Reykjanesum-
dæmis sem lögð er fram í
dag, kemur fram að íslenskir
aðalverktakar þurfa alls að
greiða kr. 369.602.843 í heild-
argjöld á árinu en í fyrra voru
heildargjöld fyrirtækisins
153.227.580 kr.
- Athygli vekur að Olíufélag-
ið h.f. sem var þriðji hæsti
gjaldandinn á síðasta ári
með heildargjöld alls kr.
73.330.437, er nú í 15. sæti
með 39.461.332 í samanlögð
gjöld. Þá hefur álagning á
nokkra banka hækkað mjög
frá siðasta ári, þannig er
Búnaðarbankinn nú fjórði
hæsti gjaldandinn með
108.345.236 i samanlögð
gjöld en var með rúmlega 18
milljónir á siðasta ári. Einnig
er Iðnaðarbankinn og Spari-
sjóður vélstjóra ofarlega á
lista yfir hæstu tekjuskatta
lögaðila í ár.
Sjá nánar frétt og töflur á
bls. 5.
N130TK
I
...... .... ...
Einkaþota forstjóra Pepsi Cola i Bandarikjunum Roger Enrico, bíður stillt og prúð á Reykjavikurflugvelli á meðan hann rennir fyrir lax. Slik risafyrirtæki munar ekki um að íáta
lúxusþotu standa óhreyfða í viku eða tiu daga. Á baksíðunni er viðtal við islenskan samkeppnisaðila hans sem nýlega kvað sér hljóðs á gosdrykkjamarkaðnum.
GERÐARDÓMUR GÆTI AÐEINS FARIÐ Á EINN VEG
segir Eyjólfur Konráð Jónsson um ágreining Dana, Fœreyinga og Grœnlendinga um íslenska efnahagslögsögu
Dómsmálaráðuneytið hefur
samkvæmt ákvörðun dóms-
málaráðherra og sjávar-
útvegsráðherra óskað eftir
því viö utanríkisráðuneytið aö
það itreki það við hlutaðeig-
andi stjórnvöld i Danmörku,
Færeyjum og Græniandi hvar
mörk íslenskrar efnahagslög-
sögu eru.
Eyjólfur Konráð Jónsson
formaður utanrlkisnefndar Al-
þingis sagði í samtali við Al-
þýðublaðið að Danir hefðu
mótmælt því fyrir löngu síð-
an að við notuðum Kolbeins-
ey sem grunnlínupunkt, en
það höfum við alltaf gert og
það kemur alls ekki til greina
að því verði breytt af okkar
hálfu. „Við munum hvergi
hvika frá því og við höfum
neitað að ræða þetta mál
frekarvið Dani. Færeyski tog-
arinn sem nú um helgina var
tekinn i íslenskri lögsögu var
ekki staddur á neinu gráu
svæði því þetta svæði er
ótvírætt okkar eign,“ sagöi
Eyjólfur.
Eyjólfur sagði einnig að
Danir hefðu fyrir hönd Græn-
lendinga óskað eftir að þeir
fái óskertar 200 mílur í átt til
Jan Mayen eins og við Is-
lendingar, en íslendingar og
Norðmenn hafa samið um
sameiginleg réttindi að mið-
línu milli Grænlands og Jan
Mayen. Okkar réttindi byggð-
ust á allt öðru en þeirra krafa.
„Við stöndum fast á því að
þarna eigi miðlína að ráða
eins og almennt er í hafrétt-
inum og að engin rök séu fyr-
ir þvi að þeir eigi að fá
óskertar 200 milur eins og
við. Það byggist á sögulegum
rétti okJ<ar því þessi eyja er
alveg eins íslensk og norsk.
Þegar Norðmenn gerðu tilkall
til hennar árið 1927 spurðu
þeir danska utanríkisráðu-
neytið hvort það gerði nokkra
athugasemd við það, og þá
áskildi Jón Þorláksson for-
sætisráðherra á þeim tíma ís-
lenskum borgurum þann
sama rétt á eyjunni og Norð-
mönnum. „Við eru því reiöu-
búnir að vísa málinu fyrir
gerðardóm þar sem hann get-
ur aðeins farið á einn veg“
sagði Eyjólfur Konráð. Gerð-
ur var samningur sem tryggði
okkur réttindi þótt Norðmenn
fengju formlega yfirráðarétt
yfir eyjunni. Þá sagði Eyjólfur
ennfremur að við mættum
veiða 85% af loðnu á þessu
svæði en Norðmenn aðeins
15%. Utanríkismálanefnd Al-
þingis svaraði i gær fyrir-
spurn sjávarútvegsráðherra
og utanríkisráðherra um
hvort hún gerði einhverjar
athugasemdir við það að
norsk.i flotinn sem ekkert
hefur fengið á sínu svæði frá
þvi 10. júlí s.l. mætti fá allt að
40 þús. tonn af sínum kvóta
innan íslenskrar efnahagslög-
sögu. Utanríkismálanefndin
samþykkti það og mun því
Norðmönnum verða heimiluð
veiði þar.
Þorsteinn Pálsson, forsæt-
isráðherra, fór ásamt Árna
Kolbeinssyni ráðuneytis-
stjóra í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, og fleirum til Færeyja í
gær. Þar mun hann sitja fund
með Atla Dam lögmanni
Færeyja og Jonathan Mosz-
feldt formanni landsstjórnar
Grænlands, þar sem þessi
mál verða líklega rædd.