Alþýðublaðið - 29.07.1988, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Qupperneq 4
4 Föstudagur 29. júií 1988 + MINNING + Eysteinn Guðjónsson skólastjóri Djúpavogi F 03.04.1949 D. 04.06.1988 Þegar ég kom austur á Djúpavog sumarið 1985, óraði mig ekki fyrir því, að ég ætti eftir að standa við altari kirkj- unnar þremur árum síöar, að kveðja minn besta vin. En nú hefur það sannast einu sinni enn, og við líka fengið að reyna það á síðustu vikum hér eystra, að bilið á milli lífs og dauða er svo ákaflega stutt; enginn ræður sínum naeturstað. I þetta sinn kom dauðinn óboðinn, og svo óvænt, og hreif með sér góðan dreng í blóma lífsins. Við sitjum eftir hljóð, agndofa, grátbólginn, reið yfir því aö hafa verið slegin svo gjörsamlega út af laginu, án þess að hafa getað komið við nokkrum vörnum. Ótal spurningar leita á hug- ann, en fátt er um svör. Það er ekki trúleysi, sem fæðir af sér þessi viðbrögð okkar, heldur söknuður, að fá ekki lengur að sjá þennan mann, hafa á meðal okkar, leita til hans með hin ýmsu vandamál, sem hann jafnan leysti svo vel úr, gantast með honum, vinna, gleðjast. Margar bækur hef ég lesið, eftir að þessi hörmulegi atburður gerðist á Djúpa- sundi, milli Búlandshafnar og Eskilseyjar á Hamarsfirði, að Eysteinn féll út af bát sínum og drukknaði, bækur, sem fjalla um þessi umskipti frá jarðlífinu til annars lífs, því mér fannst að mér vegið frá Guði, skyldi ekki hvers vegna þetta varð að gerast. Ég kall- aði Guð til ábyrgðar fyrir að hafa ekki komið til hjálpar, fyrir að hafa ekki með almátt- ugri hönd sinni bægt þarna dauðanum frá. En við lestur þessara bóka, einkum þó einnar þeirra, varð mér brátt Ijóst, að þessi ásökun mín var ekki reist á styrkum grunni. Höfundur bókarinnar, sem er prestur í söfnuði gyðinga í Bandaríkjunum, varð fyrir þvi, að sonur hans fæddist með svo kallaöan öldrunarsjúk- dóm, og dó úr hrörnun og elli aðeins 14 ára gamall. Fjöl- skyldan vissi lengi að hverju stefndi, en gat ekki með nokkru móti skilið, hvers vegna Guð legði slíka byrði á hana. Faðirinn, sjálfur guðs- maðurinn, huggarinn, settist niður, magnvana, og leitaði svara. Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki Guð, sem skapaði okkur þjáningarnar, heldur væru það tilviljanir, lögmál náttúrunnar, örlögin. Hann komst líka að því, að okkur hefði aldrei verið lofað þján- ingarlausu lífi, heldur því, að við skyldum aldrei þurfa að vera ein i sársauka okkar og þjáningum, að við gætum alltaf haft aðgang að brunni styrks og máttar, sem duga myndi til þess að lifa af harmleiki og óréttlæti lífsins. Að þessari niðurstöðu fenginni sá hann að hreinsa þyrfti „mannorð" Guðs, ef svo mætti að orði komast, þar eð honum væri að ósekju kennt um, er dauðinn stigi harkalega niður fæti. Og nú segir þessi lífsreyndi maður öllum þeim, er vilja hlusta, aö Guði verði ekki kennt um sársauka okkar. Og ég finn og veit, að þetta er rétt hjá manninum. Því hvernig má það vera, að Guð, sem í Kristi boðar miskunnsemi og kær- leika, geti á sama tíma verið boðandi og höfundur grimmdar og miskunnarleys- is? Slíkt fær ekki staðist. Ég trúi á Guð, sem er and- stæðingur þjáningar og dauða, á Guð, sem býður fram aðstoð sína þegar sorg- in þjakar. Ég trúi á Guð, sem þurfti að gefa þessum heimi einkason sinn, til þess að brjóta vald dauðans á bak aftur. Og ég trúi á Guð, sem bíður nú með opinn faðmirin handan grafar, takandi á móti öllum þeim er hverfa úr þess- um heimi. Dauðinn getur slegið menn í valinn, en hann megnar ekki lengur að halda þeim í greip sinni. Atburðirnir við Jerúsalem, á páskunum, fyrir bráðum 2000 árum, sáu fyrir því. Þar fór lífið með sig- ur af hólmi. Eftir þetta líf bíður okkar framhald, nýr heimur, annað svið, þar sem vitundin, sálin, hinn andlegi líkami fær gist um komandi tíma. Þangað hverfum við öll þegar stund okkar kemur, og þar munum við hitta okkar góða vin, Eystein Guðjónsson, meðal annarra. En nú erum við stödd í þessum heimi, og rétt eins og við megum aldrei gleyma þeim, er hverfa frá okkur til annars veruleika, þá megum við heldur ekki gleyma þeim, er standa eftir hjá okkur. Líf- ið helduráfram. Eysteinn hefði viljað, að ég minntist á það. Við skulum því reyna að leiða hjá okkur þá spurningu, hvers vegna dauðinn kvað dyra, en spyrja þess í stað, hvert við getum leitað, þegar sá óboðni gestur hefur tekið einhvern frá okkur. Ég tel, að Guð einn megni að gefa styrk, huggun og von í þraut- um lífsins, og veit, að hann finnur til með hinum syrgj- andi. Megi hann koma með blessun sinatil fjölskyldn- anna í Steinum og Röst, sem þyngstu byrðina hafa, og dýpstu sárin. Það er vissulega sárt að kveðja. En minningin um þennan dreng mun lifa ókomna tíma, björt og hrein. Sigurður Ægisson KVEÐJA Mig skortir orð og hcerra hugarflug, að hnýta þinni minning krans í Ijóði, og birta það, sem býr í mínum hug, sem best ég kysi, frœndi’ og vinur góði. Þú fórst svo skjótt, sú fregn var öllum sár, menn fá ei þokað dauðans myrka skugga. Við sjáum aðeins ástvinanna tár, en ekki þann, sem kemur til að hugga. Þú valdir starf sem var þér eflaust kcert, að vísa börnum leið til mennta heima. Ég veit, að mörg, sem hjá þér hafa lært, þar hlutu auð, sem þau munu’ aldrei gleyma. Þú vildir kærleik kveikja’ í þeirra sál, í krafti trúar á hið sanna’ og góða. Þú kenndir þeim hið fagra móðurmál og minntir þau á kraftinn sögu’ og Ijóða. Það hlóðust á þig ýmis vandaverk; þú vildir hverju góðu máli sinna. Til átthaganna ástin þín var sterk og að þeim var þér Ijúft að fá að hlynna. Að byggja upp og bæta allra hag, það boðorð var þér æðst í þeirra vanda. Þú vildir sjá hér allt með bœttum brag, og bœ, sem skal um aldir traustur standa. Þá kveðjum við þig klökkum huga nú; í kirkju okkar ríkir djúpur friður. Við biðjum þess í bœn og helgri trú, að blessun streymi’ af himni til vor niður, og þerri af augum þinna harmatár og þeirra ráð í hendur sínar taki, og þó um stundir sorgin verði sár, að sólbjört minning hjá þeim œtíð vaki. Jón Sigurösson frá Rjóöri TIL MÓÐUR Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna hér við embættið eru lausar til umsóknar. Umsóknum skal skilað til skrif- stofu minnar fyrir 1. september n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni og hjá lögreglustjórum um land allt. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 27. júlí 1988. 1«1 ígf Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í lögn dreifi- kerfis 11. áfanga hitaveitu í Hafnarfjörð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- \kjrkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000,- skilatrygg- h^gu. Tilboðin verðaopnuð ásamastað miðvikudag- inn 10. ágúst n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURGAR : Frikirkjuvfegi 3 — Simi 25.800 — Postholf 878 — 101 fljjiykjaiik TIL KONU — og barna Mœt er, og mikil, minningin bjarta. Laitguð er tund mín, lítið mitt lijarta. — Bærinn er hljóður. Brá hérna birtu. Brotinn er skjöldur. Söguna segja sjávarins öldur. — Faðmurinn kaldur. Tár falla tíðum, treginn er þungur. Faðirinn frómur fór burt svo ungur. — Sárt er að kveðja. Herrann á himnum harminn bitrt taki. Englar hans allir yfir svo vaki. — Líf heldur áfram. Söngurinn þagnar. Sonurinn dáinni? Sjávarins hrammur? Lífsneistinn slökktur? Lokuð nú bráin? Ljárinn svo rammur? Móðirin grætur. Minningar streyma. Myndirnar bjartar. Elskaður faðir; unglingur heima; aldregi kvartar. Ráð eru lítil, rétt eins og brysti róður við hleina. Harmurinn þungur. Hjálpin frá Kristi huggunin eina. Megi hann koma, meistarinn fróði, mund þína kyssa. Sæll er hjá Guði sonur þinn góði. Sú er mín vissa. Verndi þig englar, vefji þig örmum, vaki þér yfir. Mörg sé ég tár á mannanna hvörmum. Minningin lifir. Ljúfasta Ijóð mitt lœt ég þér fœra. Vongóð mí vertu vina mín kœra. — Guð ykkur styrki. Sigurður Ægisson Siguröur Ægisson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.