Alþýðublaðið - 11.08.1988, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 11. ágúst 1988
UMRÆÐA
Bjarni Jónsson
skrifar
ÆVINTÝRI TANNENBAUMS Á ÞÝSKU HRAÐBRAUTINNI
Hin eina sanna íslenska
umferöarhelgi er yfirstaðin.
Aldrei er jafn ítarlega fjallaö
um umferöina og einmitt um
verslunarmannahelgina. Enda
gefur þessi gífurlegi straumur
fólks og farartækja fyllilega til-
efni til þess aö öll skemmti-
legu útvörpin okkar eyöi ein-
hverju af dýrmætum orðaforða
sínum í aö veita ábendingar og
holl ráö varðandi akstur og
umferö. Þessi íslenska feröa-
helgi er hápunkturinn á sumar-
umferöinni; aldrei er eins
miklu ryki þyrlað upp, aldrei er
olnbogabarn þjóöveganna,
sauðkindin, i eins mikilli
hættu, aldrei myndast jafn
margar bilalestir og einmitt
um verslunarmannahelgina.
Á þessum dögum verður
ófáum íslendingum hugsaö til
þeirra mannvirkja sem hvaö
mesta athygli og aðdáun hafa
vakió á meðal Frónbúans.
„ÞÝSKU ÁDÓBANARNIR"
í augum okkar íslendinga er
„hraðbrautin" vegur án hindr-
ana; eins konar tákn fyrir hið
skipulagða og atorkusama
Þýskaland vestursins. Á hrað-
brautunum ríkja engin fáránleg
hraóatakmörk (til hvers, svo
sem? hugsar hinn frjálsi ein-
staklingur) og þessa beinu
braut aka allir eftir settum
reglum: Á ystu akreininni eru
þungir og hægfara flutninga-
bílar, á miðreininni meðalöku-
þórarnir (þessir sem segjast
aka greitt en „örugglegá') og
innst bruna þeir menn sem
sameina allar þrár og vonir
hraðbrautaraðdáandans; sjálfir
„hraðbrautarbanarnir". Þeireru
mennirnir sem láta enga segja
sér fyrir verkum, en bruna
áfram veginn á sínum „220“ og
sýna þar með fram á hversu
brýnt erindi þeir þurfa að reka
í borgum Evrópu. Þetta eru
hinir eiginlegu sigurvegarar
vestræns samfélags; líf þeirra
einkennist af eilífum framúr-
akstri.
Ég vil koma því strax að, að
ég er ákaflega neikvæður þeg-
ar talið berst að „ádóbanan-
um“. Fyrir nú utan það að af
öllum farartækjum fellur mér
best við skip, þá hellist yfir
mig sérstök vanlíðan ef ég
neyðist til þess að setjast upp
í bifreið sem siðan heldur út í
umferðaræðarnar. Ég lenai
nefnilega æði oft í því aö þurfa
að sitja við hlið stýrimannsins
i bílnum. Og vegna þess að ég
tel mig oftast vita betur en
náunginn er ég óspar á hvers
kyns hvatningaróp og ráðlegg-
ingar í umferðinni. Þessi virka
þátttaka min í akstrinum leiðir
þá til þess að ég smitast af
ýmsum leiðindakvillum vest-
rænnar umferðarmenningar;
fæ t.a.m. störu og mikinn og
stöðugan titring í bremsufót.
Þá má og taka það til að ég
trúi þvi að flestir menn séu
vondir og því geti allt gerst á
hraðbrautum. Því miður til-
heyrir þannig hugsunarháttur
ekki nútímanum, sem telur
firringuna vera lykilorð
hamingjuríks lífs.
Hvort hinir 3800 sem létu líf-
ið á v-þýsku hraðbrautunum
fyrri hluta þessa árs hafa
hugsað eitthvað likt, á ég erfitt
með að dæma um.
Að minnsta kosti þarf fólk
endilega að fara i sumarfrí.
í V-Þýskalandi þykir það til-
heyra sumrinu að eyða þessu
fríi á hraðbrautum Evrópu.
Fólk þarf alltaf að „fara eitt-
hvert“. Fólk þarf alltaf aö kom-
ast áfram.
Það var einmitt þessi feröa-
þrá og þörfin fyrir að komast
áfram sem varð til þess aö
Alfons Tannenbaum komst
ekki til Ítalíu á 14 tímum slétt-
um.
ALFONSí KÖLN
Föstudagur í miðjum júlí-
mánuöi. Köln. Alfons Tannen-
baum, launafulltrúi hjá Ford-
bílaverksmiðjunni er kominn í
sumarfrí. Hann hefur ekki valiö
sér neinn ákveðinn tíma sum-
arsins til þess að taka út þetta
frí sitt. Hann þarf þess ekki
með og á reyndar engra kosta
völ. Verksmiðjurnar loka: Ford
fer í frí.
Þegar hann stígur inn í út-
hverfalestina á leið heim til sín
er sólin farin að skína og hita-
stigið nálgast óðum 30 gráöur
á Celsíus.
Heima fyrir á það ekki að
liggja fyrir honum aö smeygja
sér í stuttbuxur, svolgra kaldan
bjór og baða sig i sólskininu.
Alfons Tannenbaum sest upp i
fjölskyldubilinn (Ford, á sér-
stökum kjörum) ásamt eigin-
konu, B-vítamínglösum og
tveimur þægum skólabörnum
sem hann er hluthafi að.
Tannenbaum-fjölskyldan
spennir beltin og setur stefn-
una á Ítalíu. í frí.
ALFONS LEGGUR AF STAÐ
Alfons viðurkennir það ekki
einu sinni fyrir sjálfum sér, að
ef hann ætti að leggja mat á
verðleika hinna ýmsu þátta í
lifi sfnu, þá hlyti Ford-bifreiðin
hans sjálfsagt fyrsta sætið.
Honum þykir sérstök stemmn-
ing fylgja því að aka eftir
þýsku hraðbrautunum og dást
í leiðinni að framtakssemi og
áræði þjóðar sinnar.
„Það má hann Hitler þó
eiga, að hann útrýmdi atvinnu-
leysinu og byggði ádóbanana.“
Við undirleik vélarinnar
syngur heimurinn sina feg-
urstu sálma.
Á einni klukkustund eru 300
kílómetrar að baki.
í gleði sinni bregður launa-
fulltrúinn fyrir sig ýmsum
merkilegum orðum úr italskri
tungu og er því feginn að hafa
ekki farið eftir „þessu rugli úr
útvarpinu sem sagði að um-
feröin yröi svo mikil þessa
helgi að fólki væri ráölagt að
halda sig heima við.
„Prego, signor, ristorante..."
Lærdómur 6 undangenginna
Ítalíuferða.
Lasagna.
Alfons hefur tekið flugið.
Hann lítur brosandi á eigin-
konu sína sem situr við hlið
hans, þögul, föl, en (umfram
allt) sæt og rígheldur í nestis-
körfuna. í aftursætinu sitja
Þjóðverjarnir sem eiga að erfa
þetta land og horfa á þýsku
skógana veslast upp og deyja í
þykku blýskýi.
Alfons segir: „Þetta er lífið.“
ALF0NS Á MILLI STUTTGART
0G MUNCHEN
Hraðbraut A8, Stuttgart-
Múnchen. Fyrstu blótsyrðin
taka að hrökkva af vörum
Alfons. Hann dregur allt í einu
úr hraðanum, konan hans
hvítnar enn meira upp og bíll-
inn rennur úr „200“ niður í
„20“. Alfons rýnir fram fyrir sig
og sér blikkbelju við blikkbelju
svo langt sem augað eygir.
Martröð hraðbrautarferða-
langsins er runnin upp. Tann-
enbaum-fjölskyldan er lent í
„Stau“.
„Stau“ er hræðilegt orð í
augum og eyrum sannra hrað-
brautarbana. Orðið merkir að
sakir þess að framundan er
hraðbrautin ófær einhverra
hluta vegna (t.d. geta orðið
umferðarslys á „ádóbönun-
um“). Þá myndast langar bíla-
lestir (þær geta orðið allt að
100 kílómetra langar) og ef
umférðin stöðvast ekki algjör-
lega „aka“ bifreiðarnar áfram
með hraða sem drukkin skjald-
baka mundi hlæja að.
Ford-inn mjakast áfram.
Þægu börnin í aftursætinu eru
mikið að spá í að verða aðeins
óþægari, þau kvarta undan
þreytu, leiðindum og áköfum
þorsta. Föla (en sæta) eigin-
konan, frú Tannenbaum, sem
hefur beðið svo lengi eftir því
að geta svamlað í kvikasilfur-
mettuðu Adríahafinu, býður
upp á pottbrauð með osti.
Alfons er hættur að blóta Guði
en er nú tekinn til við að ákalla
skítinn í öllum hans marg-
breytilegu og skrúðugu mynd-
um.
Loks er hraðinn orðinn slík-
ur, að ekki dugir annað en að
drepa á bílnum, henda út pott-
brauðinu, konu og börnum og
ýta farartækinu í átt til Alpa-
fjalla.
Hraðar verður ekki farið
næstu klukkutímana.
í vegarkantinum situr tyrkn-
esk stórfjölskylda sem upphaf-
lega ætlaði sér niður að
Bosporus-sundi. Amman
skenkir nú mjólk og gefur öll-
um brauð með kindakjöti. Síö-
an fær hún að hrista nokkur
börn á meðan fjölskyldufaðir-
inn kveikir sér i pípu.
Allir biða.
Þetta er lífið.
ALF0NS ER ENN EKKI K0MINN
TIL MUNCHEN
Þetta er sumar á A8, Stutt-
gart-Munchen. Alfons og fjöl-
skylda hafa beðið í rúma fimm
tíma við hraðbrautina og hafa
ekki færst úr stað. Alfons horf-
ir tómlega fram fyrir sig. Blóts-
yrðin eru uppurin, það hallar
að kvöldi, hann er þreyttur og
finnst konan ekki eins sæt og
áður.
Hann gengur fram og aftur
og ræðir við aðra óánægða
ökumenn sem allireru á leið
til gósenlandsins Ítalíu.
Einhver segist hafa heyrt að
30 kílómetrum framar hafi orð-
ið alvarlegt umferðarslys, að
lögreglan sé enn við hreinsun-
arstörf.
Innan skamms eru menn
komnir I hrókasamræður og
farnir að veðja. Hversu marga
útlimi skyldi lögreglan hafa
þurft að tína upp?
Einhver segist hafa heyrt að
fórnarlömbin séu óþekkjanleg.
Það slær þögn á hópinn og
menn opna fyrir útvarpið til
þess að heyra um ástandið i
umferðinni og hvort Þjóðverjar
hafi ekki verið að vinna tennis-
og fótboltamót.
Það er orðið dimmt þegar
bifreiðarnar eru ræstar á ný og
allt þetta nútímafólk kemst aft-
ur á hinn ágæta meðalhraða
„200“
KEMST ALFONS TIL ÍTALÍU?
Alfons og fjölskylda ganga
til náöa í litlu gistihúsi rétt
norðan við Munchen. Alfons er
biturog nánast niðurbrotinn.
Hin haldgóða ferðaáætlun
Köln-Rimini-á-14-tímum er farin
út um þúfur.
Inntak ferðarinnar er týnt og
hin glaðhlakkandi ferðasál
svikin og slitin. Á morgun má
hann síöan brynja sig upp á
nýjan leik og halda i slaginn á
hraðbrautinni, heilsteyptari en
áður og ríkur af andlegum og
líkamlegum kröftum.
Á morgun heldur fjölskyldan
frá Múnchen til Salzburg í
Austurríki. Sú leið er einungis
150 kílómetra löng. En í dag
var bílalestin i þessum kafla
125 kílómetra löng... gæfan
brosir ekki við Alfons.
Og í millitiðinni rennurenn
meira kvikasilfur í Adríahafiö,
hitinn kemst upp í 35 gráóur
og frú Tannenbaum fölnar upp.
Af öllum frásögnum og
opinberunum má maðurinn
draga lærdóm. Tilfelliö með
Alfons Tannenbaum frá Köln
sýnir okkur, íslendingar góðir,
að í útlandinu er margt slæmt
og ekki verðugt eftirbreytni.
Umferðinni á „ádóbananum"
stjórnar enginn guð og líkt og
í mannlegu lífi er hin „hraðá'
braut oft þyrnum stráð.
Og fyrir bilhræddan mann er
það sérstök gleði að koma
heim til íslands þar sem veg-
irnir bjóða ekki upp á að ekiö
sé á meiri hraða en 100. Auk
þess er fátt fegurra og náttúru-
legra í umferðarlandslaginu en
einmitt holóttir malarvegir,
varðaðir blessaða íslenska
sauðfénu.
(Höfundur leggur stund á leik-
listarfræði í Munchen)
Hvað gerist þegar venjuleg fjölskylda œtlar
að komast á 14 tímum frá Köln í Þýska-
landi til Adríahafsstrandar Ítalíu eftir
þýsku hraðbrautinni?